Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988. Fréttir Sjálfstæðismönnum stHIt upp við vegg eftir yfirlýsingu Sólarhringsfrestur koma með nýjan Þorsteins: til að kost - meginlínumar verið ræddar, segir forsætisráðherra „Ég er aö þrjóskast viö og tel aö það eigi aö taka upp þráöinn varö- andi niðurfærsluleiöina. Ætli það veröi ekki skorið úr um þaö í fyrra- málið,“ sagöi Steingrímur Her- mannsson utanríkisráöherra aö afloknum formannafundi stjórnar- flokkanna í gær. Á fundinum kom Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra ekki fram með neinn valkost í staö niðurfærsluleið- arinnar sem hann hefur hafnað. Frestur var gefinn fram að ríkis- stjómarfundi sem hófst í morgun. „Menn skulu gera sér grein fyrir því að sú tillaga sem ráögjafamefnd- in kom fram með byggðist á því aö þungamiðja allra aðgerða væri mjög strangt aðhald í ríkisfjármálum og gífurlegur niðurskurður í lánsfjár- málum. Það er í raun upphafsatriðið, hvaða leið svo sem menn fara að öðm leyti. Það þarf að draga hér úr þenslu. Það er alveg sama um hvaða bráðabirgðaaðgerðir, eins og niður- færslu, menn eru að ræða. Þá eru menn ekki að leysa mál til lengri tíma ef þetta er ekki fyrir hendi," Sjálfstæóismenn hafa rætt meginlín- ur nýrra tillagna í efnahagsmálum sem eiga aó koma i staó niðurfærsl- unnar sem Þorsteinn Pálsson hafn- aði eftir ályktun mióstjórnar ASÍ. sagði Þorsteinn Pálsson eftir fund- inn. Hann vildi þó ekkert segja til um hvaða aðgerðir sjálfstæðismenn ætl- uðu að leggja til í stað niðurfærsl- unnar. En hefur Sjálfstæðisflokkur- inn slíkar tillögur tilbúnar? „Við erum að ræða meginlínur. Af okkar hálfu höfum við verið að ræða Steingrímur Hermannsson sagðist eftir fund formannanna ætla aó þrjóskast við og telur að halda eigi áfram að vinna að niðurfærslunni. þessa niðurfærsluleið og höfum því einbeitt okkur að því,“ sagði Þor- steinn. „Sjónarmið mitt hefur verið það aö niðurfærsluleið sé heppilegasta leiðin ef beitt er lagaþvingunum á verðlag og laun og á vexti ef þörf krefur. Það hefur aldrei hvarflað að mér að launþegar myndu sætta sig Jón Baldvin Hannibalsson telur nið- urfærsluleiðina með lögum á verð- lag og einnig vexti, ef þörf krefur, ennþá heppilegustu leiðina. DV-myndir S við þá fórn sem felst í umtalsverðri lækkun launa ef þeir fengju ekki tryggingu fyrir því að á móti kæmi lögþvinguð lækkun verðlags og lækkun greiðslubyrði skulda jafn- snemma eða nokkuð fljótt. Þetta vilja sjálfstæðismenn ekki,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. - En hafnar Sjálfstæðisflokkurinn því að ríkisstjómin grípi inn í verð- lagsmál og vexti? „Við tókum um það ákvörðun í tengslum við 1. september að sitja á timabundna verðstöðvun í einn mán- uð. Við samþykktum að heimila Seölabankanum að nýta 9. grein Seðlabankalaganna ef vextir lækk- uðu ekki eins og verðbólguþróunin gefur tilefni til. Þar með hefur ríkis- stjómin sýnt aö hún er tilbúin til þess að grípa þannig inn í,“ sagði Þorsteinn. Enginn formannanna vildi spá fyr- ir um lífdaga ríkisstjórnarinnar. Það var auðheyrt á Jóni Baldvin og Stein- grími að yfirlýsing Þorsteins um endalok