Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MIDVIKUDAGUR 4. MAÍ 1988.
Sandkorn
Fréttir
Of
þv
seint,
i miður

„Húnsæðiósk-
asf'erfyrir-
sögniná
auglýsinguí
Mogganumá
sunnudag.Mál-
fræðingarhafa
veriðaðvelta
fyrir sér við hvað er átt með þessari
fyrirsögn og sýnist sitt hverjum.
Sumir halda að þessi auglýsíng séliö-
ur í jafiirétösbaráttu kynjanna, að
vísu mun beyging orðsins vera eitt-
hvað brengluð ef sú er merkingin.
Aðrir halda því fram að auglýsing sé
í einhverju óljosu sambandi viö kyn-
iífsherferö landlækriisembættisins
en geta því miður ekki útskýrt þá til-
gátu s vo að viðunandi sé.
Þá datt mönnum loksins sú skýring
í hug, sem sennilegust er, enþví mið-
ur birtist auglýsingin allt of seint Það
er nefnilega búið að skjóta liöa sæta
bangsann sem heimsótti Norðlend-
inga með hafisnum. Og ekki er vitað
um fieiri húna hér á iandi sem stend-
ur. Ætli þeir sem óska eftir þessari
vðru verði bara ekki að sækja hana
til Danmerkur eins og fleira sem
þangað hefur veriö sótt!
Konungur
ævintýranna
JónGnarrheit-
irungtljóð-
skáldsem
nýlegasendi
frásérsína
fyrstuljóðabók,
Börnævintýr-
anna.íkynn-
ingu frá útgefanda, sem væntanlega
er hófundur sjálfur, er my nd af
ófreskju Frankensteins greifa og sið-
an kemur persónulýsing af höfundi:
,4 æsku var Jón Gnarr hjartveikur
og tauga veiWaður drengur, ofsóttur
af félögum sinum vegna vanmáttar
síns en með lestri hollra ævintýra-
bóka öðlaðist drengurinn þrá til
sjálfsbjargar. Hann lærðiaf konungi
frumskóganna að sveifla sér kaðal
af kaðli og af Hroa hetti og kátum
köppum hans að skjóta ðr af boga.
Og með hjálp heilbrigðís og aflkerfis
Charles Atlas varð hann það sem all-
ir ungir strákar þrá að verða: Úflaga-
drengurinn og konungur ævintýr-
anna!!!" Er hægt að komast lengra í
persónulýsingu?
Finn megrunarkúr
PráþvíEuro-
visionsöngva-
keppninnilauk
hafaallirfjöl-
miðlarverið
uppfullirafvið-
tölumogskýr-
ingum
tengdumkeppninni. Tíminn segir
meðal annars frá magakveisu sem
Jón Páll fékk á írlandi. Jón Páll sagð-
ist hafa drukkið ógrynnin öll af vatni
til að koma niður próteinunum sín-
um og fengiö af því bæði upp- og
niðurgang og orðið að liggja í bælinu
í einn dag og ekki komið neinu niður
þennan dag. Þessi dags magakveisa
varð til þess að Jón Páil léttist um
sex kíló og er ekki búton að ná sér
af þeim ósköpumenn. Þetta ættu
þéttholda landar kannski að athuga.
Vikuferð til írlands, ótæpileg vatns-
drykkja og þið verðið rúmum fjörutíu
kilóum léttari. Þetta er áhrifarikara
en nokkur garnastytting!
Rembingur
eða fýla?
Ogáframmeð
Tlmannog
Eurovision.
Garrine&ást
fasturdálka-
höfundursem
virðisteigaerf-
ittmeðaðsætta
sig við sextánda sætið. í grein hans
á þriðjudag stendur meðal annars:
„Én það fer ekki á miHi mála að þarna
er ekki lagður óháður listrænn mæli-
kvarði á löutina... Þess vegna eigum
við núna pent og laglega að hætta
þessuoglátaekkisjáokkurþarna
meira. Það er engin ástæða til þess
að vera en dalaus t að láta einh verja
útlendinga vera að gera sér leik að
þvíaðhafalistafólkokkaraðskot-
spæni. Það minnsta sem við gettim
ætlast til er að það sé hlustað á lögin
okkar."
Umtsjón Axel Ammendrup
Samningafundur Sambandsins og bændanna á Svalbarðseyri:
Bændur óánægðir
og ganga af fundi
- engin lausn í sjónmáli þrátt tyrir viljayfiriysingu stjórnar Sambandsins
Á fundi forsvarsmanna Sambands-
ins og þeirra bænda sem gengu í
ábyrgð fyrir skuldum Kaupfélags
Svalbarðseyrar þokaðist ekkert í
samkomulagsátt.
