Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Blaðsíða 36
44 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988. Andlát Bjarni Þórarinsson eirsmiöur, Nes- vegi 56, Reykjavík, andaðist í Landa- kotsspítala þann 25. september. Hallbera Bergsdóttir, Vífilsgötu -5, Reykjavík, andaðist í Landspítalan- um 24. þ.m. Ingibjörg Dagsdóttir, Austurvegi 34, Selfossi, andaðist í sjúkrahúsi Suöur- lands 26. september. Sólrún Guðbjgrtsdóttir frá Drangs- nesi, Esjuvöllum 14, Akranesi, and- aðist í gjörgæsludeild Landspitalans 25. september. Óskar Sigurðsson bóndi, Hábæ, Þykkvabæ, andaðist í sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 25. septem- ber. Ingólfur Helgason, Birkihlíð 20, Vest- mannaeyjum, lést á heimili sínu 24. september. Ágúst Einarsson andaðist 12. septem- ber sl. á sjúkraheimili í Skælskör. Ingibjörg Betúelsdóttir andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 25. september. Baldvina Brynjólfsdóttir varð bráðkvödd á heimili sínu laugardag- inn 24. september. Magnús Hallsson frá Gríshóli, Háa- leitisbraut 44, andaðist í Borgarspít- alanum 24. þ.m. Jarðarfarir Hilmar Magnússon, Logafold 50, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 29. september kl. 10.30. Jarðsett veröur í Selfosskirkjugarði. Guðmundur E. Einarsson, fyrrver- andi bifreiöarstjóri, Meðalholti 3, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 28. september kl. 10.30. Sveinn Hallgrímsson, Hörgshlíð 8, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Dómiúrkjunni miðvikudaginn 28. september kl. 13.30. Bjarni Helgason frá Holti, Garði, varð bráðkvaddur þriðjudaginn 20. september. Útförin fer fram frá Út- skálum, Garði, miðvikudaginn 28. september kl. 14. Svavar Erlendsson, Iðufelli 10, sem lést 18. september sl., verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju miðviku- daginn 28. september kl. 15. Kristin Ólafsdóttir, Hátúni 12, lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 11. september. Útför hefur farið fram. Hlynur Ingi Búason lést af slysfórum 16. september sl. Hann fæddist 16. júní 1973, sonur Búa Steins Jóhanns- sonar og Hallberu Eiríksdóttur. Út- for hans verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 15. Ti3kynningar Hallgrímskirkja - starf aldr- aðra Fyrirhuguö er haustlitaferð til Þingvalla nk. miövikudag, fimmtudag eöa fóstudag, eftir veöri. Lagt verður af staö kl. 13.30 frá Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar gefur Dómhildur Jónsdóttir í dag í síma kirkjunnar, 10745 eða heima í síma 39965. Fundir hjá ITC Melkorku ITC Melkorka er hópur kvenna sem hitt- ast tvisar í mánuði, annan og fjórða mið- vikudag hvers mánaðar kl. 20 í Menning- armiðstöðinni Gerðubergi. ITC er skammstöfun sem stendur fyrir Intem- ational Training in Communication. Þetta eru samtök kvenna, 50 ára gömul, starfandi um allan heim, en upphaflega stofnuö í Bandaríkjunum og em höfuð- stöðvamar þar. Ef þú vilt auka sjálfs- traustið eða verða fær um aö tala skamm- laust á mannamótum ertu velkomin á fundi í vetur. Jóhanna Guðfinna Guðmundsdóttir lést 16. september sl. Hún fæddist í Reykjavík 24. júní árið 1900. Foreldr- ar hennar voru Guðmundur Berg- þórsson og Stefanía Gísladóttir. Eft- irlifandi eiginmaður hennar er Kjartan Pétursson. Þau hjónin eign- uöust tvær dætur. Útfór Jóhönnu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Matthías Þ. Guðmundsson lést 16. september. Hann fæddist í Viðey 10. september 1921, sonur hjónanna Guðmundar Júþussonar og Jóhönnu Bjarnadóttur. Matthías stundaði sjó- mennsku til ársins 1953 er hann hóf störf hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, lengst af sem verkstjóri. Hann var þar til ársins 1984. Magnús var tví- kvæntur og átti tvö börn með fyrri konu sinni. Seinni kona hans er Sig- urveig Einarsdóttir. Þau ólu upp fóst- urdóttur. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Hverfisgata 82, 1. hæð, eldra hús, þingl. eig. Jón Guðvarðarson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 29. sept. ’88 kl. 17.00. Uppboðsbeiðandi er Útvegs- banki íslands hf. Hverfisgata 82,2. hæð, tafinn eig. Jón Þ. Waltersson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 29. sept. ’88 kl. 16.45. Úppboðsbeiðandi er Útvegsbanki ís- lands hf. Skipholt 55, kjallari, talinn eig. Jón Guðm. Ámason, fer fiam á eigninni sjálfri fimmtud. 