Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1990, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1990. Aridlát Ólafur Ingi Þórðarson mjólkurfræð- ingur, Borgarbraut 45, Borgamesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness mið- vikudaginn 31. janúar. Margrét Hallgrímsdóttir, Flyðru- granda 8, Reykjavík, er látin. Einar Stefánsson rafeindavirkja- meistari, Smáratúni 5, Keflavík, lést á heimili sínu 31. janúar. v Jaröarfarir Eyjólfur Guðnason bóndi, Bryðju- holti, verður jarðsunginn frá Hruna- kirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 14. Ferð verður frá BSÍ kl. 11.30. Óskar Sigurðsson skipstjóri, Eyjaseli 1, Stokkseyri, sem andaðist í Sjúkra- húsi Suðurlands 24. janúar sl., verð- ur jarðsunginn frá Stokkseyrar- kirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 14. Guðbjarni Sigmundsson lést 24. jan- úar. Hann fæddist í Arríþórsholti í Lundarreykjadal 2. apríl 1897. For- eldrar hans voru þau hjónin Vigdís Jónsdóttir og Sigmundur Guðbjama- son. Að ívarshúsi á Akranesi fluttu þau árið 1900. Þar var Guðbjarni al- inn upp og þar bjó hann lengst ævinnar. Síðustu 16 starfsár sín vann hann í Sementsverksmiðju ríkisins og þar áður mjög lengi í SFA á Akra- nesi. Hann giftist Guðnýju Magnús- dóttur, en hún lést áriö 1984. Þau hjónin eignuðust 11 börn og eru 9 á lifi. Útfór Guðbjarna verður gerð frá Akraneskirkju í dag kl. 14. Sigurlaug Sigurjón^dóttir lést 25. janúar. Hún fæddist 24. júní 1915 á Seyðisfirði, dóttir hjónanna Sigur- jóns Sigurðssonar og Alexöndru Alexandersdóttur. Sigurlaug giftist Jóni Magnússyni, en hann lést fyrir allmörgum ámm. Þau hjónin eign- uðust fimm börn. Útfor Sigurlaugar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Siguijón Bjarnason lést 26. janúar. Hann var fæddur á Látmm í Aöal- vík, sonur Bjama Dósóþeussonar og Bjargeýjar Sigurðardóttur. Sigurjón stundaöi almenna verkamanna- vinnu og sjósókn á yngri ámm. Seinni árin vann hann í mötuneyti Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Útför hans verður gerð frá Áskirkju í dag kl. Í5. Gunnar Jóhannesson lést 26. janúar. Hann fæddist 20. júlí 1905 í Helga- fellssveit á Snæfellsnesi. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Einars- son og Guðbjörg Jónsdóttir. Á árun- um 1928-1930 var Gunnar við nám í Bændaskólanum á Hvanneyri. Hann hóf störf á Póststofunni í Reykjavík 1937 og starfaði þar til ársins 1974 er hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Hann vann í 10 ár eftir það í hálfs dags starfi hjá Slippfélaginu í Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona hans er Málfríður Guðný Gísladóttir. Þau hjónin eignuðust sjö börn. Útfór Gunnars verður gerð frá Dómkirkj- unni í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Taflfélag Reykjavíkur Skákkeppni stofnana og fyrirtækja 1990 hefst í A-riðli mánudag 5. febrúar kl. 20 og í B-riðli miðvikudag 7. febrúar kl. 20. Teflt verður í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Keppnin verður með svipuðu sniöi og áður. Þátt- töku í keppnina má tilkynna í síma Tafl- félagsins á kvöldin kl. 20-22. Lokaskrán- ing í A-riðil verður sunnudag 4. febrúar kl. 14-17, en í B-riðli þriðjudag 6. febrúar kl. 20-22. Afmæli Nýju sendi- bílastöðvarinnar í dag, 2. febrúar, eru 40 ár liðin frá stofn- un Nýju sendibílastöðvarinnar. Af því tilefrú veröa húsakynni stöðvarinnar að Knarrarvogi 2 opin viðskiptavinum og almenningi frá