niðurfærslunnar hafði sett samstarfið í hættu. „Ég er ekki vanur því að gagnrýna menn sem eru fljótir til svara en ein- hver myndi nú segja að það hefði verið kurteisi af forsætisráðherra að hafa samband við samstarfsflokkana áður en hann gaf út yfirlýsingu um að niðurfærsluleiðin væri úr sög- unni,“ sagði Jón Baldvin. -gse Safnaðarfundur Fríkirkjunnar í Gamla bíói: Fullur tilhlökkunar og eftirvæntingar - segir séra Gunnar Bjömsson „Ég er fullur tilhlökkunar og eftir- væntingar og eftir viðbrögðum fólks hygg ég að tillaga stuðningsmanna minna nái fram að ganga. Það er mjög áríðandi að stuðningsmenn mínir mæti vel á fundinn til að svo verði,“ sagði séra Gunnar Bjömsson. Almennur safnaðarfundur Frí- kirkjusafnaðarins í Reykjavík verö- ur haldinn þann 12. september eins og DV greindi frá á þriðjudaginn. Fundurinn verður í Gamla bíói og hefst klukkan 20.00. Fundarefni fundarins samkvæmt dagskrá munu vera þijú. í fyrsta lagi kosning sjö manna í kjörstjórn vegna væntan- legra prestskosninga samkvæmt lög- um Fríkirkjusafnaðarins. í öðm lagi ósk 70 meðlima safnaðarins um safn- aðarfund vegna „uppsagnar safnað- arprests" og í þriðja lagi önnur mál. I auglýsingu frá safnaðarstjórninni er sagt að þeir einir hafi rétt til fund- arsetu sem skráðir vom í söfnuðinn þann 1. desember 1987 og náð líöfðu 16 ára aldri. Er fólk vinsamlegast beðið um að hafa persónuskilríki til- tæk við inngang og mæta tímanlega. Hætt er við þvi að deilur vakni um það hverjir hafi rétt til setu á fundin- um því séra Gunnar Björnsson sagði fyrr í sumar í samtali við DV að hann teldi að fundarrétt ættu allir þeir sem greitt hefðu gjöld sín til safnaðarins. Stuðningsmenn séra Gunnars munu ætla að bera fram tillögu á fundinum sem efnislega felur í sér að ákvörðun meirihluta safnaðar- stjómar um að segja Gunnari upp verði hnekkt. Séra Gunnar Bjöms- son sagði aö ómögulegt væri að segja til um hvernig andrúmsloft yrði á fundinum en hætt væri við því að það yrði ekki gott. En ef tillaga stuðningsmannanna fellur, hvað þá? „Þá era prestskosningar eftir. Ég mun þá sækja um embætti fríkirkju- prests en umsóknarfrestur rennur út 15. september," sagði séra Gunnar Bjömsson. Forsvarsmenn meirihluta stjómar safnaðarins vildu ekkert tala um máhö. -JFJ í dag mælir Dagfari Nú er hún gamla giýla dauð Niðurfærslan er úr sögunni. Hún var tekin af lífi í fyrradag. Enginn skilur eiginlega hvers vegna. Bjargráöanefndin var búin að mæla með niðurfærslu. Ríkis- stjórnin var búin að mæla með nið- urfærslu. Jafnvel Alþýðusamband- ið var hlynnt niðurfærslu og Guð- mundur jaki var sérstakur tals- maður hennar. Það höfðu satt að segja allir málsmetandi menn þjóð- arinnar talið koma til greina að fara niðurfærsluleiðina. Að vísu hafa menn haft uppi efasemdir um framkvæmd niðurfærslunnar. En hvenær eru ekki efasemdir um framkvæmd þegar efnhagsaðgerð- ir era annars vegar? Er ekki alltaf verið aö segja manni frá því hvað gengisfelling sé mikill vandi? Alltaf hafa þeir samt gripið til gengis- lækkunar þegar allar bjargir eru bannaðar og enginn hefur haft orð á vandamálum við framkvæmdina á gengisfellingunum. Gengið