Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. 49 Með 11. - cxd4 hefði svartur jafnað taflið fullkomlega en það er kannski ekki svo mikið afrek gegn varfæmis- legri byrjun hvíts. Vandi svarts felst í því að reyna að fá yfirhöndina með einhverjum ráðum. Með síðasta leik sínum tekst Dolmatov að riðla jafn- væginu en vanmetur færi hvíts. 12. dxc5 Bxc5 13. c4 dxc4 Ekki 13. - bxc4 14. dxc4 d4? vegna 15. Rb3 og vinnur peð. 14. bxc4 b4 Virðist lofa góðu; hvítur á nú stakt peð á c-línunni og svartur hefur möguleika á að mynda sér fjarlægan frelsingja á drottningarvæng. Horfur í endatafli væru góðar en í miðtafljnu er staðan ekki eins traust. 15. Rg5! e5 16. Rge4 Rxe4 17. Rxe4 Be7 18. Hfdl Da5 19. c5! Had8 20. f4! Hvíta sóknin er að taka á sig mynd. Eftir 20. - exf4 opnast fyrir gin svart- reita biskupsins og hvítur á ýmsar leiðir til'að halda taflinu gangandi. Þó má vel vera að þetta hafi verið besti möguleiki svarts. 20. - Dxa2 21. f5! Hótunin 22. f6 og rífa upp kóngs- stöðuna er svo öflug að svartur er nauðbeygður til að fórna skiptamun. Leikjaröðin 21. - Kh8 22. f6 gxf6 23. Rd6 Bxd6 24. Dh5! er lítið dæmi um hætturnar sem leynast í stöðunni. 21. - Hxd3 22. Hxd3 Bc8 23. Rd6 Bxd6 24. Hxd6 Ra6 25. c6 Svartur á ekkert svar við fram- skriði frelsingjans á c-línunni. 25. - Bxf5 26. c7 Rb7 27. Hxa6 Db3 28. Hac6 Bc8 29. Bxe5 Dd5 30. Bd4 Rd6 31. Hlc5 - og svartur gafst upp. Polgar-systur Fáir keppendur hafa vakið meiri athygli en ungversku skáksysturnar Zsuzsa, Zsófia og Júdit Polgar. Zsuz- sa er elst þeirra, 18 ára gömul, og er þriðja stigahæsta skákkona heims. Hinar eru 13 og 11 ára gamlar og augljóslega engu síður bráðefnilegar. „Lítil dama í kjallaranum fórnar drottningu", er yfirskrift greinar 111- uga Jökulssonar í mótsblaðinu sem út kemur eftir hverja umferð. Illugi vísar þar til skákar Zsófíu Polgar við Færeyinginn Apol. Zsófia tefldi skák- ina snyrtilega og með litlum peðsleik í 28. leik lagði hún laglega gildru í vinningsstöðu sem mótherjinn áttaði sig ekki á. Hér birtist skákin athuga- semdalaust. Hvítt: Zsófía Polgar Svart: Liutjen Apol Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. Bb3 Be7 8. 0-0 Dc7 9. Be3 Rc6 10. f4 Bd7 11. Df3 Hc8 12. f5 Rxd4 13. Bxd4 e5 14. Be3 Bc6 15. Dg3 Hg8 16. Bg5 b5 17. Bxf6 Bxf6 18. Bd5 Bd8 19. f6 g6 20. Bxc6 Dxc6 21. a3 Dd7 22. Dd3 De6 23. Rd5 Hc4 24. c3 Kd7 25. a4 Bc7 26. axb5 axb5 27. Ha7 Hb8 abcdefgh 28. h3 h5 29. Dxc4! bxc4 30. Rxc7 - Svarta drottningin er mát úti á miðju borði! Svartur gafst upp. -JLÁ þrjú kvöld þannig: Kristmundur Þorsteinsson 145 sæti stig 4. Óskar Karlsson - 1. Sigurður Sverrisson - Þorsteinn Þorsteinsson 125 Árni Bjarnason 183 5. Björgvin Víglundsson - 2. Hannes. R. Jónsson - Einar Sigurðsson 110 Þórarinn Sófusson 156 6. Guðni Þorsteinsson - 3. Erla Sigurjónsdóttir - Sigurður B. Þorsteinson 97 Matreiðslumaður og starfsfólk í eldhús óskast nú þegar til starfa við Hótel Egilsbúð, Neskaupstað. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Ingvason í síma 97-71323, heimasími 97-71608. Nám í uppeldisgreinum fyrir verkmenntakennara á framhaldsskólastigi. Nám í uppeldis- og kennslufráeðum til kennslurétt- inda fyrir verkmenntakennara á framhaldsskólastigi hefst við Kennaraháskóla Islands haustið 1988. Umsækjendur skulu hafa lokið tilskildu námi í sér- grein sinni. Námið fullnægir ákvæðum laga nr. 48/1986 um embættisgengi kennara og skólastjóra og samsvarar eins árs námi eða 30 einingum. Náminu verður skipt á tvö ár til að auðvelda þeim sem starfa við kennslu að stunda námið. Inntaka miðast við 30 nemendur. Námið hefst með námskeiði dagana 26. til 31. ágúst 1U88 að báðum dögum meðtöldum og lýkur í júní 1990. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kenn- araháskólans við Stakkahlíð. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1988. Rektor KENNARA: HÁSKÓLI ÍSLANDS DV íþróttapistill Bylting í körf\inni Nú er farið að síga á seinni hluta vetrar og það styttist óðfluga í að inniíþróttir víki fyrir þeim íþrótta- greinum sem keppt er í utandyra. Vertíð knattspyrnumanna nálgast óðum og ekki eru nema nokkrir dagar þar til Reykjavíkurmótið í knattspyrnu hefst. Reykjavíkur- mótið hefur ætíð virkað á mig sem sterk áminning um komu vorsins og svo er eflaust með fleiri. Þeir eru margir sem eru á þeirri skoðun að knattspyrnutímabilið verði venju fremur skemmtilegt í sumar og er vonandi að þeir spádómar rætist, öllum til ánægju. Breytingar á næsta keppnistímabili Mikið fjör hefur verið í inni- íþróttunum í vetur og þá kannski helst í handboltanum. Búast má við aö fjörið aukist verulega næsta vet- ur og er þá aöallega átt við hand- boltann og körfuboltann. Sem kunnugt er munu íslenskar hand- boltastjörnur, sem leikið hafa erlendis svo árum skipthyleika hér heima næsta vetur og er hér aðal- lega átt við þá Pál Ólafsson og Alfreð Gíslason sem báðir munu leika í röndóttum búningi vest- urbæinga næsta vetur. íslandsmó- tið næsta vetur ætti því að geta orðið mjög skemmtilegt en eitt er þó það atriði sem kollvarpað gæti þessum draumum í einni svipan. Það er að sjálfsögðu sá möguleiki að íslenska landsliðinu takist illa upp í Seoul og nái þar ekki einu af sex efstu sætunum. Þá yrðu okk- ar menn að taka þátt í b-keppninni fimm mánuðum eftir ólympíuleik- ana og hugsa menn auðvitað með hryllingi til þessa möguleika. En ef allt gengur eölilega fyrir sig á þessi staðá ekki að geta litið dags- ins ljós en hafa ber í huga að þegar keppt er viö bestu landslið heims geta óvæntir hlutir alltaf gerst og því er bjartsýni í miklu óhófi ekki það besta veganesti sem landsliðið getur hugsað sér til Seoul. Bylting ætti að eiga sér stað í körfuknattleiknum næsta vetur Mönnum ber saman um það að körfuknattleikurinn hafi verið í daufasta lagi í vetur og ég tek und- ir það. Ekki eru mörg ár síðan að áhugi almennings á körfuknatt- leiknum var mjög mikill og áhorf- endur fylltu íþróttahúsin. Þá léku hér erlendir leikmenn sem vöktu jafnan mikla athygli. Mjög miklar líkur eru á því að erlendir leik- menn muni leika hér með öllum liðunum í úrvalsdeildinni næsta vetur en endanleg ákvöröun verð- ur tekin á ársþingi Körfuknatt- leikssambandsins í vor. Mér er sagt að mikill meirihluti körfuknatt- leiksmanna sé búinn að gera upp .hug sinn og að vera erlendra leik- manna verði örugglega samþykkt á ársþinginu. Sá er þetta ritar fylgdist vel með körfunni þegar erlendu leikmennirnir léku hér um árið og það voru skemmtilegir tímar. Verði erlendu leikmennirnir samþykktir verður vandi félag- anna mikill þegar farið verður að velja leikmennina fyrir næsta keppnistímabil. Kindaskrokkurinn beið bestu vítaskyttunnar Það var á margan hátt stórkost- legur tími þegar erlendu leikmenn- irnir léku hér um árið. Margir muna örugglega eftir Curtis Carter, sem oft var nefndur Trukkurinn, og Jimmy Rogers sem lék með Ár- manni. Þeir voru fyrstu