Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. 7 Fréttir StafafellsKirkja meöan á endurbótunum stóð. DV-mynd Ragnar Stafafellskirkja í Lóni í gagnið á ný Júlia Imsland, DV, Höín: Stafafellskirkja í Lóni er aftur farin aö gegna sínu rúmlega aldargamla hlutverki eftir miklar endurbætur, sem fram fóru sl. sumar og haust en þá var kirkjan aö miklu leyti byggö upp í sínu upprunalega útliti svo sem kostur var. HaUdór Sigurösson í' Miðhúsum skipulagöi endurbyggingu kirkjunn- Hellissandur og Rif: Rækjukvóti hjá Nökkva minnkar um 400 lestir Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki: Nökkvi, rækjutogari Blönduós- inga, hélt á veiðar á ný um síðustu helgi eftir viðgerö á aðalvél skipsins. Það varö vélarvana á veiðum rétt fyrir áramótin út af Sauðanesi og var dregið til Siglufjarðar. Stimpill í aðal- vél skipsins brotnaði og er talið að um verksmiðjugalla sé að ræða. Aflaverðmæti Nökkva á síðasta ári var 126 milljónir króna en útlit nú á þessu ári er ekki sérlega gott þar sem byrjunarkvóti rækjutogara hefur verið skertur um 40%. Það þýðir að Nökkvinn fær ekki úthlutað nema 500 tonnum af rækju, auk 180 lesta bolfisks. í fyrra mátti skipið hins vegar veiða 900 tonn af rækju. Kári Snorrason í Særúnu á Blönduósi segir að reynt verði að kaupa aukinn kvóta á skipið en þess má líka geta að veiðar á úthafsrækju á Dormbanka eru utan kvóta. ar og vann að henni í sumar ásamt fleiri hagleiksmönnum. Sunnudag-, inn 8. janúar messaði séra Baldur Kristjánsson í Stafafellskirkju og var kirkjusókn mjög góð. Að lokinni messu bauð sóknarnefndin kirkju- gestum til veislu í gamla bænum á Stafafelli. qitarskóli •^TÖLAFS GAUKS SÍÐASTA INNRITUNARVIKA Innritun í skólanum, Stórholti 16, daglega, virka daga kl. 14-17, sími 27015. Skírteinaafhending laugardag 28. jan. kl. 14-17. Kennsla hefst 30. janúar. Næg vinna og engin vandræði með rekstur frystihúsanna Hrefna Magnúsdóttir, DV, Hellissandi: Vertíðin á Rifi er haíin og eru allir bátarnir á línu nema Skarðsvík sem er á loðnu. Sex stórir bátar eru gerð- ir út og margir smábátar. Afli hefur verið sæmilegur. Hérna á Hellissandi og Rifi eru sex fiskvinnsluhús og eru að því er virð- ist engin vandræði með rekstur þeirra. Engin umræða er um samein- ingu fyrirtækja. Vinna er næg og vantar heldur fólk en hitt. Nokkrir útlendingar eru hér í vinnu. Héöan hefur enginn fiskur verið fiuttur út í gámum. Stóru bátarnir róa með tvöfaldan gang af línu og landa hér annan hvern dag, þá að morgni dags. Er þetta róðarfyrirkomulag mikii hagræðing fyrir fiskvinnsluhúsin og sparnaður fyrir útgerðina á þessum „síðustu og verstu tímum“. Suðursveit: Fjölsóttur fundur landbúnaðar- ráðherra Júlía Imsland, DV, Höfrr Steingrímur J. Sigfússon ráðherra hélt fund á Hrolllaugsstöðum í Suð- ursveit sl. mánudag og var fundar- efni landbúnaðarmáhn. Fundurinn var vel sóttur og umræður snerust mikið um loðdýraræktina. Slæma aðstöðu hennar, einkum refaræktar- innar. Minkabúin standa mun betur. Mikið var rætt hvað gert yrði þegar samningar um fullvirðisrétt í sauðfé og mjólk rynni út árið 1992. Menn létu í ljós áhyggjur yfir því að unga fólkið settist ekki að í sveitunum og yrði ríkisvaldið að gera eitthvað rót- tækt áður en aöeins verða nokkur gamalmenni eftir við sveitastörfin. Samgöngumálin komu lítillega til umræðu og taldi Steingrímur þar mesta þörf á bættum flugsam- göngum og fjárveitingu til fram- kvæmda við flugvöllinn við Arnar- nes. Ekki taldi heimildarmaður DV að komið hefðu fram neinar öruggar lausnir á vandamálum bænda á þess- um fundi en það væri nauðsynlegt að ráðherrar kæmu og ræddu við menn heima í héraði. Sterkur leikur í viðskiptum Það er sterkur leikur, í viðskiptaferðum, að fljúga á Gullfarrými Arnarflugs. Fyrir utan margvísleg þægindi svo sem akstur til Leifstöðvar, sérstaka innritun og setustofur á flugvöllum, er miðinn "opinn" þannig að þú getur fyrirvaralaust breytt ferðaáætluninni eftir því sem þér hentar. Þú getur því sparað bæði tíma og kostnað erlendis. P.s. þú fœrð sérhannaðan íaflmann í hverí skipti sem þú flýgur á Gullfarrými. Og þegar þú ert komin með 32 fœrðu tilheyrandi taflborð. Söluskrifstofa Arnarflugs og KLM Austurstræti 22, sími 623060. Söluskrifstofa Amarflugs Lágmúla 7, sírni 84477.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.