Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Blaðsíða 26
42 FÖSTUDAGUR 20. MAl 1988. Jarðarfarir Össurína Bjarnadóttir lést 8. maí. Hún fæddlst í Bolungarvík 17. nóv- ember 1906. Foreldrar hennar voru Bjarni Jón Bárðarson og Kristín Salóme Ingimundardóttir. Össurína fluttist til Reykjavíkur árið 1950. Hún giftist ekki og eignaðist engin böm. Útfór hennar verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 13.30. Kristján Leós verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 24. maí kl. 10.30. Dagbjartur Guðmundsson, Garðbæ, Eyrarbakka, sem andaðist 15. maí, verður jarösunginn frá Eyrarbakka- kirkju laugardaginn 21. maí kl. 14. Steinunn Olafsdóttir frá Mörk á Síðu andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi mánudaginn 16. þ. m. Jarð- arforin fer fram frá Prestbakka- kirkju laugardaginn 21. maí kl. 14. Guðbjörg Eiriksdóttir, Smjördölum, Sandvíkurhreppi, veröur jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 21. maí kl. 15. Jarðsett verður frá Laug- ardælakirkju. Kristinn Tryggvason, Kvisthaga 10, lést í Borgarspítalanum 16 þ. m. Út- förin verðúr gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. maí kl. 16.30. Guðrún Pálsdóttir frá Rifshalakoti, dvalarheimilinu Lundi, Hellu, verð- ur jarðsungin frá Oddakirkju laugar- daginn 21. maí kl. 14. Útför Ólafíu Halldórsdóttur, Vallar- götu 14, Vestmannaeyjum, fer fram frá Landakirkju laugardaginn 21. maí kl. 14. Tilkyniiiiigar Skrifstofa Geðhjálpar tilkynnir að frá 1. júní verður skrifstofan og félags- miðstöðin lokuð mánuðina júní, júlí og ágúst. Tvö prestaköll laus Biskup íslands hefur auglýst tvö presta- köll laus til umsóknar. Þau eru: Patreks- fjarðarprestakall í Barðastrandarpróf- astsdæmi og Raufarhafnarprestakall í Þingeyjarprófastsdæmi. Umsóknarfrest- ur er til 2. júní. Tennismót Nike Dunlop tennismót unglinga, 16 ára og yngri, verður haldið dagana 27.-29. maí við Kópavogskóla. Skrásetningarhst- ar Uggja frammi við tennisvelli í Kópa- vogi og við Víkingsvelh í Fossvogi. Þátt- töku er einnig hægt að tilkynna tíl Páls Stefánssonar í síma 15262 fyrir kl. 20 fimmtudaginn 26. maí. Vinnuhópur Tónabæjar í tengslum við starfsemi I.T.R. verður starfræktur í sumar vinnuhópur á veg- um félagsmiðstöðvarinnar Tónabæjar. i hópnum eru 10-15 unglingar á aldrinum 15-17 ára og 2 verkstjórar. Hópnum verð- ur skipt í einingar eftir verkefnum. Þetta er fimmta sumarið sem vinnuhópurinn er starfræktur og hefur gott orðspor hans farið víða. Vinnuhópur Tónabæjar er til- búinn að leysa af hendi margvisleg verk- efni, t.d. garðhreinsun, gluggaþvott, hreingemingar, timburvinnu, tiltekt á lóðum og fl. Þjónusta þessi stendur borg- arbúum, fyrirtækjum og fl. til boða og verða gerð fóst verðtilboð í verkefnin. Nánari upplýsingar eru veittar í Tónabæ í síma 35935. Knattspyrnuskóli Leiknis hefst mánudaginn 24. mai nk. Leiðbein- andi verður sem fyrr Sigurbjartur Á. Guðmundsson knattspyrnuþjálfari ásamt gestaleiðbeinendum sem verða margir af frægustu knattsyrnumönnum íslands. Allir þátttakendur fá viðurkenn- ingu og veitt verða ýms verðlaun. 1. nám- skeið verður frá 24/5-3/6, 2. frá 6/6-17/6, 3. frá 20/6-1/7, 4. frá 4/7-15/7, 5. frá 18/7 -29/7. Krakkar fæddir 1980 og síðar verða frá kl. 09-10.30. Krakkar fæddir 1978-1980 verða frá kl. 10.30-12. Þeir sem fæddir eru 1977 og fyrr verða frá kl. 13-14.30. Nám- skeiðið mun kosta kr. 1.500 á mann. Veitt- ur verður sérstakur systkinaafsláttur og einnig munu þeir sem hafa tekið þátt í fjórum fyrstu námskeiðunum fá frítt á þaö fímmta. Innritun fer fram í Leiknis- húsinu sama dag og námskeiðin heflast. Hægt er að greiða með greiðslukortum. Minriingarkort- Styrktarsjóður barnadeildar Landakotsspítala