Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 168. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						¦wsv.sw, wwi\suwwH5mi fvtsvtt««*t« «t#h11rt • i terttttttttttttttttttttt*itt+s**tt.=**t***j**+t*j
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ1990.
9
Utiönd
Afganskur hermenn á götum Kabúl.
Símamynd Reuter
Stríðið í Afganistan:
Vopnahlé sagt
í sjónmáli
Bandaríkin og Sovétríkin munu
brátt tilkynna samkomulag um
vopnahlé í stríöinu í Afganistan, að
því er bandaríska sjónvarpsstöðin
ABC tilkynnti í gærkvöldi.
í frétt sjónvarpsstöðvarinnar var
það haft eftir vestrænum stjórnarer-
indrekum í Moskvu að vopnahléð
yrði tilkynnt í næstu viku af James
Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, og Eduard Sévardnadze, utan-
ríkisráðherra Sovétríkjanna, þegar
þeir hittast í Síberíu. Talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins
neitaði að rjá sig um málið í gær-
kvöldi.
Samkvæmt samkomulaginu munu
bæði stórveldin hætta vopnasend-
ingum til stríðandi aðila í Afganist-
an, að því er sagði í frétt ABC. Sovét-
ríkin styðja stjórnina í Afganistan
en Bandaríkin hafa sent vopn til
skæruliða sem berjast gegn afgönsk-
um yflrvöldum. Stríðið í Afganistan
hefur staðið yfir í ellefu ár.
í frétt ABC-sjónvarpsstöðvarinnar
sagði einnig að kosningar yrðu
haldnar í Afganistan á vegum Sam-
einuðu þjóðanna innan sex mánaða
og að Bandaríkin myndu falla frá
kröfu sinni um að Najibullah forseti
segði af sér fyrir kosningarnar. Sjón-
varpsstöðin greindi frá því að bæði
stjórnin í Kabúl og skæruliðar hefðu
fallist á að fara eftir samkomulaginu.
Samkvæmt áætlun mun Baker fara
til Asíu og Sovétríkjanna á miðviku-
daginn til að ræða ágreiningsatriði
ríkjanna, til dæmis varðandi
Kambódíu og Afganistan. Bardag-
arnir í Afganistan hafa haldið áfram
eftir að Sovétmenn luku við að flytja
alla hermenn sína þaðan í fyrra.
Bandaríkjamenn hafa sent skærulið-
um vopn gegnum Pakistan.
Reuter
Deilur námamanna:
Samkomulag í
Soargill-málinu
Heimildir herma að samkomulag
hafi náðst milli fulltrúa breskra
námamanna og alþjóðlegra samtaka
námamanna varðandi yfirráð yfir
fjármunum sem Arthur Scargill,
leiðtogi breskra námamanna, er sak-
aður um að hafa lagt inn á reikninga
Alþjóðasambands námamanna er-
lendis. Ekki hefur verið skýrt opin-
berlega frá þessu samkomulagi sem
tahð er að hafi náðst í morgun.
Fulltrúarnir sátu á þrettán klukku-
stunda löngum fundi í París í gær
og nótt. Að honum loknum vildu
þeir ekki tjá sig um niðurstöðuna en
gáfu þó í skyn að samkomulagið
gerði ráð fyrir að málið yrði útkljáð
utan dómstólanna.
Scargill hefur verið sakaður um aö
hafa flutt fjármagn, sem breskum
námamönnum barst frá sovéskum
og austur-evrópskum kollegum sín-
um í breska námaverkfallinu 1984-
1985, til útlanda og lagt inn á banka-
reikninga. Samband breskra náma-
manna (NUM), sem Scargill er í for-
ystu fyrir, segir að fjármunirnir séu
á reikningi í Dyfiinni og að þeir séu
með réttu sambandsins.
