Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989. Frjálst,óháO dagblaO Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Seinþvegnar eru syndirnar Syndir margra fyrri ára koma um þessar mundir niður á Þjóðhagsstofnun. Þær valda útbreiddri ótrú á spá hennar fyrir þetta ár. Ríkisstarfsmannadeild Banda- lags háskólamanna hefur sérstaklega tekið fram, að í næstu kjaraviðræðum verði ekki tekið mark á þeim. Við þessu mátti búast fyrr eða síðar. Einhvern tíma hlaut að koma að formlegum yfirlýsingum deiluaðila á vinnumarkaði um, að tölur Þjóðhagsstofnunar yrðu ekki.hafðar til hliðsjónar, heldur mundi hver fyrir sig nota eigin tölur eða hverjar þær, sem henta hverju sinni. Raunar gerist þetta ekki vonum fyrr. Lengi hefur verið bent á óeðlilega mikinn og varanlegan mun á spá- tölum Þjóðhagsstofnunar og raunveruleikanum, eins og hann síðar kom í ljós. Bent hefur verið á, að spár stofnunarinnar hafa oft verið lakari en spár annarra. Segja má, að ósanngjarnt sé að saka Þjóðhagsstofnun líðandi stundar um syndir fyrri ára. Upp á síðkastið hefur stofnunin sýnt vaxandi tregðu á að þjóna hags- munum stjórnvalda. í sumar varð til dæmis uppistand í fyrri ríkisstjórn út af óþægilegum tölum hennar. Fjármálaráðuneytið.taldi á sig hallað í miðsumarspá stofnunarinnar. Það leiddi til opinberrar umræðu for- sætisráðherra og fjármálaráðherra um innihald spár, sem þáverandi forstjóri stofnunarinnar sagði, að ekki væri tU. Fjármálaráðherra tókst ekki að breyta spánni. Þetta atvik sýndi tvennt. Annað var illt og hitt gott. í fyrsta lagi töldu frekir ráðherrar sér heimilt að krukka í spár Þjóðhagsstofnunar til að gera þær sér hagstæð- ari. í síðara lagi tókst stofnuninni í þetta ákveðna skipti að verja tölur sínar gegn ágangi ráðuneytismanna. Hitt er svo ljóst, að erfitt er fyrir ríkisstjórnina að nota tölur Þjóðhagsstofnunar gegn hagsmunaaðilum úti í bæ, fyrr en einhver reynsla er komin á, að unnt sé að taka mark á tölunum. Það getur tekið svo sem tvö ár, frá því að nothæfar tölur eru farnar að sjást. Þjóðhagsstofnun er deild í forsætisráðuneytinu. Hún er þess vegna í erfiðri aðstöðu, þegar hagsmunir forsæt- isráðherra og ríkisstjórnar hans eru annars vegar. Til dæmis krefjast hagsmunirnir þess yfirleitt, að tölur sýni, að ekki sé grundvöllur fyrir miklar kauphækkanir. Um langt árabil var stofnunin misnotuð af ráðamönn- um. Sú fortíð verður ekki þurrkuð út í einu vetfangi, þótt marktækar spár og aðrar tölur byiji að koma frá henni, sem alls ekki hefur verið sannað enn. Þess vegna er eðlilegt, að stéttarfélag lýsi frati á hana. Sem betur fer er óhjákvæmilegt, að Þjóðhagsstofnun láti af óeðlilegri fylgispekt fyrri ára við hagsmuni ríkis- stjórna. Úti í bæ eru ótal aðilar farnir að keppa við stofn- unina. Þeir gefa út spár, sem margar hveijar eru hrein- ar þjóðhagsspár á verksviði Þjóðhagsstofnunar. Samkeppni í spámennsku er til góðs. Spárnar eru bornar saman, ræddar og síðan skoðaðar í ljósi reynsl- unnar. Ef í ljós kemur, að meira mark er takandi á spám aðila á borð við Verzlunarráð, Félag íslenzkra iðnrek- enda eða Alþýðusamband íslands, verða þær notaðar. Hagspár og aðrar hagtölur eru brýnar undirstöður stjórnmálaumræðunnar í landinu. Fyrirsjáanleg þróun slíkra talna verður þess vegna til góðs fyrir