Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1990, Blaðsíða 26
50 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990. Afmæli Konráð Bjamason Konráð Bjarnason, Öldutúni 18, Hafnarfirði, er sjötíu og fimm ára í dag. Konráð er fæddur í Þorkels- gerði I í Selvogi og ólst þar upp. Hann var við orgelnám hjá Kristni Ingvarssyni, organleikara í Rvík, 1935-1937, var nemandi í Héraðs- skólanum á Laugarvatni og við söngnám hjá Þórði Kristleifssyni 1944-1945. Konráð var netagerðar- maöur í Selvogi og síðan í Vest- mannaeyjum 1939-1942 og verslun- armaður í Vestmannaeyjum 1942- 1946. Hann var í slökunamámi hjá Björgu Forchhammer 1946, ein- söngsnámi og talfræðinámi hjá Kristian Riis 1946 og einsöngsnámi hjá Vagn Rehling í Kaupmannahöfn 1946-1949. Konráð var raddkennari við kóra í Rangárvallasýslu 1950- 1951 og kenndi söng í einkatímum í Rvík 1952-1953. Hann var söng- kennari í Kvennaskólanum í Rvík 1952-1953 og söngkennari í barna- skóla Garðahrepps 1962-1963. Kon- ráð var skógerðarmaður í Rvík 1952-1958 og netagerðarmaður í Garðahæ og Hafnarfirði 1959-1963. Hann var véllökkunarmaður í Kópavogi 1963-1970 og vann við emaléringu hjá Rafha í Hafnarfirði 1975-1978. Kónráð rak garðyrkju- stöð í Hveragerði 1973-1975 og hefur síðan unnið við fræðistörf. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Vest- mannaeyja 1942 og söng í kirkjukór Vestmannaeyja og Vestmannakóm- um 1940-1946. Konráð hefur víða annast undirleik við kirkjulegar at- hafnir og hjá félögum. Hann hefur tekið saman fleiri hundruð ættartöl- ur og unnið að kirkjusögu og ábú- endasögu Strandar í Selvogi. Konráð kvæntist 1952 Guðrúnu Ingibjörgu Auðunsdóttur, afkom- anda Þórðar hiskups Þorlákssonar, en hún er sérhæföur starfsmaður á svæfingardeild Borgarspítala, f. 2. júní 1918, d. 1. maí 1987. Börn Kon- ráðs og Guðrúnar eru: Guðlaug Helga, f. 20. febrúar 1952, deildar- stjóri í íslandsbanka, dóttir hennar er Marta Ruth, f. 23. júlí 1971, og Sverrir Hans, f. 19. júní 1953, löggilt- ur skjalaþýðandi og dómtúlkur, sonur hans er Ingi Torfi, f. 12. júlí 1978. Konráð á 16 systkini og em 9 þeirraálífi. Foreldrar Konráðs voru Bjami Jónsson, b. í Þorkelsgerði í Selvogi, og kona hans, Þómnn Friðriksdóttir ljósmóðir. Meðal föðursystkina Bjama vom: Jón, faðir Þórodds stórkaupmanns, Guðmundur, afi Hannesar Jónssonar sendiherra, og Ingibjörg, amma Gunnars Jónsson- ar.dr.ílögfræði.Bjarnivarsonur ' Jóns, b. á Þorgrímsstöðum, Jóns- sonar, b. i Króki, Jónssonar. Móðir Jóns í Króki var Steinunn Jörins- dóttir, b. á Reykjum í Ölfusi, Þórðar- sonar og konu hans, Ásdísar Snorradóttur. Móðir Ásdísar var Bóthildur Jónsdóttir, b. í Súluholti, Árnasonar, b. í Súluholti, Gíslason- ar, lögréttumanns í Ölvaðsholti, Brynjólfssonar, lögréttumanns á Skarði, Jónssonar, lögréttumanns á Skarði, Eiríkssonar, h. í Klofa, Torfasonar, sýslumanns í Klofa, Jónssonar. Móðir Jóns á Þorgríms- stöðum var Ingibjörg Arngríms- dóttir, b. í Bakkaholti, Bjarnasonar, b. á Öndverðarnesi, Þorlákssonar, h. á Stóra-Hrauni, Bergssonar, lög- réttumanns á Háeyri, Benedikts- sonar. Móðir Arngríms var Ólöf Arngrímsóóttir, prests á Heylæk í Fljótshlíð, Péturssonar. Móðir Bjarna var Valgerður, systir Mar- grétar, ömmu Sigurðar