Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988. Sandkom Frikirkjan og sparifötin Frikirlgu- söfnuöurinn i Rcykjavíkcrán nokkurs\afa mesiumtalaöi söftiuðurþessa lands.Hmai- : hatrömmudeil- urinnansafn- aðarinseigasér eflaustmargar skýringar. Ein skýringin mun vera sú að á fimmta áratugnum féll þá ver- andi sóknarprestur frá. Söfnuðurinn samþykkti að kaupa fbúð handa hinni ungu ckkju og jólafot handa ungum sy ni hennar. Sannarlega rausnarlega gert. Nú eru liðin um íjörutíu ár frá þessum samþykktum. Ekkjan býr enn í ibúðinni og sonur fær enn ný jólafot frá söfnuðinum fyrir hver jól. Sonurinn, sem eitt sinn var ungur, fóðurlaus drengur, er nú í góðri stöðu hjá einum ríkisbankan- um. Samþykkt safnaðarins stendur - óbreytt, syni fyrrum sóknarprests eru enn færð j ólaföt árlega. Skiptar skoöanir munu nú vera innan safn- aðarins um hvort fella eigi hina ára- tuga gömlu ákvörðun um jólafotin úrgildieðaekki. Feitir starfsmenn hjá ísfilm Undirbún- ingurfyrirStöð 3,væntarúega sjónvarpls- f film.erífullum gangi.ÍTíman- umáþriðjudag erviötalvið einnstjómar- manna, Krist- jánJóhanns- son. Hann segirþar að ekki veröi gert ráð fyrir mögrum starfsmönnum hjánýjasjónvarpinu. Þessiákvörðun um að hafa aðeinsfeita starfsmenn vekur upp grunsemdir um að þegar sé farið að ráða í helstu stöður. Krist- inn Fiimbogason telst ekki magur maður og ekki Indriði G. Þorsteins- son heldur. Þeir fóstbræður á Tíman- um ættu þvíað haía góða möguleika á að fá góöar stöður hjá sjónvarps- stöðmni. Alvarlega eða ekki alvarlega meiddur Glöggt er fvlgstmeð : frammistöðu ogheilsufari :: leikmannais- lenskahand- boltaliðsinsá ólympíuleikun- um.Eðlilegaer DVekkieftir- báturannarra ftölmiðla í þeim skrifum. í DV á mánudag var á íþróttasíðu DV frétt um að Siggi Gunn hefði meitt sig á æfíngu. I frétt DVvarsagt að Sigurð- ur hefði tognaö á æfingu en að sögn lækna liðsins voru meiðsli hans ekki alvarleg. Samt segir i fréttinni aö Sig- urður sé eini leikmaöur liðsins sem eigi við al varleg meiðsli að striöa. í lok fréttarinnar er mat læknanna, um aö Sigurður sé ekki alvarlega meiddur, itrekað. Feðgamir Mathiesen Þaðvita eflaustallirís- lendingaraö ÞorgilsÓttar Mathiesen.fyr- irliöilandsliðs- ins.ersonur Matthiasar Mathiesen samgönguráð- herraoghand- boltaáhugamanns. Eftir sigur okkar manna á Bandarikjamönnum var viötal við Matthías í útvarpi. Hann sagðist vera ánægður með siguripn, sérstaklega þegar þess væri gætt aö sterkustu menn liösins hefðu ekki fúndiö sig í leiknum. Má skilja ráö- herrann svo aö hann telji son sinn ekki meö sterkustu mönnumUösins? ÆtU Matthias sé ekki einn um þessa skoöun á hæflleikum Þorgils Ottars. Umgjón: Sigurjón Egilsson Fréttir Jón Baldvin læknaður af viðreisnarást sinni: Allt sem Vilmundur sagði um Sjátfstæðisflokkinn er rétt - Það sem Jón vLLdi ekki trúa á sínum tíma hefur reynslan kennt honum „Samkvæmt ákvörðun þingflokks hef ég fullt og óskorað umboð til að taka þátt í stjórnarmyndunarvið- ræðum Steingríms Hermannssonar og freista þess aö mynda stjórn með