þjóðina. Þróunin hjálpar henni við að greina veruleikann gegn- um þokuna, sem stjórnmálamenn aðhyllast gjarna. Enn um sinn verður Þjóðhagsstofnun að sætta sig við, að fólk taki tölum hennar varlega. Aukið gengi hennar er háð dómi reynslunnar á tölum hennar. Jónas Kristjánsson Landnám í nýjum stíl Þrátt fyrir magnað moldviðri dægurmáfa í fjölmiðlum og á mál- fundum hefur margt verið vitur- lega ritað og á almennum málfund- um rætt um landsins stærsta fram- tíðarvandamál sem er vaxandi uppblástur og eyðing gróðurs sem viðgengist hefur allt frá upphafi íslandsbyggðar. Þá var landið, að því er talið er, „viði vaxið milli íjalls og fjöru“. Áætlað er að frá landnámstíð hafi um eða yfir 80% af gróðurlendi landsins horfið á haf út. Þessi gróðureyðing er að nokkru leyti vegna vályndra veðra og stöku eid- gosa en að langmestum hluta af mannavöldum beint eða óbeint. Um aldaraðir höfðu menn ekki annað en gróður landsins til lífsvið- urværis. Þeir kunnu ekki að um- gangast gróðurinn með neinum öðrum hætti en rányrkju. Nú eru tímar breyttir, rányrkjan er ekki aðeins óþörf heldur einnig mjög kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið og stefnir framtíð þess i hreinan voða. Sums staðar sjást jafnvel dæmi þéss að ýmsum þáttum nútíma- tækni sé beitt gegn hinum eiginlega íslenska gróðri landsins. Óhagstætt fyrir bændur? Það vakti ánægju gróðurunnenda í landinu þegar einn af okkar snjöllustu ráðherrum lýsti þeirri skoðun sinni á málfundinum að brýna nauðsyn bæri til að stöðva gróðureyðingu, sérstaklega þar sem hún er langt gengin, og endur- heimta gróðurinn að nýju. í því sambandi minntist ráðherr- ann á nauðsyn þess að hætta her- kostnaði við gróðureyðingu, taka upp virkar varnir gegn henni sem tryggt gætu endurheimt gróðurs þar sem land væri enn ekki örfoka. Ráðherrann taldi aö brýn nauðsyn væri að opinberir aðilar hefðu virka forystu um gróðurvernd og friðunarmál því annars myndu neytendur taka til sinna ráða. En óeðlilegt og óheppilegt er að neyða þá til slíkra aðgerða. Undrun hafa vakið þær umræður á Alþingi sem spunnust út af áöur- nefndum ráðherraummælum. Þar stóðu upp þingmenn andstæðustu stjórnmálaflokka og voru algerlega sammála eins og svarnir fóstbræð- ur að telja áðurnefndan ráðherra erkióvin bændastéttarinnar fyrir það eitt að vekja máls á einu mesta og brýnasta framtíðarverkefni þessa lands. Þessar ávítur verða vart skildar á annan veg en þann að óhagstætt sé fyrir bændur aö gróður landsins sé verndaður með virkum hætti og endurheimtur svo sem verða má. Hér kemur fram vanþekking al- þingismanna á kjörum og þörfum bændastéttarinnar en þar er vissu- lega þörf á breytingum. Engin stétt í þessu landi mun búa við erfiðari kjör en bændur, aö öryrkjum og öldruðum einum undanskildum. Störf bænda eru erfið, vinnutíminn mjög langur og frítímar fáir. Auk þessa búa bændur við versta hlut- skipti nokkurs atvinnurekanda, en það er að framleiða allt of mikið af óseljanlegri vöru. Orð í tíma töluð í tilefni af hinum tímabæru áminningum ráðherrans og þrátt fyrir furðulegar vítur alþingis- manna valdi ríkissjónvarpiö rétti- lega ráöherra sem mann vikunnar með tilheyrandi viötalsþætti um gróðurverndarmál. í þættinum var skýrt á myndrænan og glöggan hátt samband landbúnaðarins við gróðureyðinguna