Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1989, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1989, Blaðsíða 35
MÁ'NUDAGUK 4í DESEMBER 1989. 47 Fréttir Austfirskt söngfólk með jólasöng í Betlehem Stafafellskirkja eftir endurbæturnar. DV-mynd Ragnar Stafafellskirkja í Lóni: Miklar endurbætur á 100 ára kirkju Júlía Imsland, DV, Höfru Það var hátíð í Stafafelli í Lóni sunnudaginn 12. nóvember en þá fór fram endurvígsla á Stafafellskirkju. Miklar endurbætur hafa verið gerð- ar á þessari rúmlega 100 ára gömlu kirkju og leitast var við að láta hana halda sínu upprunalega útliti. Séra Sigurjón Einarsson, prófastur á Kirkjubæjarklaustri, vígði kirkj- una og honum til aðstoðar var séra Sjöfn Jóhannsdóttir, sem er prestur á Höfn í fjarveru séra Baldurs Kristj- ánssonar. Þátttakendur í messunni voru einnig fyrrverandi prestar í sýslunni, þeir Fjalarr Siguijónsson prófastur, sem látið hefur af störfum, Gylfi Jónsson, Önundur Björnsson, Einar Jónsson, prestur á Kálfafells- stað, og Gunnlaugur Stefánsson í Heydölum. Fjölmenni var við athöfnina og Lónið skartaði sínu fegursta þennan dag. Kirkjunni bárust margar góðar gjafir, bæði munir og peningagjafir. Organisti við Stafafellskirkju er frú Sigurlaug Árnadóttir í Hraunkoti og hefur hún sinnt því starfi ásamt ýmsum málefnum varöandi kirkj- una í rúmlega hálfa öld. Að lokinni messu voru nokkrar ræður fluttar og að því loknu gengið í gamla bæinn á Stafafelli þar sem myndarlegar veitingar biðu gesta. Sóknarbörn í Stafafellsprestakalli eru 55. Halldór Sigurðsson í Mið- húsum skipulagði endurbyggingu kirkjunnar og vann að því sl. sumar ásamt fleiri hagleiksmönnum. Já, nú bjóðum við þessa vinsælu fjölskyldubíla af árgerð fyrra árs á hreint ótrúlegu verði. Auk hagstæðs verðs auðveldum við kaupin með því að lána hluta eða jafnvel allt kaupverð bílsins í 3 x/2 ár á hag- stæðum bankalánum. Komdu í reynsluakstur strax og kynntu þér frábæra aksturseiginleika Chevrolet Monza. ** Fasteignaveð er nauðsynlegt ef allt kaupverðið er lánað. 'lVerð miöast viðstaðgreiðslu og án afhendingarkostnaðar. BÍLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9, SÍMAR 687300-674300 (BEIN LÍNA) Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum; Fjölmennur kór frá Kirkjukóra- sambandi Austurlands fer til ísraels og Egyptalands nú um jól og áramót. Farið verður 21. des. og komið til baka 7. jan. f kórnum eru milli 50 og 60 manns úr kirkjukórum víða af Austurlandi. Æfingar hafa staðið yfir í allt sumar og nú eru heilu helg- arnar teknar í æfingar sem fara fram á ýmsum stöðum. Hér er um að ræða boð frá alþjóða- kirkjusamtökum, sem árlega bjóða 12-14 kórum hvaðanæva úr heimin- um til að taka þátt í jólahaldi og há- tíðasöng í Betlehem á aðfangadags- kvöld, sem sjónvarpað er um allan heim. Síðan liggur leiðin til Egypta- lands og þar dvahð um áramótin. Stjómendur kórsins eru Sigur- björg Helgadóttir á Egilsstöðum og er hún einnig undirleikari, Ferenc Utassy, Stöðvarfirði, og Sigríður Júl- íusdóttir, Seyðisfirði, Þá hefur Ingi- björg Hjaltested veriö til aðstoðar við þjálfun. Einsöngvari með kórnum er Laufey Eiríksdóttir, Egilsstöðum. Að sjálfsögðu heldur kórinn tón- leika hér heima áður en lagt verður upp. Þeir verða í Neskaupstað 8. des. Eskifirði 9. og á Seyðisfirði og Egils- stöðum 10. des. Kórinn syngur í Langholtskirkju að kvöldi 20. des. Á söngskrá eru jólalög, sem sungin verða í Betlehem og við íslenska messu á jóladag þar sem séra Davíð Baldursson og Einar Þór Þorsteins- son prófastur annast guðsþjónustu. Þá er kórinn með íslensk lög og létta söngskrá sem verður flutt á 1000 manna samyrkjubúi, en þangað er kómum boðið 28. des. Formaður Kirkjukórasambands Austurlands, Magnús Pálsson á Eg- Kórinn á æfingu í Neskaupstað. ilsstöðum, sagði að undirbúningur slíkrar ferðar væri viðamikill og að mörgu að hyggja. í fjáröflunarskyni hefur kórinn gefið út jólakort og í undirbúningi er útgáfa auglýsinga- blaðs. Magnús lét þess getið að kór- inn hefði mætt miklum velvilja og bæri þar hæst gjöf Steinþórs Eiríks- sonar, listmálara á Egilsstöðum, en hann gaf stórt málverk af Dyrfjöll- um. Þetta málverk verður aíhent borgarstjóra Betlehemborgar í mót- tökuboði á aðfangadag. DV-mynd GÞ Guðni Þórðarson skipuleggur ferð- er hægt að komast í þessa ferð til ina. Um 150 sæti em í boði og enn söguslóða við botn Miðjarðarhafs. Nýkomnir kjólar mikið úrval, st. 38-52 Elízubúðin Skipholti 5 CHEVROLET mm AÐEINS KR. 695.000 stgr 3!/2 ÁRS LÁNSTÍMI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.