nægan þingstyrk til að koma fram nauðsynlegum aðgerðum í efnahags- málum. Meöan ég stend að því velti ég ekki fyrir mér öðrum kostum," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, aðspurð- ur hvernig honum líkaöi bónorð Al- berts Guðmundssonar og Friðriks Sophussonar til Alþýðuflokksins í DV í gær og fyrradag. - Er ekki erfitt fyrir þig sem lands- þekktur aðdáandi viðreisnarstjórn- arinnar að hafna þessum biðlum? „Það er rétt að ég hef veriö aðdá- andi viðreisnar. Frá því ég gekk í Alþýðuflokkinn árið 1977 hef ég leynt og ljóst barist fyrir því að Alþýðu- flokkurinn færi i samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn, stefnu sinnar vegna og reynslu af öðrum stjórnarmunstr- um. Rökin fyrir þessu eru mörg. Við- reisn var óumdeildanlega mesta umbótastjórn eftirstríðstímans. Bág- borin hagstjórn vinstri stjórna er önnur ástæða. Ég byggði þessa skoö- un mína á því að í Sjálfstæðisflokkn- um væri aö finna víðtækan stuðning við nútíma hagstjóm og hófsemi og hagsýni í ríkisrekstri. En ég er nú reynslunni ríkari. Allt sem Vilmund- ur Gylfason sagði um þann flokk og ég vildi ekki trúa er rétt,“ sagði Jón Baldvin. -gse Kvennalistinn er fjúkandi reiður vegna ummæla Olafs Ragnars Grímsson- ar, formanns Alþýðubandalagsins. Olafur Ragnar stendur hér að baki Krist- ínu Halldórsdóttur, Kvennalista. Viö hliö Ólafs er Ragnar Arnalds. DV-mynd GVA Kvennalistinn: Hlbúinn að slyðja aðgerðir verði kosið - konumar Qúkandi reiöar út í Ólaf „Það er okkar hjartans mál að ekki verði ráðist á kjör fólks eða samn- ingsrétt. Við erum því fjúkandi reið- ar yfir því að það skuli vera túlkaö þannig af formanni Alþýðubanda- lagsins að við séum ekki til viðræðu um þessa hluti,“ sagði Kristín Hall- dórsdóttir, þingmaður Kvennalist- ans, eftir fund kvennalistakvenna með Alþýðubandalaginu í gær. Tilefni fundarins var yfirlýsing Ólafs Ragnars Grímssonar um að Kvennalistinn hefði hafnað öllum viöræðum, jafnvel um leiðir til að tryggja það að frysting launa yrði afnumin. - En er Kvennalistinn tilbúinn að styðja stjóm Framsóknar, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags, sem gripi til bráðaaðgerða sem ekki fælu í sér launafrystingu, ef tryggt væri aö kosningar fylgdu í kjölfariö? „Já. Það færi hins vegar algjörlega eftir þeim grunni sem yrði lagður fram. Við höfum aldrei hafnað því að styðja siíka stjórn til bráðabirgða. Við sögðum Steingrími að viö hefð- um þjóðstjórn sem fyrsta kost. Ef við ætlum að standa að einhverju öðru þurfum við að fá viljayfirlýsingu frá okkar konum.“ - Munuð þið þingkonur Kvennalist- ans leita eftir umboði ykkar hóps til aö semja um slíkan stuðning? „Að því er okkur skildist er hlut- verk Steingríms Hermannssonar að mynda ríkisstjórn til frambúöar. Hins vegar skilst mér aö Framsókn- arflokkurinn sé ekkert hræddur viö kosningar. Þannig að mér sýnist það frekar vera vilji annarra að mynda stjórn sem sæti til lengri tíma,“ sagði Kristín Halldórsdóttir. -gse Stefán Valgeirsson: Geri allt til að koma í veg fyrir viðreisnarstjóm „Ég