Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Side 4
20 Messur FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990. FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990. 21 Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi Árbæjarprestakall: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Ásprestakall: Vegna sumarleyfa sóknarprests og starí'sfólks er minnt á messu í Laugarneskirkju kl. 11. Sóknarprestur. f Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guömundsson. Sr. Pálmi Matthíasson. Dómkirkjan: Laugardagur 23. júní: Messa í Viðeyjarkirkju kl. 14 á Jóns- messuhátíð Viðeyingafélagsins. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Sunnu- dagur 24. júní. Jónsmessa. Kl. 11 prestsvígsla. Biskup íslands herra olafur Skúlason vígir til prestsþjón- ustu eftirtalda kandidata í guðfræði: Guðnýju Hallgrímsdóttur til þjón- ustu við fatlaða. Hjört Hjartarson til Ásaprestakalls í Skaftafellsprófasts- dæmi. Sigríði Guðmarsdóttur til Staðarprestakalls í ísafjaröarpróf- astsdæmi, sr. Sigurð Kristin Sigurðs- son til Setbergsprestakalls í Snæ- fellsness- og Dalaprófastsdæmi. Vígsluvottar verða sr. Ingiberg J. Hannesson prófastur, sr. Karl Matt- híasson, sr. Sighvatur Birgir Emils- son, sr. Sigurður H. Guðmundsson. Auk þeirra annast ritningalestur Arnþór Helgason, formaður Ör- yrkjabandalagsins. Altarisþjónustu annast sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur. Dómkórinn og kór Víðistaöakirkju syngja við at- höfnina. Orgelleikari Marteinn Hun- ger Friðriksson. Dómkirkjan. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Kristinn Hóseasson prédikar. Sr. Grímur Grímsson þjónar fyrir altari. Félag fyrrverandi sóknar- presta. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 20.30. (Ath. breyttan messutíma). Þorvaldur Halldórsson og félagar sjá um söng. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústs- son. Samverustund fyrir M.E. félaga (lútersk hjónahelgi) eftir guðsþjón- ustana. Fríkirkjan í Reykjavík: Guðsþjón- usta kl. 14.00. Miðvikudagur 27. júni morgunandakt kl. 7.30. OrgeUeikari: Pavel Smid. Cecil Haraldsson. Grensáskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Árni Arinbjamarson. Prestamir. Hallgrimskirkja: Messa kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson á Patreksfirði prédikar. Sr. Karl Sigurbjörnsson þjónar fyrir altari. Þriðjudagur: Fyr- irbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. Háteigskirkja: Hámessa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á mið- vikudögum kl. 18. Prestarnir. Kópavogskirkja: Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Norski kórinn Raumklang syngur gospellög, Þór Hauksson guðfræðinemi prédik- ar. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Kaffi í safnaðarheimilinu eftir stund- ina. Sr. Þórhallur Heimisson. Laugarneskirkja: Messa kl. 11. Altar- isganga. Heitt á könnunni eftir messu. Organisti Ronald V. Turner. Síðasta hádegiskyrrðarstundin fyrir sumarfrí á fimmtudaginn kl. 12, or- gelleikur, fyrirbænir, altarisganga. Sóknarprestur. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Organisti Reynir Jónasson. Miðvikudagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 20. Alt- arisganga. Ólöf Sesselja Óskarsdóttir leikur á selló. Organisti Kjartan Sig- uijónsson. Molasopi eftir guðsþjón- ustu. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Sókn- arprestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir kveður söfnuðinn fyrir orlof sitt. Kjarvalsstaðir: íslensk höggmyndalist Að Kjarvalsstöðum stendur yfir í öfiu húsinu yfirlitssýning á íslenskri. höggmyndalist fram til ársins 1950. A sýningunni eru verk eftir Einar Jónsson, Ásmund Sveinsson, Sigur- jón Ólafsson, Gunnfríði Jónsdóttur, Guðmund frá Miðdal, Ríkharð Jóns- son, Magnús Á. Árnason, Nínu Sæ- mundsson og Martein Guðmunds- son. Sýningin er framlag Kjarvalsstaða til Listahátíðar 1990. Á Kjarvalsstöðum gefur að lita höggmyndalist fram til ársins 1950. Herminjar skoðaðar Náttúruverndarfélag Suövestur- lands stendur fyrir skoðunarferð á herminjum á Suðurnesjum á laugar- dag. A Stapanum verður rætt um um- svif hersins á Suðurnesjum á stríðs- árunum, síðan ekið um flugvallar- svæðið og herminjar skoðaðar. Það- an verður ekið út undir Þórshöfn og gengin stutt leið yfir að Básendum og Stafnesi. Frá Stafnesi verður ekið með ströndinni um Sandgerði, Garð og Leiru. í bakaleiðinni verður við- koma á Fitjanesti og í Vogum. Leiðsögumaður er Friðþór Eydal. Sýningarsalurinn í Þernunesi er nýinnréttaður og þar eru fyrirhugaðar myndlistarsýningar annað veifið. Þernunes í Garðabæ: Gunnar I. Guðjónsson sýnir Gunnar I. Guðjónsson listmálari hefur opnað sýningu á verkum sýn- um í nýjum sýningarsal að Þemu- nesi 4 í Arnarnesi í Garðarbæ. Á sýningunni era olíumálverk, bæði ný af nálinni og frá ýmsum tímum á ferli Gunnars. Hinn nýi sýningarsalur er í eigu Gunnars Gunnarssonar og nefnist Gunnarssalur, kenndur við föður Gunnars, Gunnar Sigurðsson, sem látinn er fyrir allmörgum árum en hann var þekktur unnandi myndlist- ar og fyrsti maðurinn hér á landi sem rak gallerí en það var í Ásmundarsal við Freyjugötu. Það er margt hægt að fá í krambúðinni sem sett hefur verið upp í Árbæjarsafni. Árbæjarsafn: Þrjár sýningar í gangi Upplagt er að upplifa lifandi fortíð í Árbæjarsafni um helgina. Nýlega voru opnaðar þrjár nýjar sýningar og margt nýtt annað er að sjá í Ar- bæjarsafni. Safnið er opið frá kl. 10-18. Kaffihús safnsins, Dillonshús, er ávallt opið á sama tíma og safnið. Gestum til ánægju mun Karl Jónat- ansson leika á harmóníku í Dillons- húsi á sunnudag. Á Árbæjarsafm hefur verið opnuð krambúð aö hætti aldamótakaup- manns við hlið Dillonshúss. Á19. öld verslaði fólk í krambúðum og hélst það verslunarlag langt fram yfir síð- ustu aldamót. í krambúðinni er ýmislegt á boðstólum, meðal annars nýmalað kaffi, þurrkaðir ávextir, kandís og fleira. í sama húsi er til sýnis merkilegt safn vigta og voga er nýlega bárust Árbæjarsafni að gjöf. í tilefni 550 ára afmælis prentlistar á íslandi er prentminjasýning á Ár- bæjarsafni. Þar er í einu safnhús- anna heimili og verkstæði prentara og bókbindara og munu fagmenn sýna þar handbragð fyrri tíma. Liðin eru 50 ár fráþví breskur her steig hér á land og Island dróst inn í hringiðu síðari heimsstyrialdarinn- ar. Ein af sumarsýningum safnsins er um mannlífið í Reykjavík á stríðs- árunum og greint frá þeim áhrifum er stríðið hafði. Til sýnis eru munir frá stríðsárunum er tengdust mann- líf íslendinga, hlutir frá hemum og skyggnst er inn á heimili í bragga. Dómkórinn í Reykjavík heldur Jónsmessutónleika í Dómkirkjunni á laugardag kl. 22. Á efnisskrá eru bæði kirkju- leg og veraldleg kórlög. Ferðaleikhúsið - Light Nights: Fróðleikur og skemmtun fyrir erlenda ferðamenn Fyrsta sýning sumarsins hjá Ferðaleikhúsinu var um síðustu helgi. Sýningar í sumar verða haldn- ar í Tjarnarbíói, Tjarnargötu lOe. Sýningarkvöld verða fjögur í viku hverri í allt sumar, það er á fimmtu- dögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum og hefjast sýningar kl. 21.00 og lýkur um kl. 23.00. Tuttugu og fimm ár eru liðin frá stofnun Feröaleikhússins. Sýningar eru nokkuð breytilegar frá ári til árs. Sýningin er sérstaklega