Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. 7 Stjómmál Gagnkvæmar heimsóknir Jóns Baldvins og Steingríms: Eins og þjóðhöfðingjar væru að koma í heimsókn Hápunktur beggja flokksþinganna um helgina var tvúnælalaust gagn- kvæm heimsókn flokksformanna. Þessar heimsóknir eiga engan sinn líka og fengu misjafnar undirtektir meðal flokksmanna enda ákvörðun- in tekin af formönnunum sjálfum. Heimsóknimarvöktu mismiida at- hygh og ánægju á þingunum. Á með- an framsóknarmenn höfðu hina mestu skemmtun af heimsókn Jóns Baldvins þá var fremur þungt í Al- þýðuflokksmönnum fyrir og eftir heimsókn Steingríms. Ytri umgjörð heimsóknanna var að mörgu leyti táknræn fyrir þá áherslu sem flokksformennimir lögðu á heimsóknina. Var engu lík- ara en þjóðhöfðingjar væru að heim- sækja hvor annan. Þeir fóru til fund- ar hvor við annan með eiginkonur sínar með sér og eftir heimsóknimar vom þeir leystir út með gjöfum. Jón Baldvin fékk glös með framsóknar- merkinu en Steingrímur fékk blóm- vönd og nýútkomna viðtalsbók Bryndísar Schram. Jón Baldvin í framsóknarfjósinu Formaður Alþýðuflokksins fór fyrst til framsóknarmanna og var tekið með töluverðri eftirvæntingu. Eftir að Unnur Stefánsdóttir fundar- stjóri hafði boðið Jón Baldvin vel- kominn í framsóknarfjósið flutti hann tölu sína. Fyrst sagði hann nokkra pólitíska brandara en sneri sér síðan að sögunni: „Þessir flokkar era samt sem áður tvær greinar á sama meiði og eiga sér sameiginleg- an hugmyndasmið, þ.e.a.s. Jónas frá Hriflu, sem skrifaði eigin hendi stefnuskrá og lög Alþýðusambands íslands og þar með slæddist töluvert af þeim fræðum inn í stefnuskrá Sós- íalistaflokksins og hvað þá heldur Framsóknarflokksins. Það segir sína sögu.“ Síðan sneri Jón Baldvin sér að per- sónulegum samskiptum í síðustu stjóm og sagði þetta um samskipti sín og Steingríms: „Við höfum báðir breyst. Báðir breyst að fenginni reynslu. Reynslan af samstarfmu í seinustu ríkisstjórn kenndi okkur það að Framsóknarflokkurinn er agaður flokkur, hann er raunsær flokkur og er undir sterkri forystu. Fatlaðir verða að kom- ast áfram í f lokkunum - segjr JóhannP.Sveinsson „Þessi kosning mín sýnir bara að Framsóknarmenn eru félagshyggju- menn og vilja gjarna að þeir sem standa fyrir slíkum málefnum fái góða kosningu," sagði Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar, en hann fékk glæsilega kosningu í miðstjórn Framsóknarflokksins. Það kom fram hjá ýmsum að þeir töldu Jóhann jafnvel vera í Sjálfstæðis- flokknum og undruðust jafnframt þessa kosningu. Jóhann taldi skýr- inguna á því einfaldlega vera þá að hann hefði verið virkur í Vöku, fé- lagi lýðræðissinnaðra stúdenta í Há- skólanum. Um hollustu hans við Framsóknarflokkinn þyrfti ekki að efast því hann hefði verið félagi í flokknum í nokkur ár. „Annars er það nauðsynlegt iyrir fatlaða í öllum flokkum að koma sér á framfæri. Okkar barátta er ekki pólitísk í sjálfu sér, þess vegna þurf- um við að koma okkar fólki á fram- færi í öllum flokkum." -SMJ - en þeir fengu misjafnar undirtektir flokksþingsfulltrúa Flokksformennirnir skemmtu sér vel meðan á heimsóknunum stóð. Hér er Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, I ræðustóli á þingi Framsóknarflokksins og hefur fengið formann þess flokks, Steingrím Hermannsson, til að hlæja dátt. DV-mynd BG Það er hægt að gera samkomulag við framsóknarmenn, jafnvel í erfiðum ágreiningsmálum, og hingað til er reynsla mín sú að þaö stendur. - Og þetta eru nokkuð stór orð og þau skipta miklu máli í pólitísku sam- starfi." • Að lokum sileri hann sér að hinum erfiðu ytri skilyrðum: „Það sem sam- einar okkur sérstaklega núna era erfiðleikarnir. En það er í mótlætinu sem reynir á manninn og núna, þeg- ar það er ljóst, og ég segi það um- búðalaust, að sá flokkur, sem lengst af hefur verið stærsti flokkur þjóðar- innar og tahð sig vera kjölfestu ís- lenska flokkakerflsins og tahð sig reynast þjóðinni best þegar mest reynir á, þegar svo er komið að þessi flokkur er lagstur við stjóra og áhöfnin „til kojs“, á sama tíma og þarf að stýra skipi af kunnáttu og fagmennsku gegnum brot, þá er það þjóðarnauðsyn að þau öfl sem era vinstra megin við miðju, og þar era uppistöðurnar þessir tveir fíokkar, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokk- ur, að þau efh með sér samstarf.