Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1988, Blaðsíða 56
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Síldarsjómenn óánægðir: Ólöglega staðið að stærðar- flokkun - málaferli íhuguð „Við teljum að verið sé að svindla á okkur í .jnál og vog“ með þeirri aðferð sem notuð er hjá þeim sem frysta síld hér á Austfjarðahöfnum. Þeir taka allan farminn í hús. velja þar það sem þeir ætla að frysta en senda svo hitt í bræðslu og greiða okkur samkvæmt þessu mati. Við fáum 8,90 krónur fyrir kílóið af stór- síld en 4.20 fyrir það sem fer í bræðslu. Við teljum þetta vera ólög- legt,“ sagði Þröstur Ólafsson. stýri- maður á síldarbátnum Ágústi Guð- mundssyni GK, í samtali við DV. Samkvæmt ákvörðun Verðlagsr- áðs sjávarútvegsins. sem ákveður síldarverð, ber að taka sýni úr farm- inum og greiða hann allan sam- kvæmt þvi en ekki að velja það stærsta úr og frysta en setja hitt í gúanó á hálfvirði. „Það er ekki hægt að standa öðru- vísi aö þessu en að stærðarflokka síldina eins og við gerum. Ef við þyrftum að kaupa farminn sam- kvæmt sýnum, eins og Verðlagsráð gerir ráð fyrir, myndi það leiða til botnlauss taps á frystingunni," sagði Finnbogi Jónsson, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað, í samtali við DV. „Þetta mál er komið til okkar og raunar til LÍÚ líka því þetta snertir ekki síður útgerðina en sjómennina. Það fer ekkert á milli mála að taka ber sýni úr farminum og greiða hann- samkvæmt því. Verði það ekki gert munum við lögsækja þau frystihús sem brjóta þessa reglu og fara fram á að þau greiöi til baka það sem sjó- menn telja að á vanti," sagði Hólm- geir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjó- mannasambands íslands, í samtali við DV í gær. Fyrrnefnd flokkunaraðferð við síld til frystingar mun tíðkast í flestum frystihÚ9um á Austfjörðum sem fást við síldarfrystingu. Mikil ólga er meðal sjómanna vegna þessa máls, enda er hér um laun þeirra að ræða. -S.dór LOKI Verður sr. Gunnar þá fangelsisprestur? Bílstjórarnir aðstoða SEJIDIBÍLJISTOÐin Hertar aðgerðir vegna smáfiskadráps: beitt í eftirlitinu - segir Halldór Ásgrímsson, dóms- og sjávarútvegsráðherra „Það hefur verið ákveðið aö heröa eftirlit meö smáfiskadrápi togaranna og við munum í framtíð- inni koma þeim meira á óvart en verið hefur. í þvf skyni verður bæði varðskipum og þyrlu gæsl- unnar beitt. Til þessa hefur þaö verið þannig að eftirlitsmennirnir hafa farið út með togurunum en nú er fyrirhuguð breyting þar á,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegs- og dómsmálaráðherra í samtali við DV. Halldór sagði í ræðu á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegs- manna í fyrradag að það skyti skökku við þegar sumir togarar lönduðu aldrei neinum smáfiski á meðan aðrir lönduðu hundruðum tonna árlega. Þetta sagði hann að fengist ekki staðist ogýrði.að herða eftirlitið. í samtali við DV sagöi Halldór að verið gæti að þeir togárar sem ekki sýna neinn smáfisk á botnfiskafla- skýrslum lönduðu honum með öðr- um fiski. Það mál þyrfti að skoöa. Þótt smáfiskur sé að hluta til utan kvóta er skylt að landa honum og var sú ákvörðun tekin til að menn gætu betur fylgst með smáfiska- drápinu, en það virtist ekki ætla að duga. „Þar sem svo