Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989.
IMönd
Ottega fagnar með Castro
Castro heidur nú upp á það að þrjátíu ár eru iiðín frá þvi að hanrt komst
til valda á Kúbu. Reagan Bandaríkjaíorseti mun örugglega ekki vérða
i hópi þeirra leidtoga sem fara til Kúbu til að samgledjast Castro.
Myrxt Lurie
Daniel Ortega, forsetí Nicaragua, fer í dag til Kúbu til að taka þátt 1
hMðarhöldum vegna þrjátíu ára byltíngarafmælis þar.
Ortega verður viöstaddur aðalatiiði hátíðarhaldanna sem er opnun
mJMllar sýmngar sem sýnir árangur þrjátíu ára stiórnar kommúnista á
þessari eyju í Karibahafinu.
Ortega mun væntanlega verða á Kúbu fram að helgj.
Castro komst ttl valda á eynni í janúar 1959 eftír að hann velti Fulgen-
cio Batista einræðisherra af stóli.
Vilja bjarga Dóná
Rúmlega sjötíu og fimm þúsund Ungverjar hafa skrifað undir bænar-
skjal þar sem beðið er um að þjóöaratkvæðagreiðsla fari fram um bygg-
ingu mifcillar stíflu í Dóná, að sögn opinberrar fréttastofu landsins í gær.
Það voru umhverfisvemdarsamtök sem hafa björgun Dónár fyrst og
fremst á stefhuskrá sinni sem stóðu fyrir bænarskjalinu og munu af-
henda stíórnvöldum það.
Andstæðingar stífiunnar segja að hún muni útrýma villtu dýralífi og
menga þetta stærsta vatnsfall Evrópu.
Ungverska þingið samþykkti í nóvember að halda áfram undirbúningi
stíflunnar sem verður gerö með aðstoð Austurríkismanna.
Fangelsisf lótti í Mexíkó
Þrjátíu og fjórir fangar flúðu úr fangelsi í Mexíkó í gær gegnum göng.
Yfirvöld hafa hafið mikla leit að fóngunum.
Að sðgn yfirvalda flúðu fangarnir gegnum þrjátíu metra löng göng úr
öryggisfangelsi í borginni Torreon sem er um þrjú hundruð og tuttugu
kílómetra frá iandamærum Mexikó og Bandaríkjanna.
Fangarnir, sem flestir sátu inni fyrir eiturlyfjasmygl, laumuðust út án
þess að fangaverðir yrðu þess varir á miiii klukkan sex og nrá í gærmórg-
un að íslenskum tíraa.
Settír hafa verið upp vegartálmar í nágrenni borgarinnar.
Andófsmaður segir hótun marklausa
Sergei Grigoryants, andófsmaður og rítstjóri hins óopinbera tímarits
Glasnost, sést hér á myrtd sem tekin var þegar hann var i haldi i Jerevan
i Siöasla mánuöi.                                  Sfmamynd Reuter
Sergei Grigoryants, ritsrjóri hins óopinbera timarits Glasnost, sagði í
gær aö hótun róttækra Armena um ofbeldisaðgerðir væru falsaðar.
Ritsrjórinn sagði fréttamönnum að tótimin væri hluti af herferð yfir-
valda gegn KarabaJdMiefhclinni sem er samtök Armena sem berjast fyrir
því að Armenía fái yfirráð yfir Nagorno-Karabakh sem nú er undir stjórn
Azerbajdzhan.
Hótijnin var birt í málgagni kommúnista í Armeníu í síöustu viku.
Grigoryants sagði að hótunin væri á of góðri russnesku til að geta ver-
ið skrifuð af Armena. Höfundurinn hiyti að vera Rússi eða að minnsta
kosti búsettur utan Armeníu.
Lögregla hefur handtekið meðiimi Karabakh-nefhdarinnar og sagöi
Grigoryants að fimm væru enn i haldi.
Sovéskir ráðamenn hafa sakað nefhdarmenn um að reyna að nota sér
deilurnar um Nagorno-Karabakh til þess aö komast til valda.
Gtígoryants, sem er hálfur Armeni var á dögunum látinn laus úr haldi
í Armeníu þar sem hann hafði setið í haldi í mánuö.
Fjölskylda brúðar ferst
Brúður og þrjátiu gestir í brúðkaupi hennar fórust þegar fólksflutninga-
bifreið, sem þau vorn í, ienti í árekstri viö lest í norðausfcurMuta Kína á
sunnudag.
í bifreiðinni var brúðurin og fiölskylda hennar á leið til brúðkaupshis.
Reuter
Bandaríkin
leita ásjár PLO
Talsmenn Hvíta hússins skýrðu frá
því í gær að bandaríski sendiherrann
í Túnis hefði beðið háttsettan leið-
toga PLO um aöstoð við rannsókn á
því hverjir sprengdu Pan Am þotuna
sem fórst í Skotlandi þann 21. desem-
ber síðastliðinn.
