Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988. Jarðaríarir Kristján Kristjánsson skipstjóri lést 25. ágúst sl. Hann var fæddur á Efra- Vaði á Barðaströnd 8. apríl 1898. Ungur fluttist hann með foreldrum sínum vestur í Arnarfjörð og ólst þar upp. Hann fékk snemma skipstjóra- réttindi og varði allri sinni starfsævi á sjónum. Hann var meðal annars skipstjóri á Skaftfellingi. Eftirlifandi eiginkona hans er Margrét Iflgvars- dóttir. Þeim hjónum varð fimm barna auðið. Útfór Kristjáns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Ingibjörg Benediktsdóttir lést 29. ágúst. Hún var fædd í Breiðuvík á Tjörnesi 3. desember árið 1900. For- eldrar hennar voru Benedikt Bene- diktsson og Þorbjörg Jónsdóttir. Ingibjörg lærði klæðasaum og bætti síðan við sig námi í hatta- og skerma- saumi. Hún giftist Jóni Halli Einars- syni en hann lést áriö 1963. Þau hjón- in eignuðust þrjú börn. Útfór Ingi- bjargar verður gerð frá nýju kapell- unni í Fossvogi í dag kl. 15. María Sigurðardóttir, Nóatúni 24, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 20. ágúst 1988. Útfor hennar hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Útfor Bríetar ísleifsdóttur, sem lést 31. ágúst sl., fer fram frá Akureyrar- kirkju miðvikudaginn 7. september kl. 13.30. Andlát Guðjón Þórarinsson, Langeyri, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 3. september. Gréta María Jósefsdóttir, Bhkahól- um 8, Reykjavík, lést á Landspítalan- um 3. september. Gunnar Danielsson, HMðargerði 18, lést í Borgarspítalanum 2. septemb- er. Unnur Jóna Kristjánsdóttir lést að- faranótt sunnudags að Reykjalundi. Ingibjörg Georgsdóttir, Austurbergi 30, lést á Landspítalanum aðfaranótt mánudagsins 5. september. Hulda S. Þorsteinsdóttir frá Eyjólfs- stöðum, til heimihs í Stóragerði 32, Reykjavík, andaðist á Landspítalan- um 2. september. Leiðrétdng Þau mistök urðu í spumingu dags- ins, fóstudaginn 2. september, að spurt var hvemig fólki fyndust nýju auglýsingamar frá Umferðarráði. Þær auglýsingar, sem átt var við, eru ekki frá Umferðarráði, heldur em auglýsingamar frá hópi áhugafólks um bætta umferðarmenningu. DV biðst velvirðingar á þessum mistök- um. Sýningar Orest Vereisky sýnir í Reykjavík Félagsstarf MÍR, Menningartengsla ís- lands og Ráðstjómarríkjanna, hefst að nýju að loknu sumarhléi með opnim sýn- ingar hins kunna sovéska myndlistar- manns og íslandsvinar, Orests Vereisky, í sýningarsal félagsins, Vatnsstíg 10, nk. fimmtudag, 8. sept., kl. 18. Listamaðurinn og eiginkona hans koma til íslands í boði MÍR í tilefni sýningarinnar, dveljast hér á landi í viku og verða við opnun sýning- arinnar og einnig á rabbfundi yfir kaffi- bolla við Vatnsstíg 10, laugardaginn 10. sept. kl. 17. Sýningin verður opin á funmtudag kl. 18-22, fóstudag kl. 17-22 og laugardag og sunnudag kl. 14-22. Að- gangur að sýrúngunni er ókeypis og öli- um heimill. Á sýningunni verða, auk teikninga og vatnslitamynda Vereiskys, allmargar ljósmyndir er tengjast löngu ög miklu starfi Ustamannsins í stjóm Sovétríkin-Ísland. Einnig sýnishom af bókum sem Vereisky hefur skrifað og myndskreytt, svo og sýnisbækur um sov- éska myndUst með umsögnum um Usta- manninn. Námskeið í rússnesku hefjast um eða upp úr miðjum sept. og hefst inn- ritun í þau að Vatnsstíg 