Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1989, Blaðsíða 18
26
FÍMMTUDÁGUÉ 31. ÁfctisT 1089.'
íþróttir
Golf-
stúfar
Kylfingar muna eftir
veru John Jacobs hér
á landi í sumar.
Jacobs þessi er einn
besti og virtasti golfkennari
heims í dag og á dögunum var
viðtal við hann í ensku blaði
þar sem eftir honum eru höfð
^ athyglisverð ummæli um ís-
lenska kylfinga. Jacobs kenndi
um 20 kylfingum hjá Ólafi
Skúlasyni í Hvammsvík og hef-
ur greinilega orðið mjög hrif-
inn. í viðtali við Bill Thornton,
íþróttafréttaritstjóra Sunday
Mirror, segir Jacobs að hann
hafi verið á ferðalagi um Sví-
þjóð, Vestur-Þýskaland og
Spán, auk íslands, og það kæmi
sér ekki á óvart þótt næsta
stóra nafnið á Evróputúrnum
kæmi frá íslandi. Sjálfur segir
Jacobs í viðtalinu: ,,Ég yrði
mjög hissa ef íslenskir kylfing-
ar fengju okkur ekki tO að
sperra augun og taka vel eftir
sér á næstu árum. Ég kenndi
'T um 20 kylfingum á aldrinum
10 til 15 ára og þeir höfðu mjög
mikil áhrif á mig.“
Pfaff öldungamótið
Pfaff öldungamótið fór fram hjá
Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ
á dögunum. Sigurjón R. Gíslason,
GK, sigraði án forgjafar í flokki
50-54 árqá 87 höggum og Þórður
Sigurðsson, GB, sigraði meö for-
gjöf á 75 höggum. I flokki 55 ára
og eldri sigraði Karl Hólm, GK,
> án forgjafar á 81 höggi og Óskar
Sigurbergsson, GkJ, með forgjöf
á 68 höggum.
Opna Flugleiðamótið
Opna Flugleiðamótið fer fram hjá
Golfklúbbnum Kili i Mosfells-
sveit um næstu helgi, 2.-3. sept-
ember. Leiknar verða 36 holur
með og án forgjafar. GlæsOegir
ferðavinningar eru í boði og þeir
sem áhuga hafa þurfa að láta skrá
sig í síma 667415.
Haustmót á Hellu
Opna haustmótið á Heflu, á veg-
um Golfklúbbs Hellu, fer fram á
Strandavelli sunnudaginn 3.
september og hefst kl. 8. Leiknar
verða 18 holur með og án forgjaf-
ar. Verölaun verða veitt fyrir
þxjú fyrstu sætin með og án for-
gjafar og næst holu á öllum 5 par
3 brautum vallarins. Skráning er
í á laugardag í síma 98-78208 á
milfl kl. 13 og 20.
Framfarabikarinn
mjög vinsælt mót
Vegna þess hve margir þurftu frá
að hverfa í meistaramóti byrj-
enda á Hvammsvelfl í Kjós þann
27. ágúst hefur verið ákveðiö að
halda opin goflmót alla sunnu-
daga í september fyrir kylfinga
með forgjöf 25-36. Veitt verða
þrenn verölaun meö og án for-
gjafar hvem sunnudag. Þeir kyfl-
ingar sem taka þátt alla fjóra
sunnudagana eru sjáflkrafa þátt-
takandur í 72 holu goflmóti um
Framfarabikarinn 1989 þar sem
veitt verða þrenn verðlaun með
og án forgjafar og nöfn sigurveg-
ara verða áletruð á glæsilega far-
andgripi. Þátttökugjald er aöeins
500 kr fyrir hvert 18 holu gofl-
mót. Skráning fer fram í Gofl- og
veiðihúsi í síma 91-667023. Rétt er
að taka fram að kyflingar þurfa
ekki að vera meðflmir í golf-
klúbbum og geta leikið til forgjaf-
ar á Hvammsvefli án endur-
gjalds.
Þetta framtak hjá þeim Laxa-
lónsmönnum í Hvammsvík er
lofsvert svo ekki sé meira sagt.
Áhugi er gífurlega mikill á golfi
hérlendis og lítið sem ekkert hef-
ur verið gert fyrir byrjendur. Nú
hafa þeir í Hvammsvík riðið á
vaðið eins og svo oft áður.
• Pétur Guðmundsson hefur ekki hatt heppnina með sér að undanförnu og finnst mörgum kominn tími til að
gæfan fari að verða honum hliðholl. Á myndinni er Pétur, fyrir miðju, á bekknum hjá Lakers ásamt Larry Spriggs.
Símamynd Reuter
Pétur Guðmundsson körfuknattleiksmaður:
„Get ekki einu
sinni skokkað“
- meiðslln 1 LA alvarlegri en áætlað var í fyrstu
Mál Péturs Guðmunds-
sonar, körfuknattleiks-
manns í Bandaríkjun-
um, eru enn í mikilli
óvissu en NBA-liðin fara að hugsa
sér til hreyflngs eftir flmm vikur
þegar æfingabúðir heíjast. Eins og
fram hefur komið í DV meiddist
Pétur á fæti í Los Angeles fyrir
mánuði er hann ætlaði sér að taka
þátt í sterku æfingamóti með Los
Angeles Lakers. Meiðsli Péturs
voru ekki talin alvarleg í fyrstu
en annað hefur komið á daginn.