Beiðnin kom fram á óformlegum
fundi á laugardag í bandaríska sendi-
ráðinu í Túnis milli Robert Pelletre-
au, sendiherra Bandaríkjanna, og
Hakam Balaaoui, einum helsta leið-
toga PLO, að sögn talsmanns Hvíta
hússins.
Sagt yar að sendiherrann hefði
notað tækifærið og tjáð Balaaoui að
Bandaríkin myndu fagna hvers kyns
upplýsingum sem PLO kynni að geta
grafið upp í málinu.
Balaaoui mun hafa samþykkt að
koma þessum boðum áleiðis til Ara-
fats.
Að sögn embættismanna munu
hvorki Bandaríkin né PLO hafa litið
á fundinn, sem frahi fór á laugardag,
sem þátt í formlegum viðræðum sem
hófust fyrir þremur vikum. Fundur-
inn á laugardag fór fram að beiðni
Balaaouis, fyrst og fremst til að hann
gæti kynnt sig fyrir sendiherranum.
Fyrr í gærdag hafði Reagan forseti
sagt fréttamönnum að honum hefði
ekki borist neitt boð frá Arafat um
aðstoð við rannsókn þessa máls.
Hann sagðist hins vegar vera sann-
færður um að Arafat myndi láta
Hermenn úr konunglega breska flughernum leita að braki úr júmbóþotu
Pan Am flugfélagsins í námunda við bæinn Lockerbie í Skotlandi.
Simamynd Reuter
Bandaríkin fá upplýsingar ef hann
kæmist yfir þær.
Um helgina höfðu embættismenn í
Hvíta húsinu borið til baka fregnir
um að beöið hefði verið um aðstoð
PLO.
Salah Khalaf, næstæðsti leiðtogi
PLO, sakaði í gær Mossad, ísraelsku
leyniþjónustuna, um að hafa grand-
að Pan Am þotunni. Sagði hann að
þetta heföu ísraelsmenn gert til aö
spilla fyrir þeim árangri sem upp-
reisn Palestínumanna á hernumdu
svæðunum hefði skilað.
Hann sagði að PLO hefði enga
hagsmuni af því að sprengja upp
þotu með saklausu fólki.
Skoska lögreglan afhenti í gær átj-
án lík til aðstandenda og einnig fund-
ust bútar úr stélhluta vélarinnar.
Nú hafa áttatíu og eitt lík af tvö-
hundruð fjörutíu og tveimur, sem
fundist hafa, verið afhent aðstand-
endum. Tuttugu og átta lík hafa enn
ekki fundist.            Reuter
Farþegar SAS benda á farangur sinn í Stokkhólmi í gær. Nú fer enginn farangur um borð
að farþegar bendi fyrst á hann og gangist við honum. Allt sem gengur af er fjarlægt.
SAS flugvél án þess
Simamynd Reuter
Sprengjuhótanir
raska áætlunum SAS
Þrjár sprenguhótanir neyddu SAS
flugfélagið í gær til að grípa til víð-
tækustu öryggisráðstafana sem
geröar hafa verið í sögu fyrirtækis-
ins. Varð þetta til að setja úr skorð-
um áætlanir félagsins um allan heim.
Enskumælandi maður hringdi í
flugfélagið og sagði að spellvirki yrðu
unnin á flugvél sem færi í innan-
landsflug frá Gautaborg í gærmorg-
,un, að sögn talsmanna félagsins.
Þetta er- þriðja sprengjuhótunin
sem SAS skýrir frá opinberlega.
Þrátt fyrir að seinkanir yrðu á öll-
um flugferðum SAS í gær fundust
engin merki um skemmdarverk.
„Við tökum allar hótanir alvarlega
og öryggiseftírlit er gífurlegt á öllum-
flugvöllum sem við fljúgum til,"
sagði John Herbert, talsmaður fé-
lagsins.
Á laugardag tilkynnti SAS að það
hefði fengið bréf þar sem hótaö væri
að fiugvél í innanlandsflugi yrði fyrir
skemmdarverkum vegna milligöngu
Svía sem leiddi til beinna viðræðna
Bandaríkjanna og PLO.
Einriig bárust upplýsingar frá Int-
erpol um að óþekktur hópur kunni
að vera að skipuleggja ár.ás á eina
af vélum SAS. Varð þetta til þess að
öryggisráðstafanir félagsins um all-
an heim voru hertar til muna.
SAS harmaði í gær birtingu á inn-
anhússbréfi í sænskum fiölmiðlum.
Bréfið var um hertar öryggiskröfur.
„Þetta auðveldar aðeins hryðju-
verkamönnum að gera árásir og er í
öllu falli ekki til þess að bæta hlut-
ina," sagði Herbert.
Félagið hefur fyrirskipað sérstaka
varkárni í sambandi við póst og
' frakt. Einnig verður mun strangara
eftirlit með farangri farþega en verið
hefur. Starfsfólk er beðið um að vera
sérstaklega varkárt.
Reuter
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32