kl. 9-17. Boðið verður upp á veitingar og allir eru velkomnir. Þriðju- daginn 6. febrúar munu bílstjórar Nýju sendibílastöðvarinnar gefa laun sín fyrir akstur þann dag í fjársöfnun til styrktar SEM hópnum. Verksvið Nýju-Sendibíla- stöðvarinnar hefur frá upphafi verið flutningur fyrir almenning, fyrirtæki og stofnanir. Skógræktarmenn segja frá ferð til Sovétríkjanna Á sl. sumri fóru þeir Sigurður Blöndal, þáverandi skógræktarstjóri ríkisins, og Amór Snorrason skógfræðingur, áætl- unarfulltrúi Skógræktar ríkisins, í kynn- isfór til Sovétríkjanna. Komu þeir m.a. til borgarinnar Árkangelsk við Hvítahaf í norðurhluta Rússlands og skoðuðu tvö skógræktarsvæði þar í héraðinu. Þeir Sigurður og Amór verða gestir MÍR, Menningartengsla íslands og Ráðstjóm- arrikjanna, í félagsheimilinu, Vatnsstíg 10, nk. laugardag, 3. febrúar kl. 14 og segja frá þessari ferð, heimsókn sinni á skógar- svæðin og viðræðum við sovéska kollega, og sýna jafnframt litskyggnur teknar í ferðalaginu. Kaffveitingar veröa á boð- stólum að frásögn skógfræðinganna lok- inni og verða þá gefnar upplýsingar um félagsstarfið sem framundan er í MÍR, m.a. fynrhugaðri hópferð félagsins til Sovétríkjanna næsta sumar. Aðgangur er öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Baráttan við báknið Landsmálafélagið Vörður í Reykjavík efnir til málþings um rikisumsvif laugar- daginn 3. febrúar nk. kl. 10-13 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Málshefjendur em fimm. Friðrik Sophusson alþingismaður: Baráttan við báknið, hvað hefur áunn- ist?, Geir H. Haarde alþingismaður: At- vinnulífið og ríkisbúskapurinn. Hreinn Loftsson lögmaður: Hvaða fyrirtæki er hægt að einkavæða? Markús K. Möller hagfræðingur: Hvert er hlutverk ríkis- ins?. Vilhjálmur Egilsson framkvæmda- stjóri: Ríkissjóður, af hverju ekki halli? Að erindunum loknum verða opnar um- ræður og pallborð þar sem þátttakendur verða auk málshefjenda ólafur ísleifsson hagfræðingur, Pálmi Jónsson alþingis- maður og Ólafur G. Einarsson alþingis- maður. Ráðstefnustjóri er Guðmundur Magnússon sagnfræðingur. Málþingið er opið öfiu áhugafólki. Fundir Kvenfélag Laugarnessóknar heldur aðalfund sinn í safnaðarheimilinu mánudaginn 5. febrúar kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Kafiiveitingar. Kvenfélag Háteigssóknar heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 6. fe- brúar kl. 20.30 í Sjómannaskólanum. Venjuleg aðalfundarstörf. Að þeim lokn- um upplestur og kaffiveitingar. Þjóðlífsmynd Gildandi lög frá 1. janúar 1989 kveða á um upptöku geðsjúkra af- brotamanna á viðeigandi hæli. í íjárlögum er dómsmálaráðuneyti veitt ákveðin íjárhæð til aö kosta vistun geðsjúkra afbrotamanna. Hér á landi er engin slik stofnun. Því hefur verið gripið til þess ráðs að senda menn til Svíþjóðar. Árs- dvöl þar kostar sjö og hálfa milljón. Áformað var að koma á fót stofnun hér á landi. En að gerðri kostnaðar- úttekt virtist það óhagkvæmt. Tjaldið varfallið Þann 27. sept. féll dómur í saka- dómi, þar sem undirritaður var sýknaður af ákæru en gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi hæli, ótímabundið. í takt við gildandi lög var dómsniðurstaðan send heil- brigöisráðuneytinu. En það var aðeins formsins vegna. Dómsnið- urstaðan fór sjálfkrafa til dóms- málaráðuneytis sem síðan gerði munnlegt samkomulag við fangels- ismálastofnun um að undirritaður yrði vistaður í fangelsi meðan unn- ið væri að