erlendu leikmennirnir sem hér léku. Og þeir sem muna eftir þessum köpp- um muna örugglega vel eftir hnefaleikaatriði þeirra í Laugar- dalshöllinni. Þar börðust þeir og Umsjón Stefán Kristjánsson létu hnefana tala. Myndina hér að ofan, sem er frá þessum átökum, tók Bjarnleifur Bjarnleifsson. í þá daga var mikið um dýrðir á körfu- boltaleikjum. Halldór Einarsson, betur þekktur sem Henson, fann upp á ýmsum skemmtilegum atrið- um og lengi verður í minnum haft þegar hann lét áhorfendur keppa í vítakeppni og verðlaunin voru spengilegur kindaskrokkur sem hékk við enda vallarins og beið sig- urvegarans. Auk Halldórs voru margir hugmyndaríkir menn í kringum körfuna og vonandi tekst félögunum að virkja þessá menn á ný næsta vetur. Það myndi án nokkurs vafa lífga enn frekar upp á þessa skemmtilegu íþrótt sem hefur verið á sorglega lágu plani undanfarin ár. Margir höfðu meiri áhuga á kvenfólkinu en körfunni Ég hef áður sagt að það er mikil- vægt að vanda sig vel þegar fariö verður að velja þá leikmenn sem koma til með að leika hér næsta vetur. Þess voru dæmi hér áður fyrr að „gölluð eintök“ bárust til landsins og slíkt má ekki endur- taka sig. Sumir leikmannanna höfðu miklu meiri áhuga á stelpun- um í Hollywood en körfuboltanum og sumar stelpurnar höfðu líka miklu meiri áhuga á þessum er- lendu leikmönnum en körfunni. Hjá sumum leikmannanna voru eiturlyf meðhöndluð og slíkt má aldrei endurtaka sig. Eg held að menn hafi lært mikið á þessum árum og muni ekki brenna sig á sama eldi sem þá olli mörgum sár- um. Merkileg ráðstefna - íþróttir og auglýsingar Um helgina er á dagskrá í íþrótta- miöstöðinni í Laugardal mjög merkileg ráðstefna sem ber yfir- skriftina íþróttir og auglýsingar. Ráðstefnan er ætluð forsvars- mönnum íþróttafélága og samtaka þeirra, forsvarsmönnum fyrir- tækja, bæjar- og sveitarfélaga og þeim sem starfa að ferðamálum. I fréttatilkynningu, sem send var fjölmiölum, segir að umræða síð- ustu misseri hafi leitt í ljós að full þörf sé á ráðstefnu af þessu tagi og fréttir síðustu daga af samstarfi íþróttahreydingarinnar og fyrir- tækja í landinu hafi rennt enn frekari stoðum undir nauðsyn þess að þeir sem eru í forsvari innan íþróttahrej'fingarinnar og hjá fyr- irtækjum hittist og beri saman bækur sínar enda sjái þessir aðilar sér hag í því að nýta íþróttirnar til þess að auglýsa vöru og þjónustu. Um árabil hafa þeir sem starfað hafa við Qáröflun hjá íþróttafélög- um og samböndum stundað mikið betlistarf. Nú í dag er staðan hins vegar orðin þannig að þeir sem þurfa að auglýsa vöru sína eða þjónustu eru farnir að líta á félög og sambönd innan íþróttahreyfing- arinnar sem mjög vænlegan markað. Breytt viðhorf hafa tekið sér bólfestu í hugum manna og ég held að í því felist umtalsverður hagur fyrir báða aðila. Á ráðstefnunni. sem hófst í morg- un. laugardag, klukkan níu og lýkur klukkan fimm í dag, eru mörg þekkt nöfn á mælendaskrá. Má þar nefna ráðherrana Matthías Á. Mathiesen og Birgi ísleif (?unn- arsson, Davíð Scheving Thor- steinsson. Einar Einarsson, fulltrúa frá sjónvarpinu og Stöð 2, formenn stærstu sérsambandanna og marga fleiri. Ráðstefnustjóri er Jón Ásgeirsson, fyrrum íþróttaf- réttamaöur. Stefón Kristjánsson • Ein frægasta og besta iþróttamynd sem tekin hefur verið. Það gekk mikið á í körfuknattleiknum hér um árið þegar erlendu leikmennirnir léku með íslenskum liðum. DV-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.