Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST lðftS Fréttir Beðið eftir ákvörðun Sjálfstæðisflokks og verkalýðshreyfingarinnar: Niðurfærsla eða stjómarkreppa - átök innan Sj álfstæðisflokksins um niðurfærsluna Þrátt fyrir harðorðar yfirlýsingar Asmundar Stefánssonar, forseta Alþýðusambandsins, samþykkti miðstjórn þess að ganga til viðræðna við ríkisstjórnina um efnahagsaðgerðir. DV-mynd S Stjórn Bandalags starfsmanna rikis og bæja hafnaði öllu samráði við rikisstjórnina á fundi sínum í gær. Stjórnin mótmælti harðlega níu prósent launalækkun og fækkun opinberra starfsmanna um eitt þúsund. DV-mynd S A miðstjómarfundi Sjálfstæðis- flokksins í dag mun koma í ljós hvort Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn til þess að fara niðurfærsluleiðina. Inn- an flokksins er hart deilt um hvort hægt sé að standa að þeim aðgerðum sem samstarfsflokkarnir telja nauð- synlegra til að tryggja framkvæmd niðurfærslunnar. Bæði Alþýðuflokkur og Framsókn hafa tekiö afstöðu með niðurfærsl- unni. Þeir vilja setja lög um lækkun verðlags og grípa til viðurlaga ef þau eru brotin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar engin skýr svör gefið, hvorki á ríkisstjórnarfundi í gær né í viðræðum formannanna. Innan flokksins takast á fulltrúár fískvinnslu, útgerðar og landsbyggð- ar annars vegar og talsmenn frjálsr- ar verslunar og höfuðborgarinnar hins vegar. Bæði Alþýðuflokkur og Framsókn telja að hægt sé að neyöa Alþýöusam- bandið til samstarfs eða í þaö minnsta þegjandi samkomulags. Eini valkosturinn fyrir utan niðurfærslu sé stór gengisfelling. Verkalýðsfor- ystan sé því nauöbeygð. Á miðstjórnarfundi Alþýðusam- bandsins í gær var ákveðið að ganga til viðræðna við ríkisstjórnina þrátt fyrir hörð ummæli Ásmundar Stef- ánssonar, forseta samtakanna, á undanfómum dögum. Það sjónarmið varð ofan á að verkalýðsforystan hefði ekki efni á öðru en reyna sam- starf. Bandalag starfsmanna ríkis og bæjar hafnaði hins vegar öllu sam- starfi. Verkalýösforystan getur nú valið um frystingu launa og verölags 1. september þar til ríkisstjórnin hefur komist að niðurstöðu eöa hvort 2,5 prósent kauphækkunin verði tekin af launþegum í gegnum skattkerfið og atvinnurekendum bætt hún með 3 prósenta gengisfellingu. Svar verkalýðshreyfingarinnar þarf að berast fyrir miðstjómarfund Sjálfstæðisflokksins. Niðurstaða þess fundar þarf síðan að koma fyrir kvöldið því þá eru síðustu forvöð að taka ákvörðun vegna launaútreikn- inga 1. september. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hafnar niðurfærslunni má búast við langri kreppu í ríkisstjórninni. Bæði Al- þýðuflokkur og Framsókn hafa hafn- aö gengisfellingarleiðinni. Alþýðu- flokkurinn hefur hafnað einhvers konar samblandi af gengisfellingu og niðurfærslu. Smáar aðgerðir til að kaupa tíma fram að áramótum koma tæplega til greina því að bæði Sjálf- stæðisflokkur og Framsókn hafa krafiststórraaðgerða. -gse „í raun ættum við aö þakka Ólafi Ragnari því viö eru þeir einu sem hafa grætt á þessu tali hans um slæma stöðu fjárfesting- arfyrirtækja,“ sagði Pétur H. Blöndal, framkvæmdastjóri Kaupþings, á blaðamannafundi sem fyrirtækið boðaði til í gær vegna „... þess róts sera ummæli Ólafs Ragnars hafá komið á al- menning.“ Framangreind ummæli Péturs koma til vegna þess að veröbréfa- sjóðimir eru taldir hafa greitt út um 200 milljónir kr. undanfama daga og hafa tekið af því venju- legt innlausnargjald, 2%. Fulltrúi eins veröbréfafyrirtækis sagði að fólk væri fariö að koma aftur sem þýðir að það hefur tapað inn- lausnargjaldinu. Reyndar kom fram á fundi Kaupþingsmanna að þeir ætla að fella niöur inn- lausnargjald þeirra sem inn- leystu einingar sínar fóstudaginn 19. ágúst til 26. ágúst ef þeir vilja kaupa einingabréf sín til baka. Á fjórum dögum munu tæplega 40 milljónir hafa veriö innleystar hjá Kaupþingi. Mest fór á mánu- daginn eða 21.184.000 kr. Að sögn Péturs hefur fyrirtækið áöur leyst út um 40 milljónir á einum degi (það stafaði vegna samnings- bundinna innlausna) og gæti því fyrirtækið ráðið viö miklu hærri upphæðir í samvinnu við spari- sjóðina. Mun hafa verið um 20 til 30 aðila að ræöa. Þá kom fram aö einnig hefði dregið verulega úr kaupum hjá verðbréfasjóöum Kaupþings. Fyrirtækiö rekur þrjá verð- bréfasjóði, Einingabréf l sem gefa 12,8% ávöxtun, Einingabréf 2 gefa 9,7% ávöxtun og Einningabréf 3 sem gefa 19% ávöxtun. Tölurnar sýna ávöxtun síðasta hálfa árið umfram lánskjaravísitölu. í þess- um sjóðum voru 1.405 milljónir kr. 31. júlí 1988. Þá hefur fyrir- tækið