29. sept. ’88 kl. 15.15. Úppboðsbeiðendur eru Ólaftir Gú- stafeson hrl., Veðdeild Landsbanka íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Stórholt 47, hluti, þmgl. eig. Bryndís Þráinsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 29. sept. ’88 kl. 16.00. Upp- boðsbeiðendur eru Ásdís J. Raihar hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Ólafur Axelsson hrl., Skúli J. Pálmason hrl., Othar Öm Petersen hrl., Ásgeir Thor- oddsen hdl., Lúðvík Kaaber hdl., Landsbanki íslands, Hallgrímur B. Geirsson hrl., Magnús Norðdahl hdl., Jón Ólaísson hrl., Ingólfúr Friðjóns- son hdl., Sveinn H. Valdimarsson hrl., Sigurður G. Guðjónsson hdl., tollstjór- inn í Reykjavík, Ásgeir Thoroddsen hdl., Friðjón Öm Friðjónsson hdl., Ólafur Gústafsson hrl., Þórunn Guð- mundsdóttir hrl., Ámi Einarsson hdl., Ólafúr Axelsson hrl. og Sigmundur Hannesson hdl. B0RGARFÓGETAEMBÆTT1Ð í REYKJAVÍK Meiming Norræn vefnaðarsýning á Borgundarhólmi - fær góða dóma hjá Dönum. Norræn farandsýning á textílverk- um sem hóf göngu sína á íslandi á Kjarvalsstöðum í mars og fór héðan í Listaskálann í Þórshöfn í Færeyjum er nú komin til Borgundarhólms. Þaðan fer hún til Álandseyja og end- ar loks á eyjunni Gotlandi því sýn- ingin heitir SaariUa, sem er finnska og þýðir eyja eða eyjur, og helst á hvergi að setja hana upp nema á eyjum. Hún var þó lánuð á kvenna- hátíðina miklu í Osló í sumar eins og fram kom í fréttum þaðan. Það voru tíu textíllistamenn frá hinum ýmsu Norðurlöndum sem lögðu saman í sýninguna og eru þær Sigurlaug Jóhannesdóttir og Anna Þóra Karlsdóttir fulltrúar Islands. Verk beggja fá góða dóma hjá gagn- rýnanda Politiken sem telur vel þess virði fyrir Kaupmannahafnarbúa að skreppa til Borgundarhólms að sjá sýninguna. Þangað er umfimm stunda sigling. Níu fjörusteinar með hrosshári eru verk Sigurlaugar Jóhannesdóttur en -nb/ihh teppin tvö á veggnum eru eftir Nönnu Hertoft, einn þekktasta iistvefara Dana. Dansað af fullum krafti við tónlist frá hinni vinsælu unglingahljómsveit, Kvass. DV-mynd Róbert Jörgensen Fyrsti skóladans- leikur vetrarins Róbert Jörgensen, DV, Stylddshólmi: Félagslíf Grunnskólans í Stykkis- hólmi er komið í fullan gang eftir sumarlanga hvíld. Síðastliðinn laug- ardag var fyrsti skóladansleikurinn haldinn. Níundu-bekkingar sáu um hann, enda var hann liður í fjáröflun Björgunarskóli LHS Björgunarskóli Landssambands hjálpar- sveita skáta (LHS) er að hefja sitt tólfta starfsár undir kjörorðunum: „Aukin kunnátta - bætt þjálfun - betri árang- ur.“ Dagskrá skólans er fjölbreytt að að vanda. I nýútkominni vetraráætlun skól- ans eru tímasett ýmis framhaldsnám- skeið og leiðbeinendanámskeið fyrir björgtmarsveitamenn og aðra sem tengj- ast björgunarstörfum. Björgunarskóli LHS býður upp á fjölda námskeiða og er lýsing á þeim í námsskrá skólans. í vetur verða emnig haldin námskeið í ferða- mennsku fyrir almenning, eins og verið hefur undanfarin ár' á vegum hjálpar- sveitanna. Perlukvöld fyrir sælkera Hótel ísland mun á næstunni taka upp þá nýbreytni að bjóða margrómuðum listakokkum að sjá um sérstök sælkera- kvöld í Norðursal hótelsins. Hljómsveitin Kaskó spilar dinnermúsík undir boröum bekkjarins vegna vorferðalags. Allir nemendur skólans máttu koma (6-16 ára) en fóru heim á mismunandi tím- um eftir aldri. Þetta var hin mesta skemmtun, diskótek og lifandi tónhst þar sem hin vinsæla unglingahljómsveit Kvass lék fyrir dansi og hélt uppi og leikur einnig fyrir dansi í Norðursaln- um eftir borðhaldið. Gestum er velkomið að yfirgefa Norðursalinn eftir borðhaldið og ganga í aðalsal á dansleikinn þar. Bridgefélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 19. september sl. hófst starfsemi félagsins að nýju, eftir sum- ardvalann, með eins kvölds tvímenningi. 16 pör skráðu sig til leiks og voru spiluð 30 spil. Úrslit urðu þessi: 1. Bjöm-Guðlaugur 268 2. Njáll-Marinó 238 3. Ólafur-Sverrir 231 4. Ami-Guðjón 229 5.-6. Andrés-Stígur 227 5.-6. Magnús-Hörður 227 Meðalskor 210 Næsta mánudagskvöld verður aftur spilaður eins kvölds tvímenningur, en miklu fjöri til klukkan 22.00. Segja má að frá miðnætti hafi nemendur varla farið af dansgólfinu. Dansleikurinn fór fram í Félags- miöstöð Stykkishólmsbæjar en hún var tekin í gagnið á síðasta ári eftir gagngerar endurbætur. þar á eftir verður spilaður tveggja kvölda Mitchell-tvímenningur. Spilað er sem fyrr í íþróttahúsinu við Strandgötu (uppi) og hefst spilamennskan kl. 19.30. Fyrirlestrar Fyrirlestur um notkun myndbanda í kennslu erlendra mála Á morgun, miðvikudaginn 28. september mun Erik Poulsen, kennari við Kennara- háskólann í Kaupmannahöfn, halda fyr- irlestur um notkun myndbanda í kennslu erlendra mála á grunnskólastigi. Erik Poulsen hefur mikla reynslu á þessu sviöi, hann hefur um árabil bæöi kennt starfandi kennurum notkun myndbanda í kennslu og sjálfur notað myndbönd í kennslu sinni á grunnskólastigi. Fyrir- lesturinn verður haldinn í KHÍ í stofu B-201 kl. 16.30-18.30. Fyrirlesturinn er öllum opinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.