Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. Fréttir Stj ómarmyndimarviðræðurnar: Launafvysting og samnings- réttur helstu þróskuldamir - skattamál ekki trúaratriði, segir Jón Baldvin um endurskoðun matarskatts „Okkur er ljóst aö Alþýöubanda- lagiö er afar mikilvægt í þessum stjómarmyndunarviðræðum og því hóf ég viðræður við það og Alþýðu- flokkinn. Mér fannst fundurinn vera góður og opinskár. Við skiptumst á skoðunum og fórum yfir þessi mál,“ sagði Steingrímur Hermannsson að afloknum fyrsta fundi hans og Jóns Baldvins Hannibalssonar með full- trúum Alþýöubandalagsins. Þrátt fyrir að fyrsti fundur þessara flokka hafi verið góður er ljóst að eitt atriði mun reynast erfitt í samn- ingum þeirra. Þaö er áhersla Al- þýðubaridalagsins á að fá samninga verkalýðsfélaganna aftur í gildi. Ef gengið yrði að þeirri kröfu væri launafrystingin í samkomulagi Framsóknar og Alþýöuflokks fyrir bí. Hún er hins vegar einn af lykil- þáttunum í tillögum þeirra. Án henn- ar er erfitt að hugsa sér verðstöðvun og lækkun verðbólgu. Þá væri for- sendum fyrir 5 til 10 prósent vaxta- lækkun í raun brostin. „Ábendingum þeirra má skipta í þrennt," sagði Steingrímur. „Þær fyrstu varða beinlínis þær bráðaað- gerðir sem verður að grípa til í lok vikunnar. Ein er meira ríkisfjár- málaeðlis. Þær síðustu varða lang- tímasamkomulag stjórnarflokka. Við ræddum sérstaklega þær þrjár fyrstu.“ Þessar tillögur eru um launamál Samkomulag Framsóknar- og Alþýðuflokks: 2,5 milh'arðar í nýja skatta - launafrysting, millifærsla og tekjuafgangur af ríkissjóði söluskatt. í tillögum flokkanna er gert ráð fyrir að nafnvextir lækki um 5 til 10 prósent í næsta mánuði. Reynt verði I samkomulagi Framsóknarflokks og Alþýöuflokks um ráðstafanir í efnahagsmálum er gert ráð fyrir frystingu launa, verðstöðvun, skattahækkunum, samdrætti í ríkis- útgjöldum, vaxtalækkun og milli- færslu til fiskvinnslu, ullariðnaðar, fiskeldis og loðdýraræktar. Þetta samkomulag verður grunnurinn að viðræðum þessara flokka við Al- þýðubandalag. í samkomulaginu er gert ráð fyrir frystingu launa og verðlags til 10. apríl á næsta ári. Samkvæmt út- reikningum sem fylgja tillögunum er búist við að kaupmáttur á fyrsta ársfjórðungi næsta árs verði um 5 prósentum lægri en hann er dag. Fiskverð er einnig fryst í tillögun- um en ríkissjóður mun greiða niður allar hækkanir á búvörum sem ekki er hægt að rekja til hækkana erlendis. Millifærslan í tillögunum er marg- þætt. Verðjöfnunarsjóði er veitt heimild til erlendrar eða innlendrar lántöku að andvirði 500 milljóna. Sérstakur viðreisnarsjóöur er stofn- aöur og er honum ætlaðir 2 milljarð- ar á næstu tveimur árum. Helming- urinn verður tekinn að láni en hinn helmingurinn er framlag ríkissjóðs í Fulltrúar Alþýðubandalagsins koma til fundar við blokk Framsóknar og Alþýðuflokks. Á myndinni má sjá Jón Sigurðsson heilsa Guðrúnu Helgadótt- ur, Jón Baldvin Hannibalsson heilsa Steingrimi J. Sigfússyni, Halldór Ás- grímsson heilsa Ólafi Ragnari Grímssyni og í dyrunum stendur Steingrímur Hermannsson. DV-mynd GVA atvinnuleysistryggingasjóð og beint ekki minna en það var þegar Seðla- framlag úr ríkissjóði. Raforka til bankinn sá um þessi lán. fiskvinnslu veröur lækkuð um 25 í tillögunum er gert ráð fyrir að prósent. Þá verður afurðalánakerfið ullariðnaðurinn fái 30 milljónir í endurskoöað í því augnamiði að