Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 17. APRÍL 1989. 23 ÍS-ingar komu fram hefndum - sigruðu Þrótt, 3-1,1 bikarúrslitaleik karla í blaki Karlaliö Þróttar og ÍS léku til úrslita í bikar- keppni Blaksambandsins á laugardaginn. Þessi sömu liö mættust við sömu aðstæður í fyrra og þá fór Þróttur með sigur af hólmi eftir hörku- viðureign. ÍS-ingar hafa vafalítið veriö minnugir þessa því þeir mættu harðákveðnir til leiks og ætluöu greinilega aö hefna harma sinna. Þeim tókst það með því aö sigra Þróttara, 3-1, í fremur köflóttum leik. ÍS var með fuilskipað lið en Þröstur Friðfmnsson, Þróttari, var veikur og gat lítið haft sig í frammi. Bæði lið voru í miklum ham í byrjun fyrstu hrinu en ÍS-ingar voru einfaldlega sterkari og náðu forystunni sem þeir héldu út hrinuna og unnu 15-10. í annarri hrinu áttu Þróttarar betri byijun, en ÍS-menn sigu fram úr og unnu síðan hrinuna, 15-12. Þróttarar voru greinilega í vandræðum hér þeir gerðu sig hvað eftir annað seka um mistök, klúðruðu uppgjöfum og sókn- um hvaö eftir annað og því var tekið á það ráð að skipta inn á mönnum sem ekkert hafa spilað með meistaraflokknum í vetur. Þetta varð til þess að hleypa lífi í Þróttara sem byijuðu þriðju hrinuna af krafti og ákveðni. Þeir komust í 3-0 og löguðu stöðuna í 7-3, þá tóku ÍS-ingar við sér og jöfnuðu, 9-9. Nú var jafnt á með liðunum en þegar staðan var 11-11, fyrir Þrótt, gerðist umdeilt atvik sem dómari dæmdi ÍS-mönnum í hag. Það var Leifur Harð- arson, fyrirliði Þróttar, hreint ekki sáttur við og lét það í Ijós við dómarann sem sýndi honum rauða spjaldið. ÍS-menn fengu því tvö stig þarna á verði eins og staðan orðin tvísýn, 13-11, ÍS í vil. Þróttarar, knúnir áfram af reiði og ákveðni, létu þetta ekki á sig fá og unnu hrinuna, 17-15, efidr mikið streð. Titilþyrstir ÍS-menn mættu endurnýjaðir í fjórðu hrinu og höfðu náð sér í 8 stig áður en Þróttarar vissu hvað var að ger- ast. Þeir náðu þó að svara aðeins fyrir sig en ÍS vann hrinuna örugglega, 15-8, og þar með var bikarinn þeirra. „Við náðum mjög vel saman í dag, allir áttu góðan dag og það var liðsheildin sem gerði út- slagið hér,“ sagði Sigurður Þráinsson, fyrirliði ÍSj eftir leikinn. IS-menn sýndu í heildina ágætan leik og best- ir þeirra voru Þorvarður Sigfússon og Sigurður Þráinsson auk Amgríms Þorgrímssonar sem spilaði vel upp og átti góöar laumur á mikilvæg- um augnablikum. Hjá Þrótturum átti Leifur Harðarson góða spretti og þeir Lárentsínus Ágústsson og Samúel Öm Erlingsson sýndu ágæta takta eftir langt hlé frá meistaraflokks- leikjum. Bjöm Guðbjömsson og Ólafur Ámi Trausta- son dæmdu leikinn prýðilega. -gje íþróttir IS bikarmeistari karla WKtTJIlU)* ~ Víkingur bikarmeistari kvenna JHft Víkingur hirti alla titlana - vann HK, 3-1,1 bikarúrslitum kvenna „Þetta hfur verið góður vetur, okk- ur hefur gengið vel, ég held að við höfum átt þetta skilið,“ sagði Særún Jóhannsdóttir, fyrirhði blakhðs Vík- ings, eftir að þær höfðu tryggt sér bikarmeistaratitilinn með sigri á HK á laugardaginn. Með þessum sigri hafa þær sankað að sér öllum titlum sem hægt hefur verið að vinna í vetur. Víkingar hafa verið með algjöra yfirburði umfram önnur hð deildarinnar og kemur eng- um á óvart að allir titlarnir hafa safn- ast á eina hönd, nefnilega þá hönd, sem flest trompin hafði. Þetta sama hð var einnig mjög sterkt í fyrra en varð þá fyrir miklum skakkafóhum í lok keppnistímabilsins og náði ekki að sýna sitt rétta andlit í úrslitunum. Þannig að sigrarnir í ár hafa verið þeim kærkomnir. Það þurfti fjórar hrinur til að gera út um leikinn. Hið unga hð HK, sem ekki komst í fjögurra höa úrshtin, lék ágætlega og lét meistarana hafa fyrir sigrinum. I fyrstu hrinunni var jafnræði með liðunum upp í 4-4 en þá settu Víking- ar allt í gang og unnu örugglega 154. Önnur hrinan var svipuð þeirri fyrstu og lokatölurnar þær sömu, 15-4. Flestir geröu ráö fyrir að þriðja hrinan færi á sömu leiö en HK-stúlk- ur tóku á honum stóra sínum og unnu hrinuna. Þær komust strax yfir, 4-2, og juku forystuna aðeins í 7-4. Víkingar tóku nú viö sér óg náðu forystunni þrátt fyrir góða vörn hjá Kópavogsstúlkunum. Þegar staðan var 12-7 fyrir Víking vann HK sendi- rétt og Guðrún Margrét Sigurðar- dóttir fór í uppgjöf. Hún átti 7 frábær- ar uppgjafir, sem meistararnir réðu .ekkerL .viö,. og. kom. sínu .Uði jcftt.. Sigrún Sverrisdóttir, Vikingi, er ákveðin í aö verja þessa sókn frá Katrínu Hermannsdóttur, HK. DV-mynd GS 14- 12. Víkingar unnu sendiréttinn en náðu aðeins að bæta einu stigi við og HK vann hrinuna á enn einni góðri uppgjöf. Núna fannst Víkings- stúlkunum greinilega nóg komið því þær mættu harðákveðnar í fjórðu hrinu og gáfu HK-ingum fá færi á að vinna stig. Víkingar komust í 11-0, áður en HK náði í stig. En stig þeirra urðu ekki mörg því Víkingar unnu 15- 2 og luku þar með glæsilegu keppnistímabih. Bestar hjá Víkingi voru Særún Jó- hannsdóttir og Bima Hahsdóttir en aðrar léku einnig vel. Híá HK stóðu Guörún Margrét Sigurðardóttir og Anna Guðrún Einarsdóttir sig best í annars jöfnu hði. Dómgæsla var í öruggum höndum þeirra Þorvalds Sigurðssonar og Bjöms Guðbjörnssonar. ------- . :gje Ji« Jet« DIADORA ITOLSKU FOTBOLTA- SKÓRNIR FYKIR ÞÁ SEM GERA KRÖFUR Marco Van Basten Stœrðir3 'i-ll FÓTBOLTASKÓR fyrir möl og gras, margar gerðir, gott verð Sendum í póstkröfu. SPORTVORUVERSLUN Háaleitisbraut 68 Austurver Sími 8-42-40 jón®800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.