Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 168. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						52
Menning
Jarðarfárir
IMa Islendingar
á ása og álfa?
Margvíslegan fróðleik má sækja um íslendinga í nýút-
komna bók Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar,
The Icelanders, sem fyrirtækið Forskot gefur út og
ætlar vafalaust útlendum vinum íslendinga. Sigurður
hefur gott vald á enskri tungu og næmt auga fyrir því
sem sögulegt getur taUst. Stíll hans er lifandi og lipur.
Það er líklega fremur kostur á bókinni en galli, að hún
er ekki frumsamin, heldur greinasafn frá síðustu
árum. Fyrir vikið er efni fjölbreytt. Kaflar eru 23 tals-
ins, um skák og mat, víkinga og fornar sögur, íslenska
hestinn, eldgos, nútímabókmenntir, leikrit og árstíðir
og margt fleira. Forseti íslands, frú Vigdís Finnboga-
dóttir, ritar formála.
Nokkrir annmarkar
Ekki er verkið þó hnökralaust. Efnisval og efnistök
eru því miður stundum í anda ferðamannabækhnga.
Sigurður einbeitir sér þá að því, sem er til þess fatiið
að vekja forvitni ferðalanga í leit að skrýtnu fólki.
Sérstakur kafli er til dæmis um ásatrú á Islandi. En
auðvitað er hinn íslenski „ásatrúarsöfnuður" ekkert
annað en skrípaleikur. Annað dæmi er sérstakur kafli
um trú íslendinga á álfa og huldufólk. Enginn heilvita
maður trúir á slíkt, hverju svo sem fólk kann að svara
að gamni sínu í könnunum. Þá virðist rökrétt hugsun
stundum þoka fyrir innantómri mælsku. Höfundur
segir til dæmis (37. bls.), að spilling sé mikil á íslandi,
enda krefjist íslenskur nútími aukinnar hagkvæmni.
En spiUing og hagkvæmni eru andstæður fremur en
luiðstæður. Því fleiri ákvarðanir sem fluttar eru út á
hinn frjálsa markað, í þéttan faðm hagkvæmninnar,
því minni er sptiting.
Sumar fullyrðingar Sigurðar eru fullglannalegar.
Hann segir (bls. 12), að líklega sé miklu meira kelt-
neskt blóð i íslendingum en fornar heimildir gefa til-
efni til að álykta. Ber hann fyrir sig blóðflokkarann-
sóknir og útiit íslendinga. En allar heimildir benda til
þeirrar niðurstöðu, sem sagnfræðingar eru sammála
um: Hún er, að íslendingar hafi að langmestu leyti
komið úr Vestur-Noregi á níundu og tíundu öld.
Ástæðan til þess, að blóðflokkadreifing er svipuð á
íslandi og írlandi, er líklega sú, að hvort tveggja eru
útkjálkar, þar sem svipaðir sjúkdómar herjuðu, en
slíkir sjúkdómar lögðust á fólk af sumum blóðflokkum
frekar en öðrum. Sigurður er maður málgefinn. Stund-
um þegir hann þó. Hann segir deili á mörgum íslend-
ingum. En athyglisvert er, að hann nefnir Davíð Odds-
son borgarstjóra ekki ánafn í sérstökum kafla um
Reykjavíkurborg og ekki heldur í öðrum kafla um leið-
togafundinn í Höfða.
íslenska og enska
Sigurður A. Magnússon er ekki fræðimaður, heldur
Bókmenntir
Hannes H. Gissurarson
blaðamaður með talsverða rithöfundarhæfileika. Hon-
um tekst best upp, þegar hann ræðir um atvinnutæki
sitt, íslenska tungu, en um hana er langur og fróðleg-
ur kafli í bókinni. Það er vissulega vandaverk að
skrifa jöfnum höndum á íslensku og ensku, svo ólík
sem þessi tvö mál eru. Orðaskipan er frjáls í íslensku,
en öll nafnorð og sagnorð taka miklum og löngum
beygingum. Orðaskipan er hins vegar tiltölulega
skorðuð í ensku og forsetningar oft notaðar í stað beyg-
inga. Báðar tungurnar hafa mikinn endurnýjunar-
mátt, en á gerólíkan hátt. í íslensku fæðist orð af oröi.
Ný orð eru jafnóðum smíðuð um hugtök, sem berast
til landsins. íslendingar segja ekki telefónn, heldur
sími.