mun reyna það sem ég get Samtaka um jafnrétti og félags- Steingrími Hermannssyni að hann ekki komið meö óskalista eða skil- tíl aö koma í veg fyrir viöreisnar- hyggju. Hann hefur leikið stórt og hans flokkur væru tilbúnir til yrði strax en hann vildi fá svör um stjórn. Ég man vel viöreisnar- hlutverk i þeim stjórnarmyndun- aö taka þátt í stjórnarsamstarfi en þaö strax í gær. Ég þarf fyrst að stjórnina og sömu sögu má segja arviöræðurá sem Steingrímur Her- málefnin réöu. Hann neitaði því tala við mitt fólk sem er að koma um raitt fólk fýrir noröan. Hún er mannsson hefur staðið fyrir síðan algerlega aö um væri aö ræöa aö noröan til skrafs og ráðagerða ekkl fýsilegur kostur. Reyndar raá á mánudag en nú virðist vera Ijóst samninga um ráöherrastól og viö mig.“ segja að hálfgerð viöreisnarstjórn aöSteingrímurtelurstuöninghans reyndar væru samtökin ekki enn -SMJ hafi veriö hér síðasta árið,“ sagði vísan. búin að leggja fram sínar kröfur. Stefán Valgeirsson, þingmaöur Stefán sagði aö hann heföi sagt „Ég sagði Steingrími að ég gæti Ólafúr Ragnar Grímsson: Stendur fast við yfirlýsingu sína segir kosningar strax hafa veriö hugsanlegar „Ég rangtúlkaði alls ekki þaö sem kom fram á fundinum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson eftir fundinn með Kvennalistanum. „Sem betur fer skrifaði ég niður það sem Þórhildur Þorleifsdóttir sagði. Sem betur fer fyrir mig þá skrifaöi Guðmundur Bjamason heil- brigðisráðherra það einnig niöur. Viö ræddum þetta eftir fundinn og það bar öllum saman um hvaö hún hefði sagt. Það var þetta: Jafnvel þó það byðist að afnema ætti frystingu launa þá væru þær ekki til að ræða stjórnarmyndun þessara flokka.“ - Kom fram hvort hún ætti við stjóm til frambúðar eða í skamman tíma? „Hún sagði það ekki. Ég var aö lesa nákvæmlega það sem hún sagði. Ég ræddi einnig á fundinum að mynduð yrði jafnréttis- og félagshyggjustjórn þessara fjögurra flokka. Hún kæmi sér saman um langtímastefnu og starfaði í skamman tíma, eitt til tvö misseri, og efndi síðan til kosninga og bæði um varanlegt umboö þjóðar- innar til að framfylgja þessari stefnu.“ - Er ekki ágreiningur ykkar fólginn í þessu? Bteði Kvennalistinn og Al- þýðubandalag vilja samningana í gildi en þær vilja ekki styðja stjórn nema til bráðaaögerða og fá síðan kosningar en þið viljið ganga inn í stjórn sem mun sitja áfram. „Það hefði alveg mátt ræða það í þessum viðræðum. Þetta er spuming um hvort flokkar eru tilbúnir að setj- ast niöur og ræða skoðanir hver ann- ars. Það er ekki nóg að standa úti í þjóðfélaginu og segja: Við viljum þetta. Það þarf að koma því þannig fyrir að stefnan sé framkvæmd." - Væruð þiö tilbúnir að styðja stjórn sem gripi til bráðaaðgerða án þess að skerða kjörin og fá síðan kosning- ar? „Við erum tilbúnir aö styðja hverja þá stjórn sem er tilbúin að framfylga stefnu Alþýðubandalagsins. Alþýðu- bandalagið er líka búið að segja í marga mánuði aö það er tilbúið í kosningar hvenær sem er,“ sagði Ólafur Ragnar. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.