Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjóm - Auglýsingar - Ás ikríft - Dreifing: Sími 27022 Tálknaíjörður: Um þúsund manns f lúðu úr fjöldum vegna úrhellis Handagangur varð í öskjunnl á Tálknafirði er hundruð útihátíðar- gesta þurftu að flýja tjöld sín vegna mikilla rigninga aðfaranótt sunnu- dags. Munu það hafa verið um 1000 manns er leituðu skjóls í skóla bæj- arins. Á meöan aðstoðuðu björgun- arsveitarmenn mótsgesti viö aö bjarga tjöldum er losnað höfðu upp. Fjöskylduskemmtunin, er hófst á fóstudag og er sameiginglegt framtak 9 sveitarfélaga á Vestfjörðum, hafði gengið ágætlega fram eftir laugar- dagskvöldi. Þá var kveiktur varðeld- ur og hljómsveitin Greifarnir lék fyr- '*ir dansi. Sá dansleikur leystíst síðan upp er líða tók á kvöldið og veður tók að versna. Á sunnudag var að mestu unnið að því að taka saman það sem eftir var af dóti á svæðinu og var hátíðinni því shtið mun fyrr en áætl- aðhafðiverið. -gh Hvolsvöllur: Unglingar í - hrakningum Á sunnudagsmorgun var Björgun- arsveitin Dagrenning á Hvolsvelli kölluð út til aðstoðar nokkrum ungl- ingum sem lent höfðu í hrakningum vegna óveðursins sem gekk yfir landið aðfaranótt sunnudags. 13 unglingar á aldrinum 14-15 ára, ásamt þremur umsjónarmönnum, frá Félagsmiðstöðinni Þróttheimum í Reykjavík hugöust, um helgina, sigla niður Rangá aö Þykkvabæ frá ármótum Fiskár og Rangár. Þau lögðu í hann á laugardagsmorgun og gekk ferðin að óskum. Þau voru á móts við bæinn Móeiðarhvol í Rang- arhreppi á laugardagskvöldið og á- kvað hópurinn að slá upp tjöldum ' ^‘þar en um nóttina gerði mikið rok og rigningu og fuku nokkur tjöld. Þegar björgimarsveitarmenn komu á staðinn voru unghngarnir orðnir nokkuð blautir og hraktir. Þeim var hjálpað að taka saman dót sitt og siðan var þeim ekið til Hvols- vaiiar og hlúð að þeim. Krakkarnir héldu síðan til Reykjavíkur í gær. -J.Mar Eldur í öskutunnu SlökkviUðið í Reykjavík var kaUað að Laugavegi 71 í nótt. Þar hafði eld- 'ur verið kveiktur í öskutunnu sem er á bak við húsið. Vel gekk að slökkvaeldinn. -sme Jón Baldvin Hannibalsson: Engin frekari ððstoð við loð- dvrabændur m „Þaö er búiö að gera margra leið- angra loödýrarækt til bjargar. Tvo í tíð fyrri ríkisstjómar og einn upp úr áramótum. í hvert skipti var það kynnt sem siðasti leiöangurinn,“ sagði Jón Baidvin Hanmbaisson utanrikisráðherra. „Allar tölur, sem fyrir liggja, staðfesta að greinin sem slík er hrunin. Það sem ríkið hefur tekið á sig í formi skuldbindinga er end- urgreiðsla á söluskatti upp á 11,9 milijónir og frá því verður ekki horfiö. Að öðru leyti sýnist mér þetta mál sé þannig vaxið að rann- saka þurfi hvort einhver bú í tengslum við fóðurstöðvar geti Uf- að af þannig að þær séu til staðar þegar umskipti verða næst í raark- aðsverði á loöskinnum. En um mikinn meirihluta þessara búa gildir að þau eru hreinlega gjald- þrota. - Áttu með þessu við að þau bú ein Ufi sem geti gert það óstudd þar til markaðsverð á skinnum hækkar að nýju? „Já. Það er búið að verja gífurleg- um fjármunum í þessa grein. Það eru nokkur bú sem rökstuddur grunur er til að ætla að geti Ufað þetta af með eðlilegri bankaþjón- ustu. Þetta gerist