Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988. 35 Fólkífréttum Unda Pétursdóttir Linda Pétursdóttir var kosin feg- uröardrottning íslands 23. maí. Linda fæddist 27. desember 1969 á Húsavík og ólst þar upp til 1979 er hún fluttist til Vopnaíjaröar. Hún er nú nemandi á öðru ári Fjöl- brautaskólans við Ármúla í Rvik. Bræöur Lindu eru Sigurgeir, f. 16. desember 1965, skipstjóri á Vopna- firði, sambýliskona hans er Anna Crotty, og Sævar, f. 19. desember 1974. Foreldrar Lindu eru Pétur 01- geirsson, framkvæmdastjóri Tanga hf. á Vopnafirði, og kona hans, Ásta Dagný Hólmgeirsdóttir. Föð- urbræður Lindu eru skipstjórarnir Sigurður og Heiðar á Húsavík, Björn, málari á Húsavík, Kristján, verkamaður á Húsavík, Jón, fisk- verkandi á Húsavík, Aðalgeir, skip- stjóri og útgerðamaður á Húsavík, Skarphéðinn, vélstjóri á Húsavík, og Egill, tæknifræðingur og for- maður Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík. Pétur er sonur Olgeirs, útgerðarmanns á Húsavík, Sigur- geirssonar, bústjóra á Húsavík, Péturssonar. Móðir Olgeirs var Björg, systir Jakobínu, móður Guð- mundar Bjarnasonar heilbrigöis- ráðherra. Önnur systir Bjargar var Sigfríöur, móðir Guðlaugs Frið- þórssonar, sundgarps í Vest- mannaeyjum. Björg var dóttir Jóns, b. á Höskuldsstöðum í Reykjadal, Olgeirssonar á Hellu- vaði í Mývatnssveit, bróður Jóns skálds á Helluvaði, langafa Jóns Múla og Jónasar Árnasona og lang- afa Hólmfríðar, móður Helgu Jóns- dóttur, aðstoöarmanns utanríkis- ráðherra. Jón var einnig langafi Höskulds, fóöur Sveins Skorra prófessors. Olgeir var sonur Hin- riks, b. í Heiðarbót í Reykjahverfi, Hinrikssonar. Móöir Hinriks í Heiöarbót var Katrín Sigurðardótt- ir, b. á Litla-Vatnsskarði, Ólafsson- ar og Þórunnar Jónsdóttur harða- bónda, b. í Mörk í Laxárdal, Jóns- sonar, ættfóður Harðabóndaættar- innar. Móðir Jóns var Guðbjörg Eiríks- dóttir, móðir Jóhanns Geirs Jó- hannssonar, afa Hauks Halldórs- sonar, b. í Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd, formanns Stétt- arsambands bænda. Móðir Péturs er Ragnheiöur Jónasdóttir, vega- verkstjóra á Þórshöfn, bróður Bjarna, fóður Matthíasar, fyrrv. heilbrigðisráðherra og alþingis- manns á ísafirði. Jónas var sonur Bjama, b. á Hraunshöfða í Öxna- dal, Krákssonar, b. og landpósts á Hólum í Öxnadal, bróður Guð- bjargar, langömmu Björns Jóns- sonar ráðherra. Krákur var sonur Jóns, b. á Skjaldarstöðum, Bjarna- sonar, bróður Sigríðar, langömmu Guðríðar, langömmu Jóns Helga- sonar ráöherra. Móðir Bjama var Sigríður, systir Óskar, langömmu Sigfúsar Jóns- sonar, bæjarstjóra á Akureyri. Sig- ríður var dóttir Guðmundar, b. á Brún í Svartárdal, Jónssonar. Móð- ir Guömundar var Ingiríður, systir Ingibjargar, langömmu Jóns Pálmasonar alþingisforseta, fööur Pálma á Akri. Ingibjörg var einnig langamma Kristjáns, föður Jónas- ar læknis, afa Jónasar Kristjáns- sonar ritstjóra. Systir Ingiríðar var Guðrún, larfgamma Páls á Guð- laugsstöðum, afa Páls Péturssonar, alþingismanns á Höllustöðum, og