Tryggvi Gunnarsson, einn lög-
manna bændanna, segir aö þó að
viljayfirlýsing stjórnar Sambandsins
sé allrar athygli verð séu á henni
gallar sem geti torveldað mjóg fram-
kvæmd og ekki sé víst að samkomu-
lag náist. Á fundinum lýsti Kjartan
P. Kjartansson, framkvæmdastjóri
fjármáladeildar Sambandsins, því
yfir að ekki væri víst að sameiginleg
lausn næðist í málinu.
Hugmynd Sambandsmanna er að
deila þeim 40 milljónum króna, sem
hér um ræðir, milli þriggja aðila;
Sambandsins, banka og bændanna.
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sam-
bandsins, vildi ekkert gefa upp um
það á fundinum í hvaða hlutfalli tap-
inu yrði skipt milli hópanna. Hann
tók það skýrt fram á fundinum að
Kaupfélag Svalbarðseyrar hefði ver-
ið sjálfstætt félag með. sjálfstæða
stjórn og vandi þess væri ekki sér-
staklega vandamál Sambandsins.
Þegar viljaleysi Sambandsmanna
til samninga varð ljóst á fundinum
gekk Guömundur Þórisson, einn
bændanna, af fundi. Hann kvartaði
yfir því að bændunum væri stefnt
suður til. Reykjavíkur án þess að um
raunverulegan samningsvilja Sam-
bandsmanna væri að ræða.
-gse
Mjög fljótlega eftir að myndbandaleigan Phonix í Keflavik setti upp þessa sérstæðu auglýsingu voru þeir eitt
þúsund lítrar af mjólk sem leigan fékk runnir út.                                          DV-mynd ÆMK
Lítri af mjólk með hverri spólu
- og þúsund lítrar runnu út á svipstundu
Myndbandaleigan Phonix í Kefla-
vík hengdi í fyrradag upp auglýsingu
þess efnis að hverri videospólu, sem
fólk leigði, fylgdi einn lítri af mjólk
án aukakostnaðar.
„Við áttum eitt þúsund lítra af
mjólk, sem viö fengum frá Akureyri,
og hún hvarf á svipstundu. Fólk
streymdi að, tók myndband á leigu
og fékk lítra af mjólk," sagði Þuríður
Magnúsdóttir, afgreiðslumaður í
Phonix, í samtali við DV.
í Keflavík eins og víöa annars stað-
ar hefur verið lítið um mjólk að
undanförnu og þarna fékk fólk kjörið
tækifæri til að bæta sér upp mjólkur-
skortinn með því að leigja eitt
myndband eða svo.
Sú mjólk, sem flutt hefur verið utan
af landi til höfuðborgarsvæðisins,
hefur verið seld allt að 9 krónum
dýrari lítrinn en verðlagsráðsverð
segir til um. Segja kaupmenn ástæð-
una vera háan flutningskostnað.
-S.dór
Verða stofnuð stéttarfélög á vinnustöðum?
Krefst breyttra laga
- ef viðurkennd verkalýðsfélög leggjast gegn því
í hita leiksins, meðan á verkfalli
Verslunarmannafélags Reykjavíkur
stóð, var lógð fram tillaga á fundi
starfsmanna Flugleiða hf. um að
vinna að því að stofna sérstakt stétt-
arfélag Flugleiðastarfsmanna. Einn-
ig komu fulltrúar starfsmanna á
ferðaskrifstofum saman á svipuðum
tíma til að ræða um stofnun stéttarfé-
lags starfsmanna á ferðaskrifstofum.
Það þarf meira en góðan vilja til
að stofna slík stéttarfélög. Til er
stefnumarkandi  félagsdómur  frá
1940 í þessu máli. I þeim dómi var
verkamönnum í Hafnarfirði bannað
að kljúfa sig frá Hlíf og stofna Verka-
mannafélag Hafnarfjarðar. Þar sagði
að ef fyrir er á staðnum viðurkennt
verkalýðsfélag ' ¦íðkomandi starfs-
grein sé óhei) ^ stofna annað
félag.
Síöan er það þannig að í öllum
kjarasamningum, sem verkalýðs-
félögin gera við Vinnuveitendasam-
bandið og Vinnumálasambandið, er
ákvæði þess efnis aö atvinnurekend-
ur skuldbinda sig til aö taka ekki
fólk í vinnu sem ekki er í verkalýðs-
félagi viðkomandi starfsgreinar.
