Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 28. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						36
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1990.
Aritilát
Ólafur Ingi Þórðarson mjólkurfræð-
ingur, Borgarbraut 45, Borgarnesi,
andaðist í Sjúkrahúsi Akraness mið-
vikudaginn 31. janúar.
Margrét Hallgrímsdóttir, Flyðru-
granda 8, Reykjavík, er látin.
Einar Stefánsson rafeindavirkja-
meistari, Smáratúni 5, Keflavík, lést
á heinúli sínu 31. janúar.
Jardarfarir
Eyjólfur Guðnason bóndi, Bryðju-
holti, verður jarðsunginn frá Hruna-
kirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 14.
Ferð verður frá BSÍ kl. 11.30.
Óskar Sigurðsson skipstjóri, Eyjaseli
1, Stokkseyri, sem andaðist í Sjúkra-
húsi Suðurlands 24. janúar sl„ verð-
ur jarðsunginn frá Stokkseyrar-
kirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 14.
Guðbjarni Sigmundsson lést 24. jan-
úar. Hann fæddist í Arriþórsholti í
Lundarreykjadal 2. apríl 1897. For-
eldrar hans voru þau hjónin Vigdís
Jónsdóttir og Sigmundur Guðbjarna-
son. Að ívarshúsi á Akranesi fluttu
þau árið 1900. Þar var Guðbjarni al-
mn upp og þar bjó hann lengst
ævinnar. Síðustu 16 starfsár sín vann
hann í Sementsverksmiðju ríkisins
og þar áður mjög lengi í SFA á Akra-
nesi. Hann giftist Guðnýju Magnús-
dóttur, en hún lést árið 1984. Þau
hjónin eignuðust 11 börn og eru 9 á
lifi. Útfór Guðbjarna veröur gerð frá
Akraneskirkju í dag kl. 14.
Sigurlaug Sigurjónsdóttir lést 25.
janúar. Hún fæddist 24. júní 1915 á
Seyðisfirði, dóttir hjónanna Sigur-
jóns Sigurðssonar og Alexöndru
Alexandersdóttur. Sigurlaug giftist
Jóni Magnússyni, en hann lést fyrir
allmörgum árum. Þau hjónin eign-
uðust fimm börn. Útfór Sigurlaugar
verður gerð frá Fossvogskirkju í dag
kl. 15.
Sigurjón Bjarnason lést 26. janúar.
Hann var fæddur á Látrum í Aðal-
vík, sonur Bjarna Dósóþeussonar og
Bjargeýjar Siguröardóttur. Sigurjón
stundaði almenna verkamanna-
vinnu og sjósókn á yngri árum.
Seinni árin vann hann í mötuneyti
yarnarhðsins á KeflavíkurflugveUi.
Útför hans verður gerð frá Áskirkju
í dag kl. Í5.     .
Gunnar Jóhannesson lést 26. janúar.
Hann fæddist 20. júlí 1905 í Helga-
fellssveit á Snæfellsnesi. Foreldrar
hans voru hjónin Jóhannes Einars-
son og Guðbjörg Jónsdóttir. Á árun-
um 1928-1930 var Gunnar við nám í
Bændaskólanum á Hvanneyri. Hann
hóf störf á Póststofunni í Reykjavík
1937 og starfaði þar til ársins 1974 er
hann lét af störfum fyrir aldurs sak-
ir. Hann vann í 10 ár eftir það í hálfs
dags starfi hjá Slippfélaginu í
Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona
hans er Málfríður Guðný Gísladóttir.
Þau hjónin eignuðust sjö börn. Útför
Gunnars verður gerð frá Dómkirkj-
unni í dag kl. 13.30.
Tilkyiuiingar
Taflfélag Reykjavíkur
Skákkeppni stofnana og fyrirtækja 1990
hefst í A-riöli mánudag 5. febrúar kl. 20
og í B-riðli miðvikudag 7. febrúar kl. 20.
Teflt verður í félagsheimili Taflfélags
Reykjavíkur að Faxafeni 12. Keppnin
verður með svipuðu sniði og áður. Þátt-
töku í keppnina má tilkynna í síma Tafl-
félagsins á kvöldin kl. 20-22. Lokaskrán-
ing í A-riðil verður sunnudag 4. febrúar
kl. 14-17, en í B-riðli þriðjudag 6. febrúar
kl. 20-22.
