Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1989. 25 á Hlíðarenda í gær. Þarna sækja þeir Kristján Jónsson og Þorsteinn Þorsteinsson DV-mynd GS n vlð hlið FH á toppnum: aktar hjá líðarenda eldan sigur á Valsmönnum, 0-2 framhjá Bjarna, 0-2. Auk þessa fengu Framarar ágæt færi til að skora fleiri mörk. Eina umtalsverða færi Vals átti Halldór Áskelsson á 62. mínútu. Þá fékk hann boltann óvaldaður við vítapunkt en sendi hann hátt yfir markið. Framliðið lék mjög vel sem ein heiid og allir stóðu fyllilega fyrir sínu. Þó er á engan hallað þótt getið sé sérstaklega um Ómar Torfason og Þorstein Þorsteinsson. Ómar batt lið- ið saman, var sívinnandi í vörn og sókn og lék sinn besta leik í langan tíma. Þorsteinn var firnasterkur í vörninni og fundu sóknarmenn Vals engar smugur framhjá honum. Valsliðið verður um miðja deiid með þessu áframhaldi og blandar sér varla í meistaraslaginn úr þessu. Skástir voru Sævar Jónsson og Einar Páll Tómasson en aðrir voru undir getu. „Ég held að þetta hafi verið okkar besti leikur í sumar. Við náðum að leika góða knattspyrnu og erum komnir á rétt ról. Eg tel að við þurf- um að vinna þrjá leiki af þeim fjórum sem eftir eru til að verða meistar- ar,“ sagði Ómar Torfason í samtali við DV eftir leikinn. Áhorfendur voru um 1500. Dómari: Guðmundur Haraldss. fær tvær stjörnur af þremur mögulegum. Maður leiksins: Ómar Torfason, Fram. -VS Evrópumótið í sundi: Helga Sigurðardóttir enn í sviðsljósinu - setti íslandsmet í 400 m skriðsundi Síslenskir sundmenn voru aftur í sviðsljósinu á Evrópumeistaramót- inu í sundi í gærkvöldi. Evrópumótið stendur sem kunnugt er yfir í Bonn í Vestur-Þýskalandi. Helga Sigurðardóttir keppti öðru sinni á tveimur dögum og setti í gærkvöldi íslandsmet í 400 metra skriðsundi. Helga synti á 4:34,98 mínútum og bætti íslandsmet Hugrúnar Ólafsdóttur. Gamla metið var 4:36,85 mínút- ur. íslandsmetið dugði Helgu þó skammt því hún náði aðeins 18. sætinu sem er þó góður árangur hjá þessari efnilegu sundkonu. Hún er nú að keppa á sínu fyrsta erlenda stórmóti. Magnús Már Ólafsson keppti í 100 metra skriðsundi og hafnaði í 24. sæti. Hann synti á 52,49 sekúndum og var nokkuð frá sínu besta í gærmorgun. íþróttir Frjálsar íþróttir: FH-ingar kæra framkvæmd bikarkeppni FRÍ - gera athugasemdir við flölda greina Frjálsíþróttadeild FH hefur kært fram- kvæmdina á nokkr- " um greinum í 1. deild bikarkeppni FRÍ, sem fram fór í Reykjavík um síðustu helgi, og krefst þess að stigagjöf móts- ins verði reiknuð upp á nýtt. FH-ingar gera athugasemdir við framkvæmdina á 4x100 metra boðhlaupi karla og 1000 metra boðhlaupi karla og keppni í kringlukasti en þar telja þeir að ekki hafi verið lög- lega staðið aö málum. Þá telja FH-ingar að einn keppandi ÍR-inga, Kristján Skúh Ásgeirsson, hafi neytt ólöglegs astmalyfs og verið heimilað það af formanni laga- nefndar FRÍ. Þeir vilja að það mál sé athugað og þá að þær greinar sem hann keppti í verði strikaðar út en Kristján Skúh sigraði í 5000 metra hlaupi og varð þriðji í 1500 metra hlaupi. -VS Sigurður Jónsson er metinn á 475 þúsund pund. FH...........14 7 5 2 20-11 26 Fram.........14 8 2 4 19-11 26 KR...........14 6 5 3 22-17 23 