10 fóstudaginn 9. sept. kl. 18. TjJkyimingar Leikfélag Reykjavíkur sala áskriftarkorta Sala áskriftarkorta fyrir þetta leikár er hafm og stendur yfir daglega kl. 14-19 í Iðnó. Hægt er að panta kort í síma 16620. Einnig er mögulegt að greiða kort með Visa og Eurocard gegnum síma. Áskrift- arkort fyrir þetta leikár gilda á eftirtaldar sýningar: 1. Sveitasinfónia, 2. Sjang-Eng, 3. Þrjár systur, 4. Maraþondans. Verð áskriftarkorta er 4.250. Þá er einnig hafin sala gjafakorta. Gjafakort gildir fyrir tvo leikárið l988-’89 á eina sýningu í Iðnó. Starfsmannafélög, fyrirtæki, klúbbar og allir aðrir hópar (fleiri en 20) fá afslátt á almennu miðaverði. Hópar geta pantað með löngum fyrirvara í s. 13191. Aldraðir og skólafólk fá einnig afslátt af miða- verði. Hópsala til aldraðra og skóia í s. 13191. ÖU einstaklingssala í s. 16620. Nýr opnunartími í Kringlunni og fleiri bílastæöi 1. september sl. breyttist afgreiðslutími verslana í Kringlunni. AUar verslanir og þjónustufyrirtæki í húsinu hafa opið á laugardögum tii kl. 16, en aðra virka daga tíl kl. 19. Eina undantekningin frá þess- um opnunartíma er pósthúsið, áfengis- verslunin og bankaútibúið. Kaffihúsið í Kringlunni er opið lengur á fóstudögum og laugardögum og matsölustaðir hafa opið alla daga vikunnar tU kl. 21 og veit- ingahúsið Hard Rock Café tíl kl. 23.30. Flest fyrirtækjanna opna kl. 10 á morgn- ana. í þessum mánuði verða tekin í notk- un 400 ný bUastæði. Þá verður rúm fyrir alls 1600 bUa í Kringlunni og næsta ná- grenni hennar. Viðskiptavinir þurfa ekki að greiða bUastæðisgjald eða í stöðu- mæla. Vetraráætlun SVR - aukin tíðni ferða 5. september tók vetraráætlun SVR gUdi. Þá eykst tiðni ferða á 9 leiðum. Vagnar á leiðum 2-7 og 10-12 aka á 15 mín. fresti kl. 07-19, mánudaga tU fostudaga. Akstur á kvöldin og um helgar á áðurtöldum leiðum er óbreyttur. Vagnar á leiðum 8-9 og 13-14 aka á 30 mín. fresti aUa daga, einnig á kvöldin. Leiðabók SVR birtir nánari upplýsingar um ferðir vagnanna. Tíunda starfsár Jarðhitaskólans Eitt helsta einkenni starfsemi Jarðhita- skólans er hversu náið nemendur starfa með leiðbeinendum sínum við úrlausn sérhæfðra verkefna. Þessi vinna fer fram á rannsóknastofum Orkustofnunar, Há- skóla íslands og hjá fyrirtækjum sem nýta jarðhita. Þessa dagana eru nemend- ur að vinna að verkefnum sínum tU að klára þau fyrir skólasUt í október. Sum verkefnin fjaUa um íslenskar aðstæður, önnur um aðstæður í heimalandi nem- enda. Hjónaband 23. júfi sl. voru gefin saman í hjónaband, Sigrún Jóna Andradóttir og Ásmund- ur Karl Ólafsson. Heimili þeirra er að Kópavogsbraut 45, Kópavogi. Meruiing Torf og grjót í Kjarvalsstaðakoti - Um sýningu Rögnu Róbertsdóttur Það hefur ekki verið hátt risið á Kjarvalsstaðabændum síðustu mánuðina. Að undanskiMnni sýn- ingu á verkum ítalskra skólabama sl. vor og höggmyndum Svíans Claes Hake í sumar hefur undirrit- uðum reynst erfitt að greina ein- hvern persónulegan drifkraft í sýn- ingum stofnunarinnar. Aragrúi Myndlist Ólafur Engilbertsson krúttlegra tómstundamynda hefur verið negldur þarna upp á veggi án neins sýnMegs tilgangs annars en þess að svala hégóma „lista- mannsins”. Þetta er sýnu pínlegra þegar téð stofnun er titluð „borgar- Mstasafn” og ætlað að vera leiðandi í hérlendri