færð upp til skemmtunar og fróðleiks ensku- mælandi ferðamönnum. Efnið er allt íslenskt, en flutt á ensku að undan- skildum þjóðlagatextum og kveðnum lausavísum. Meðal efnis má nefna: þjóðsögur af huldufólki, tröllum og draugum, gamlar gamanfrásagnir og einnig er atriði úr Egilssögu sviðsett. Sýning- aratriðin eru alls 24 og eru ýmis leik- in eða sýnd með fjölmyndatækni. Stærsta hlutverkið í sýningunni sem er hlutverk sögumanns fer Kristín G. Magnús með. Stofnendur og eig- endur Ferðaleikhússins eru Halldór Snorrason, Kristín G. Magnús og Magnús S. Halldórsson. Kristin G. Magnús fer með hlutverk sögumanns. ívIn'IST f , itSt 4iji í Sumarhátíðin á Kópavogshæli stendur til 30. júní. Sumarhátíð á Kópavogshæli Dagana 24.-30. júni verður hin ár- lega sumarhátíð haldin á Kópavogs- hæli. Þessa viku leggur heimilisfólk að mestu niður vinnu til að taka þátt í hátíöahöldunum. Kjörorð hátíðar- innar er „eitthvað fyrir alla“ og á allt heimihsfólk að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal þeirra skemmtiatriða, sem boðið er upp á, má nefna Brúðubílinn og flugsýningu og Ómar Ragnarsson Franska listakonan Christine Quoiraud, sem heillaði gesti Listahá- tíðarklúbbs með sýningum sínum, hefur komið á fót leiksmiðju í Kram- húsinu og stendur hún til 24. júní. Christine byggir starf sitt einkum á hugmyndafræði japanska dansarans Min Tanaka. Til grundvallar liggur brennandi áhugi á mannslíkaman- um sem tæki til tjáningar. Að sögn Christine beinast aðferð- irnar að því að leysa úr læðingi þann kraft sem býr í huga og líkama og eru þær einkum fólgnar í því að og Valgeir Guðjónsson skemmta. Allir sem koma fram á hátíðinni gera það endurgjaldslaust. Heimatilbúið efni skipar stóran sess og Leikfélagið Loki, sem er starf- rækt af heimilisfólkinu, mun sýna leikverkið Bóndinn og skáldið. í vik- unni eru einnig skipulagðar styttri dagsferöir, m.a. í Viðey og Hvera- gerði. þjálfa næmi líkamans og hlúa að honum jafnt yst sem innst. Ennfrem- ur teygjuæfingar, einbeitingarþjálf- un og athuganir á mannlegri tilveru sem samspil sjálfstæðra krafta eru í brennidepli. Christine bætti því við að þeir sem aðhylltust kenningar Min Tanaka litu á dansinn sem uppákomu milli dansarans og umhverfisins. Og að þeir leituðust við að rannsaka, spyria áleitinna spurninga og auka þekk- ingu okkar á sjálfum okkur og því sem í kringum okkur er. Isafjörður: Sýning í Slunkaríki Hafin er sýning á verkum Söru Vilbergs í Slunkaríki á ísafirði. Sara Jóhanna yilbergsdóttir er fædd og uppalin á ísafirði en hún lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands árið 1985 og stundaöi síðan framhaldsnám við Statens Kunst- akademi í Osló. Sara hélt sína fyrstu einkasýningu í Slunkaríki fyrir fimm árum en hef- ur síðan tekið þátt í samsýningum hérlendis, í Svíþjóð, Noregi og Bandaríkjunum. Sara sýnir olíumálverk, unnin á striga eða masónít, máluð á þessu ári og því síðasta. Sýningin stendur til 1. júlí. Þingvellir: Fræði- menn koma saman Á laugardag verður haldin ráð- stefna á Hótel Valhöll á Þingvöllum sem ber yfirskriftina, Þingvellir, um upphaf, eðh og staðsetningu alþingis. Ráðstefnan verður sett kl. 13.30 með stuttum inngangserindum. Á meðal þátttakenda eru Svein- björn Beinteinsson allsheriargoði, Þorleifur Einarsson jarðfræðingur, Kolbeinn Þorleifsson kirkjusagn- fræðingur, Guðrún Ása Grímsdóttir sagnfræðingur, Haraldur Ólafsson mannfræðingur og Árni Björnsson þjóðháttafræðingur. Hugmyndin að baki ráðstefnunni er að fá saman á einn stað fræðimenn úr ólíkum greinum til að skiptast á skoðunum um hið forna alþingi og það þjóðfélag sem að baki því