Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1989, Blaðsíða 2
Fréttir FIMMTUttAGÚR 19. OKTÓBER 1989. Hæstiréttur: Broadway þarf að borga yfir tuttugu milljónir Hæstiréttur hefur dæmt veitinga- húsið Broadway til að borga manni, sem slasaðist þar um mitt ár 1986, 15,2 milljónir króna auk vaxta. Með vöxtum lætur nærri að greiðslan sé um 22 milljónir króna. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni í þessu máli. Þrír dómarar töldu að maðurinn ætti að fá allt sitt tjón bætt en tveir dómarar töldu að hann ætti að fá helming þess. í bæjarþingi Reykja- víkur var Broadway dæmt til að greiða helming tjónsins. Maðurinn var á dansleik er hann Gabbaði slökkvi- liðið en náðist Slökkviliö Reykjavikur var kallað út fjórum sinnum í gær- kvöldi og nótt Einu sinni var um gabb að ræða og náöist í þann sem hringdi. Þar var tilkynnt um að reyk legöi frá kjallara á húsi sem stendur á mótum Laugavegar og Vatnsstígs. Þegar málið var kannaö tókst að rekja símtaliö og náöist í sökudólgina Slökkviliðiö var einnig kvatt að Snorrabraut þar sem eldur hafði komið upp í geymsluhúsnæði íbúðarhúss. Þar urður lítilsháttar skemmdir. Einnig kviknaði h öskutunnum við Vogaskóla án,. þess þó að tjón yröi. Þá fór bruna- viðvörunarkerfi í gang í vöru- geymslum í Borgarskála og reyndist þar um bilun í kerfinu að ræða. -ÓTT Skák: ísland í 5. sæti íslenska skáksveitin í átta landa keppninni hefúr ekki átt láni aö fagna en í gær var teflt við Norðmeim. Jóhann, Margeir og Hannes Hlífar geröu jafiitefli. Guðfríður Lilja tapaði sinni skák en Helgi Ólafsson vann sína skák. Skák Jóns L. fór í bið og er talin jafnteflisleg. V-Þjóðverjar eru efstir með 17 vinninga. íslending- ar hafa 11,5 vinning og biðskák. -SMJ Davfð heillaði Sunnlendinga Regfna Thorarensen, DV, SeHosá: Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, kom með Þorstein Pálsson, þingmann okkar Sunn- lendinga, hingað á Selfoss og héldu þeir fúnd á Hótel Selfossi í gærkvöldi Um 150 manns sóttu fundinn og voru allir heillaðir af Davið, ræðumennsku hans og fyndni. Davíö slær tvær flugur i einu höggi, skemmtir fólki um ieið og hann flytur ræður sínar. Aðalstöðin í loftið Aðalstöðin, hin nýja útvarps- stöö í eigu Ólafs Laufdals, hóf útsendingar klukkan sjö í morg- un. Sendir stöðin á tíðni FM 90,9 og munu nást á Suðumesjum og Snæfellsnesi. Formlega hefjast útsendingar þó ekki fyrr en klukkanl4ásunnudagogþámeð ' viðhöfn, Útvarpssfjóri Aöalstöðvarinnar er Bjami Dagur Jónsson. -hlh - vegna slyss sem varð þar fyrir rúmum þremur árum slasaðist. Hann féll af dansgólfi niður í stiga og var fallið um tveir metrar. Áður höfðu orðið tvö slys á veitinga- staðnum - með svipuðum hætti. Annað þeirra varð á sama stað og fyrrnefnf slys. .Upphækkun hafði verið sett á handrið um dansgólfið en hluti hennar var ekki til staðar þegar slysið varð. Handriðið var um 90 sentímetra hátt þar sem maðurinn féfl. í dómi Hæstaréttar segir að for- ráðamönnum staðarins hafi átt að vera ljóst að handriðið var ekki full- nægjandi vöm fyrir gesti. Þeir