Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 24, MAR^ 1J990. Erlend bóksjá Sagan í spéspegli Sumir sjá skemmtilega hliö á jafnvel alvarlegustu atburöum - ekki síst ef langt er um liðið. Finna má ýmis ágæt dæmi um slíkt í þessu nýja greinasafni þar sem fjölmargir viðburðir í ver- aldarsögunni eru sýndir í fremur óvenjulegu ljósi. Hér má til dæmis kynnast nýj- um „samtímafrásögnum“ langt aftur í aldir af tilkomu fornra mannvirkja eins og Stonehenge, Jeríkómúra og turna í Písa, af sögufrægum persónum, svo sem Júlíusi Sesar, Kleópötru og Messalínu, eða þá af einstökum þekktum atburðum - ekki síst úr breskri sögu. „Elsta“ frásögnin er frá því um árið fimmtán þúsund fyrir Krist þegar forfeður vorir eru að spá í fánýti hluta á borð við hjólið. Síðan er haldið gegnum aldirnar allt fram á vora daga. Svo sem vænta má tekst höf- undum, sem eru íjölmargir, mis- jafnlega að endursegja söguna með þessum hætti en margt er hér laglega gert og jafnvel bráö- fyndið. THE DOGSBODY PAPERS OR 1066 AND ALL THIS. Ritstjóri: E.O. Parrott. Penguin Books, 1989. í Chile með leynd Miguel Littín er kvikmynda- leikstjóri sem studdi Allende í Chile og varð því að flýja land þegar forsetinn var felldur í valdaráni hersins árið 1973. Littfn var á lista yfir þá fimm þúsund útlaga sem herforingjastjórnin bannaði að kæmu til landsins. Engu að siður sneri hann aftur með leynd og í dulargervi árið 1985 og dvaldi í sex vikur í Chile. Markmiðið var að gera, með að- stoð andspyrnuhreyfingarinnar, heimildarkvikmynd um lífið í landinu undir herforingjastjórn en hópar kvikrnyndatökumanna frá ýmsum löndum höfðu komið þangað opinberlega í allt öðrum tilgangi og með tifskildum leyfum. Nóbelsverðlaunaskáldið Garcia Márques tók ítarleg viðtöl við Littín árið 1986 um dvölina í Chile og samdi upp úr því bók þar sem leikstjórinn segir í fyrstu persónu frá þessari óvenjulegu lífsreynslu sinni, athöfnum sínum og hugar- ástandi og lífi fólks undir her- stjórn. Þetta er grípandi frásögn sem sýnir að viðtalsbækur geta heppnast vel, t.d. þegar góður höfundur endursegir 600 síöna viðtal á innan við 150 síðum, eins og Garcia Márquez hefur hér gert. CLANDESTINE IN CHILE. Höfundur: Gabriel Garcla Márquez. Penguln Books, 1990. Yar brosmildi páfinn myrtur? Eftir einungis fjórar atkvæðagreiðsl- ur á einum og sama deginum, 28. ágúst árið 1978, var biskupinn í Fen- eyjum, Aibino Luciani, kjörinn páfi LRóm. Kjör hans kom mjög á óvart og sumir töluöu jafnvel um „val guðs“, þótt aðrir teldu kjörið merki um andstöðu gegn nafngreindum kardínálum sem væru „of sterkir". Luciani vakti almenna athygli og ávann sér ást kaþólskra manna víða um heim fyrir barnslega einlægni og þá áherslu sem hann lagði á einfald- leika. Hann kvaðst vera hirðir frem- ur en preláti og tók sér nafnið Jó- hannes Páll I„ en var kallaður manna á meðal páfinn brosmildi. Páfi í 33 daga Einungis þrjátíu og þremur dögum eftir kjörið barst sú fregn um heims- byggðina að páfinn væri látinn. Frá- sagnir af andláti hans voru óljósar til að byrja með og að nokkru ósam- hljóöa. Fljótlega heyrðust fullyröing- ar um að ekki væri allt með felldu um dauða páfans. Síðar var hrein- lega fullyrt að Jóhannes Páll I. hefði verið myrtur af valdamiklum mönn- um í Páfagarði. Miklar samsæriskenningar voru hafðar á lofti næstu misserin, fyrst i blöðum og síðar i bókum, þar sem hið meinta morð var tengt umfangs- mikilli fjármálaspillingu þar sem bankastjórar Páfagarðs, ítalska maf- ían og frímúrarafélagsskapur fé- sýslumanna, herforingja, stjórn- málamanna og leyniþjónustumanna á Ítalíu voru nefnd til sögunnar. Var fullyrt að nýi páfinn hefði ætlað aö hreinsa til og losa sig við valdamikla menn sem ábyrgð bæru á spilling- unni. Er sú skoðun enn útbreidd aö Jóhannes Páll I. hafi verið myrtur. En var hann það? Rannsókn