lausn. Munnlegt samkomulag um afdrif einstakhngs eru nýmæh í íslenskri dómsögu og gott dæmi um vald- níðslu. Fangelsisstjóri hefur stað- fest að fyrirspurn undirritaðs að hann hafi engan pappír undir höndum sem kveður á um varð- hald. Mér verður oft hugsað til þeirrar stundar þegar áakadómur kvað upp úrskurð sinn, þann 27. sept. sl. Andrúmsloftið var rafmagnað af þunga og alvöru. Ég upplifði stund- ina sem sögulegan vendipunkt í Ufi mínu. - Tjaldið var faUið og ég var að hverfa baksviðs. Ég sætti mig við hinar hörðu staðreyndir. En ég dæmdi sjálfan mig alls ekki úr leik. Þvert á móti. Ég var staðráðinn að nota þann tíma, sem færi í hönd, til aö takast á við sjúkdóminn og þroska hæfi- leika mína sem eru á ýmsum svið- um. Áður hafði máUð útheimt sér- fræðivinnu hjá læknaráði sem m.a. úrskurður sakadóms var að veru- legu leyti byggður á. Og aUt til umrædds dags virtist málið vera á háalvarlegu stigi. M.a. tfikvaddi heilbrigðisráðuneytið lækni af virtri sænskri stofnun sl. sumar til að hafa tal af undirrituðum. Dóms- orðið var skilmerkilega sett fram: „Hinn ákærði er leystur undan allri ábyrgð gerða sinna, sýknaður en gert að sæta öryggisgæslu á við- eigandi hæfi.“ Dómsorðinu var áfrýjað tíl Hæstaréttar. Tilsjónarmaöur minn, skipaður af Hæstarétti, hef- ur ítrekað gert fyrirspurnir, bæði í heilbrigðis- og dómskerfinu, hvort ekki eigi að fara að dómsorði. Heil- brigðisráðuneytið hefur synjað allri umleitan. Frá dómsmálaráðu- neytinu hafa borist furðulegar staðhæfingar, m.a. um óskorað og skýlaust vald þess yfir einstaklingi Kjallarinn Bjarni Bernharður Bjarnason fangi sem sviptur hefur verið borgara- legum réttindum. Það er niðurlægj- andi að þurfa að standa í karpi viö hrokafulla embættismenn um skriffinnskulegar túlkanir þegar jafnháskalegur sjúkdómur er ann- ars vegar. Valdamiklir aðilar í dómskerfinu hafa sýnt mátt sinn og megin. Þeir hafa sýnt og sannað að þeim er fátt heilagt í löggjöfinni. Þeir geta í krafti embættis sniðgengið dóms- orð undirréttar. Svartasti bletturinn ■ Það eru átakanlegar sögur sem fara af meðferð geðsjúkra afbrota- manna í þessu landi. Um árabil hafa þeir verið vistaðir á Litla- Hrauni. Svartasti bletturinn er þó afskiptaleysi heilbrigðisyfirvalda sem hefur synjað þeim um aðstoð geðlækna. Refsiandinn hefur svifið yfir vötnum. Hinir ógæfusömu þegnar hafa verið færðir fyrir and- lega aftökusveit. - En hver er ástæðan fyrir sinnuleysi stjórn- valda í málum geðsjúkra afbrota- manna? Að sönnu eru það aðeins örfáir menn sem eru úrskurðaðir ósak- hæfir sökum geðveiki. En það segir ekki alla söguna. Þaö eru tugir sí- brotamanna í landinu. Andlegt ástand þeirra er ekki upp á marga fiska. Þann tíma sem ég hef dvaliö í hegningarhúsinu hef ég lítillega kynnst hugarheimi þessara manna. Þeir hrærast í heimi draums og ótta, upplifa þjóðfélagið ýmist sem martröð eða vettvang hinna stóru tækifæra. Landlæknir hefur skyldu sinnar vegna gert málinu lítillega skil með blaða- skrifum. Það er þó allt með hang- andi hendi. Geðlæknar telja sig umborna til að úrskurða um sakhæfi fyrir dóm- stólum en afneita ástandinu. Eng- um þeirra kemur til hugar að drepa niður penna í mótmælaskyni við harkalegri meðferð á fársjúku fólki. Og ef maður spáir í eyðurnar þá hlýtur að vera fyrirhuguð ein- hver ódýr skyndilausn, sem þó er alls ekki í takt við tímann. Það yrði pólitísk öfugþróun, landi og þjóð til hneisu. í defidum þingsins fer