hafi gert sér grein fyrir því þegar þeir létu setja sérstakan búnað á hand- riðið til að hækka það. Það hafi því verið með öllu óforsvaranlegt að láta fjarlægja þennan búnað svo sem gert hafði verið þegar maðurinn slasað- ist. Hæstiréttur segir að það verði að telja að til þess megi rekja orsök slyssins. I vottorði sérfræðings í orku- og endurhæfingarlækningum segir að maðurinn hafi dvalið á Reykjalundi frá 20. júlí 1986 til 22. maí 1988. Hann hafi síðan búið á heimili foreldra sinna. Nýlegt mat á ástandi manns- ins sýni að líkamlegt og andlegt at- gervi sé óbreytt frá því er hann dvaldist á Reykjalundi. Þá segir að maðurinn sé meö heft- arlömun. Hann gangi haltur meö því að sveifla fætinum og hafi engin not af hendinni og auk þess sé sjón hans skert. Einnig hafi hann orðið fyrir andlegri skerðingu, geti ekki talaö og hvorki skrifað né reiknað. í vottorðinu segir að fótlun manns- ins sé óbreytt og að hann geti aðeins búið í vernduðu umhverfi og stundað vemdaöa vinnu. Nú eru rúm 3 ár frá slysinu og ekki neins bata að vænta. Broadway var gert að greiða 1,7 milljónir í málskostnað, bæði í hér- aði og fyrir Hæstarétti. Meirihluta Hæstaréttar í þessu máh skipuðu hæstaréttardómararn- ir Guðmundur Jónsson, Guðrún Er- lendsdóttir og Sigurður Reynir Pét- ursson hæstaréttarlögmaður. í minnihluta voru Þór Vilhjálmsson og Gunnar M. Guðmundsson. -sme Keyrt var á gangandi vegfaranda víö Vegmúla um hádegisbilið í gær. Maöurinn, sem keyrt var á, var fluttur á slysadeild en meiðsl hans voru ekki talin alvarleg. Þegar sjúkrabíll var kallaður á vettvang vildi svo illa til að hann lenti i allhörðum árekstri við fólksbíl við brúna á Bústaðavegi. Þar slapp ökumaður við litilsháttar meiðsl en bílarnir eru töluvert skemmd- ir. Annar sj úkrabíl I fór því að ná í manninn sem slasaðist við Vegmúla. DV-myndirS Kjötútflutningur: Fáum ekki undanþágu - segir landbúnaöarráöherra „Það er auðvitað beinlínis rangt það sem má lesa út úr orðum Magn- úsar að ekkert hafi verið gert til að hðka fyrir möguleikum hans á að flytja út kjöt. Það hefur margoft ver- ið reynt áð fá Efnahagsbandalagið til að aflétta innflutningshindrunum sínum en það hefur reynst ákaflega erfitt,“ sagði Steingrímur J. Sigfús- son landbúnaðarráðherra en hann vih mótmæla ummælum Magnúsar Steinþórssonar, veitingamanns í Englandi, um að íslensk stjómvöld hafi ekkert gert til að aðstoða hann við að flytja út kjöt. Steingrímur sagði aö það væri ákaflega erfitt að fást við Efnahags- bandalagið sem setti fyrir sig ástand íslenskra sláturhúsa eða þá meinta hormónagjöf í íslenskum dýrum án þess að taka við mótrökum íslend- inga. Sagöi landbúnaðarráðherra að síð- ast fyrir nokkrum dögum hefði hann rætt þetta við landbúnaðarráöherra V-Þýskalands sem hefði lofað að nefna þetta í aðalstöðvunum í Brússel. Steingrímur hafði það þó eftir starfsbróður sínum að ekki væri ástæöa til bjartsýni þótt ekki væri beðið um annað en undanþágu fyrir örlitlumagniafkjöti. -SMJ Vísindaveiöar á hrefnu: Samvinna við Norð- menn kemur til greina - segir