Afmæli Nýju sendi-
bílastöðvarinnar
í dag, 2. febrúar, eru 40 ár liðin frá stofn-
un Nýju sendibílastöövarinnar. Af því
tilefm' verða húsakynni stöðvarinnar að
Knarrarvogi 2 opin viðskiptavinum og
almenningi frá kl. 9-17. Boðið verður upp
á veitingar og allir eru velkomnir. Þriðju-
daginn 6. febrúar munu bílstjórar Nýju
sendibílastöðvarinnar gefa laun sín fyrir
akstur þann dag í fjársöfnun til styrktar
SEM hópnum. Verksvið Nýju-Sendibíla-
stöðvarinnar hefur frá upphafl verið
flutningur fyrir almenning, fyrirtæki og
stofnanir.
Skógræktarmenn segja frá
ferð til Sovétríkjanna
Á sl. sumri fóru þeir Sigurður Blöndal,
þáverandi skógræktarstjóri ríkisins, og
Arnór Snorrason skógfræðingur, áætl-
unarfulltrúi Skógræktar ríkisins, í kynn-
isfór til Sovétrikjanna. Komu þeir m.a.
til borgarinnar Arkangelsk við Hvítahaf
í norðurhluta Rússlands og skoðuðu tvö
skógræktarsvæði þar í héraðinu. Þeir
Sigurður og Arnór verða gestir MÍR,
Menningartengsla íslands og Ráðstjórn-
arríkjanna, í félagsheimilinu, Vatnsstíg
10, nk. laugardag, 3. febrúar kl. 14 og segja
frá þessari ferð, heimsókn sinni á skógar-
svæðin og viðræðum við sovéska kollega,
og sýna jafnframt litskyggnur teknar í
ferðalaginu. Kaffveitingar verða á boð-
stólum að frásögn skógfræðingánna lok-
inni og verða þá gefnar upplýsingar um
félagsstarfið sem framundan er í MÍR,
m.a. fyrirhugaðri hópferð félagsins til
Sovétríkjanna næsta sumar. Aögangur
er öllum heimill meðan húsrúm leyflr.
Baráttan við báknið
Landsmálafélagið Vörður i Reykjavík
efnir til málþings um ríkisumsvif laugar-
daginn 3. febrúar nk. kl. 10-13 í ValhöU,
Háaleitisbraut 1. Málshefjendur eru
iimm. Friðrik Sophusson alþingismaður:
Baráttan við báknið, hvað hefur áunn-
ist?, Geir H. Haarde alþingismaður: At-
vinnulífið og ríkisbúskapurinn. Hreinn
Loftsson lögmaður: Hvaða fyrirtæki er
hægt að einkavæða? Markús K. Möller
hagfræðingur: Hvert er hlutverk ríkis-
ins?. Vúhjálmur Egilsson framkvæmda-
stjóri: Rikissjóður, af hverju ekki halli?
Að erindunum loknum verða opnar um-
ræður og pallborð þar sem þátttakendur
verða auk málshefjenda ólafur ísleifsson
hagfræðingur, Pálmi Jónsson alþingis-
maður og Ólafur G. Einarsson alþingis-
maður. Ráðstefnusrjóri er Guðmundur
Magnússon sagnfræðingur. Málþingið er
opið öllu áhugafólki.
Fundir
Kvenfélag Laugarnessóknar
heldur aðalfund sinn í safnaðarheimilinu
mánudaginn 5. febrúar kl. 20. Venjuleg
aðalfundarstörf. Kafflveitingar.
Kvenfélag Háteigssóknar
heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 6. fe-
brúar kl. 20.30 í Sjómannaskólanum.
Venjuleg aðalfundarstörf. Að þeim lokn-
um upplestur og kaffiveitingar.
Þjóðlífsmynd
Gildandi lög frá 1. janúar 1989
kveða á um upptöku geðsjúkra af-
brotamanna á viðeigandi hæU. í
fjárlögum er dómsmálaráðuneyti
veitt ákveðin fjárhæð til að kosta
vistun geðsjúkra afbrotamanna.
Hér á landi er engin shk stofnun.
Því hefur verið gripið til þess ráðs
að senda menn til Svíþjóðar. Árs-
dvöl þar kostar sjö og hálfa milljón.
Áformað var að koma á fót stofnun
hér á landi. En að gerðri kostnaðar-
úttekt virtist það óhagkvæmt.
Tjaldiðvarfallið
Þann 27. sept. féll dómur í saka-
dómi, þar sem undirritaður var
sýknaður af ákæru en gert að sæta
öryggisgæslu á viðeigandi hæli,
ótímabundið. í takt við gildandi lög
var dómsniðurstaðan send heil-
brigðisráðuneytinu. En það var
aðeins formsins vegna. Dómsnið-
urstaðan fór sjálfkrafa til dóms-
málaráðuneytis sem síðan gerði
munnlegt samkomulag við fangels-
ismálastofnun um að undirritaður
yrði vistaður í fangelsi meðan unn-
ið væri að lausn.