hljótt um þennan málaflokk. Allir flokkar virðast standa sameinaðir í að þegja málið í hel. Enda engin furða. Þingmenn geta ekki borið sfika skömm kinnroðalaust. Dómsmála- ráðuneytið ætlaði á síðasta ári aö ráða til starfa ákveðinn aðila, sér- menntaðan í geðsjúkdómafræðum afbrotamanna. Átti það að verða fyrsta skrefið að stefnumótun. En sökum stífni og óbilgirni embætt- ismanna vartiorfið frá því. Miskunnarlaus orð Hegningarhúsið við Skólavörðu- stig var gert aö þjóðmálaumræðu nú um áramótin. Húsinu var lýst sem mjög svo hörmulegum íveru- stað manna. En að vonum var þetta aðeins létt tilfinningasveifla. Hið volaða ástand vék fyrir hinu sögu- lega gildi hússins. Enda miklu áhugaverðara umræðuefni. Um daginn kom þingmaður í skyndiheimsókn í tugthúsið. Þeir eru sjaldséðir hér. En undarlegt nokk, þingmanni þessum virtist fúlasta alvara með ferð sinni. Þó eru áhöld um það hér innanhúss. Kunningi minn kom í heimsókn og merk orð hrutu af vörum hans. Hann sagði: „Þú ert ekki hátt skrif- aður þarna fyrir utan.“ Ég hef heilmikið velt vöngum yfir orðum kunningja míns og gildi þeirra. Þetta eru miskunnarlaus orð og mikil siðblinda. í orðunum hljóta að felast ríkjandi viöhorf og skoðanir. Miskunnarleysið og sið- blindan á rætur sínar í þjóðfélags- gerðinni. Hinn vélræni húsunar- háttur er að rýra gildi allra hug- mynda og hugmyndasmiðjur markaðsaflanna hafa ofið lífinu blekkingarvef. Það er áleitin hugsun hvort þetta þjóðfélag sé ekki staðleysa, hvort vestræna hugmyndakerfið er ekki samhverfa við austur-evrópsku myndina og að hrunið sé í nánd. Bjarni Bernharður Bjarnason „Valdamiklir aðilar í dómskerfmu hafa sýnt mátt sinn og megin. Þeir hafa sýnt og sannað að þeim er fátt heilagt í lög- gjöfmni.“ Fréttir Ráðherra um læknisleysi á hættusvæðum: Mikið vandamál Reynir Traustasan, DV, Flateyri: Á Flateyri, Þingeyri og Suöureyri er nú læknislaust, á sama tíma og staðimir eru einangraðir hvað samgöngur varöar. Þess er skemmst aö minnast að íhlaupa- læknir, sem verið hafði á Flateyri í þijár vikur, fór af staðnum með varðskipi eftir aö lýst hafði veriö yfir hættuástandi vegna snjóflóða. Meðal fólks á Flateyri ríkir mikil reiði og sárindi vegna þessa virð- ingarleysis af hendi yfirvalda. „Það er vaxandi vandamál að fá lækna til starfa í einmennings- héruðunum," sagði Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra í samtafi við fréttamann DV. Sagðist hann hafa miklar áhyggjur af þess- ari þróun og hafa skoðað allar mögulegar lausnir. Ráðherra kvaðst sjá tvo möguleika í stöö- unni, annars vegar að breyta verkaskiptingu og auka samstarf milli umdæma og lagfæra kjör þeirra lækna sem starfa einir. Hinn kosturinn væri sá að taka á ný upp héraðsskyldu þar sem læknar á kandidatatímabifi yrðu að skila ákveðnum tíma í héraði. Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þingeyri, segir að síðan í fyrravor hafi Þingeyringar aðeins fengið lækna til starfa um skemmri tíma, oft ekki nema í hálfan mánuð í senn. Jónas sagði brýnt að leiðrétta kjör þessara lækna og benti á að kjör þeirra væru lakari en lækna á stærri heilsugæslustöðvum og aöstoöarlækna á spítölum þrátt fyrir þá staðreynd að þeir eru á vakt allan sólarhringinn. Kristján J. Jóhannesson, sveitar- stjóri á Flateyri, tók í sama streng og sagði mjög einfalt að leysa málið. Það yrði að gerast í gegnum kjara- samninga með launahækkunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.