langafa Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar. Ingiríður var dóttir Guðmundar ríka, b. í Stóradal, Jónssonar, b. á Skeggsstöðum, Jónssonar, ættfóður Skeggsstaða- ættarinnar. Móðir Ragnheiðar var Kristjana Þorsteinsdóttir, b. í Engimýri í Öxnadal, Jónassonar, b. í Engi- mýri, Magnússonar, bróður Kristj- áns, föður Magnúsar fjármálaráð- herra. Ásta Dagný er dóttir Hólmgeirs, b. í Flatey, bróður Jónatans, föður Gísla, kaupfélagsstjóra á Fáskrúðs- firði. Annar bróðir Hólmgeirs var Jón, afi togaraskipstjóranna Jóns ívars og Kristjáns Halldórssona á Akureyri. Hólmgeir var sonur Árna, b. á Knarrareyri á Flateyjar- dal, Tómassonar, b. á Knarrareyri, Guðmundssonar. Móðir Hólmgeirs var Jóhanna, systir Friðbjarnar, afa Þrastar Ól- afssonar, hagfræðings og fram- kvæmdastjóra Dagsbrúnar. Jó- hanna var dóttir Jóns, b. á Eyvind- ará á Flateyjardal, Eiríkssonar og konu hans, Guðrúnar Jónatans- dóttur, b. á Skriðulandi í Aðaldal, Jónssonar. Móðir Ástu er Sigríður Sigur- björnsdóttir, b. á Vargsnesi á Tjör- nesi, Sigurjónssonar, b. í Nausta- vík, bróöur Steinunnar, ömmu Gríms M. Helgasonar, forstöðu- Linda Pétursdóttir. manns handritadeildar Lands- bókasafnsins, fóður Vigdísar rit- höfundar. Sigurjón var sonur Jós- efs, b. í Ytri-Skál, Arasonar, b. í Sandvík, Árnasonar. Móðir Ara var Hólmfríður Aradóttir, b. á Skútustöðum, Ólafssonar, fóður Kristjönu, móður Jóns Sigurðsson- ar, alþingisforseta á Gautlöndum, langafa Sigurðar, föður Jóns við- skiptaráðherra. Móðir Sigurjóns var Guðný, systir Björns, afa Stein- gríms Steinþórssonar forsætisráð- herra. Guðný var dóttir Björns, b. í Ytri-Skál, Nikulássonar Buchs, ættfóöur Buchsættarinnar. Afmæli Olafur Ingibjörnsson Ólafur Ingibjörnsson læknir, til heimilis að Æsufelli 4, Reykjavík, er sextugur í dag. Ólafiu- fæddist á Flankastöðum á Miðnesi og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1949 og embættisprófi í læknisfræði frá HÍ1959 en almennt lækningaleyfi öðlaðist hann 1961. Ólafur var námskandidat á Land- spítalanum og Slysavarðstofunni í -Réykjavík 1959-60, aðstoðarlæknir héraðslæknis í Akraneshéraöi 1960, héraðslæknir í Reykhólahér- aði 1960-61, aðstoðarlæknir á Royal Hospital for Sick Children í Glas- gow 1961 og á Cumberland Infirm- ary í Carhsle í Englandi 1961-62, læknir á Ayr County Hospital í Ayr í Skotlandi, á bæklunardeild og slysadeild, 1962-63, læknir á Ade- laide Hospital í Dyflirini, á hand- lækningadeild og bæklunardeild, 1963- 64, og jafnframt aðstoðar- kennari við Dyflinnarháskóla, læknir í Keflavík og jafnframt að- stoðarlæknir við sjúkrahúsið þar 1964- 65, aöstoðarlæknir í bæklun- ar- og slysalækningum við Ayr County Hospital 1965-66. Ólafur var sérfræðingur við Slysavarðstofuna í Reykjavík og Borgarspítalann, slysadeOd, frá 1967- 75. Hann var yfirlæknir við St Fransiskusspítalann í Stykkis- hólmi 1974. Ólafur hefur veriö með eigin læknisstofu frá 1975. Ólafur var kennari í handlæknis- fræði. við Hjúkrunarskóla íslands 1968- 69. Hann var með klíniska Ólafur Ingibjörnsson kennslu fyrir læknanema í