stóð. Kramhúsið: Leiksmiðja Christine Quoiraud Tilkyniiingar Hugleiðsla í Gerðubergi Sunnudaginn 24. júní fer fram hugleiösla í tilefni Jónsmessu. Leifur Leopoldsson „vökumiöil" ásamt aðstoðarfólki mun íeiða hugleiðsluna og halda stuttan fyrir- lestur. Húsið verður opnað kl. 20.30 stundvíslega. Aðgangur ókeypis. Hljómsveit allra landsmanna, Stuöménn, er nýlega lögð af stað í hljóm- leikaferð um landið og leikur á þrennum miðnæturhljómleikum og einum síðdeg- istónleikum um þessa helgi. í kvöld leik- ur hljómsveitin á Akranesi og síðdegis á laugardag að Varmalandi í Borgarfirði. Á laugardagskvöld leikur sveitin í Njálsbúð og á sunnudagskvöld á Selfossi. Hljóm- sveit allra landsmanna er um þessar mundir að senda frá sér nýja 12 laga plötu sem ber nafnið „Hve glöð er vor æska“ en platan kemur formlega út um næstu helgi. í næstu viku skemmtir hljómsveit- in í Reykjavík og í Vestmannaeyjum. Sýningar Fjórir hraustir kappar að bera inn hvítabjörn sem fenginn er að láni hjá Dýrasafninu á Selfossi. Sýning undir stærsta glugga landsins. Dagana 23 júní nk. til 1. júlí efnir At- vinnuþróunarsjóður Suðurlands til veg- legrar sýningar í hinu glæsilega skóla- húsi Fjölbrautaskólans á Selfossi. 75-80 aðilar viðs vegar af Suðurlandi taka þátt í sýningunni og kynna þar iönaðarfram- leiðslu sína og þjónustu. Nafn sýningar- innar er BERGSVEINN ’90. Nafnið vísar til bergrisans í skjaldarmerki landsins. Iðnaðarmenn hafa unnið hörðum hönd- um síðustu vikur við uppsetningu á sýn- ingarbásum og einnig við að koma fyrir tækjum og tólum á svæðinu fyrir utan skólann. Margt nýstárlegt verður til sýn- is. Báða sunnudagana verður þjóðbún- ingasýning. Ungar stúlkur koma fram og sýna dans. Syngjandi Flóamenn skemmta öðru hverju, bæjarkeppni í fót- bolta á milli Selfoss og Vestmannaeyja verður háö og keppt um Bergsveins- bikarinn. Hestaleiga verður fyrir böm og torfærutúrar verða í boði á kraftmikl- um jeppum frá 4x4 klúbbnum, sigling á þurru landi með Víkur-útgerðinni, stór- laxar verða í ftskabúri og Iþróttamiðstöð íslands verður með líkamlegt léttmeti fyrir alla. Þetta og margt fleira skemmti- legt verður á boðstólum á Selfossi 23.6 til 1.7. nk. Framkvæmdastjóri sýningarinn- ar er Sigurður Jónsson. Ferðalög Ferðafélag íslands Laugardagur 23. júni kl. 20 Jónsmessunæturganga Ferðafélagsins Sog - Djúpavatn - Ketilstígur. Fjöl- breytt ganga í Reykjanesfólkvangi. Stöðuvötn, gígar, litrík hverasvæði og fl. Þægileg ganga. Komið til baka upp úr miðnætti. Verð kr. 1.000. Brottfór frá BSÍ, austanmegin. Allir velkomnir. Jónsmessuhelgi í Þórsmörk 22.-24. júní. Ný Þórsmerkurferð með góðri dagskrá fyrir unga sem aldna á sérstöku kynning- arverði. Tilvalin fjölskylduferð. Gist í Skagfjörðsskála, Langadal, og tjöldum. Meðal dagskrárliða eru ratleikur, leikir, pylsugrill, kvöldvaka (ljóð og lög Þórs- merkurskálda rifjuð upp), Jónsmessu- næturganga og margt fl. Ennfremur verða í boði lengri og styttri gönguferðir, m.a. inn á afréttinn Almenninga (Kápa, Lakar). Afbragðs grillaðstaða. Aðrar góðar helgarferðir um Jóns- messuna 22.-24. júní a. Eiríksjökull. Tjaldað í Hvítárdrögum. Göngu á Eiríksjökul gleymir enginn. Lit- ið í Surtshelli og fl. Fararstjóri: Jón Viðar Sigurðsson. B. Hellakönnunarferð - Borgarfjörður (uppsveitir). Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast neöanjaröarheimi ís- lenskrar náttúru. Farið í marga af stærstu hraunhellum landsins í fylgd jarðfræðinganna Björns Hróarssonar og Sigurðar Sveins Jónssonar. Tjaldað á Húsafelli. Sundlaug. Upplýs. og farm. á skrifstofunni, Öldugötu 3. Sunnudagur 24. júní. 1. kl. 8. Þórsmörk, dagsferö og til sum- ardvalar. Verð kr. 2000 í dagsferðina (hálft gjald fyrir 7-15 ára). Fjölskyldutil- boð á sumardvöl. Miðvikudagsferð 27. júní. 2. kl. 13. Verferö 3: Selatangar. Á Selatöngum eru merkar minjar um útræði fyrri tíma. Lok vorvertíðar sam- kvæmt fornu tímatali. Fiskbyrgi, ver- búðaminjar, refagildrur, sérstæðar klettaborgir, Nótahellirinn o.fl. merkilegt skoðað. Tilvalin fjölskylduferð. Verð 1000 kr., frítt f. 15 ára og yngri í fylgd foreldra sinna. Brottfór í ferðirnar frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin. Allir vel- komnir. Útivistum helgina Jónsmessunæturganga Laugardag, 23. júní. Með Akraborginni upp á Akranes. Gengið út með ströndinni og á Akrafjall þaðan sem fylgst verður með sólarlagi. Rútuferð til baka eftir miðnætti. Framhaldsganga í nágrenni Reykjavíkur. Brottfór kl. 18.30 frá Grófar- bryggju. Þórsmerkurgangan, 11. ferð, sunnudag 24. júní. Holtahreppur hinn forni. Fylgt verður gömlu þjóðleiðinni frá Ásahverfi yfir að Ytri-Rangá. Komið verður við hjá Hellis- tjöm. Auðveld ganga. Staðfróðir Rangæ- ingar verða með í for. Ath. breyttan brott- farartíma. Það verður farið kl. 9.30 frá Umferðarmiðstöð - bensínsölu. Stansað við Árbæjarsafn. Tapað-fondið Kettlingur fannst á Grenimel Grábröndóttur ketthngur, um það bil 3 mánaða, fannst á Grenimel. Kisi er ólar- laus en er sýnilega heimilisköttur. Upp- lýsingar um kisa er að fá í sima 14945. Tinna er týnd Hún er svört, frekar lítil læða með hvítar loppur og hvítt á trýni. Hún er með gráa ól og rautt spjald. Þeir sem eitthvað vita um ferðir hennar era vinsamlegast beðn- ir um að hringja í síma 623087 eða koma í Þingholtsstræti 23. Ljár tapaðist á Lynghaga á miðvikudaginn. Ljárinn er hættulega beittur. Finnandi vinsamleg- ast hringi í síma 13064. Þessar þrjár stúlkur héldu nýlega tom- bólu til styrktar Rauða krossi Islands. Þær heita Sóley Ósk Óttarsdóttir, Ragn- heiður Valdimarsdóttir og Hrefna Björk Tryggvadóttir. Þær söfnuðu 2.100 krón- um. Fundir Aglow, kristileg samtök kvenna hafa nú starfað í þrjú ár hér á íslandi og eru skráðir meðhmir rúmlega 150. Fyrsti fundur Aglow-kvenna á Akureyri var haldinn í síðasta mánuði á Hótel KEA og mættu 25 konur á þann fund. Fundur verður í Bústaðakirkju mánudagskvöldið 25. júní kl. 20-22 og mun Janet Cosshall, sem er í Veginum k.s., tala Guðs orð. Einnig verður skráð til þátttöku á sveita- fundinn sem haldinn verður að Varma- landi í Borgarfirði þann 14. júlí nk. Allar konur eru hvattar til aö mæta og bjóða með sér gestum til að lofa Guð og eiga samfélag viö hann. Aðalfundur Utvarðar (samtaka um jafnrétti milli landshluta) verður haldinn dagana 23.-24. júní nk. í félagsheimilinu Glaðheimum í Vogum á Vatnsleysuströnd. Fundurinn verður settur á laugardag kl. 10 og er opinn öllu áhugafólki um byggðamál. Tölvumiðlun og IBM hefja samstarf IBM og hugbúnaðarfyrirtækið Tölvu- miðlun undirrituðu nýlega samning um samstarf fyrirtækjanna. Mun Tölvumiðl- un taka að sér sölu á IBM-tölvubúnaði og þjónustu við hann. Tölvumiðlun er fimm ára gamalt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í ýmiss konar hugbúnaðar- þjónustu við fyrirtæki og stofnanir. Helstu verkefni tölvumiðlunar hafa verið fyrir fyrirtæki og stofnanir, þar með talin sveitarfélög og sjúkrahús. Markmið Tölvumiðlunar er að veita góða þjónustu, þ.e. skila heildarlausnum til viðskipta- vina hvað varðar hugbúnað, vélbúnað og þjónustu. Tölvumiðlun hefur yfir- gripsmikla þekkingu á þeim stýrikerfum sem eru í notkun í dag og því sérstöðu hvað varðar flutning forrita og gagna milli stýrikerfa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.