Það er því ljóst að ef Verslunar-
mannafélag Reykjavíkur leggst gegn
því að starfsmenn Flugleiða hf. eða
ferðaskrifstofa stofni stéttarfélög þá
er ekki hægt að fá þau viðurkennd
nema til komi lagabreyting frá Al-
þingi á vinnulöggjöfinni.
Til þessa hafa stjórnmálaflokkarn-
ir verið afar tregir til að breyta
vinnulöggjöfinni.          -S.dor
Kæra vegna heybrennu:
Vill afsökun
og fébætur
Hilmar Jón Brynjólfsson, bóndi í
Þykkvabæjarklaustri, hefur kært tvo
fulltrúa í riðuveikinefnd Vestur-
Skaftafellssýslu fyrir að brenna fyrir
sér hey. Hilmar krefst afsökunar-
beiðni fyrir verknaðinn og þess að
fá hey sitt bætt en það er metið á um
þrjú þúsund krónur.
„Ég hef leyfi frá dýralækninum í
Vík, Gunnari Þorkelssyni, að flytja
hey handa einum hesti heiman frá
mér í Álftavershreppi og að Kirkju-
bæjarklaustri. Það hef ég gert tvíveg-
is í vetur án afskipta nokkurs manns.
En svo brá við um miðjan síðasta
mánuð að er ég kom með mitt hey á
hlaðið á Kirkjubæjarklaustri réðust
Jón Jónsson, bóndi á Prestbakka, og
Erlendur Björnsson, bóndi á Segl-
búðum, að mér með miklum þjósti
og skömmuðu mig fyrir heyflutning-
ana. Þeir veittu mér tvo kosti; annars
vegar að flytja heyið til baka eða að
þaö yrði brennt. Ég gat ekki flutt
heyið til baka því Síðuhólfið er sýkt,
en það hefur aldrei komið upp riða
í Álftaveri. Ég kærði því mennina og
heimta afsökunarbeiðni og bætur
fyrir heyið," sagði Hilmar Jón.
Erlendur Björnsson, bóndi á Segl-
búðum, sagði að þeir riðuveiMnefnd-
armenn hefðu brennt heyið í samráði
við yfirdýralækni. „Ef við hefðum
ekki verið sannfærðir um að við
værum að gera rétt hefðum við ekki
brennt þetta hey," sagði Erlendur.
-gse
Svefheyjamálið
enn í Firðinum
Dómsmáiaráðuneytinu hefur ekki
borist formleg tilkynning frá emb-
ætti bæjarfógetans í Hafnarfirði um
að Guðmundur L. Jóhannesson dóm-
ari hafi dæmt sig frá málinu.
Már Pétursson bæjarfógeti segir
það spurningu um daga hvenær
málið verður sent til ráðuneytisins.
Þegar dómsmálaráðuneytið fær
formlegt bréf frá Hafnarfirði verður
skipaður nýr setudómari í Svefn-
eyjamálinu.
Kaupfélag Borgfirdinga:
Rak starfsmann á frídegi verkalýðsins
Yfirmanni í brauðgerð Kaupfélags
Borgfirðinga var sagt upp störfum
fyrirvaralaust á 1. maí, frídegi verka-
lýðsins. Maðurinn hefur starfað fyrir
kaupfélagiö í um 20 ár en ástæðuna
fyrir brottrekstrinum segir Ólafur
Sverrisson kaupfélagsstjóri vera að
maðurinn sé orðinn hluthafi í öðru
bakaríi. Tengdasonur mannsins rek-
ur umrætt bakarí.
„Þar sem maöurinn er oröinn hlut-
hafi í öðru bakaríi og hefur unnið
þar í hjáverkum sjáum við ekki að
hagsmunir hans og okkar geti farið
saman. Fannst okkur því réttast að
slíta samvistum," sagði Ólafur
Sverrisson kaupfélagsstjóri í samtali
viðDV.
Ólafur sagði brottreksturinn vera
sína ákvöröun. Hann sagði að þar
sem um væri að ræða yfirmann hefði
ekki annað komið til greina en að
segja honum upp störfum. Ekki væri
hægt að líkja þessu viö ef unglingur
ynni á tveimur stöðum.
Maðurinn sem sagt var upp störf-
um vildi ekki tjá sig um málið við
DV.                      -JBj
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40