Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 5. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989.
Viðskipti
H vernig stóðust spárnar?
- Félag íslenskra iðnrekenda komst næst því
Félag íslenskra iönrekenda komst
næst því aö spá fyrir um verðbólgu
á árinu 1988. Þaö spáði í desember
1987 að verðbólgan yrði 21 prósent
frá upphafi til loka ársins 1988. Raun-
veruleikinn varð 18 prósent verð-
bólga. Miöað er við hækkun fram-
færsluvísitölunnar. Opinberar stofn-
anir eins og Þjóðhagsstofnun og
Seðlabanki spáðu 10 og 11 prósent
verðbólgu. Þær spár sem hér eru
bornar saman eru allar gerðar á síð-
ustu mánuðum ársins 1987 og voru
fyrir árið 1988.
Félag íslenskra iðnrekenda
Félag íslenskra iðnrekenda með
framkvæmdastjórann, Ólaf Davíðs-
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
son hagfræðing, í fararbroddi spáði
í desember árið 1987 að verðbólgan á
árinu 1988 yrði 21 prósent. Þetta birt-
ist í efnahagsspá félagsins. Þegar leið
á árið 1988 breytti félagið raunar spá
sinni og gerði ráð fyrir mun meiri
verðbólgu.
Ólafur Davíðsson hagfræðingur
vann um árabil á Þjóðhagsstofnun.
Hann var ætíð næstæðsti maður
stofnunarinnar. En á tímabili eftir
1980 gegndi hann starfi forstöðu-
manns stofnunarinnar er Jón Sig-
urðsson vann hjá Alþjóða gjaldeyris-
sjóðnum í Bandaríkjunum. Ólafur
var ráðinn framkvæmdastjóri Félags
íslenskra iðnrekenda þegar Jón sneri
heim og tók við Þjóðhagsstofnun aft-
ur.
Verslunarráð íslands
í lok ársins 1986 komst Verslunar-
ráð íslands næst því að spá fyrir um
verðbólgu ársins 1987. Að þessu sinni
er Verslunarráð nokkuð frá því. Ráð-
ið spáði að verðbólgan yrði.yfir 30
prósent frá upphafi til loka ársins
1988. Það sem helst fer með spána er
að gert var ráð fyrir mun meiri geng-
isfellingu og minni samdrætti en
raun varð á. Framkvmdastjóri þess,
Vilhjálmur Egilsson, telur raunar að
þessar gengisfellar eigi eftir að koma
fram og að í lok ársins "hafi um 15
prósent gengisfellingi yerið í pípun-
um þegar ríkisstjórnin felldi gengið
um 4 prósent.
Þjóðhagsstofnun
Þjóðhagsstofnun gaf í október út
þjóðhagsáætlun. í kaflanum um
horfur fyrir árið 1988 segir að mikil
óvissa sé um verðlag á árinu 1988.
Þjóðhagsstofnun gerir hins vegar ráð
fyrir því að frá upphafi til loka ársins
1988 verði veröbólgan um og innan
við 10 prósent. í þessari áætlun er
gert ráð fyrir að gengi krónunnar
verði óbreytt út árið 1988. Stofhunin
bendir á að kjarasamningar, sem fyr-
ir lá að gera á árinu, hafi rmkil áhrif
á þróun verðbólgunnar. Niðurstaðan
er samt sú að Þjóðhagsstofnuh var
nokkuö fjarri því sem síðar varð.
Það er athyghsvert að Þjóðhags-
stofnun spáði í desember árið 1986
um 6 til 8 prósenta verðbólgu á árinu
1987. Þegar árið var nýbyrjað kom
endurskoðuð þjóðhagsáætlun sem
gerði ráð fyrir um 10 til 12 prósent
verðbólgu á árinu 1987. Raunveru-
leikinn varð hins vegar 25 prósent
verðbólga.
Seðlabankinn
Seðlabankinn er ævinlega mjög á
sömu nótum í spám sínum og Þjóð-
hagsstofnun. Að þessu sinni spáði
Seðlabankinn í byrjun desember árið
1987 að verðbólgan ætti eftir að verða
um 11 prósent á árinu 1988, það er
frá byrjun þess til loka.
Seðlabankinn gekk út frá því eins
og Þjóðhagsstofun að gengið yrði
stóðugt á árinu 1988 og að kjara-
samningar yrðu ekki hærri en fyrir
lá að BSRB hafði samið um eða í
kringum 7 prósent. Ekki varð þaö
raunveruleikinn. Hvað þá að spá
bankans um gengi væri rétt. Það átti
Ólafur Davíösson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra iðnrekenda,
var næstæðsti hagfræðingur Þjóð-
hagsstofnunar um árabil.
nefnilega eftir aö falla um 22 prósent
á árinu.
