Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990. dv Lesendur jjf i 11 f SB m\ \ % [ M M\\ . ■■ mn l ' m j - .. /, Eina kirkjan í Kópavogi. Ilm kirkjumál í Kópavogi Sóknarbarn Digranesprestakalls skrifar: Þegar ég las að meirihluti bæjar- stjómar Kópavogs hefði fengið íþróttahölhna sína flögraði það að mér að íbúafjöldi Kópavogs er rúm- lega 15.000 en þar er aðeins ein kirkja. Fyrir íjöldamörgum árum minnist ég þess að hafa séð teikning- ar af Digraneskirkju, en árin liðu og enn er Digraneskirkja aðeins teikn- ingin ein. Nú eru söfnuðir í Kópavogi orðnir þrír en ekkert hefur heyrst um að hreyfing væri komin á kirkjubygg- ingarmálin. Það var bæjarstjórn Kópavogs mikilvægara að sökkva bænum upp fyrir haus í skuldir vegna handboltahallar, eins og Kópa- vogsbúar séu ekki nógu skuldugir þegar, en að byggja kirkjuna á Digra- neshæð sem átti að vera risin fyrir tæplega tuttugu árum. Kópavogsbúar hafa ekkert að gera við íþróttahöllina, - helst er ég á þeirri skoðun að bærinn hafi tekist þetta á hendur eingöngu til þess að storka nágrönnum sínum í borg Davíðs. Bæjarstjóm Kópavogs heföi verið nær að þurrka glýjuna úr augunum og líta í kringum sig í bænum. Hvem- ig em götumar? Hvernig lítur Hamraborgin út? Er nóg gert í skóla- málum? Og hvernig er það með sund- laugina? Ef ráðamenn í Kópavogi hafa haldið að íþróttahöllin yrði sig- ur þeirra í kosningabaráttunni þá er ég ansi hræddur um að þeir vakni upp af vondum draumi eftir kosning- ar. íbúar Kópavogs eru ekki svo’ skyni skroppnir að þeir gleypi við svona kosningabrellum. v Hallarbylting og gróusögur Sigríður Kristinsdóttir var nýverið kjörin til formennsku i Starfsmannafélagi ríkisstofnana. Ríkisstarfsmaður með samvisku skrifar: Nýverið studdi ég Sigríði Kristins- dóttur sjúkrahða th formennsku í Starfsmannafélagi rikisstofnana. Síðar hefur komið í ljós að ég var í fjölmennum hópi ríkisstarfsmanna sem taldi breytinga þörf. Þegar er ég farinn að efast um rétt- mæti þessa gernings míns og vil til fróöleiks fyrir félagsmenn SR, svo og almenna lesendur, fara nokkrum orðum um fyrstu verk sjúkrahðans og hins fífldjarfa hðs hennar. Svo bar við að staða framkvæmda- stjóra félagsins losnaöi um leið og stjórnarskiptin uröu. Staðan var auglýst, ekki undir nafni SR, heldur sem „þekkt félagasamtök" og var ráðningarstofu hér í borg falið að annast þau mál. Hvað var verið að fela? Gerðar voru ákveðnar kröfur th umsækjanda, sem er gott og blessað, þ.á m. sett aldursmörkin 40-50 ár. Broslegt ekki satt? Hinn nýi formað- ur er nefnilega einmitt á þeim aldri. Ég sem hélt að verið væri að leita að framkvæmdastjóra! Skemmst er frá því að segja að tæplega fertugur kunningi minn sótti um stöðuna. Hann hefur víð- tæka reynslu á sviði félagsmála, reksturs og stjórnunar og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum. Hann hefur einnig haldgóða háskóla- menntun. í umsókn sinni fór hann þess á leit að umsóknin yrði með- höndluð sem trúnaðarmál. Ekki þarf að orðlengja það að ég hef verið að heyra gróusögur um þennan og aðra umsækjendur utan úr bæ frá fólki sem hefur þær beint eftir hinni nýju bústýru og harð- skeyttu liði hennar. Umsækjendun- um, þ. á m. kunningja mínum, eru eignaðar ýmsar persónulegar ávirð- ingar, einkum slíkar sem eru með öhu ósannaðar og ósannanlegar, og eru þess konar slúður sem einn étur upp eftir öðrum, án þess að nokkur þurii að standa fyrir máh sínu. Sann- leikurinn er jú auðvitað ekkert heh- agur því slúðrið lyftir jú upp gráum hversdagsleikanum, ekki satt? Umsækjandinn, sem ég þekki per- sónulega, var ekki kvaddur til við- tals. Hann fékk heldur ekkert svar. Ég spyr: Eru þetta hin nýju vinnu- þrögð SR? Leynimakk, pukur, út- burður heiðarlegs fólks? Eru þetta hin nýju „opnu“ og „lýðræðislegu" vinnubrögð? Frábið ég mér slíkt ef framhald á að verða á því. í ljósi þessarar reynslu má ljóst vera að hin nýja stjórn SR á ekki stuðning minn leng- ur. Og víst er að ekki mun ég hvetja þá kunningja mína, sem annt er um heiður sinn, að sækja um störf á SR framar. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Umsóknarfrestur um stöðu bókavarðar í handritadeild Lands- bókasafns íslands, sem auglýst var laus til umsóknar hinn 30. mars sl., hefur verið framlengdur til 30. apríl nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðu- neytinu fyrir 30. apríl 1990. Menntamálaráðuneytið, 30. mars 1990 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Staða framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs islands er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf og reynslu af stjórnunar- störfum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 15. maí 1990. Menntamálaráðuneytið, 18. apríl 1990 ÁSKORUN TIL EIGENDA OG ÁBYRGÐARMANNA FASTEIGNA UM GREIÐSLU FASTEIGNAGJALDA í REYKJAVÍK Fasteignagjöld í Reykjavík 1990 eru nú öll gjaldfallin. Gjaldendur, sem ekki hafa gert skil innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar, mega búast við að óskað verði nauðungaruppboðs á eignum þeirra í samræmi við I. nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks. Reykjavík 17. apríl. 1990. Gjaldheimtustjórinn í Reykjavík Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Kvistaland 19, þingl. eig. Elísabet Gunnarsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 26. aprfl ’90 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Bfldshöfði 12, hluti C, þingl. eig. Stein- tak hf., fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 26. aprfl ’90 kl. 16.30. Upp- boðsbeiðendur eru Steingrímur Ei- ríksson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Spóahólar 20,2. hæð, þingl. eig. Krist- inn Á. Kjartanss. og Guðrún Agústsd., fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 26. apríl ’90 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Baldur Guðlaugsson hrl., Hákon H. Kristjónsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Espigerði 4, íb. 084)1, þingl. eig. Stein- grímur Fefixson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 26. aprfl ’90 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Ólafur B. Áma- son hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK 16. leikvika - 21. apríl 1990 Vinningsröðin: 121-111-XX1-XX1 3.114.788- kr. 4 voru með 12 rétta - og fær hver: 642.731- kr. á röð. 70 voru með 11 rétta - og fær hver: 7.769- kr. á röð. Allar upplýsingar um getraunir vikunnar: Lukkulínan s. 991002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.