í landinu og markaðshlutdeild eyðileggingar- innar í offramleiðslu landbúnaðar- ins. Flestir neytendur, sem sáu þennan þátt, munu hafa skilið hví- lík helstefna felst í gróðureyðing- unni, einnig að stöðvun hennar þolir enga bið, allt annað eru land- rán. Ráðlegging ráðherrans fól í sér orð í tíma töluð. Bændur og neyt- endur skilja vel gildi gróðurvernd- ar en hún er ásamt endurheimt gróðurs undirstaða landbúnaðar og mannlífs í landinu að hætti sjálf- stæörar menningarþjóðar. í þessa umræðu hefur þó vantaö veigamikið atriöi en það er skýr og rökstudd tillaga um þaö hvar eigi að hefja gróðurvernd í stórum stíl og endurheimta hinn náttúr- lega gróður landsins. Gróður- verndin verður fyrst og fremst að vera fólgin í friöun fyrir lausa- göngu búfjár, sem þýðir að sauð- fjárbúskapur í hefðbundnum gam- aldags stíl verður að leggjast niður á verndunarsvæðinu. Því er eðli- legt að valið sé svæði þar sem mik- il þörf er á friðun, þar sem margir geta notið landgræðslunnar og einnig margir aðstoðað við hana. Þá er nauðsynlegt aö tiltölulega fáir íbúar á væntanlegu friðunar- svæði hafi aðalstarf af .sauðijárbú- skap. Verndunarmannvirki, þ.e. girðingar og annað þeim tilheyr- andi, verði hagkvæmt í fram- kvæmd, þ.e. að tiltölulega stutt girðing geti nægt til að tryggja gæslu stórs landsvæðis. Nautgripir eru víðast hvar á takmörkuðum og afgirtum svæðum og sama ætti alls staöar að gilda um hesta. KjaUarinn Arinbjörn Kolbeinsson formaður Árnesingafélagsins í Reykjavík Landnám Ingólfs Þeir sem þurfa að breyta starfs- háttum vegna banns við lausa- göngu búíjár verða að fá eignarýrn- un og tekjutap að fullu bætt. Aðeins eitt svæði á landinu upp- fyllir öll áðurnefnd skilyrði mjög vel, en þaö er „Landnám Ingólfs", skilgreint þannig að það afmarka- ist af línu sem dregin er frá Hval- firði að Þingvallaþjóðgaröi, eftir Þingvallavatni niður Sog og vatna- svæði þess til Ölfusárósa. Hug- mynd um friöun landnáms Ingólfs fyrir lausagöngu búfjár mun hafa komið fram nokkrum sinnum og stundum verið rædd á fundum í gróðurverndarfélögum. Formleg- um tilmælum um framkvæmd frið- unar á þessu landsvæði mun fyrst hafa verið beint til stjórnvalda með aðalfundarsamþykkt sem gerð var í Árnesingafélaginu í Reykjavík 3. desember 1987 en sú samþykkt var stutt og hljóðaði svo: „Aðalfundur Árnesingafélagsins í Reykjavík 3. desember 1987 sam- þykkir að beina þeim tilmælum til hæstvirts menntamálaráðherra að hann hlutist til um að landnám Ingólfs verði friðað fyrir lausa- göngu búíjár svo fljótt, sem verða má, greinargerð verði samin og lát- in fylgja samþykktinni." Greinargerð Árnesingafé- lagsins Stjórn Árnesingafélagsins samdi greinargerð um málið, þar var skýrt frá nokkrum helstu atriðum varöandi undirbúning, umfang og framkvæmd þeirrar friðunar sem tillagan gerir ráð fyrir. Einnig var í greinargerðinni bent á hversu aðkallandi málið væri og mikil- vægt fyrir landið og íbúa þess um langa framtíð. Endurheimt gróðurs á þessu svæði tekur langan tíma og getur orðið kostnaðarsöm, éinkum ef gróðureyðingin heldur áfram öllu lengur en orðið er. Hluti þessa landsvæðis, sem hér um ræðir, til- heyrir Árnessýslu en þar hefur gróðureyðing orðið hvaö mest og friðun brýnust. Svipað má segja um önnur svæði innan þessa lands- hluta, þau