Enska tekur hins vegar við orðum tiltölulega
óbreyttum. Hún er kynblendingur meðal mála, ef svo
má segja, afkvæmi engilsaxnesku og frönsku með ót-
ejjandi orð af grískum og latneskum uppruna í kaup-
bæti. Tele er til dæmis úr grísku, vision úr latínu og
saman mynda þau enska orðið um sjónvarp. Er önnur
tungan heppilegri en hin til þess að láta í hós hugsun?
Ég verð sjálfur ekki var við mikinn mun. Þó er sá
kostur á íslensku, hversu gagnsæ hún er. Orðið sjón-
varp skilst á augabragði af sjálfu sér. Verið getur, að
þess vegna sé erfiðara að fela óskýra hugsun í íslensku
en ensku. En óneitanlega er orðafjöldinn mikill kostur
enskunnar. Völ er á ótehandi orðum til þess að ná
blæmun á hlutum og fyrirbærum.
Boðleg bók
ÚtUt ritsins er ekki nægilega stílhreint og smekklegt
að mínum dómi, þótt sitt sýnist hverjum vafalaust um
það. En þessi bók er fullboðleg gjöf handa úflending-
um. Að vísu er óráðlegt aö gefa hana venjulegum
Bandaríkjamönnum, því Sigurður getur ekki stillt sig
um að hnýta í einn vinsælasta stjórnmálamann Banda-
ríkjanna fyrr og síöar, Ronald Reagan, fyrrverandi
Bandaríkjaforseta, í kaflanum um leiðtogafundinn í
Höfða. Hann minnist líka nokkrum sinnum óvinsam-
lega á bandaríska varnarhðið á Miðnesheiði. Sem bet-
ur fer gætir hinna skrýtnu srjórnmálaskoðana Sigurð-
ar þó lítt í bókinni.
Sigurður A. Magnússon: The lcelanders.
Forskot, Reykjavík 1990.
Fréttir
Andlát
Flateyri:
Aukin þjónusta við ferðafólk
Reynir Traustason, DV, Flateyri:
„Við þurfum að vinna markvisst
að því hér á Flateyri að fá hingað
ferðafólk með því að bæta þá aðstöðu
sem fyrir er á staðnum og með kynn-
ingarátaki," segir Guðbjartur Jóns-
son sem á og rekur veitingastaðinn
Vagninn á Flateyri.
Guðbjartur lætur ekki sirja við orð-
in tóm. Hann hefur að undanfórnu
verið að auka ferðamannaþjónustu í
tengslum við rekstur sinn. Býður
hann til dæmis upp á bátsferðir í sjó-
stangveiði, minigolf og billjard, auk
gistiþjónustu og veitinga.
„Það hefur verið skortur á ferða-
fólki hér en ég von á að okkur takist
á allra næstu árum að laða það til
okkar. Það er mikill hugur í heima-
mönnum og ég á von á stórátaki í
þessum málum," sagði athafnamað-
urinn Guðbjartur Jónsson.
Ásta' Sigurðardóttir frá Oddgeirs-
hólum, Vestmannaeyjum, andaðlst í
Hraunbúðum 23. júU sl.
Sjöfh Ólafsdóttir, Hólagötu 2, Vest-
mannaeyjum, lést í Landspítalanum
aðfaranótt 24. júti.
Ingólfur Hannesson, Sunnubraut 48,
Kópavogj,  andaðist á  hjúkrunar-
heimilinu SunnuhUð aðfaranótt 24.
júU.
Utför Andreu Jónsdóttur, Leirhöfn,
verður gerö frá Snartarstaðakirkju
laugardaginn 28. júti kl. 14.
Margrét   Steingrímsdóttir,   Hring-
braut 90, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Fossvogskapellu fimmtu-
daginn 26. júti kl. 15.
Guðrún Halldóra Ingimundardóttir
frá Auðnum, Vatnsleysuströnd, and-
aðist á HjúkrunarheimiUnu Sólvangi
laugardaginn 21. júti. Jarðarförin fer
fram frá Kálfatjarnarkirkju fóstu-
dagmn 27. júU kl. 15.
Bjarnína   Jónsdóttir,   Borgarnesi,
verður jarðsungin frá Borgarnes-
kirkju fimmtudaginn 26. júlí kl. 14.
Georg Ólafsson verður jarðsunginn
frá Kópavogskirkju fimmtudaginn
26. júU kl. 13.30.