auknar niðurgreiðslur. Þá á fiskeldi hlutafall lánanna af söluverði verði og loðdýrarækt að fá endurgreiddan að fá þetta fram í samningum við bankana ef það gengur ekki eiga stjórnvöld að grípa inn í. Vextir á ríkisskuldabréfum eiga að lækka í 6 prósent. Grunni lánskjaravisitölu verður breytt þannig að launavísi- tala gildir til jafns viö bæði fram- færsluvísitölu og byggingavísitölu. Tekjutrygging og heimilisuppbót á að hækka um 3 prósent samkvæmt tillögunum. Þá á að veija 150 milljón- um til að liðsinna fjölskyldum í al- varlegum greiðsluerfiðleikum. Samkvæmt þessum tillögum stækkar gatið á fjárlögum næsta árs úr 3,5 milljörðum í 4,3 milljarða. Til þess að fylla upp í gatið vilja flokk- arnir fresta gildistöku virðisauka- skatts fram til 1. janúar 1990. Það á að gefa ríkissjóði 1 milljarð. Stefna á að niðurskurði á ríkisútgjöldum upp á 1,5 milljarða. í afganginn af gatinu og gott betur veröur fyllt upp með sköttum. Stefnt er að 2,5 milljörðum í nýja skatta. Með því fæst um 700 milljón króna tekjuafgangur hjá rík- issjóði. -gse og endurskoðun á matarskatti. Jón Baldvin Hannibalsson sagði vel mögulegt að ræða við þann sem vildi fella niður matarskatt ef sá hinn sami gæti bent á aðra tekjuöflunar- leið sem væri réttlátari. „Skattamál eru ekki trúaratriði, þau eru reiknisdæmi," sagði Jón Baldvin. -gse Aftur frjálsan samningsrétt „Það er sumt í samkomulagi Framsóknar og Alþýðuflokks sem er jákvætt en þaö er einnig siunt sem við gerum athuga- semdir við og teljum að þurfi að breyta," sagði ólafur Ragnar Grímsson að afloknum þing- flokksfundi Alþýöubandalagsins í gærdag. Á fundinum var ákveðið að taka þátt í viðræðum við þessa flokka og leggja til að Kvennalist- inn yrði einnig kallaður til. í samþykkt þingflokksins segir að flokkurinn leggi sérstaka áherslu á að bráðabirgðalög sem banni frjálsa samninga verði af- numin. Einnig að kjaraskerðing verði afnumin og samráð skuli haft við verkalýöshreyfinguna um skipan kjaramála. Alþýðu- bandalagið vill endurskoða mat- arskattinn, vinna að víötækum breytingum á rekstrarskilyrðum útflutningsatvinnuveganna og kerfisbrey tingum á öllum sviöum atvinnulífs. Þá vill flokkurinn aö vinna verði sett í stefnumörkun í byggðamálum, jafhréttismálum, umhverfismálum og utanríkis- málum. -gse Biyndís eldar nýja sljóm einhveijum að orði að þaö væri þó skömminni skárra að hafa ein- Þá er Steingrímur kominn með forsetaumboð upp á vasann til að mynda ríkisstjórn. Það kom engum á óvart því reynsla síðustu ára hef- ur sýnt að hér er ekki hægt að mynda stjóm án þátttöku Stein- gríms og aö engin ríkisstjóm er langlíf nema Steingrímur sitji þar í forsæti. Jón Baldvin og Bryndís buðu Ólafi Ragnari í kvöldmat og kýldu hann út með steiktri lifur og lauk, auk þess sem Ólafur dreypti á erlendum ávaxtasafa með en Jón Baldvin lét sér nægja venjulega kúaipjólk. Formanni Alþýðu- bandalagsins líkaöi maturinn svo vel að hann tók líklega í það að kratar og kommar sameinuðust í einn flokk og sannaðist þá rétt eina ferðina enn að leiðin aö póhtisku samstarfi flokka liggur í gegnum munn og maga leiðtoganna. Þetta benti Steingrímur á um daginn þegar hann kvaö upp úr með þaö að ef flokksbroddar ættu að geta starfað saman þyrftu þeir að geta glaðst saman. Þetta veit Albert Guömundsson líka og dró því upp forláta franskt konfekt þegar Stein- grímur droppaði inn hjá