eru orðin gróðursnauð og þola enga beit búpenings. Það er ekki vansalaust fyrir íbúa á 20. öld að hafa leikið landnám Ingólfs svo illa og sannarlega mál að linni. Flestir íbúar þessa landshluta búa í kaupstöðum eða kauptúnum. Fáir bændur stunda sauöfjárrækt sem eina eða aðalatvinnuveg (6-23) en allmargir (ca 180 bændur) eiga hver um sig fáar kindur'en það er meira en nóg til að valda ómældum skemmdum á gróðursnauðu og við- kvæmu landi. Friðun þessi hefur aðeins þau áhrif á atvinnu manna að hefðbundinn sauðíjárbúskapur (hjarðmennska) leggst niður með Öllu en kúabúskapur með núver- andi hætti getur haldist óbreyttur. Lausaganga hesta er nú að mestu aflögð enda hestar nær eingöngu notaðir til íþrótta og ánægju. Hest- ar eru á afgirtum svæöum, en víða vantar á aö þau svæði fái þá að- hlynningu og ræktun sem er nauð- synleg til þess aö beitarþol sé tryggt. Friðun „Landnáms Ingólfs" mundi nær engu breyta fyrir kúa- bændur og yrði sennilega til hags- bóta fyrir hesta og eigendur þeirra. Margir munu spyrja um kostnað við friðun þessa. Kostnaðinum er hægt að skipta í þrjá meginliöi: 1. Vönduð tvöföld girðing frá Hval- firði yfir í þjóðgaröinn á Þing- völlum (ca 2X30 km). 2. Grindur við brýr og vegi, sem liggja yfir vatnasvæði Sogs og Ölfusár, sem gera brýrnar ófær- ar fyrir búfé. 3. Kostnaður vegna búháttabreyt- inga þeirra bænda sem hætta hefðbundnum sauðíjárbúskap. Þetta fyrirkomulag mundi spara girðingarframkvæmdir byggðar- laga og einstaklinga. Óþarft yrði að girða meðfram þjóðvegum. Sumarbústaðaeigendur þyrftu ekki að girða sín lönd, aðeins að afmarka þau með vissum hætti. Kostnaöur, sem nú er vegna niður- greiðslna, og annarra ráðstafana vegna offramleiðslu kindakjöts, mundi hverfa á þessu svæði. Þetta mundi bæta stöðu bænda sem búa í héruðum þar sem nauðsynlegt og eölilegt er að stunda fjárbúskap. í þessu sambandi er vert að vekja athygli á að í hinu umdeilda fjár- lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár verða framlög til landgræðslu væntanlega óskert frá síðustu íjárlögum og nýr liður kemur þar fram. Það er fjárveiting til ræktunar nytjaskóga. Þetta er merkt nýmæli sem markar tíma- mót í gróðureflingarsögu landsins. Þessa atriðis verður minnst ára- tugum og jafnvel öldum saman eft- ir að öll verk núverandi ríkis- stjórnar og flest verk annarra ríkis- stjórna á þessari öld eru löngu gleymd. Árlega fer helmingur þjóðarinnar til útlanda, m.a. til þess að horfa á skóglendi. Þessi yndisauki væri einnig hér heima ef við hefðum ekki um aldaraðir örbirgðar eytt skóglendinu. Við megum ekki, nú á tímum allsnægta, eyðileggja síð- ustu leifar þess. Nokkrir hugsjóna- menn hafa unnið þrekvirki á því sviði að efla áhuga fólks á skógrækt og skapa trú og traust þjóðarinnar á hinu „græna gulli“ íslands. Gengi þess gulls fellur aldrei í kauphöll náttúrunnar. Fyrir alhhða gróður- vernd og skógrækt, sem nær öll þjóðin getur notið, hentar land- fræðilega, félagslega og sögulega sérlega vel að velja „Landnám Ing- ólfs“, það er landnám í nýjum stíl. Arinbjörn Kolbeinsson „Nú eru tímar breyttir, rányrkjan er ekki aðeins óþörf heldur einnig mjög kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið og stefnir framtíð þess 1 hreinan voða.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.