vill til að ég er baeði sjávarútvegs- og dómsmála- ráðherra hef ég ákveðið að teknar verði upp viðræður á milli Land- helgisgæslunnar, • Hafrannsókna- stofnunar, dómsmádaráðuney tisins og sjáyarútvegsráðuneytisins um hvemig best verður aö þessu herta eftirliti staðið og hvernig fram- kvæmdin kemur best út,“ sagði HalldórÁsgrímsson. -S.dór Sér nú fyrir endann á Fríkirkjudeilunni? Er búið að setja sr. Gunnar á bak við lás og slá? Nei, auðvitað ekki, það er bara rithötundurinn Gunnar Björnsson sem er hér að stilla sér upp fyrir myndatöku vegna kápumyndar á bók sem hann ætlar að gefa út fyrir jólin. Það er greinilegt af kápumynd- inni að þetta ’verður spennandi lestur. DV-mynd Brynjar Gauti Manndrápiö í vesturbænum: 60 daga gæslu- varðhalds krafist yfir þeim grunaða Hjá Sakadómi Reykjavíkur liggur fyrir krafa frá Rannsóknarlögreglu ríkisins um 60 daga gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn hefur verið, grunaður um að vera valdur að dauða Karls Jóhanns Júlíussonar. Sakadómur mun kveða upp úrskurð vegna kröfu RLR í dag. Maðurinn, sem er 38 ára gamall, var handtekinn síðdegis á fimmtu- dag. Yfirheyrslur yfir manninum hófust í Sakadómi í gærdag. Hann hefur ekki hlotið dóm fyrir líkamsá- rásir eða ámóta glæpi. Sá látni hét Karl Jóhann Júlíusson, til heimilis að Lynghaga 11 í Reykja- vík. Karl Jóhann fæddist árið 1921. Á líki hans voru mörg sár eftir egg- vopn. Ekki er að fullu ljóst hversu langt var liðið frá dauða hans þar til líkið fannst á fimmtudagsmorgun. Rannsókn málsins er enn á frum- stigi. -sme Varamillilandaflugvöllur: Húsavík ef Nato er með - Egilsstaðir annars Starfshópur um varamillilanda- flugvöll hefur skilaö af sér skýrslu. Starfshópurinn er samdóma um þá niðurstöðu að ef flugvöllurinn á að þjóna almennu farþegaflugi og Atl- antshafsbandalaginu og ekki sé tekið tillit til kostnaðar sé slíkum flugvelli best fyrir komið í Aðaldal við Húsa- vík. Starfshópurinn telur hins vegar Egilsstaði heppilegasta kostinn verði flugvöllurinn einungis til að þjóna íslensku millilandaflugi. Þá er tekið tillit til kostnaöar. Á Egilsstöðum dygði að lengja nýju flugbrautina um 400 metra yrði flugvöllurinn ekki gerður með þarfir Atlantshafsbanda- lagsins í huga. Auk Húsavíkur og Egilsstaða' var athugað um staðsetningu flugvallar- ins á Blönduósi, Sauðárkróki, Akur- eyriogHornafirði. -sme Veðrið á sunnudag og mánudag: Hlýnar á mánudag Á sunnudag verður vestlæg eða breytileg átt og frost um mestallt landið og víða nokkuð bjart veður en suðlæg átt og lítils háttar úr- koma allra vestast. Heldur hlýn- andi veður verður á mánudag og vaxandi líkur á úrkomu vestan til á landinu. Ólympíumótið: Tap gegn Sov- étríkjunum Jóhann Hjartarson gerði jafntefli við heimsmeistarann Kasparov í 5. umferð á ólympíuskákmótinu. Er það fyrsta skákin sem Kasparov vinnur ekki. Jón L. gerði jafntefli við Jusupov en skák Margeirs og Ehlvest fór í bið og var Margeir með lakari stöðu enda peði undir. Hann hafnaði jafnteflisboði rétt áður en skákin fór í bið. Helgi Ólafsson tapaði fyrir Ivantsjuk á 4. borði. Það leit því út fyrir 3-1 tap gegn Sovétmönnum en þrátt fyrir það verða íslendingar áfram við toppinn. -SMJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.