“ í lok máls síns sagði Jón Baldvin aö það hefði einmitt verið í heims- kreppunni miklu sem þessir flokkar hefðu hvað best unnið saman eða í „stjóm hinna vinnandi stétta“. Hann sagði að íslenska þjóðin væri að upp- lifa tímamót á öhum sviðum og því mætti ekki láta fornar væringar ríkja. Steingrímur fékk rós Þegar Steingrímur og frú Edda komu á Hótel ísland var Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri að skamma forystumenn Alþýðuflokks- ins fyrir að hafa fómað grundvallar- hugsjónum flokksins í síðustu ríkis- stjórn. Steingrímur sté síðan í pontu og sagði að þessar heimsóknir vektu álíka athygh og ef þeir Shamir og Arafat tækjust í hendur: „Ég er ekki hingað kominn til að bjóða upp á sameiningu en ég kem hingað til að leggja ríka áherslu á samstarf þess- ara tveggja bræðraflokka. Ég er kominn hingað til að minna á það að þessir tveir flokkar eiga sér mjög svipaðan grundvöh. Einhver sá mesti hugsjónamaður, sem verið hef- ur í íslenskri póhtík á þessari öld, Jónas Jónsson, lagði grundvöhinn að báðum þessum flokkum og ég er þeirrar skoðunar, sem hann hafði þá, að þeir hafi báðir mjög miklu hlut- verki að gegna.“ Steingrímur sagði að þessir flokkar heföu lagt grandvöhinn að því vel- ferðarkerfi sem við búum viö í dag. Hann kom einnig inn á samstarfið í síöustu ríkisstjórn en það hefði orðið til þess að framsóknarmenn og al- þýðuflokksmenn hefðu sest niður til að leysa sín ágreiningsmál. En síðan ræddi hann persónuleg samskipti sín og Jóns Baldvins og sagðist hann hafa fundið að þar stæði drengskap- ur að baki. Hann hefði treyst Jóni Baldvini þrátt fyrir aðvöranarorð sinna flokksmanna. „Ég treysti Jóni Baldvini og ég varð ekki fyrir von- brigðum.“ í lok máls síns ræddi hann hina erfiðu efnahagsstöðu sem nú væri framundan en tók fram að hann væri bjartsýnn um framtíð þessarar þjóðar þrátt fyrir að erfiðleikar hrönnuðust nú upp. -SMJ Framsóknarflokkurinn vill þriðja stjómsýslustigið: Tekju- og eignaskattar hækki um sinn í stjómmálaályktun Framsókn- arflokksins, sem samþykkt var á 20 flokksþingi hans, kemur fram sú skoðun að myndun núverandi ríkisstjórnar hafi verið þjóðar- nauðsyn. Um ieið segir að myndun ríkisstjórnar Steingríms Her- maimssonar sé sögulegur viðburð- ur. Þetta sé upphafið að víðtæku samstarfi félagshyggjuflokkanna um stjórn landsins. Um atvinnu- og efnahagsmál seg- ir: „Vegna stjómleysis í efnahags- málum hefur mistekist að koma í veg fyrir ofíjárfestingu, eyðslu og þennslu í góðærinu, með þeim af- leiðingum að kreppa er yíirvofandi og verulegur samdráttur í þjóðar- búskapnum.“ Segir í ályktuninni að traustur rekstrargrunnur at- vinnuveganna sé forsenda fyrir efnahagslegri framtíð landsins. Segja framsóknarmenn aö það sé forgangsverkefni að tryggja slíkan grann. Setja þeir fram fimm höfuð- markmið til að það takist: í fyrsta lagi að bæta afkomu at- vinnuveganna. Þar er meðal ann- ars kveðið á um að það þurfi að jafna þær sveiflur sem verði í sjáv- arútvegi. Til þess á aö efla Verð- jöfnunarsjóð sjávarútvegsins og breyta reglum hans í samráöi við hagsmunaaðila. Afnema rikisábyrgöir í öðra lagi á að ná jafnvægi í þjóð- arbúskapnum. Til þess að það ta- kist er nauðsynlegt að afnema ahar ríkisábyrgðir á erlendum lántök- um banka- og fjárfestingarsjóða. Þar er þó undanskilin „eðlileg lán til útflutningsgreina". Þá segir að nauðsynlegt sé að skattar hækki um sinn og verði það í formi tekju- og eignaskatta, í þriðja lagi verði að halda niðri verðbólgu og segir í ályktuninni að raunvextir verði aö lækka veralega á verðstöðvunartímabilinu. í fiórða lagi verði að koma á heil- brigðum peningamarkaði. Leggja framsóknarmenn áherslu á að lög komi sem tryggi að þessi markaður lúti samræmdri sfiórn og reglum. í fimmta og síðasta lagi leggja framsóknarmenn áhersluá aðjafn- finna mátti á milli landsbyggðar- og höfuðborgarfólks. Er lögö áhersla á að þjónustustarfsemi verði flutt, eins og kostur er, út á land. Þá telur flokksþingið að rétt sé að vinna að því að þriðja stjórn- sýslustiginu verði komið á fót. Töluverð umræða varð um um- hverfismál og segir í ályktunimú að sérstakt ráðuneyti þurfi að fara með yfirsfióm mnhverfismála. Kom fram hjá Steingrími Her- mannssyni að hann vill láta félags- málaráöuneytið fara með þennan málaflokk en eins og kunnugt er þá hefur þessum málaflokki verið vægi í byggð landsins verði tryggt. ætlað pláss í samgönguráöuneyt- í þeirri ályktun komu hvað best inu. fram þau óiíku sjónarmiö sem -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.