með sama hætti og í öðrum löndum. Mér er fjáð aö nokkur þusund sUkra búa hafi far- iö yfir um í Finnlandi. Þegar ég spurðist fyrir ura aðgerðir stjórn- valda þar var mér 1jáð að stjóm- völd hefðu á sínum tíma greitt fyr- ir þvi að þessi atvinnugrein gæti haslað sér vöU. Rikið væri hins vegar ekki tryggingafélag fyrir sveiflum á markaði og stjórnvöld gætu því ekkert gert“ - Telur þú að ríkið eigiað aðstoða með einhverjum hætö þá bændur sem eru gjaídþrota eða eiga þeir einfaldlega að taka afleiðingum geröa sinna? „Ég er reyndar þeirrar skoðunar að menn verði að gera þaðsagöi Jón Baldvin. Jón L. Arnason sigraói Margeir Pétursson í fyrstu skák þeirra félaga i einvígi um íslandsmeistaratitilinn i skák 1988. Skákin varð mjög fjörug en Jón sigraði þrátt fyrir að hann hefði svart. Hér sést þegar Ómar Kristjánsson leikur fyrsta leiknum fyrir Margeir en teflt er í húsakynnum Útsýnar í Mjóddinni. Önnur skákin hefst i kvöld klukkan 18. DV-mynd BG Keflavlkurflugvöllur: Varnarliðs- menn á veiði- bjölluveiðum Hópar bandarískra hermanna og íslenskra slökkviUðsmanna leggja hart að sér þessa dagana við dráp á veiðibjöllu. Mikið er af veiðibjöUu við Keflavíkurflugvöll. VeiðibjaUan getur bæði reynst hættuleg fyrir flugumferð og truflað flug. Á hveiju sumri er ráðist gegn henni með þess- um hætti. FugUnn er skotínn með riffium. Ekki er hægt að fá gefið upp hversu margir fuglar hafa verið drepnir í sumar. Samkvæmt upplýsingum Ás- geir Einarssonar, sem gegnir starfi flugvaUarstjóra, eru ekki skýrslur þar um fyrirUggjandi. Ásgeir sagði að þessi vinna væri rétt að hefjast í sumar. Friöþór Eydal, upplýsingafuUtrúi VarnarUðsins, segir að veiðibjallan sé áhættuþáttur í fluginu og því verði að reyna að eyða sem mestu af henni. -sme Tálknafjörður: Brutust inn í fiskeldisstöð Brotíst var inn í fiskeldisstöðina Þórslax á Tálknafirði í gærmorgun. Eigandi stöðvarinnar kom aö inn- brotsmönnunum þar sem þeir voru að veiða lax upp úr keijunum. Þeir komust undan með nokkra eldislaxa sem þeir höfðu komið höndum yfir en annað tjón unnu þeir ekki, eftir því sem næst verður komist. Að sögn lögreglunnar á Patreks- firði voru þarna á ferðinni nokkrir aðkomumenn sem voru gestir á fjöl- skylduhátíðinni sem haldin var á Tálknafirði um helgina. Er vitað hverjir voru þama að verki en ekki hafðináðsttilþeirraímorgun. -JSS Ökumaður olli tjóni: Stakk af úr Skorradal Lögreglan í Borgarnesi hefur leitað að hvítum jeppa með rauöri rönd. Bílstjóri jeppans stakk af eftir að hafa ekið á fólksbíl í Skorradal að- faranótt sunnudags. Fólksbíllinn er mikið skemmdur. Talið er að jeppinn sé af gerðinni Toyota LandCruiser. Þrír menn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur í Borgarfirði um helgina. -sme LOKI Þeir hefðu þurft að anda með tálknum! Veðrið á morgun: Bjart og hlýtt fyrir austan Vestanátt verður ríkjandi um mestallt landið á morgun, 3-4 vind- stig. Vestanlands verða smáskúrir að vanda en á austurlandi verður bjart. Hitinn um hádegi verður víð- ast 9-10 stig um landið vestanvert en allt að 16-17 gráöur fyrir norðan og austan. SKtoASKAann GÆÐI - GLÆSILEIKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.