sam- bandi við störf á Borgarspítalan- um, slysadeild. Hann hefur verið ráðgefandi sérfræðingur í bæklun- ar- og slysalækningum við her- sjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli. Þá hefur hann haft umsjón með námskeiðum í sjúkraflutningum og skyndihjálp hjá Brunaliðinu í Reykjavík og Flugbjörgunarsveit- inni á starfstíma hjá Borgarspítal- anum. Hann starfaði í ráðgefandi nefnd fyrir Almannavarnanefnd Reykjavíkur 1968-69, í hópslysa- nefnd Borgarspítalans 1969-74 og í sjúkraflutninganefnd Reykjavíkur 1970-74. Kona Ólafs er Helga Kristín, lyfjatæknir, f. 18.12. 1955, dóttir Jóns Sveinssonar, skrifstofumanns í Reykjavík, og konu hans, Önnu Guðrúnar Helgadóttur. Ólafur og Helga Kristín eiga tvær dætur. Þær eru: Lísa, f. 1979, og Linda, f. 1981. Börn Ólafs af fyrri hjónaböndum eru: Ingvar Björn, f. 18.1. 1950, Jón Árni, f. 4.12. 1951, Gunnar Þórarinn, f. 18.10. 1961, Ólafur Patrick, f. 6.10.1964, og Guð- rún Mary, f. 5.7.1968. Ólafur á tvær systur. Þær eru Halldóra, yfirkennari Grunnskól- ans í Garði, f. 1923, og Sigríður, yfirkennari Grunnskólans í Njarð- víkum, f. 1926. Foreldrar Ólafs: Ingibjörn Þórar- inn Jónsson, b. á Flankastöðum, f. 24.4. 1895, d. 1973, og kona hans, Guðrún Ingveldur Olafsdóttir, f. 25.5. 1898, d. 1962. Föðurforeldrar Ólafs voru Jón, útvegsbóndi á Flankastöðum, Þór- arinsson, útvegsbónda þar, Andre- assonar, og kona Jóns, Halldóra Ásgrímsdóttir, af skaftfellskum ættum. Móðurforeldrar Ólafs voru Ólaf- ur Einarsson í Flekkudal í Kjós og kona hans, Sigríður Guðnadóttir. Ólafur var sonur Einars í Flekku- dal, Jónssonar, bróður Eysteins, fóður Björns, b. í Grímstungu, en Björn var afi Björns á Löngumýri og prófessoranna Björns Þorsteins- sonar og Þorbjarnar Sigurgeirs- sonar. Bjöm í Grímstungu var einnig langafi Páls Péturssonar á Höllustöðum. Systir Björns var Ingibjörg, langamma Friðriks Sophussonar. Jón Trausti Kristjánsson Jón Trausti Kristjánsson, til heimilis að Brekkubyggð 4, Blönduósi, er sextugur í dag. Trausti fæddist að Sjávarborg í Skagafirði en fór fimm ára í fóstur að Efri-Mýrum í Húnavatnssýslu til Ragnhildar Þórarinsdóttur og Bjarna Frímannssonar. Trausti var lengi bílstjóri á Blönduósi, eða frá 1959-76, en síðan landpóstur á Blönduósi. Hann slas- aðist alvarlega í Öxnadalsbrekkum haustið 1987 og hefur verið sjúkl- ingur síðan. Trausti kvæntist 1953 Önnu Jóns- dóttur landpósti, f. 19.3.1926, dóttur Jóns Einarssonar, verkamanns á Blönduósi, og Elínborgar Guð- mundsdóttur. Jón Trausti Kristjánsson Trausti og Anna eiga fimm börn. Þau eru: Jón Stefnir, hárskeri í Reykjavík, f. 15.5. 1949, kvæntur Berglindi Freymóðsdóttur; Elín- borg, húsmóðir, f. 29.9. 1954, gift Elvari Berg Hjálmtýssyni, verslun- armanni í Reykjavík; Ragnhildur, viðskiptafræðinemi við HÍ, f. 3.12. 1960; Guðmundur Einar, landpóst- ur fyrir Austur-Húnavatnssýslu, búsettur á Blönduósi, f. 24.3. 