Jón Baldvin Hannibalsson „Við ræddum stuttlega hvalamál en þar standa Norðmenn frammi fyr- ir ýmsum erfiðleikum. Þeir hafa sett fram hógværa áætlun um vísinda- veiðar á hrefnu en hafa fengið hörð viðbrögð frá Bandaríkjamönnum. Hafa jafnvel verið hafðar uppi hótan- ,ir unuað sétja viðskiptahann á Noreg ;ef af|»e§su verðyr,“ sagði Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra um fund hans og Kjell Magne Bonde- vik, hins nýja utanríkisráðherra Norðmanna, í morgun. Jón Baldvin sagði að Bondevik hefði leitað ráða enda íslendingar nýlega lokið sinni vísindaáætlun með sóma. Norðmenn hafa hug á að veiða 17 hrefnur en þeir telja að stofnin sé á bihnu 50.000 til 60.000 dýr fyrir utan strönd Noregs og í Bar- entshafi. . s; „Ég sagði hoi|um að það vapri mikv il fiöldi af hreffiu úti fyrir strönduni, íslands og það4væri líklegt fyrr en síðar að við myndum hefia veiðar aftur. Að sjálfsögðu kemur til greina að vinna með Norðmönnum í þessu efni,“ sagði Jón Baldvin. -SMJ Isflug er nýtt flugfélag: Stofnendurnir eiga allir í Arnarflugi Stofnað hefur verið nýtt flugfélag, ísflug. Stofnendur fyrirtækisins eru alhr hluthafar í Arnarflugi. Óttar Yngvason er formaður stjómar hins nýja flugfélags. Áð sögn Óttars mun félagið annast erlent leiguflug. Tilgangur með stofnun félagsins er sá að styðja viö bak Amarflugs. Magnús Bjamason, aðstoðarframkvæmdstjóri Arnar- flugs, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri hins nýja félags. Hann mun eftir sem áður gegna starfi sínu hjá Amarflugi. Óttar segir að verið sé að vinna í að útvega verkefni og þegar sé ýmislegt í gangi. ísflug veröur með skrifstofu á aðal- skrifstofuAmarflugs. -sme Skemmdir unnar hjá skátum í Brotist var inn í húsnæði Skátafé- lagsins Kópa við Borgarholtsbraut um helgina og unnar þar miklar skemmdir. Einnig var brotist inn í vinnuskúr skólagarða við Furu- grand. Þar voru skemmdir unnar á hurðum og rúöur brotnar. „Viö urðum fyrir tilfmnanlegu tjóni. Þeir sem bmtust inn fylltu vaskinn af pappír, skrúfuðu svo frá vatninu og fóm í burtu," sagði Ágúst Kópavogi Bragason, félagsforingi Kópa í sam- tah við DV. „Það tók slökkviliðið á annan tíma að dæla öllu vatninu út. Vatnsborðið var orðið um 10 sentímetrar. Parket- gólfiö flaut upp og eyðhagðist. Einni viku áður var líka brotist inn hérna. Þá var pappírsgögnum dreift á gólfin og hellt úr djúsbrúsum út um aht,“ sagði Ágúst. -ÓTT Jón Ólafsson: Gaf ekki kost á mér „Ég gaf ekki kost á mér sem stjóm- mun núna helga mínum eigin fyrir- arformaöur. Ég var búinn að ákveða tækjum krafta mína en þar hafa það fyrir löngu og undirbúa það vel. ýmis verkefni setið á hakanum Ég hef helgað mig íslenska útvarps- vegna anna,“ segir Jón Ólafsson, félaginu síðasthðin fimm ár frá því fyrmm sfiómarformaður íslenska ég átti þátt í stofnun þess. Staða þess útvarpsfélagsins hf„ Bylgjunnar, en er í góðu jafnvægi núna og því hepgi- hann lét af því starfi á aðalfundi fé- legur tími til að draga sig í hlé. Ég lagsinsígær. ’-JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.