tíu árum síðar John Comwell, sem var um árabil ritstjóri erlendra frétta hjá breska blaðinu The Observer, fékk óvenju- legt tækifæri til þess að fara ofan í saumana á því máli veturinn 1987- 1988 - tíu árum eftir andlát páfans. Æðstu menn í Páfagarði, að pólska páfanum, Jóhannesi Páli II. með- töldum, samþykktu að hann mætti ræða við alla þá kirkjunnar menn sem einhverja vitneskju hefðu um líf og dauða Luciani. Það loforð stóðst þótt stundum þyrfti Comwell að hóta þvi aö hætta rannsókn sinni til þess að ná fundum tiltekinna manna. Áður hafði hann safnað aö sér öll- um tiltækum upplýsingum um and- lát páfans og um þau fjármála- hneyksli sem tengd hafa verið Páfa- garöi. Honum var brátt ljóst að grun- semdirnar um morð voru einkum til komnar vegna ósamhljóða frásagna embættismanna kirkjunnar um at- riði eins og þessi: Hvenær dó páfinn? Hver fann líkið og hvenær? Hver var hin opinbera dánarorsök? Fór krufn- ing fram með leynd? Voru útfarar- stjórar kallaðir til áður en líkiö hafði opinberlega fundist? Hvað hafði páf- inn haft í höndunum þegar hann lést? Hvað varð um einkamuni páf- ans sem voru í svefnherbergi hans? Hvernig var heilsufari páfans háttað síðustu mánuðina? í þessari bók rekur Cornwell þær ásakanir sem fram hafa komið varð- andi dauöa páfans og fjármálaspill- ingu æðstu manna í Páfagarði og leit- ar svara við fyrrnefndum spurning- um og mörgum fleiri. Hann lýsir samhliða leit sinni að staðreyndun- um um líf og dauða Jóhannesar Páls I. og viðbrögðum manna í Páfagarði og víðar. Cornwell leitaði uppi alla þá sem komu við sögu, í mörgum löndum, og ræddi við suma þeirra aftur og aftur. Þetta er því einnig frásögn af hæfum og einbeittum blaðamanni á ferö um eitt lokaðasta stjórnkerfi sem fyrirfinnst. Hrakinn í dauðann Jafnframt gefur Cornwell dapur- lega nærmynd af Luciani, fábrotnum manni sem vildi ekki verða páfi, var neyddur til þess en kunni aldrei við sig í Páfagarði þar sem margir skrif- ræðiskóngarnir litu á hann með fyr- irlitningu, ofgerðu honum með papp- írsflaumi og kerfisvandamálum en sinntu hvorki um heilsufar hans né aðbúnað. Cornwell færir sannfærandi rök fyrir þeirri niðurstöðu sinni að Jó- hannes Páll I. hafi að vísu ekki verið myrtur, heldur hrakinn í dauðann af kaldranalegu bákni sem átti aö þjóna honum en varðaði ekkert um manninn Albino Luciani - en einnig að hluta til af eigin auðmýkt gagn- vart almættinu og páfatigninni og þeirri sérstæðu óbifandi sannfær- ingu að eftir örskamma páfatíð myndi guð bænheyra sig og láta „út- lenda páfann" taka við. Sem og varð. A THIEF IN THE NIGHT. Höfundur: John Cornwell. Penguin Books, 1990. Metsölubækur Bretland Kiljur, skáldsögur: 1. Frederick Forsyth: THE NEGOTIATOR. 2. Sidney Sheldon: THE SANDS OF TIME. 3. Anthony Burgess: ANY OLD IRON. 4. Poul Theroux: MY SECRET HISTORY. 5. Colln Forbes: THE GREEK KEY. 6. Isabel Allende: EVA LUNA. 7. Dlck Francls: THE EDGE. 8. Bernard Cornwell: SHARPE’S REVENGE. 9. Jeanette Winterson: ORANGF.S ARE NOT THE ONLY FRUIT. 10. Rosamunde Pjlcher: THE SHELL SEEKERS. Rít aimenns eðiis: 1. Rosemary Conley: INCH-LOSS PLAN. 2. Rosemary Conley: COMPLETE HIP & Thlgh Diet. 3. Barry Lynch: THE NEW BBC DIET. 4. John Cornwell: A THIEF IN THE NIGHT. 5. Allsdair Aird: THE 1990 GOOD PUB GUIDE. 6. Tom Jaine: THE GOOD FOOD GUIDE 1990. 7. Betty Shine: MIND TO MÍND. 8. Egon Roney: GUIDE TO HOTELS & RESTAUR ANTS. 9. A. Wainwright: COAST TO COAST WALK. 10. Callan Pinckney: CALLANETICS. (Byggt á The Sunday Times) Bandaríkin Motsölukiljur: 1. V. C. Andrews: WEB OF DREAMS. 2. Robin Cook: MUTATION. 3. Michael Korda: THE FORTUNE. 4. Stephen King: THE DRAWING OF THE THREE. 5. Kathryn Lynn Davis: TOO DEEP FOR TEARS. 6. E. L. Doctorow: BILLY BATHGATE. 7. Catherine Coulter: NIGHT STORM. 