Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Blaðsíða 40
2mmm 'gjpa • 2M FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað i DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsíngar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Dómur í manndrápsmáli: Átta ára fangelsi fyrir að bana eiginkonu sinni Bragi Ólafsson, 52 ára Reykvíking- ur, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að verða eiginkonu sinni, Grétu Birgisdóttur, 26 ára, að bana. Atburðurinn varð um miðjan janúar í íbúð þeirra að Klapparstíg 11 í Reykjavík. Pétur Guðgeirsson, sakadómari hjá Sakadómi Reykja- víkur, kvaö upp dóminn. í dómsorði segir meðal annars: „... ekki er sannað að Bragi hafi svipt eiginkonu sína lifi af ráðnum hug. Honum hlaut að vera ljóst þegar hann herti bandið að hálsi hennar að langlíklegast væri aö hún biði bana.“ í fyrstu neitaði Bragi að eiga sök á -ajguða eiginkonu sinnar. Hann játaði síðar við yfirheyrslur að vera valdur af dauða hennar. -sme Umferðin í Reykjavík: Tvö slys Tvö umferðarslys urðu í Reykjavík með skömmu millibili í gær. Gang- andi kona varð fyrir vélhjóh á Hverf- isgötu klukkan 17.20 í gær. Konan -»og ökumaður vélhjólsins voru bæöi flutt á slysadeild. Um hálfri klukkustund síðar missti ökumaður stjórn á bíl sínum á mót- um Laugavegar og Kringlumýrar- brautar. Bíllinn lenti á ljósastaur af miklu afli og fór í tvo hluta. Fremsti hluti bílsins ásamt vél hans stöðvuð- ust töluvert frá hinum hluta hans. Ökumaðurinn slapp minna slasaður en útlit var fyrir en bíllinn er gjöró- nýtur. -sme Óákveðið með hvalveiðar ^Ekki hefur enn verið ákveðið hven- ær hvalveiðar hefjast. Ástæðan er sú að ekki hefur enn verið ákveðin dag- setning fundar íslenskra og banda- rískra stjómvalda um veiðarnar. Ákveöið er að bíða með veiðar þar til eftir þann fund. -gse LOKI Hvað munar oss bændur um fimmtíu fjár, sagði Sambandsforstjórinn. í miðjum taprekstri Sambandsins: Eriendur og Hjalti voru kvaddir með bílagjöfum forstjórar og framkvæmdastjórar fyrirtækisins á bílum frá fyrirtækinu Þegar Erlendur Einarsson lét af störfum semforstjóri Sambandsins fékk hann bíl frá fyrirtækinu að gjöf. Hjalti Pálsson, sem hætti sem framkvæmdastjóri verslunardeild- ar um síöustu áramót, á einnig von á bifreið frá fyrirtækinu. Þetta staðfesti Valur Arnþórsson, for- maöur sljómar Sambandsins, í samtali viö DV, Valur sagöi vera fordæmi fyrir því að forsljórar og framkvæmda- sijórar fyrirtækisins fengju að halda þeim bílum sem íyrirtækið heföi látiö þeim í té þegar þeir hættu eftir langt starf. Erlendur var forstjóri í rúm 30 ár og áöur forstjóri Samvinnutrygginga. Hjalti var forsljóri verslunardeild- ar í 40 ár. Erlendur fékk sinn bíl á árinu 1986. Þá var 40 milljóna króna halli á rekstri Sambandsins. Hjaltihefur enn ekki fengiö sinn bil. Hjalti hætti um síðustu áramót. Á síðasta ári var 219 milfjón króna tap á rekstri verslunardeildarinnar og árið á undan haföi tapið numið 88 milljónum. Eins og fram hefur komiö í um- mælura Guðjóns B. Ólafssonar for- stjóra telur hann sjálfgefið að grípa þurfi til uppsagna starfsfólks til þess að mirmka þennan taprekstur. Ef ekki er hægt að auka tekjumar verður að minnka kostnað, sagði Guðjón. Allir forstjórar og framkvæmda- stjórar Sambandsins fá bíl frá fyr- irtækinu og greiða af honum skatta meðan þeir gegna störfum. í fyrra vom þaö níu manns. Valur sagði það ekki tíökast að menn fengju að halda þessum bílum ef þeir hefðu verið stutt í starfi. Jón Sigurðarson fékk þannig ekki að halda bíl fyrir- tækisins þegar haxrn hætti sem framkvæmdastjóri iðnaðardeildar og varð forstjóri Álafoss og Magnús Friðgeirsson ekki heldur þegar haim hætti sem framkvæmdasljóri búvöradeildar og réðst tii Iceland Seafood Corporation. -gse Veðrið á morgun: örn Sigurðsson mættur til að greiða skuld sína, einn eyri, og losna þar með út af vanskilaskrá, Eva Arnþórs- dóttir gjaldkeri fyrir innan. Á innfelldu myndinni má sjá ítrekunina fyrir einseyringnum. Sjá bls. 2 DV-mynd BG Rúnar Bjamason: Menn umgangast ammoníak af of miklu kæruleysi „Það er alltaf hættulegt þegar ammoníaksleki kemur upp,“ segir Rúnar Bjamason slökkviliðsstjóri en ammoníaksrör sprakk um íjögur- leytið í gær þegar verið var að setja upp nýtt kælikerfi í byggingu aðal- stöðva SÍS við Kirkjusand. Slökkvi- liðið komst fyrir lekann en þaö beitti nýjum slökkvibúnaði í fyrsta skiptið. „Það er búið að umgangast amm- oníak af of miklu kæruleysi hérlend- is,“ segir Rúnar. „Þetta efni er mikið notað hérlendis eins og í frystihúsum og ég tel að notendur þess og fólk almennt geri sér enga grein fyrir hve hættulegt efni er hér á ferðinni.“ -JGH Rangárvallasýsla: Bíll í togi í veg fyrir Broncojeppa Umferðarslys varð skammt frá Hvolsvelli í gær. Bíll, sem var í togi aftan í öðrum bíl, ók í veg fyrir Broncojeppa sem kom úr gagnstæðri átt. Bílarnir skullu saman af miklu afli. Þeir eru báðir mikið skemmdir ef ekki ónýtir. Kona, sem var í aftari bílnum, fékk skrámur. Hjón, sem voru í Bron- coinum, sluppu án meiðsla. Þau voru bæði í bílbeltum. -sme Beit dyravörð Gestur í veitingahúsinu Evrópu beit dyravörð þar á staðnum síðast- liöiö föstudagskvöld. Gert var að sár- um dyravarðarins á slysavarðstof- unni en að sögn lögreglunnar var um stórt sár að ræða. Dyravörðurinn bað gestinn um að yfirgefa skemmtistaðinn þar sem hann væri með yfirgang. Gesturinn tók þeirri málaleitan illa og beit frá sér. -JGH Suð- vestan- kaldi Suðvestankaldi eða stinnings- kaldi verður á morgun, skúrir um suðvestan- og vestanvert landið en bjartara austanlands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.