honum um helgina og það fór vel á með þeim þar sem þeir sátu og mauluðu konfekt milli þess sem þeir tókust í hendur upp á að eiga gott sam- starf í framtíðinni. En þar sem Al- bert átti ekki lifur með lauk varð ekkert af því að Steingrímur byði upp á sameiningu flokkanna. Þegar Þorsteinn frétti af þessu konfekt- samsæri varð honum um og ó og hringdi þegar í Albert og bað hann að koma til fundar í Valhöll. Þang- að hafði Albert ekki stigið fæti síð- an hann var rekinn úr Sjálfstæðis- flokknum aö eigin sögn en eins og menn muna var það Albért sem stóð fyrir byggingu Valhallar áður en hann var rekinn. Þorsteinn átti hins vegar hvorki lifur né konfekt og því var ekki einu sinni ýjað að sameiningu Sjálfstæðis- og Borg- araflokks á þessum fundi. En Al- bert lýsti yfir aö hann væri fús til aö mynda stjóm með hveijum sem væri, jafnt til hægri og vinstri, sem og til miðju. Borgaraflokkurinn væri opinn í alla enda ef ráðherra- stólar væru í augsýn. Þessi víðsýni féh Þorsteini ekki ahs kostar í geð enda hafði honum verið sagt að Albert biði þess eins að fá að sam- einast Sjálfstæðisflokknum á nýjan leik án nokkurra skhyröa. Og svo komu þessar fréttir frá Bessastöð- um í hádeginu í gær að Steingrími hefði verið fahð að mynda meiri- hlutastjórn og Jón Baldvin hefði hankað Ólaf Ragnar á lifrinni hennar Bryndísar með þeim afleið- ingum að það væri búið að stinga Sjálfstæðisflokkinn af rétt eina ferðina. Framsókn væri að mynda stjóm með A-flokkunum. Þor- steinn ákvað að vera ekki th við- tals við pressuna en láta Frikka Sóf. um að finna hver væri stefna Sjálfstæðisflokksins hvað stjómar- mynstur varðar. Og þaö stóð ekki á að Friðrik gæfi út yfirlýsingu þess efnis að það væri ekkert sjálf- gefið að kratar og Framsókn fæm að stjóma í þessu landi. Varð þá hveija stjórn en enga því betra væri að veifa röngu tré en öngvu. En nú er sem sagt að fæðast ný ríkisstjórn undir forsæti Stein- gríms Hermannssonar sem þekkt- ur er að því aö vera á móti öllum óvinsælum ráðstöfunum ríkis- stjórna, hvort sem hann veitir þeim forsæti eða er bara fagráðherra. Þetta hefur þjóöin kunnaö að meta og því kosið Steingrím vinsælasta stjórnmálaforingjann hvað eftir annað. Menn eins og Þorsteinn, sem lítið kunna fyrir sér í sjón- hverfingum, eru hins vegar aö burðast viö að lýsa ábyrgð á hend- ur sér í tíma og ótíma með þeim afleiðingum að þeir eru hreinlega afskrifaðir. Þess vegna er nú þegar farið að tala um að Davíö taki við formennskunni á næsta landsfundi Sjálfstæöisflokksins því hann sé eini maðurinn sem hafi eitthvað í Steingrím að segja í fjölbragða- ghmu stjómmála dagsins í dag. Sjálfstæðismenn voru hörðustu talsmenn þess að útvarps- og sjón- varpsrekstur yrði gefinn frjáls og þeir náðu.fram því markmiði. Stöð 2 þakkaði fyrir sig með því að láta Steingrím og Jón Baldvin jarða stjórnarsamstarfið í beinni útsend- ingu meðan Þorsteinn sat gmnlaus heima og hélt að svona mál yrðu afgreidd á formlegum ríkisstjórn- arfundi. í nýju ríkisstjórninni verður Ólafur Ragnar.að sjálfsögðu einn af aöalráðhemmum en krafa hans um utanríkisráðuneytið kann að standa svolítið í þeim Steingrími og Jóni Baldvini. En hvaö skyldi Bryndís elda næst fyrir Ólaf Ragn- ar Grímsson sem fær hann til að gefa eftir utanríkismálin? Ný stjórn er á ábyrgð eldamennsku Bryndís- ar. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.