Munnlegt samkomulag um afdrif
einstakhngs eru nýmæli í íslenskri
dómsögu og gott dæmi um vald-
níðslu. Fangelsisstjóri hefur staö-
fest að fyrirspurn undirritaðs að
hann hafi engan pappír undir
höndum sem kveður á um varð-
hald.
Mér veröur oft hugsað til þeirrar
stundar þegar áakadómur kvað
upp úrskurð sinn, þann 27. sept. sl.
Andrúmsloftið var rafmagnað af
þunga og alvöru. Ég upplifði stund-
ina sem sögulegan vendipunkt í lífi
mínu. - Tjaldið var fallið og ég var
að hverfa baksviðs.
Ég sætti mig við hinar hörðu
staðreyndir. En ég dæmdi sjálfan
mig alls ekki úr leik. Þvert á móti.
Ég var staðráðinn að nota þann
tíma, sem færi í hönd, til að takast
á við sjúkdóminn og þroska hæfi-
leika mína sem eru á ýmsum svið-
um.
Áður haföi máhð útheimt sér-
fræðivinnu hjá læknaráði sem m.a.
úrskurður sakadóms var að veru-
legu leyti byggður á. Og allt til
umrædds dags virtist málið vera á
háalvarlegu stigi. M.a. tilkvaddi
heilbrigðisráðuneytið lækni af
virtri sænskri stofnun sl. sumar til
að hafa tal af undirrituðum. Dóms-
orðið var skilmerkilega sett fram:
„Hinn ákærði er leystur undan
allri ábyrgð gerða sinna, sýknaður
en gert að sæta öryggisgæslu á við-
eigandi hæli."
Dómsorðinu var áfrýjað til
Hæstaréttar.          Tilsjónarmaður
minn, skipaður af Hæstaréttl, hef-
ur ítrekað gert fyrirspurnir, bæði
í heilbrigðis- og dómskerfinu, hvort
ekki eigi að fara að dómsorði. HeU-
brigðisráðuneytið hefur synjað
allri umleitan. Frá dómsmálaráðu-
neytinu hafa borist furðulegar
staðhæfingar, m.a. um óskorað og
skýlaust vald þess yfir einstaklingi
Kjallarinn
Bjarni Bernharður
Bjamason
fangi
skrifum. Það er þó allt með hang-
andi hendi.
Geðlæknar telja sig umborna til
að úrskurða um sakhæfi fyrir dóm-
stólum en afneita ástandinu. Eng-
um þeirra kemur til hugar að drepa
niður penna í mótmælaskyni við
harkalegri meðferð á fársjúku
fólki. Og ef maður spáir í eyðurnar
þá hlýtur að vera fyrirhuguð ein-
hver ódýr skyndUausn, sem þó er
alls ekki í takt við tímann. Það yrði
póUtísk öfugþróun, landi og þjóð til
hneisu.
í deUdum þingsins fer hljótt um
þennan málaflokk. AUir flokkar
virðast standa sameinaðir í að
þegja málið í hel. Enda engin furða.
Þingmenn geta ekki borið sUka
skömm kinnroðalaust. Dómsmála-
ráðuneytið ætlaði á síðasta ári aö
ráða til starfa ákveðinn aðUa, sér-
„Valdamiklir aðilar í dómskerfinu hafa
sýnt mátt sinn og megin. Þeir hafa sýnt
og sannað að þeim er fátt heilagt í lög-
gjöfinni."
sem sviptur hefur verið borgara-
legum réttindum. Það er niðurlægj-
andi að þurfa að standa í karpi við
hrokafulla embættismenn um
skriffinnskulegar túlkanir þegar
jafnháskalegur sjúkdómur er ann-
ars vegar.
ValdamikUr aðUar í dómskerfinu
hafa sýnt mátt sinn og megin. Þeir
hafa sýnt og sannað að þeim er fátt
heilagt í löggjöfinni. Þeir geta í
krafti embættis sniðgengið dóms-
orð undirréttar.
Svartasti bletturinn
¦ Það eru átakanlegar sögur sem
fara af meðferð geðsjúkra afbrota-
manna í þessu landi. Um árabU
hafa þeir verið vistaðir á Litla-
Hrauni. Svartasti bletturinn er þó
afskiptaleysi heilbrigðisyfirvalda
sem hefur synjað þeim um aðstoð
geðlækna. Refsiandinn hefur svifið
yfir vötnum. Hinir ógæfusömu
þegnar hafa verið færðir fyrir and-
lega aftökusveit. - En hver er
ástæðan fyrir sinnuleysi stjórn-
valda í málum geðsjúkra afbrota-
manna?