hefur látið hanna minningarkort fyrir sjóðinn. Sigríður Björnsdóttir, myndlist- armaður og kennari, teiknaði ijögur mis- munandi kort. Minningarkortin eru seld á eftirtöldum stöðum: i Apóteki Seltjam- amess, Vesturbæjarapóteki, Hafnar- fjarðarapóteki, Garðsapóteki, Holtsapó- teki, MosfeUsapóteki, Árbæjarapóteki, Lyfjabúð Breiðholts, Reykjavíkurapó- teki, Háaleitisapóteki, Kópavogsapóteki, Lyfjabúðinni Iðunni, blómaverslununum Burkna, Borgarblómi, Melanóm, Selt- jamamesi og BlómavaU í Kringlunni. Einnig verða þau seld á skrifstofu og bamadeild Landakotsspítala. Henry, ný hljómsveit Nú nýverið var stofnuð hljómsveitin Henry sem sérhæfir sig í betri tórUist og er með sérstök prógröm fyrir stuðböU. Ætlunin er að spUa á böUum og öðrum mannfógnuðum um land aUt. Á mynd- inni em frá vinstri: Hafsteinn Þórisson, gítar, Sveinn Svemsson, söngur og gitar, Jón Birgisson, bassi, Bjöm Ámason, hljómborð, og Steinar Helgason, tromm- ur. Tívolíið í Hveragerði hefúr nú haftð fjóröa starfsár sitt og enn hefúr verið bætt við aðstöðuna í þessari skemmtanamiðstöð Suðurlands. Ný veit- ingaaðstaða hefur verið sett upp og er boðið upp á grillaðstöðu þar. Af tækjum má nefna bílabrautir, hringekju, drauga- hús, skotbakka, koUtrabba, báta- og hestaleigu svo fátt eitt sé nefnt. Þá verða aUtaf sýningar um helgar og aldrei að vita hvenær uppákomur eiga sér staö. Tívolíið er opið alla daga vikunnar frá kl. 12-21 og er aögangur ókeypis. Hópaf- sláttur er veittur í tæki og veitingar. Sím- inn i tívoliinu er 99-4673 og á skrifstof- unni í Reykjavik 28377. Fréttir Hlustendakonnun Félagsvísindastofnunar: Ríkisútvarpið gefur eftir - Stjaman og Stöð 2 í sókn Félagsvísindastofnun Háskólans birti í gær niöurstööur hlustenda- könnunar sem hún haföi látið gera 14. og 15. maí. Könnunin sýnir vax- andi gengi Stjömunnar gg Stöðvar 2 síðan í marsmánuði. í úrtakinu voru 924 á aldrinum 9 til 80 ára. 74,8% svöruðu. Yfir landið allt hefur Stjarnan 10-13% hlustun, Rás 2 héfur 6-10% hlustun en Bylgjan 3-7% hlustun. Rás 1 hefur sveiflukenndari hlust- un en nær eins og venjulega toppi í kringum fréttatíma í hádegi og á kvöldin. Þó hafa þessir toppar minnkað. Varðandi sjónvarpsstöðvarnar er greinilegt að Stöð 2 bætir stöðu sína, hvort sem tekið er fyrir svæð- ið sem aflar stöðvarnar nást á eða landið allt. Á sama tíma dregur li- tillega úr horfun á ríkissjónvarpið. Það er því greinilegt að ríkisstöðv- arnar em að gefa eftir. -SMJ Ragnar Júlíusson: Staðgreiddi Grandavagninn lceland Seafood: Andstæðingar Guðjóns buit Við sfjómarkjör á aöalfundi Ieeland Seafood hurfu bæði Er- lendur Einarsson, fyrrum for- stjóri Sambandsins, og Gísli Jón- atansson, kaupfélagsstjóri á Fá- skrúösiirði, úr stjórninni. Þessir tveir neituðu á sínum tíma að reka Eystein Helgason, forstjóra Iceland Seafood. Þeir stóðu líka fyrir því að fram kom í fréttatilkynningu eftir stjómar- fund í fyrirtækinu, sem fjallaði um launamál Guðjóns B. Ólafs- sonar, forstjóra Sambandsins, að í raun var stjómin að samþykkja afturvirk laun til Guðjóns. Þeir eru nú horfnir úr stjóminni. Er- lendur gaf ekki kost á sér. Gisli féll í kjöri. -gse „Bíllinn verður staðgreiddur," sagði Ragnar Júlíusson, stjómar- formaður Granda, eftir að fundi stjórnar lauk í gær. „Ég greiði hann að fullu fyrir júnilok á sama verði og hann var keyptur á í desember, 1.448.580 krónur." Stjórnin samþykkti samhljóða að selja Ragnari Grandavagninn á þess- um kjörum eins og þegar hún ákvað að kaupa bílinn handa honum. Ragn- ar vék af fundi meðan aörir stjórnar- menn gerðu upp hug sinn. Það hafa orðið tvær gengisfeflingar síðan í desember og ætla má að bíll- inn hafi hækkað í verði um 240 þús- und. Færðu ekki þarna gengisgróða? „Það var athugað hvað svona bíll kostaði á bílasölu. Það var 150 þús- und lægra en ég keypti hann á. Bílar hækka ekki í verði þegar þeir eld- ast.