Framkvæmdanefhd NUM ákvað í
síðustu viku að stefna Scargill. Hon-
um var stefnt sem leiðtoga IMO, Al-
þjóðsambands námaverkamanna, en
hann heldur þeim titli ásamt forystu-
embætti NUM. í niðurstöðu opin-
Arthur Scargill, leiðtogi breskra
námamanna og Alþjóðasambands
námamanna.
berrer rannsóknar á fjárreiðum
NUM kom fram að fjármunirnir, sem
sovésku og austur-evrópsku náma-
mennirnir létu af hendi rakna, hefðu
átt að renna til breskra námamanna
og hefðu þ ví ekki átt að lenda á reikn-
ingi IMO. Scargill var gert að hreyfa
ekki við fénu á reikningi IMO þar til
rannsókn hefði útkljáð hvort NUM
ætti rétt á þessum fjármunum.
Reuter
Sovéskar fangabúðir í Þýskalandi:
Tugir þús-
unda létust
Sovésk yfirvöld greindu frá því í
gær að yfir fjörutíu og þrjú þúsund
Þjóðverjar hefðu látið lifið í fanga-
búðum Sovétmanna á hernáms-
svæði þeirra í Þýskalandi eftir
seinni heimsstyrjöldina.
Yfirvöld vísuðu á bug ásökunum
um fjöldamorð eða að fangarnir
hefðu fengið slæma meðferð af
ráðnum hug. Hins vegar var viður-
kennt að einstaka tilvik minntu á
hræðilega glæpi fasista á stríðstím-
um.
Embættismaður sovéska utan-
ríkisráðuneytisins sagði að nær
fjörutíu og þrjú þúsund Þjóðverjar
heföi látið lífið í tíu sovéskum
fangabúðum á árunum 1945 til 1950.
Á áttunda hundrað voru dæmd til
dauða af herdómstól. Alls voru yfir
hundrað og tuttugu þúsund Þjóð-
verjar sendir í fangabúðir og hefur
því yfir þriðjungur þeirra látið lífið
í þeim.
Þegar dagblöð bæði í Austur- og
Vestur-Þýskalandi greindu fyrr á
þessu ári frá fundi fjöldagrafa ná-
lægt þeim stöðum þar sem fanga-
búðirnar höfðu verið var látið að
því liggja að um fjöldamorð hefði
verið að ræða.
Sovétmenn fullyrða að flestir
Þjóðverjanna hafi látist af völdum
sjúkdóma, fyrst og fremst úr berkl-
um.
Reuter
,,,.;.  V; ,,,  ..,,¦,,,,¦   ¦¦¦..-.¦  ....y.,,,,.:,,..r..,.y,  ,,..,,;..   ,.,  ,,,,,¦,,,,,,,-.,¦,,,,,     ¦     ¦-¦¦   ;   ¦  ¦;.,,  ¦  ¦   ..-,,,     ¦;.    .¦;.,....'.'..       ,,,;[.':%.     '¦',..  .V.'^ alpen kreuzer ^^^^^ ¦  ¥-—|   "f1"1™           HM wStíSŒTíT          f J                    P-::\   S T     f      ' ¦*            B mr ^^         / ¦            "  'isi  \lí ¦;   t   % \1 ¦       Mg 1 v. ¦ • /    n 41 JJl^ MmM    1 ébí HI:p -~ \*      R	alpenkreuzertjaldvagnar Jr áum í dag, miðvíkudag, síðustu sendingu fyrir verslunarmannahelgi. Nokkrir vagnar til ráðstöfunar ef pantað er strax. ötaðalbúnaður er m.a. fullkomið eldhús, fortjald, dúkur í fortjald, sól-tjald, innitjöld, gardínur, varadekk, 13" bíldekk, sjálfstæð fjöðrun, öryggis-hólf, hjálpar- og öryggishemlar, rúmgott farangursrými o.fl. o.fl. V agnarnir eru sterkbyggðir og Uggja sérlega vel á vegi. Alpen Kreuzer umboðið Skipholti 33 - sími 629990
	

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56