myndlistargrósku. Pín- legast er þó þegar þekktum erlend- um myndMstarmönnum er boðið hingað tM sýningahalds og ætlast tM að þeir „reddi sér bara sjálfir" strax og á hólminn er komið. Slíkt er. að sjálfsögðu ekkert annað en argasta ókurteisi og miður góð landkynning ef um það spyrst. Nefndur Svu.mun t.a.m. hafa lent í mestu vandræðum með verk sín. Vera má að þetta séu eftirstöðvar undirlægjuháttar og þrælslundar þeirra tíma þegar ísland var „þriðjaheimsríki" sem lét aMtaf aðra hafa vit fyrir sér. Það er ekki við Kjarvalsstaði eina að sakast í þessu efni, því ýmiss konar dingl- umdangluppákomur hafa t.a.m. verið viðloðandi þær Mstahátíðir sem hér hafa verið haldnar. Það bendir þó margt tíl þess að það sé aöeins að rofa tíl í miðalda- myrkrinu í Kjarvalsstaðakoti. Þar hefur borgarMstamaður Mðins árs, Ragna Róbertsdóttir, nú breitt úr túnþökunum sínum og hlaðiö grá- grýtismúra - að því er virðist tíl vegsömunar fyrri tíð og einfaldara lífi með landinu. MyndMst Rögnu er bláköld rýmisMst og útMt ver- kanna mótast að miklu leyti af sýn- ingarsalnum. Lýsingin er þannig stórt atriði á sýningu Rögnu, enda er þar gerð tMraun tM aö láta ljós og skugga togast á um verkin. Þar hefði þó ugglaust mátt ganga lengra og ör- ugglega myndi hafa bætt úr skák að veita einhverri dagsbirtu inn um loftglugga, jafnvel þótt húsbænd- urnir séu orðnir vanir grútarskím- unni. Það er vel hugsaður leikur að takmarka sig við fáa miðla. Torf og grjót eru, hvernig sem á máMn er Mtið, niðursneidd náttúra. Það hefur verið eðM mannsins frá ómunatíð að sneiða niður og raða samán. Viðfangsefni Rögnu Ró- bertsdóttur virðist því öðru fremur vera frumspeki. Verk sín byggir hún upp ámóta og tónMstarmaður. Það er erfitt að gera marktæk tón- verk úr aðeins tveimur tónum. Því fylgir áhætta og þar hlýtur óbMandi kjarkur að búa að baki. Um það verður ekki efast hér að stef Rögnu Róbertsdóttur hafi í sér sannleiks- korn. Þetta eru jú stef sem hafa fylgt okkur í gegnum aldirnar, jafn- vel þótt við ættum stundum í erfið- leikum með að sjá þau. Vandi Msta- mannsins er hins vegar fólginn í því að reyta arfann og telja plönt- unni s'íðan trú um að hún sé sjálf sólin. Það hefur Ragna Róberts- dóttir leitast við að gera á Kjarvals- stöðum, enda ekki vanþörf á. Ólafur Engilbertsson- Fréttir I>V Fyrs Eskifjörður: iti farmurir in af s fldarhmnu m ■mm:..i xwr—ii ..iiMmmnHMm mmmmtwmm mm mmmmr mzlm "Tk** mar-m r> t*. «• ggty r— Bw g •*> Flutningaskipið Hera Borg sem kom með sildartunnur frá Noregi vegna komandi síldarvertíðar. DV-mynd Emil Thorarensen Emil Thorar ensen, DV, F.skifirði: Fyrsta afskipunin á tómum sMdar- tunnum vegna komandi sMdarvertíð- ar fór fram á Eskifirði í síðustu viku. Flutningaskipiö Hera Borg kom með 7.800 plasttunnur frá Jelsa í Noregi. Skipstjórinn á Heru Borg, Margeir Sigurðsson, reiknáði með að fara aðra ferð til Noregs í sömu erinda- gjörðum. Enn sem komið er hafa ekki tekist samningar við Sovétmenn um kaup á saltsíld, en þeir eru langstærstu kaupendurnir til þessa og því mikil- vægt að samnihgar takist við þá eins og áður. Hins vegar skapar það mik- M óþægindi fyrir sMdarsaltendur að þurfa að bíða fram á haust í óviss- unni um það hvort samningar takist við þá eða ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.