KA...........13 5 6 2 18-12 21 Valur........14 6 3 5 15-11 21 Akranes.....13 6 2 5 14-15 20 Víkingur....14 4 5 5 21-19 17 Þór.........14 2 6 6 14-23 12 Keflavík.....14 2 5 7 15-24 11 Fylkir.......14 3 1 10 12-27 10 Markahæstir: Hörður Magnússon, FH...........9 Kjartan Einarsson, IBK.........9 Guðmundur Steinsson, Fram.....8 Pétur Pétursson, KR............7 Goran Micic, Víkingi..........6 • KA og ÍA leika á Akureyri í kvöld kl. 19. KS á blussi KS er nánast öruggt með sæti í 2. deildinni í knattspymu eftir 7-0 sigur á botnliði Austra á Siglu- firði í gær. Baldur Benónýsson, Óh Agnarsson og Hafþór Kol- beinsson geröu tvö mörk hver og eitt var sjálfsmark. Siglfirðingar þurfa í raun að- eins eitt stig enn til að endur- heimta 2. deildar sætið. Siggi fer á 43 milUónir - dómstóll mat hann á 475.000 pund George Graham, framkvæmda- stjóri Arsenal, má reiða fram 475 þúsund sterlingspund, eða um 43 milljónir íslenskra króna, fyrir Sig- urð Jónsson, landshðsmanninn ís- lenska. í fréttaskeyti frá Reuter-stofunni segir að þessi fjárhæð sé nærri því tíu sinnum hærri en sú sem forkólfar Arsenal buðu en mikið bar á mihi hjá aðilunum tveimur. Forvígismenn Arsenal ætluðu Sig- urð falan fyrir 50 þúsund sterhngs- pund en Sheffield Wednesday krafði Arsenal hins vegar um 800 þúsund pund. Sérstakur dómstóh enska knatt- spyrnusambandsins skar úr í deilu hðanna um kaupverðið. Máhð í heild var annars þannig vaxið að Sigurður gat sjálfur kosið sér lið í kjölfar þess sem samningur hans var úti við Sheffield. Þegar málum er þannig háttað er kaupverð jafnan ákvarðað af áður- nefndum dómstól knattspyrnusam- bandsins þar sem seljandi og kaup- andi eru sjaldnast á einu máh um verðið. -JÖG Þrjár breytingar á landsliðshópnum Þrjár breytingar hafa verið gerðar gær er þannig skipað: á íslenska landsliðshópnum í knatt- Markverðir: spyrnu, sem leikur gegn Austurrík- Bjarni Sigurðsson, Val...........29 ismönnum í Salzburg á miðvikudag- Guðmundur Hreiðarsson, Víkingi. 2 inn, frá fyrri leik þjóðanna á Laugar- Aðrir leikmenn: dalsvellinum í júní. - Atli Eðvaldsson, Val............59 Ásgeir Sigurvinsson getur ekki ÁgústMár Jónsson, Hácken........21 leikið í Salzburg þar sem Stuttgart GuðmundurTorfason,St.Mirren...22 er að spila í vestur-þýsku úrvals- Guðni Bergsson, Tottenham...27 deildinni á sama tíma og þeir Þor- Gunnar Gíslason, Hácken.....42 valdur Örlygsson, KA, ,og Halldór ÓlafurÞórðarson,Brann.......31 Áskelsson, Val, voru ekki valdir að Pétur Arnþórsson, Fram......24 þessu sinni. Ragnar Margeirsson, Fram.......37 í þeirra stað koma Framararnir Rúnar Kristinsson, KR............8 Ómar Torfason og Ragnar Margeirs- Sigurður Grétarsson, Luzern.....25 son og Ágúst Már Jónsson frá Hác- Sigurður Jónsson, Arsenal.......18 ken í Svíþjóð en þeir þrír áttu allir Sævar Jónsson, Val..........50 við meiðsli að stríða þegar fyrri leik- Viðar Þorkelsson, Fram......24 ur þjóðanna fór fram. -VS Liðið sem Sigfried Held tilkynnti í íþróttasalur til leigu Nokkrir lausir tímar fáaniegir á kvöldin og um hetgar í íþróttasal skólans. Uppl. fást á skrifstofu skólans í síma 688400. Verzlunarskóli Islands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.