ASÍ
Alþýðusamband íslands, ASÍ, gerði
ráð fyrir því í kringum síðustu ára-
mót að verðbólgan myndi verða um
30 prósent á árinu. Forsendurnar
voru ekki ósvipaðar þeim sem Versl-
unarráöið hafði eða að stjórnvóld
myndu skrá raungengið rétt, það er
láta gengið falla og síga, eða hvað það
heitir, til aö halda útflutningsat-
vinnuvegunum gangandi. Sem aftur
átti að þýða að samkeppnisstaðan
Hvernig stóðusí verðbólguspárnar?
20
io H
Verslutwráö      Fól. ísl. iðrtr.
Þjóðhagsstofnun
Seólabankínn
Svona voru verðbólguspárnar. Raunveruleikinn, er kemur fram á myndinni
sem ör þvert á súlurnar, varð 18 prósent verðbólga frá upphafi til loka
áríns 1988.                                            DV-graf JRJ
breyttist ekki. Gert var ráð fyrir að
kaupmáttur héldist. Þannig að for-
sendurnar voru í raun verðbólga og
launahækkanir á áririu 1988. í mars
endurskoðaði ASÍ svo spána og gerði
ráð fyrir um 17 prósent verðbólgu.
Þar hitti sambandið nokkuð nærri
raunveruleikanum.
VSI
Vinnuveitendasamband íslands,
VSÍ, gerði í raun enga áætlun um
¦ verðbólguna á árinu 1988. Það gaf sér
hins vegar að ef launahækkanir yrðu
snemma á árinu aðeins 7 prósent og
í kjölfarið kæmi 6 prósent gengis-
felling yrði verðbólgan um 12 prósent
á árinu. Eftir að Vestfjarðasamning-
ar voru í höfn og þóttu ekki nægileg-
ir var ljóst að ekki myndi 12 prósent
spáin ganga eftir.
Veðurspá og verðspá
Hagfræðingar hafa stundum líkt
verðbólguspám við veðurspár. Hag-
stjórnartækin eru þá þau tæki sem
hafa áhrif á gang lægða hjá veður-
fræðingunum. Þetta er skemmtileg
samlíking. í stað þess að hið opinbera
hefði áhrif á gang lægða og héldi
verðbólgunni niðri, flæddu lægðirn-
ar yfir okkur með tilheyrandi verð-
bólgurigningu.
Annað verður að hafa í huga. Það
er í raun ekki það sama aö gera efna-
hagsspá og efnahagsáætlun. Amy
Engilberts spákona spáir en gerir
ekki áætlanir. Hún segir ekki að ef
þetta og hitt gerist lendi menn í ævin-
týrum. Hún segir einfaldlega að
menn lendi í ævintýrum eða ekki.
Það gefur auga leið að Seðlabank-
inn er meira í því sem kallast efna-
hagsáætlanir en efnahagsspár. Ef
bankinn spáði mikilli gengisfellingu
gæti oröið erfitt að birta slíka spá þar
sem bankinn myndi fyllast daginn
eftir af fólki sem væri gráðugt í gjald-
eyri.
Hvernig hefði
Amy Engilberts spáð?
Það hefði verið gaman að sjá spá
spákonu eins og Amy Engilberts um
verðbólguna árið 1988. Kannski að
hún hefði séö fyrir launahækkanir
sem kæmu af stað verðbólgu. Tregðu
í nokkurn tíma við að fella gengið.
Svartan miðvikudag í maí þegar
gengið féll af sjálfu sér vegna mikill-
ar ásóknar í gjaldeyri. Og svo nýja
Sameining Sjóvá og Almennra:
Búið er að skrá fyrirtækið
Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
Fyrirtækið Sjóvá-Almennar
tryggingar hf. var stofnað 16. des-
ember síðastiiöinn og skráð hjá
fflutfélagaskránni 30. desember,
samkvæmt uppiýsingum frá Hluta-
félagaskránni í gær. Forstjórar
hins nýja fyrirtækis eru Éinar
Sveinsson og Ólafur B. Thors.
Stjórnarformaöur er Benedikt
Sveinsson, fyrrum stjóroarformað-
ur Sjóvá.
Síöar í þessum mánuði halda
bæði Sjóvá hf. og Almennar trygg-
ingar hf. hluthafafundi þar sem
gengið verður forralega frá samein-
ingunni. Fundirrrir verða aö öllum
líkindum haldnir saraa dag. Síð-
degis þennan dag verður svo saro-
eiginlegur hluthafafundur Sjóvá-
Ahnennra tryggiiiga hf. haldinn.
Formaður hinnar nýju stjórnar
tveir forstjórar stýra því
Olafur  B.  Thors,  nýr  forstjórl
Sjóvá-Almennra trygginga hf.
Einar  Sveinsson,  nýr  forstjóri
Sjóvá-Almennra trygginga hf.
er Benedikt Sveinsson, formaður
stjórnar Sjóvá. Varaformaður er
Hjalti Geir Krisrjánsson, núver-
andi formaöur stjómar Almennra
trygginga. Svo virðist því sem
Sjóvá muni eíga meira í hinu nýja
fyrirtæki en Almennar try ggingar.