“ Þú ert skólastjóri. Verður það ekki erfitt fyrir þig að standa undir jafn- dýrri fjárfestingu? „Peningamál mín eru mitt einka- mál,“ sagði Ragnar. „Ég fæddist ekki með silfurskeið í munninum heldur hef ég unnið frá því ég var ungflng- ur. Ég tel mig vel geta keypt þennan bíl.“ -gse Meiming_______________________ „Blikandi Ijósleiftur44 Gunther Uecker að Kjarvalsstöðum Hætt er við að flestir listelskandi íslendingar hafi litla hugmynd um þróun þýskrar myndlistar frá lok- um síðasta stríðs og fram til þess að Beuys steig fram á sjónarsviðiö. En þeir eru tæplega einir um þá fáfræði því fyrstu árin eftir stríð var þýsk menningarpólitík í mol- um og þvi ekki tfl stórræðanna; varð síöan undir í samkepþninni við amerísk og frönsk menningar- öfl. Maður veltir því stundum fyrir sér hvort þýskir afstrakt-express- jónistar eins og Wols, Götz og Sond- erborg hefðu ekki öðlast jafnmikla frægð og Pollock eða Soulages hefðu þeir haft jafnöflugar menn- ingarkanónur á bak við sig eins og hinir amerísku og frönsku starfs- bræður þeirra. Af þessum, og eflaust fleiri, or- sökum hafa ýmsar hræringar í þýskri myndlist farið fyrir ofan garð og neðan hjá öðrum þjóðum, þar á meðal ZERO hópurinn svo- nefndi (1957-64), en einn angi hans gerði þó aðeins vart við sig hér á Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson íslandi í verkum Diters Rot. ZERO-menn, sem raunar áttu sér skoðanabræður í Frakklandi (G.R.A.V.), Hollandi (N.U.L.) og ít- alíu (Gruppo N), voru nokkurs konar listrænir tæknikratar, vildu virkja nýjustu tækni og vísindi í þágu listarinnar og gerðu sér far um að vinna af vísindalegri ná- kvæmni. Frá nöglum til birtu ZERO hreyfingunni var stjómaö af þrístiminu Otto Piene, Heinz Mack og Gunther Uecker, sem aflir em enn að starfi, en hafa kannski ekki haft erindi sem erfiði eftir að ZERO lagði formlega upp laupana. Uecker er þekktastur fyrir lág- myndir þær sem hann barði saman úr nöglum en í seinni tíð hefur hann í síauknum mæli snúið sér aö því að virkja rafmagnsbirtu í verkum sínum. Það er kannski helst birtan sem tengir saman þessa eldri ZERO kúnst Ueckers og myndröðina frá Vatnajökli sem sýnd er í austursal Kjarvalsstaða um þessar mundir. Þessi myndröð er þannig til kom- in að í ágúst 1985 geröi Uecker sér ferð hingað til lands, ásamt ljós- myndaranum Rolf Schroeter, í þeim rómantíska tilgangi að kynna sér leyndardóma Vatnajökuls og gera sér mat úr þeim með ein- hverjum hætti. Eftir myndum að dæma hefur Uecker tekið þennan leiöangur nuög alvarlega, að minnsta kosti hefur hann klætt sig upp eins og Arabíu-Lárus á yfirreið um Sahara. í samspili Út úr þessu ferðalagi kom svo fjöld vatnslitamynda og ljósmynda, sem ásamt ljóðrænum texta Uec- kers mynda uppistöðu smekklegr- ar bókar, svo og sýningarinnar að Kjarvalsstöðum. Vatnslitamyndir Ueckers, smáar í sniðum, hafa fremur hugmynda- legt gildi en sjónrænt. Listamaðurinn skrásetur ekki staðhætti heldur festir á pappír fláa íjallanna, teikninguna í snjórákun- um, hrypjandi hraundranganna, og umfram allt, birtuna. Meðfylgjandi texti Ueckers er uppfullur af tilvísunum í blæbrigði birtunnar: „brennandi sólarljós“, „lithvörf hvikuls ljóssins", „blik- andi ljósleiftur", „skerandi silfur- ljós“, „hvít víðátta“. Það er kannski fyrst og fremst samspfl texta Ueckers og vatnslita- mynda annars vegar og ljósmynda Schroeters hins vegar, sem gefur þessu fyrirtæki gildi, því einir og sér vega þessir þættir tæplega nógu þungt á listrænni vogarskál. -ai Ein af vatnslitamyndum Ueckers.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.