Þórðarsonar tónskálds. Valgerður var dóttir Gamalíels, b. í Stekkholti, Egilsson- ar, b. í Stekkholti, Gunnarssonar. Móðir Egils var Gunnhildur Egils- dóttir, b. á Þorkötlustöðum, Eyjólfs- sonar. Móðir Egils var Ingveldur Ingimundardóttir, lögréttumanns á Strönd, Grímssonar. Þórunn var dóttir Friðriks, stýri- manns og kjalfagtara í Rvík, Hans- sonar, b. í Hækingsdal, Þorsteins- sonar. Móðir Hans var Guðný Guð- mundsdóttir, b. í Eyvindartungu, Narfasonar, b. á Spóastöðum, Guð- mundssonar, b. í Áusturey, Narfa- sonar, b. í Efstadal, Einarssonar, b. í Gröf, Jónssonar, lögréttumanns á Laugarvatni, Narfasonar, sýslu- manns í Reykjavík, Ormssonar. Móðir Friðriks var Þórunn Bjöms- dóttir, b. á Eyri í Flókadal, Þorleifs- sonar og konu hans, Guðrúnar Sig- urðardóttur, h. á Varmalæk, Ólafs- sonar. Móðir Sigurðar var Guðrún Jónsdóttir, b. á Gullberastöðum, Tómassonar, b. á Amarhvoh í Rvík, Bergsteinssonar. Móðir Þórunnar var Elín Ámadóttir, b. í Hhð í Sel- vogi, Bjarnasonar, b. í Sviðugörð- um, Ormssonar. Móðir Bjarna var GuðrúnPétursdóttir, systir Sigurð- ar, fóður Bjarna riddara. Móðir Áma var Þóra Sverrisdóttir, b. á Rauðafehi undir Eyjafjöllum, Jóns- sonar, b. á Syðri-Steinsmýri í Með- allandi, Sverrissonar. Móðir Elínar var Guðrún Pétursdóttir, b. í Súlu- holtshjáleigu, Guðmundssonar, b. á Galtastöðum, Björnssonar á Syðra- Velli, Guðmundssonar, b. á Efra- Velli, Þórólfssonar, b. á Sandlæk, Guðmundssonar, lögréttumanns á Hofi, Eyjólfssonar. Móðir Péturs var Guðlaug Pétursdóttir, systir Guð- rúnar. Móðir Guðrúnar Pétursdótt- ir í HUð var Elín Jónsdóttir, silfur- smiðs í Vestra-Geldingaholti, Jóns- sonar og konu hans, Elínar Sigurð- ardóttur, b. á Stóra-Núpi, Jónsson- ar, lögréttumanns í Bræðratungu, Magnússonar, b. í Bræðratungu, Sigurðssonar. Móðir Jóns var Þór- dís (Snæfríður íslandssól) Jónsdótt- ir, biskups á Hólum, Vigfússonar og konu hans, Guðríðar Þórðardóttur. Konráð verður að heiman í dag. Oddgeir Sveinsson Oddgeir Sveinsson málarameistari, Brú við Suðurgötu í Reykjavík, er áttræðm- í dag. Oddgeir er fæddur í Látravík í Eyrarsveit en flutti ung- ur með foreldrum sínum til Reykja- víkur og ólst upp í vesturbænum. Hann gekk ungur í KR og stundaði þar flestar íþróttagreinar félagsins, spilaði m.a. knattspymu í öllum ald- ursflokkum og keppti í sundi, róðri, hlaupum og hnefaleikum. Oddgeir sigraði í víöavangshlaupi ÍR1932 en hann tók þátt í hlaupinu á sumar- daginn fyrsta í tuttugu og fimm ár samfeht. Þá starfaði Oddgeir mikiö að félagsmálum KR. Hann sat í aðal- stjóm KR um skeið og í hússtjóm félagsins um árabil. Oddgeir nam málaraiðn hjá Jóhanni Sigurössyni 1929-1931 og síðar hjá Kristni Andr- éssyni 1933-1935. Hann tók sveins- próf 1935 og fékk meistarabréf 1938 og hefur verið félagi í Málarameist- arafélagi Reykjavíkur frá 1941. Odd- geir hefur starfað sjálfstætt við sína iðn frá 1937. Oddgeir kvæntist 27. desember 1935 Hildi Valdínu Tóm- asdóttur, f. 27. desember 1910, d. 15. janúar 1968. Foreldrar Hildar em: Tómas Ámi Sigurðsson, skipstjóri á Norðfirði, og kona hans, Ingibjörg Sveinsdóttir frá Seyðisfirði. Börn Oddgeirs og Hildar eru: Sigrún, f. 18. maí 1937, sölustjóri hjá Stefáni Thorarensen hf., gift Birni Kristj- ánssyni