Aðrir í stjór n eru Ágúst Fjeldsted,
Jóhann G. Bergþórsson, Kristinn
Björnsson, Kristján Loftsson, Teít-
ur Finnbogason. Varamenn eru
Ólafur Daviðsson og Einar Sveins-
son.
Framkvæmastjórar hins nýja
fyrirtækis eru Einar Sveinsson,
framkvæmdastjóri Sjóvá, ogÓlafur
B. Thors, framkvæmdastjóri Al-
mennra trygginga hf. Báðir hafa
eru þeir handhafar prókúru, sam-
kvæmt Hlutafélagaskránni í gær.'
-JGH
ríkisstjórn um haustið með Stein-
grím Hermannsson í fararbroddi.
-JGH
(1) Við kaup á víðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb=Búnaðarbankinn,    lb = lðnaðar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
ENDURSKINSMERKI
ERU NAUDSYNUEG FYRIR ALLA!
Best n aft hengja   ÁskjóHatnafti
tvö merki,   er Bteppilegt
fyrir rtoðan mitti    að hafa
- sttt á bwra hliö.   endurskinsrenoinga
fremsf á ermum
og á faldi að
affan og framan.
yUMFERÐAR
RÁÐ
Peningamarkaður			
INNLÁNSVEXTIR	(%)	hæst	
Innlán óverðtryggö			
Sparisjóðsbækur ób.	2^t	Lb	
Sparireíkningar			
3jamán. uppsögn	2-4,5	Lb	
6mán.uppsögn	2-4,5	Sb	
12mén. uppsogn	3,5-5	Lb	
ISmán.uppsbgn	8	Ib	
Tékkareikningar, alm.	0.5-1	Allir nema Vb	j
Sértékkareikningar	0,5-4,0	Ab	
Innlánverðtryggó			
Sparireikningar			
3jamón.uppsögn	1-2	Vb	
6 mán. uppsögn	2-3.6	Sp.Ab,-Vb.Bb	
Innlánmeðsérkjörum	3.5-7	Lb	
Innlángengistryggð			
Bandaríkjadalir	7.5-8,5	Úb.Bb,-Vb Ob	
Sterlingspund	11-12.25		
Vestur-þýskmörk	3.75^1,5	Vb.Sp,-Úb.Bb	
Danskarkrónur	6,75-8	Vb.Sb	
ÚTLÁNSVEXTIR	(%)	lægst	
Útlán óverðtryggð			
Almennir víxlar(forv.)	11-12	Lb	
Viöskiptavixíar(forv.)(1)	kaupgengi		
Almennskuldabréf	11,75-12,5	Vb	
Viískiptaskuldabréf(l)	kaupgengi	Allir	
. Hlaupareikningar(yfirdr)	14.5-17	Lb	
Utlán verðtryggð			
. Skuldabréf	8-8.75	Vb	
Utlántilframleiðslu			
Isl. krónur	12-12.5	Lb.Sb,-Bb.Úb	
SDR	9.5	Allir	
Bandarikjadalir	11-11.5	Úb	
Sterlingspund	14,50-	allir	
	14,75	nema Ub	
Vestur-þýsk mörk	7,25-7.5	alhr nema Úb	
Húsnæðislán	3,5		
Lffeyrissjóðslán	5-9		
- Dráttarvextir	27.6	2.3 á mán.	
MEÐALVEXTIR			
Överútr.des.88	17,9		
Verðtr. des. 88	8,7		
VÍSITÖLUR			
Lánskjaravisitaia jan.	2279 stig		
Byggíngavísitala jan.	399,5 stig		
Bvggingavísitalajan.	125.4stig		
Húsaleiguvísilala	Enginhækk stóðvun	jn Verö-	
VERÐBRÉFASJÓÐIR			
Gengi bréfa verðbréfasjóða			
Einingabréf 1	3.428		
Einingabréf 2	1,932		
Einingabréf 3	2,226		
Fjölþjóðabréf	1.268		
Gengisbtéf	1.586		
Kjarabréf	3,417		
Lifeyrisbréf	1.724		
Skammtímabréf	1.193		
Markbréf	1,813		
Skyndibréf	1,045		
Sjóðsbréf 1	1,644		
Sjóðsbréf 2	1,381		
Sjóðsbréf 3	1,168		
Tekjubréf	1,546		
HLUTABRÉF			
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:			
Almennar tryggingar	130 kr.		
Eimskip	380 kr.		
Flugleiðir	288 kr.		
Hampiðjan	155 kr.		
Hlutabréfasjóður	151 kr.		
lönaðarbankinn	177 kr. .		
Skagstiendingur hf.	200 kr.		
Útvegsbankinn hf.	134 kr.		
Verslunarbankinn	146 kr.		
Tollvörugeymslan hf.	126 kr.		

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48