Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988. 9 Fréttir linda Pétursdóttir sem hertekin í London Linda Pétursdóttir, ungfrú heimur, varði lunganum úr gærdeginum i að veita eiginhandaráritanir i Top Shop i Oxfordstræti i Lundúnum. Hún hefur verið sem hertekin allt frá því hún vann til titilsins eftirsótta. DV-mynd VAJ Valgerður A. Jóhannsdóttir, DV, London: Það er ekki tómur dans á rósum að vera fegursta kona heims. Það hefur Linda Pétursdóttir, nýkjörin ungfrú heimur, svo sannarlega feng- ið að reyna. Fyrsti dagurinn í nýja starfmu var svo þétt skipulagður að Lindu gafst ekki einu sinni færi á að hitta foreldra sína. Straumur aðdáenda Snemma í gærmorgun mætti hún í sjónvarpsviðtal á ITV-stöðinni. Klukkan tíu hófst blaðamannafund- ur þar sem yflr 40 ljósmyndarar mynduðu Lindu í bak og fyrir. Þá tók við fundur með skipuleggjendum keppninnar og eftir hádegið var Linda mætt í verslunina Top Shop í Oxfordstræti en hún styrkir keppn- ina. Þar sat hún í tvo tíma og gaf æstun aðdáendum eiginhandarárit- anir. Mikið annríki var í versluninni og múgur og margmenni sem safnað- ist saman i kringum Lindu og allir vildu fá eiginhandaráritun. „Hún er vissulega mjög falleg,“ sagði Tom Ames sem sagðist hafa komið til að kaupa sér skyrtu en ekki til að hitta Lindu. „Það var hins vegar ekki verra og sannarlega óvaent ánægja.“ „Ég kom til að sjá ungfrú heim og fá hjá henni eiginhandaráritun," sagði Joanna Lawley sem beið þolin- móð eftir að röðin kæmi að sér. „Ég fylgdist með keppninni í sjónvarp- inu. Mér fannst að ungfrú Spánn ætti að sigra en skipti um skoðun þegar ég sá Lindu augliti til auglitis. Hún er alveg yndisleg." Foreldrarnir komust ekki að En það voru ekki bara óskyldir útlendingar seml mættu í verslunina til að ná sambandi við Lindu. Það gerðu einnig foreldrar hennar, þau Pétur Olgeirsson og Ása Hólmgeirs- dóttir. Þeim gafst hins vegar ekki færi á að tala viö Lindu en tókst að koma til hennar smáorðsendingu. „Við höfum ekkert hitt hana eða heyrt frá henni síðan á fimmtudags- kvöldið, utan hvaö hún hringdi einu sinn í morgun og spjallaði við okkur smástund,“ sagöi Ása þegar DV spjallaði við hana seinnipartinn í gær. „Eftir krýninguna gat hún talað við okkur í tíu mínútur en svo var hún hertekin af blaðamönnum og ljós- myndurum þannig að við höfum ekki mikið séð af henni. Vonandi fáum við þó að sjá hana í kvöld. Eins og er vitum viö ekkert hvernig þetta kemur til með að vera. Fyrir keppn- ina var okkur sagt aö hún fengi viku frí en síðan aö Linda kæmi ef til vill ekkert heim fyrir jól.“ Milljónir í tekjur Öll fjölskyidan á pantað far heim á mánudag en í gærkvöldi var ekki vitaö hvort Linda gæti fylgt foreldr- um sínum heim. En þótt líf fegurðar- drottningar sé á köflum erfitt þá er til mikils að vinna því fyrir utan þrjú þúsund pund í verðlaun eru henni tryggð 25 þúsund pund í tekjur yfir árið sem hún þarf að koma fram í nafni keppninnar. í íslenskum krón- um eru þetta um 22 milljónir. Eldvík, Hvalvík og Keflavik: Landsbankinn keypti tvö skipanna og Saltsalan eitt Landsbanki Islands hefur greitt um sextán milljónir króna vegna kaupa bankans á flutningaskipunum Hvalvík og Eldvík. Á nauðungarupp- boði sem haldið var á skipunum átti Finnbogi Kjeld útgerðarmaður hæsta tilboðið, eöa samtals 64,5 millj- ónir. Landsbankinn bauð 63,5 millj- ónir í bæði skipin. Finnboga Kjeld var gert að greiða fyrir hádegi í gær fjórðung upphæðarinnar. Við það stóð Finnbogi ekki og því voru skipin seld Landsbankanum. Bankinn hef- ur þegar greitt fjórðung af þeirri upphæð sem hann bauð. Þriðja skip fyrirtækis Finnboga, Keflavík, var selt á nauðungarupp- boði í Vík í Mýrdal í gær. Hæsta til- boðið í skipiö kom frá Saltsölunni, eða 161 milljón. Finnbogi Kjeld er aðaleigandi þess fyrirtækis. Eim- skipafélagið átti annað hæsta boð, 160,5 milljónir, og Landsbankinn þriðja hæsta, 159 milljónir. Uppboðs- haldarinn tók sér tveggja vikna frest til að meta tilboðin. „Ég fékk ekki frest til að inna greiðsluna af hendi og því voru Landsbankanum seld skipin. Ég ætl- aði að fjármagna kaupin með samn- ingum sem ég hef gert við þýska aö- ila. Þeirra samningamaður lenti í bílslysi og því urðu ófyrirsjáanlegar tafir á þvf að þeir samningar gengju í gegn. Ég eygi samt von um að geta samið við Landsbankann og keypt skipin á því verði sem ég bauð í þau. Þá á ég alla möguleika á að gera samninga við Þjóðveijana, samninga sem tryggja mér leigu á skipunum,“ sagði Finnbogi Kjeld. Finnbogi sagði að hann ætlaði að fjármagna kaupin á Keflavík á sama hátt og til stóð að gera við kaupin á hinum tveimur. Ef Finnboga tekst að halda einu eða öllum skipunum verða þau flutt undir annan þjóð- fána. -sme ' Knattspyrna: Guðni til Tottenham Guðni Bergsson, landsliösmaöur sterkan varnarmann og Guðni í knattspyrnu úr Val, fer á mánu- verður til reynslu hjá félaginu í dag til hins fræga enska félags, viku til tíu daga, aö minnsta kosti Tottenham Hotspur. til aö byrja með. Tottenham vantar tilfinnanlega -VS NISSAN MICRA SPARIBAUKUR Á SPES VERÐI ht sýningarsalurinn. Rauöageröi (3) 91-3 35 60 Gott úrval og nú eínnig sjálfskíptor. 3 ára ábyrgð og umfram allt ótrúlegt verð. Littu inn. Við erum komin i jólaskap og til alls vís. Sýningarsalurinn V/Rauðagerði. Opinn frá kl. 14-17 laugardag og sunnudag. BAÐINNRÉTTINGAR - ALLAR STÆRÐIR' Sjáirðu aðra betri þá kaupirðu hanaf! STÍLHREIN DUGGUVOGI23 S35609 TIGULEG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.