kaupmanni og eiga þau fimm böm, og Tómas Sveinn, f. 19. júh 1944, bifreiðastjóri í Svíþjóð, kvæntur Bergljótu Pálsdóttur og eiga þau þrjú böm. Systkini Odd- geirs: Jón, rafvirkjameistari og kaupmaður í Rvík; Guðmundur, er látinn, rafvirkjameistari, kaup- maður í Hafnarfirði og einn af stofn- endum Suðurnesjaverktaka; Guð- laug Björg, gift Áma Sveinssyni sjó- manni í Rvík; Kristín, gift Pétri Ein- arssyni, heildsala í Rvík; Sigurvin, rafvirkjameistari og starfsmaður á Keflavíkurflugvelh; Marta, gift Magnúsi Sveinssyni, starfsmanni í Straumsvík; Valgeir, vélstjóri í Vestmannaeyjum, og Anna Hulda, húsmóöir og starfsmaður hjá toh- stjóranum í Rvík, gift Þór Þorsteins- syni, starfsmanni hjá tohstjóra. Foreldrar Oddgeirs voru Sveinn Jóhannesson, f. 14. nóvember 1888, d. 12. ágúst 1950, sjómaður og húsa- smiður i Rvík, og kona hans, Krist- rún Jónsdóttir, f. 6. ágúst 1887, d. 11. desember 1942. Sveinn var sonur Jóhannesar, b. á Breiðabólstað á Álftanesi, bróður Maríu, langafa Signýjar Sen lögfræðings og Guð- mundar Sveinssonar, skólameistara Fjölbraútaskólans í Breiðholti. Jó- hannes var sonur Sveins, b. og skipasmiðs í Gufunesi, bróðir, sam- mæðra, Guðmundar, langafa Guð- ríðar, móður Sólrúnar Jensdóttur, skrifstofustjóra í menntamálaráðu- neytinu. Sveinn var sonur Jóns, b. á Hvítanesi, Péturssonar. Móðir Jóns var Margrét Jónsdóttir, b. á Ási í Kelduhverfi, Jónssonar, og konu hans, Ingibjargar Grímsdótt- ur, systur Jóns, afa Gríms Thoms- ens. Móðir Sveins var Ingibjörg Þor- steinsdóttir, systir Jóns landlæknis, langafa Elínar, ömmu Guðrúnar Agnarsdóttur alþingismanns. Móðir Jóhannesar var Sigríður Jóhannes- dóttir Hansen, sjómanns í Hafnar- firði, Péturssonar Hansen, beykis í Rvík. Móðir Péturs var Sigríðar Sig- urðardóttur, systir Sigríðar yngri, langömmu Árna, afa Arna Árna- sonar, skrifstofustjóra í iðnaðar- ráðuneytinu. Móðir Sveins var Guð- laug Björnsdóttir, systir Hjörleifs, afa Sigurðar Jóhannssonar vega- málastjóra. Guðlaug var dóttir Björns, b. og hreppstjóra á Breiða- bólsstöðum, Björnssonar. Móðir Björns var Ehisif, systir Guðnýjar, ömmu Áma, foður Matthíasar Á. Mathiesen ráðherra. Guðný var einnig amma Jensínu, ömmu Jens- ínu kaupmanns og söngkennaranna Nönnu og Svanhildar Egilsdætra. Elhsif var dóttir ísleifs, b. á Eng- landi í Lundarreykjadal, ísleifsson- ar og konu hans, Ingibjargar Árna- dóttur. Móðir Ingibjargar var Elhsif Hansdóttir Khngenbergs, b. á Krossi á Akranesi, ættfóður Khngenbergs- ættarinnar. Móðir Guðlaugar var Oddný, syst- ir Petrínu, ömmu Kristjáns Eldjáms forseta. Önnur systir Oddnýjar var Björg, amma Árna Björnssonar tón- skálds. Þriðja systir Oddnýjar var Anna, amma Áma Kristjánssonar píanóleikara. Fjórða systir Oddnýj- ar var Þórunn, amma Teds Árna- Oddgeir Sveinsson. son. Oddný var dóttir Hjörleifs, prests á Vöhum í Svarfaðardal, Guttormssonar, prófasts á Hofi í Vopnafirði, Þorsteinssonar, bróður Bergljótar, langömmu Páls, afa Hjörleifs Guttormssonar alþingis- manns. Móðir Oddnýjar var Guð- laug, systir Önnu, langömmu Ragn- ars Halldórssonar, stjórnarform- anns í SAL. Bróðir Guðlaugar var Stefán, afi Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu, móður Önnu Borg. Kristr- ún var dóttir