„Læknar í Los Angeles fundu
ekkert sérstakt að mér í fætinum
og það var ekki fyrr en ég kom
heim til Texas aö í ljós kom að
slitnað hafði upp úr hásin. Ég hef
getað lyft mikið síðasta mánuðinn
en ekkert getað hreyft mig að öðru
leyti. Ég hef ekki einu sinni getað
skokkað. En ég vona að það fari
aö rætast úr þessu og ég geti farið
að hreyfa mig á næstu dögum. Ég
held að ég verði mjög fljótur að
komast í góða æfingu á ný og von-
andi er ég nú laus við meiðsli enda
finnst mér ég hafi tekið út minn
skammt."
Milwaukee Bucks kemur
helst til greina
- Er eitthvað farið að skýrast meö
þín mál varðandi Milwaukee Bucks
eða önnur félög?
„Nei, það hefur ekkert gerst í þeim
málum síðustu vikumar og það verð-
ur varla fyrr en efdr mánuö sem þau
mál skýrast. Ég er með boð frá Mil-
waukee Bucks og óneitanlega kemur
vel til greina aö fara þaangað. Stað-
reyndin er hins vegar sú að félögin
í NBA-deildinni gera mikiö að því að
selja og kaupa leikmenn þessa dag-
ana og nú síðast. losnaöi miðherja-
staða hjá 76ers. Þá hafa margir nýir
leikmenn, sem gert höfðu samning
við NBA-lið, hreinlega látið sig
hverfa til Evrópu þar sem mun meiri
peningar eru í boði.
Ég og umboðsmaður minn fömm í
þessi mál af fuflum krafti þegar ég
verð kominn í góða æfingu. Ég er enn
bjartsdýnn á að komast að hjá góðu
liði en draumurinn um að komast
að hjá liði í Evrópu er líklega alveg
úr sögunni. Það sem gæti þó gerst
er að einhver leikmaður dytti út
vegna meiösla hjá einhverju liði í
Evrópu. Það veröur hins vegar að
teljast hæpið,“ sagði Pétur Guð-
mundsson í samtali við DV.
-SK
Maradona hótar öHu illu
Diego Maradona á í miklum úti-
stöðum við lið sitt, Napoli, þessa dag-
ana og reyndar marga fleiri. Eins og
margoft hefur komið fram í fréttum
hafa forráðamenn Napoli bmgðist
hart viö ákvörðun Maradona um
lengra sumarleyfi en þekkist hjá öðr-
um leikmönnum liðsins. Hafa forr-
áöamenn Napoli hótaö Maradona
himinháum sektum.
Hitt og þetta hefur verið haft eftir
Maradona um máflð og í gær sagöi
hann aö hann myndi koma til Ítalíu
á fimmtudag, í dag, og afhenda for-
seta Napoli samning sinn. Hann væri
sem sagt hættur hjá Napoli. Mara-
dona er orðinn þreyttur á öllu saman
og sagði í gær: „Ég hef talaö við lög-
fræðinga mína og aflt sem þeir hafa
sagt mér verða þeir að endurtaka í
réttarhöldum.“ Þá var Maradona
spurður hvort hann hygðist sækja
menn til saka og hann svaraði að
bragði: „Já, og afla þá sem hlut eiga
að máfl. Ég hef verið sakaður um
eiturlyfianeyslu, mafíustarfsemi og
margt fleira. Já, já, ég mun sækja
menn til saka.“
-SK
Sport-
stúfar
Eins og fram hefur komiö í DV
hafa ÍR-ingar misst tvo leikmenn
í handknattleik frá síðasta
keppnistímabili, þá Hrafn Mar-_
geirsson og Finn Jóhannsson. í
stað Hrafns hafa ÍR-ingar fengið
unglingalandsliðsmanninn Hafl-
grím Jónasson ásamt Vigfúsi
Þorsteinssyni. Stöðu Finns á lín-
unni tekur Magnús Ólafsson sem
áður hefur leikið með ÍR. Eyjóflur
Bragason þjáflar lið ÍR í 1. deild
næsta vetur og Guömundur
Þóröarson mun leika með liðinu.
Þá mun Óskar Þorsteinsson
þjálfa iið meistaraflokks kvenna.
Þá má geta þess að aðaflundur
handknattleiksdeildar ÍR verður
haldinn fimmtudagixm 7. sept-
ember og hefst í safnaðarheimili
Sefiakirkju kl. 20.
Áfafl hjá Bayern
Vestur-þýsku meistararnir í
knattspymu, Bayem Munchen,
hafa orðiö fyrir miklu áfalli.
Landsliðs- og vamarmaðurinn
Júrgen Kohler meiddist illa á
æfingu með vestur-þýska lands-
liðinu i gær og verður frá keppni
í tvo og háflan mánuð. Er þetta
mikiö áíall fyrir þýsku meistar-
ana og landsliö Þjóðveija. Kohler
var keyptur til Bayem frá Köln
fyrir nýhafiö keppnistimabil.
• Miltíl meiðsli htjá italska
knattspyrnumenn um þessar
raundir. Óvíst er hvort Mara-
dona, Careca og Alemao muni
leika með Napoli um næstu helgi.
Þá er taliö víst aö Hoflendingam-
ir Ruud Guflit og Marco van Bast-
en muni ekki leika með AC
Milan.
• Heimsmethafinn í 110 metra
grindahlaupi, Roger Kingdom frá
Bandaríkjunum, vann næsta
auðveldan sigur í greininni á
heimsleikum stúdenta sem ffarn
fara í Vestur-Þýskalandi þessa
dagana. Kingdom hfióp á 13,26
sekúndum en annar varö Emflio
Vafle frá Kúbu á 13,52 sekúndum.