1964, og Lísa Anna, húsmóðir, f. 7.9.1967, en sambýlismaður hennar er Einar Þór Ásgeirsson, smiður á Skaga- strönd. Foreldrar Trausta: Kristján Guð- brandsson, b. á Sjávarborg, ogkona hans, Sigrún Jónsdóttir. Elías Baldvinsson Elías Baldvinsson, forstöðumað- ur Áhaldahúss Vestmannaeyja og slökkvihðsstjóri í Vestmannaeyj- um, til heimilis að Ásavegi 20, Vest- mannaeyjum, er fimmtugur í dag. Elías fæddist að Hárima í Þykkvabæ og ólst upp í foreldra- húsum í Vestmannaeyjum. Hann byrjaöi ungur til sjós og hefur stundaö nokkuð sjómennsku en lærði bifvélavirkjun í Vestmanna- eyjum, tók sveinspróf í iðninni 1959 og starfaði við hana um alllangt skeið. Elías tók við forstöðu Áhaldahússins í Vestmannaeyjum 1973 og hefur gegnt því starfi síðan. Hann er slökkvistjóri í Vestmanna- eyjum frá 1984. Elías kvæntist 6.6. 1959, Höllu Guðmundsdóttur, f. 4.12. 1939. Halla er dóttir Guðmundar Guð- jónssonar sem lengst af var verk- stjóri við saltfiskverkun í Eyjum, en hann er látinn, og Jórunnar Guðjónsdóttur. Elías og Halla eiga átta börn og átta barnabörn. Börn þeirra eru: Þórunn Lind, húsmóðir í Reykja- vík, f. 1957; Unnur Lilja, húsmóöir í Óðinsvéum í Danmörku, f. 1959; Kristín Elfa, skrifstofustúlka hjá Rafveitu Vestmannaeyja og hús- móðir í Eyjum, f. 1960; Guðmund- ur, tæknifræöingur í Vestmanna- eyjum, f. 1962; Sigrún, húsmóðir í Reykjavík, f. 1964; Eygló, húsmóðir í Vestmannaeyjum, f. 1968; Elísa, nemi í foreldrahúsum, f. 1971; og Baldur, f. 1977. Elías á níu systkini sem öll eru á lífi. Foreldrar Elíasar eru Baldvin Skæringsson, sem hefur veriö hús- vöröur við íþróttahúsið á Varmá í Mosfellsbæ, og kona hans Þórunn Elíasdóttir. Foreldrar Baldvins voru Skær ingur Sigurðsson b. á Raufarfelli undir Eyjafjöllum og Kristín Brandsdóttir. Móðurforeldrar El- íasar voru Elías Nikulásson b. síð- ast aö Borgartúni í Þykkvabæ, og kona hans Kristín Mensaldersdótt- ir. Elías er erlendis um þessar mundir. Til hamingju með daginn 80 ára Gísli Björnsson, Höfðabrekku, Mjóafjarðarhreppi, er áttræöur í dag. 75 ára Guðmundur Björnsson, Hrafna- björgum I, Hlíðarhreppi, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára Ingibjörg Jóhannsdóttir, Blesa- stöðum III, Skeiðahreppi, er sjötug í dag. Ingibjörg Bogadóttir, Laugavegi 23, Siglufirði, er sjötug í dag. 60 ára Sigríður Eiríksdóttir, Víðivangi 5, Hafnarfirði, er sextug í dag. Guðmundur Márusson, Norður- brún 3, Seiluhreppi, er sextugur í dag. 50 ára Haraldur E. Logason, Reyrhaga 18, Selfossi, er fimmtugur í dag. Gunnsteinn Gunnarsson, Stóra- hjalla 3, Kópavogi, er fimmtugur í dag. Sigurður Friðriksson, Vörðubrún 4, Keflavík, er fimmtugur í dag. Þórhildur Vilhjálmsdóttir, Hálsi, Ljósavatnshreppi, er fimmtug í dag. 40 ára Rafn Haraldsson, Bræðrabóh, Þor- lákshöfn, er fertugur í dag. Stephanie Scobie, Grenimel 27, Reykjavik, er fertug í dag. Ragnheiður Ebenezerdóttir, Laug- arásvegi 37, Reykjavík, er fertug í dag. Árni Ánton Þorvaldsson, Hácdundi 8, Akureyri, er fertugur í dag. Guðný Sigurbjörnsdóttir, Brekku- seh 3, Reykjavík, er fertug í dag. Dagný B. Sigurðardóttir, Norður- vangi 7, Hafnarfirði, er fertug í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.