Jóns, b. í Króki í Látra- vík, Ámasonar, og konu hans, Krist- ínar Sigurðardóttur. Það verður heitt á könnunni hjá Sigrúnu. Karl Heiðar Egilsson Karl Heiðar Egjlsson leigubifreið- arstjóri, Heiðarhvammi 1E, Kefla- vík, er sextugur í dag. Karl Heiðar fæddist í Hafnarfirði en ólst upp frá eins og hálfs árs aldri hjá fóstiuforeldrum sínum á Vatns- leysuströndinni. Þau vom Guð- mundur Þórarinsson, sjómaður og bóndi, fyrst að Hahdórsstöðum og síðan í Skjaldarkoti, og Konráðína Pétursdóttir húsfreyja. Karl Heiðar hleypti heimdragan- um sautján ára og starfaði þá á Keflavíkurflugvehi, auk þess sem hann stimdaði sjómennsku öðm hveiju. Hann flutti th Reykjavíkur í árslok 1953 og var þar bifreiðar- stjórihjá Áætlunarbílum Mosfehs- sveitar 1954-61 og síðan leigubifreið- arstjóri á BSR th 1973. Þá starfaði Karl Heiðar við Reykjavíkurhöfn um skeið en flutti til Keflavíkur 1977 og hóf störf hjá íslenskum aðalverk- tökum. Hann starfaði hjá íslenskum aðalverktökum til 1986 en hefur ver- ið leigubifreiðarstjóri síðan. Karl kvæntist 25.12.1954 Helgu Magneu Magnúsdóttur, f. 16.1.1934, húsmóður og verkstjóra á Keflavík- urflugvehi, en hún er dóttir Magn- úsar Magnússonar, skósmiðs í Dal við Múlaveg í Reykjavík, og Helgu Grímsdóttur. Þau Magnús og Helga emlátin. Karl Heiðar og Helga Magnea eiga fjórar dætur. Þær em Aðalheiður María, f. 2.10.1954, húsmóðir og starfsmaður á Keflavíkurflugvehi, gift George Jenkins og á hún einn son; Edda Soffía, f. 15.10.1961, nemi við Iðnskólann í Reykjavík og á hún tvær dætur; Sonja Osk, f. 4.3.1965, nemi við Iðnskólann í Hafnarfirði, gift Kristni Ragnarssyni pípulagn- ingameistara og eiga þau eitt bam, auk þess sem hún á eitt bam frá því áður, og Hafdís Alma, f. 17.9.1970, nemi, búsett í Njarðvík, en sambýl- ismaöur hennar er Jón Ingi Ægis- son, starfsmaður á Keflavíkurflug- velh. Karl á sex hálfsystkini, þrjú sam- feðra og þrjú sammæðra. Systkini hans samfeðra em Margrét Eghs- dóttir, húsmóðir í Reykjavík, Sonja Eghsdóttir, húsmóðir og skrifstofu- maður í Reykjavík, og Guðmundur Eghsson, rafvirki í Reykjavík. Systkini Karls Heiðars sammæðra em Sjöfn Georgsdóttir, húsmóðir í Hafnarfirði, Sigurður Georgsson, verkamaður og sjómaður í Hafnar- firði og Erla Georgsdóttir, húsmóðir íHafnarfirði. Foreldrar Karls Heiðars vom Eg- hl Hjálmarsson, f. 8.10.1919, d. 6.6. 1990, bifreiðavirkjameistari í Reykjavík, og Aðalbjörg Halldórs- dóttir, f. 4.8.1911, d. 16.8.1987, hús- móðir í Hafnarfirði. Eghl var sonur Hjálmars, hús- gagnasmiðs í Reykjavík, Þorsteins- sonar, smiðs Hjálmarssonar. Móðir Hjálmars Þorsteinssonar var Krist- ín Jónsdóttir, í Látravík á Snæfehs- nesi, Jónssonar. Móðir Egils var Margrét Eghsdóttir, b. og trésmiðs á Þórustöðum á Vatnsleysuströnd, bróður Guðmundar, útvegsb. í Landakoti. Eghl á Þómstöðum var sonur Guðmundar, b. og alþingis- manns í Landakoti, Brandssonar, hreppstjóra í Kirkjuvogi í Höfnum, Guðmundssonar, b. í Kirkjuvogi, Brandssonar. Móðir Guðmundar alþingismanns var Gróa Hafliðadóttir, b. í Kirkju- vogi, Ámasonar. Móðir Eghs á Þómstööum var Margrét Eghsdótt- ir, b. í Móakoti, Böðvarssonar, bróð- ur séra Guðmundar á Kálfatjörn. Karl Heiðar Egilsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.