Að sönnu eru það aðeins örfáir
menn sem eru úrskurðaðir ósak-
hæfir sökum geðveiki. En það segir
ekki alla söguna. Það eru tugir sí-
brotamanna í landinu. Andlegt
ástand þeirra er ekki upp á marga
fiska.
Þann tíma sem ég hef dvalið í
hegningarhúsinu hef ég lítillega
kynnst hugarheimi þessara
manna. Þeh hrærast í heimi
draums og ótta, uppltfa þjóðfélagið
ýmist sem martröð eða vettvang
hinna stóru tækifæra. Landlæknir
hefur skyldu sinnar vegna gert
málinu lítillega skU með blaða-
menntaðan í geðsjúkdómafræðum
afbrotamanna. Átti það að verða
fyrsta skrefið að stefnumótun. En
sökum stífni og óbUgirni embætt-
ismanna vartiorfið frá því.
Miskunnarlaus orð
Hegningarhúsið við Skólavörðu-
stíg var gert að þjóðmálaumræðu
nú um áramótin. Húsinu var lýst
sem mjög svo hörmulegum íveru-
stað manna. En að vonum var þetta
aðeins létt tiUinningasveUla. Hið
volaða ástand vék fyrir hinu sögu-
lega gUdi hússins. Enda miklu
áhugaverðara umræðuefni.
Um daginn kom þingmaður í
skyndiheimsókn í tugthúsið. Þeir
eru sjaldséðir hér. En undarlegt
nokk, þingmanni þessum virtist
fúlasta alvara með ferð sinni. Þó
eru áhöld um það hér innanhúss.
Kunningi minn kom í heimsókn og
merk orð hrutu af vörum hans.
Hann sagði: „Þú ert ekki hátt skrif-
aður þarna fyrir utan."
Ég hef heilmikið velt vöngum yfir
orðum kunningja míns og gildi
þeirra. Þetta eru miskunnarlaus
orð og mikil siðblinda. í orðunum
hljóta að felast ríkjandi viðhorf og
skoðanir. Miskunnarleysið og sið-
blindan á rætur sínar í þjóðfélags-
gerðinni. Hinn vélræni húsunar-
háttur er að rýra gUdi allra hug-
mynda og hugmyndasmiðjur
markaðsaflanna hafa ofið lífinu
blekkingarvef.
Það er áleitin hugsun hvort þetta
þjóðfélag sé ekki staðleysa, hvort
vestræna hugmyndakerfið er ekki
samhverfa við austur-evrópsku
myndina og að hrunið sé í nánd.
Bjarni Bernharður Bjarnason
Fréttir
Ráöherra um læknisleysi á hættusvæðum:
Mikið vandamál
Heynir Traustasan, DV, Flateyii:
Á Flateyri, Þingeyri og Suðureyri
er nú læknislaust, á sama tíma og
staðirnir eru einangraðir hvað
samgöngur varðar. Þess er
skemmst að minnast að íhlaupa-
læknir, sem verið hafði á Flateyri
í þriár vikur, fór af staðnum með
varðskipi eftir að lýst hafði verið
yfir hættuástandi vegna snjóflóða.
Meðal fólks á Flateyri ríkir mikU
reiði og sárindi vegna þessa virð-
ingarleysis af hendi yfirvalda.
„Það er vaxandi vandamál að fá
lækna til starfa í einmennings-
héruöunum," sagði Guðmundur
Bjarnason heUbrigðisráðherra í
samtaU við fréttamann DV. Sagðist
hann hafa miklar áhyggjur af þess-
ari þróun og hafa skoðað allar
mögulegar lausnir. Ráðherra
kvaöst sjá tvo möguleika í stöð-
unni, annars vegar að breyta
verkaskiptingu og auka samstarf
mUli umdæma og lagfæra kjör
þeirra lækna sem starfa einir. Hinn
kosturinn væri sá að taka á ný upp
héraðsskyldu þar sem læknar á
kandidatatimabiU yrðu að skUa
ákveðnum tíma í héraði.
Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á
Þingeyri, segir að síðan í fyrravor
hafi Þingeyringar aðeins fengið
lækna til starfa um skemmri tíma,
oft ekki nema í háUan mánuð í
senn. Jónas sagði brýnt að leiðrétta
kjör þessara lækna og benti á að
kjör þeirra væru lakari en lækna
á stærri heUsugæslustöðvum og
aðstoðarlækna á spítölum þrátt
fyrir þá staðreynd að þeir eru á
vakt allan sólarhringinn.
Kristján J. Jóhannesson, sveitar-
stjóri á Flateyri, tók í sama streng
og sagði mjög einfalt að leysa máUð.
Það yrði að gerast í gegnum kjara-
samnmga með launahækkunum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40