hefur bara veriö fellt og ekki orð um þaö meir. En nú þegar þeir hafa rætt það fram og aftur hvað niðurfærslan sé góð, ef hægt er að framkvæma hana, sýnist Dagfara að ný umræða fari af stað um það hver hafi eigin- lega drepið hana. Efnahagsumræð- ur á íslandi fara nefnilega þannig fram að menn ræða vel og lengi um ýmiss konar efnahagsráðstaf- anir en grípa seint og illa til þeirra. Fyrst er rætt um þaö hvað gera skuli, síðan hvað gert skuli ef ekk- ert er gert og að lokum er rætt um það hvað gera eigi í staðinn fyrir það sem gera skal, ef ekkert er gert af því sem gera þarf. Þorsteinn Pálsson drap ekki nið- urfærsluna. Hann vildi hins vegar hafa spmráð og samstöðu meðal þjóðarinnar og tekur ekki í mál að grípa til einhverra efnahagsráð- stafana meðan einn eða fleiri ís- lendingar finnast sem ekki eru til- búnir til að vera með í samráðun- um. Forsætisráðherra gerir kröfu til að menn standi saman og ef launþegar eru ekki reiðubúnir til að lækka launin hjá sér þá er auð- vitaö ekki hægt að lækka launin. Þar af leiðandi var það ekki Þor- steinn sem drap niðurfærsluna, heldur hinir sem ekki vildu hafa samstööu um að framkvæma hana. Alþýðusambandiö drap ekki nið- urfærsluna. ASÍ var tilbúið til við- ræðna um niðurfærslu, enda mundi niðurfærslan vera þannig eins og Alþýðusambandið vill hafa niðurfærslur. Ef ríkisstjórnin er því ekki samþykk er það hennar mál en ekki Alþýðusambandsins. Alþýðusambandið er ekki á móti góöúm hugmyndum en vill ráða framkvæmd þeirra. Þar af leiöandi var það ekki Alþýðusambandið sem drap niöurfærsluna, heldur hinir sem ekki vildu hafa samstöðu um að framkvæma hana. Bæði Framsóknarflokkur og Al- þýðuflokkur vildu niðurfærslu. Þessir flokkar skilja í rauninni ekki hvers vegna búið er að drepa niöur- færsluna. Þeir vildu hins vegar taka sér betri tíma og höföu fyrir- vara um framkvæmd hennar. Þar af leiðandi voru það ekki Framsókn eða kratar sem drápu niðurfærsl- una, heldur hinir sem ekki vildu hafa samstöðu um að framkvæma hana. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar og Verka- mannasambandins, var hlynntur niðurfærslu. Hann sat hjá þegar miðstjórn ASÍ setti fyrirvara um framkvæmdina. Guðmundur vildi halda áfram viðræðum við ríkis- stjórnina og heyra hvernig stjórnin vildi framkvæma niðurfærsluna. Hann fékk þessu hins vegar ekki ráðið. Þar af leiðandi var Guð- mundur jaki ekki sá sem drap nið- urfærsluna, heldur hinir sem vildu hafa samstöðu um að framkvæma hana. Niðurstaðan er eiginlega sú að það voru allir með niðurfærslu en höfðu fyrirvara um framkvæmd hennar. Því fór sem fór. Nú er hún gamla grýla dauð og næst hefst væntanlega umræöa um núlli- færsluleið og siðan um sveiflujöfn- unarleið og síðast verður sjálfsagt rætt um gengisfellinguna, og af því forsætisráðherra vill hafa full- komna samstöðu um efnahagsráð- stafanir verður þetta löng og ströng umræða og vonandi aö kjörtímabi- lið endist til að ná samstöðu. Efna- hagsráðstafanir geta beðið á með- an. Þær era hvort sem er ekki svo áríðandi. Hitt er mikilvægara að samstaða náist um framkvæmdina. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.