8. Sidney Sheldon: THE SANDS OF TIME. 9. Wflliam J. Caunítz: BLACK SAND. 10. Peter Morwood: RULES OF ENGAGEMENT. 11. Douglas Adams: THE LONG DARK TEA-TIME OF THE SOUL. 12. Tony Hfllerman: A THIEF OF TIME. 13. Erlc V. Lustbador: FRENCH KISS. 14. Len Deighton: SPY HOOK. 15. Stephen Kíng: THE GUNSLINGER. 16. Margaret Atwood: CAT’S EYE. 17. Rosamunde Pilcher: i' THE SHELL SEEKERS. Rít almenns eöiis: 1. Robert Fulghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW LEARNED *N KINDERGARTEN. 2. Grace Catalano: NEW KIDS ON THE BLOCK. 3. Harry N. MacLean: IN BROAD DAYLIGHT. 4. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 5. Bernie S. Siegei: LOVE, MEDICINE & MIRACLES. 6. Ron Kovic: BORN ON FOURTH OF JULY. 7. Joe McGinniss: BLIND FAITH. 8. Joseph Campbeli/Bill Moyers: THE POWER OF MYTH. 9. Joseph Wambaugh: THE BLOODING. 10. James Gleick: CHAOS. (Byggt á New York Times Book Review) Danmörk Metsöfukilfur: 1. Johannes Mollehave: EN FRI MAND. 2. Martha Christensen: DANSEN MED REGITZE. 3. Martha Chrlstensen: REBECCAS ROSER. 4. Judith Krantz: MISTRALS DATTER. 5. Jean M. Auel: HULEBJ0RNENS KLAN. 6. Isabel Allende: ANDERNES HUS. 7. Martha Christensen: TUSINDFRYD. 8. Fay Weldon: NEDE MELLEM KVINDER. 9. Regine Déforges: PIGEN MED DEN BLA CYKEL. 10. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERNE. (Byggl ó Politlken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson ELIZABETH BOWEN .4 TJLME IN ROME & ■,. Feneyjar og Rómaborg Tvímælalaust eru Róm og Fen- eyjar tvær sögufrægustu borgir Ítalíu. Önnur var glæsileg höfuð- borg voldugs heimsveldis og síðar valdasetur leiðtoga hinnar einu sönnu trúar vestrænna manna um aldaskeið. Hin töfrandi hafn- arborg sem opnaði evrópskum mönnum leiðir til íjarlægra aust- rænna landa þaðan sem bárust fágætar vörur og magnaðar sögur af ýmsum undrum og dýrindum. Báðar eru þessar borgir í dag vinsælar af ferðamönnum sem þjóta gjarnan á hraðferð í bílum um stræti eða bátum um sund í kapphlaupi um að „sjá Evrópu" á sjö dögum. Og eru litlu nær. Þessar tvær að ýmsu leyti ólíku bækur eru vel til þess fallnar að minna lesendur á að í Róm og Feneyjum er mikil saga nánast við hvert fótmál. Þeir gestir, sem láta sig litlu varða minni hins liðna, sjá einungis póstkortalegt yfirborðið og fara mikils á mis. Elizabeth Bowen, sem andaðist árið 1973, er ein af kunnari skáld- sagnahöfundum Breta á þessari öld. Undir lok sjötta áratugarins dvaldi hún um hríð í Róm og gaf sér nægan tíma til að skoða hina fornu borg innan árelísku múranna. Hún bendir á að Róm sé kröfuhöfð á tíma gesta sinna og valdi þeim gjarnan vonbrigð- um sem séu að flýta sér. í þessum ritgjörðum um dagleg- ar gönguferðir Bowen um borg- ina eilífu kemur vel í ljós að hún hefur kynnt sér náiö rómverska og ítalska sögu. Hún lýsir því sem fyrir augu ber með orðum skálds- ins og tengir við hvern stað sögu- fræga atburði og persónur. A Time in Rome er engin hefð- bundin leiðsögubók um Róm, heldur skipuleg og áhugaverð frásögn af því hvemig Bowen sjálf upplifði borgina. The Venetian Empire eftir ann- an enskan rithöfund, Jan Morris, er hins vegar fyrst og fremst sagnfræði en varpar um leið skýru ljósi á hinn forna og sögu- fræga hluta Feneyja. Borgin hef- ur um margt sérstöðu í ítalskri sögu. Um sex alda skeiö, frá því á æskudögum Snorra Sturluson- ar og allt þar til Napóleon Bona- parte lagöi undir sig borgina við lok átjándu aldar, voru Feneyjar nefnilega auðugt stórveldi sem byggði umsvif sín á siglingum og viðskiptum við löndin í austri. Morris rekur þessa stórveldis- sögu afar skemmtilega og tengir menn og viðburði einstökum stöðum og byggingum sem marg- ar standa enn í borg fenjanna. A TIME IN ROME. Höfundur: Elizabeth Bowen. Penguin Books, 1989. THE VENETIAN EMPIRE. Höfundur: Jan Morris. Penguin Books, 1990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.