um 800 til 900 milljónir í fjárvörslu. Eins og áður hefur komiö fram boðaði Kaupþing til þessa fundar en fulltrúar annarra verðbréfa- sjóða munu ekki hafa viljaö taka þátt í þessu framtaki. -SMJ Niðurfærslureikningar Hagstofunnar: Dæmið hefur afar takmarkað gildi - segir Jón Baldvin Hannibalsson „Viðræðumar viö verkalýðs- un á rafmagni. Þarna er ekki tekið hreyfinguna nú snúast um að laun- tillit til lækkunar fjármagnskostn- þegar meti tvo kosti. Fyrsti kostur- aðar. Allir sem til þekkja vita að inn er hvort þeir geti sætt sig viö verslun er í mjög miklum mæli að 2,5 prósent launahækkun 1. rekin á skammtímalánum. Þama september verði fryst. í staðinn fái er ekki tekið tillit til þess aö það þeir verðstöðvun sem heldur verð- getur breytt miklu um lækkun lagi stöðugu, kemur í veg fyrir boð- vöraverðs ef gjalddagar söluskatts aöar hækkanir tryggingafélaga, veröa færöir aftur fyrir gjalddaga hindrar að verslunin haldi áfram greiðslukortafyrirtækja. Verslunin aö hækka verð fyrir niðurfærsluna hefur orðiö að íjármagna greiöslu- og leiðir til lækkunar nafnvaxta. kortaviðskiptin með skammtíma- Þessar aðgeröir 1. september gefa lánum með þvi að selja nóturnar tima til aö ná samstöðu um niöur- meö gríðarlegum vaxtakostnaði. færsluleiöina. Hinn kosturinn er Með öðrum oröum, þetta er dæmi gengisfelling,“ sagöi Jón Baldvin sem hefur afar takmarkaö gfidi. Ég Hannibalsson fjármálaráðherra. trúi þvi að hægt veröi að lækka - Hagstofan reiknar út að áhrif 9 verðlag um 4 prósent í kjölfar prósent launalækkunar á verðlag launalækkunar. Það er bundið því leiði til 2 til 3 prósenta lækkunar að það verði gert með lögum, aö verðlags. Er þetta ekki dauðadóm- þungum viöurlögum verði beitt, aö ur yfir niðurfærslunni? það verði birtingarskylda á þeirn „Þarna er ekki tekiö tillit til nið- sem af sér brjóta og þaö verði efiit uríærslu á gjaldskrá opinberra fyr- til öflugrar fiölmiðlaherferðar." irtækja fyrir utan 1 prósent lækk- gse Sjónarmið Framsóknar og Alþýðuflokks hafa færst saman: Vona að útgerðin hafi verslunina nú undir - segir Jón Baldvin Hannibalsson „Það merkilegasta sem hefur gerst í þessu máli er að frá Framsóknar- mönnum, sem alla tíð hafa verið harðastir talsmenn gengisfellingar, heyrist ekki.lengur krafan um geng- isfelhngu. Að því leyti hafa sjónar- mið okkar færst saman," sagði Jón Baldvin Hannibalsson íjármálaráð- herra. Alþýðuflokkurinn og Framsókn hafa tekið harða afstöðu gegn gengis- fellingu. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar enn tvístígandi. „Ég verð þess var að það eru mikl- ar efasemdir í Sjálfstæðisflokknum um hvort niðurfærsluleiðin sé fram- kvæmanleg. Ég lasta það ekki. Hún er mjög erfið í framkvæmd. Þaö þarf líka að koma fram að niðurfærslu- leiðin felur í sér kjaraskerðingu til skamms tíma. En það er minni kjara- skerðing en 20 prósent gengisfelling hefur í fór með sér. Við alþýðuflokks- menn höfum hafnað gengisfellingar- leiðinni allan tímann. Okkur hefur nú bæst liðsauki. Framsóknarmenn, forsvarsmenn fiskvinnslunar og talsmenn landsbyggðarinnar eru nú komnir á sömu skoöun." - En Sjálfstæðisflokknum viröist hins vegar ekki hafa tekist að sætta sjónarmið sín og taka afdráttarlausa afstöðu um hvað hann vill. „Þaö kæmi mér mjög á óvart ef Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði niður- færsluleiðinni. Sögulega séð hafa út- gerðarmenn veriö máttarstólpar flokksins.“ - Þú hefur trú á að útgerðin hafi verslunina undir í flokknum? „Það vona ég. Ég er meira upp á sjóinn en verslunina." - Þú leggur áherslu á að einungis sé um tvo kosti að velja, niöurfærslu eöa stóra gengisfellingu. Era engir aðrir kostir í boði? „Ef niðurfærslunni verður hafnaö og ef menn ætla að gera eitthvað sem forðar fiskvinnslunni frá gjaldþroti og lokun í hverju plássinu á fætur öðru um allt kemur ekki neitt annað til greina en 20 prósent gengisfell- ing.“ - Er það algert skilyrði af hálfu Alþýðuflokksins að niðurfærslan verði farin? „Þetta eru ekki trúarbrögð. Auðvit- að geta menn sullað áfram í 20 til 30 prósent verðbólgu og vonast til að úr rætist. En við þurfum að komast út úr þessu sulli. Sumir sem horfa eitthvað tirframtíðar segja aö við verðum að hætta þessum jólasveina- og molbúavinnubrögðum. Við verð- um að laga okkur að hagkerfi megin- landsins. Menn, sem eru að sullast í 20 til 30 prósent verðbólgu með geng- isfellíngum á nokkurra mánaða fresti, eru ekki taldir veisluhæfir í þeirri veislu. Þeir sefja ekki mikinn fisk heldur," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.