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Austur-
gerði 10, Reykjavík, lést á Hrafnistu
13. júU. Guöbjörg fæddist á Seyðis-
firði 2. nóvember 1898, foreldrar
hennar voru hjónin Arnbjörg Jóns-
dóttir og Guðmundur Erlendsson.
Guðbjörg giftist Jóni Árnasyni skip-
sjóra og eignuðust þau sex börn. Út-
fór Guðbjargar verður gerð frá Bú-
staðakirkju í dag, 25. júti, kl. 13.30.
Kristín M. Kristinsdóttir er látin.
Kristín fæddist í Reykjavík 9. maí
1905, dóttir Kristins Þorkelssonar og
Maríu Guðríðar Jónsdóttur. Kristín
María gekk í Verslunarskólann og
lauk þaðan prófi. Kristín starfaði í
Landsbankanum og var hún þar til
starfsloka, einnig var hún um tíma
formaður Sambands íslenskra
bankamanna. Kristín María gtitist
Stefáni Ó. Björnssyni stýrimanni og
eignuðust þau þrjú börn. Útför Krist-
ínar verður gerð frá Dómkirkjunni í
dag kl. 13.30.
MIDVIKUDAGUR 25. JÚLl 1990.
Útför Jarþrúðar Sigurrósar Guð-
mundsdóttur frá Flateyri, Jökla-
grunni 1, Reykjavík, sem lést á
Hrafnistu þann 16. júlí, fer fram frá
Áskirkju fimmtudaginn 26. júU kl.
10.30. Jarðsett verður í Fossvogs-
kirkjugarði
Tilkynningar
Ættarmót
Niojar Guðmundar Einarssonar og
Margrétar Benediktsdóttur ffá Saurum í
Skagahreppi, A-Hún, halda ættarmót í
Bændaskólanum á Hvanneyri helgina
18.-19. ágúst. Dagskráin hefst kl. 14. Þeir
sem áhuga hafa á að gista inni panti her-
bergi sem allra fyrst. Vinsamlegast til-
kynnið þátttöku í síma 95-35710, Jóna;
91-30347, Margrét; 92-27350, Imba; 98-22031
Adda. Fjölmennum.
Reiðnámskeið fyrir fatlaða
í sumar, líkt og síöastliðið sumar, verða
haldin reiðnámskeið sem miðuð eru við
getu og þarfir fatlaðra og annarra sem á
séstakri aðstoð þurfa að halda og eru þau
styrkt úr sameiginleum sjóði Landssam-
takanna Þroskahjálpar og Öryrkja-
bandalags íslands. Námskeiðin eru við
Reykjalund í Mosfellsbæ þar sem góð
aðstaða_ og allur aðbúnaður er fyrir
hendi. Á námskeiðunum er faiið í reið-
túra og undirstöðuatriði reiðmenns-
kunnar kynnt. Fyrstu dagana kynnast
þátttakendur hreyfmgum hestsins, við-
brögðum hans og grundvallar stjórnun.
f seinni hlutanum er svo farið nánar í
hinar ýmsu hliðar hestamennsku. Einnig
eru gerðar verklegar og bóklegar æfing-
ar. Síðasti dagur hvers námskeiðs er svo
tekinn í langan reiðtúr og er þá haft nesti
með. Umsjónarmenn námskeiðanna, þær
Anna Sigurveig Magnúsdóttir og Hjördís
Bjartmars, hafa starfað við reiðþjálfun
fatlaðra imdanfarin sumur en þeim til
aðstoðar er Berglind Árnadóttir. Fjöldi á
hvert námskeið er breytilgur eftir getu
einstaklinga. Skráning fer fram í síma
667126 e.kl. 17 daglega.
Sýningar
SPRON
Álfabakka 14
í SPRON stendur yfir sýning á verkum
eftir Katrínu Ágústsdóttur. Myndefhið
sækir Katrín aðallega í húsaþyrpingar,
t.d. í Reykjavík, og íslenskt landslag. Á
sýningunni er myndefhið nokkuð úr
Breiðholtshverfinu og umhverfi þess, svo
og nokkrar landslagsmyndir. Sýrúngin,
sem er sölusýning, mun standa yfir til
31. ágúst nk. og er opin frá fóstudegi til
mánudags frá kl. 9.15-16.
Reykholt
Samsýning borgfiskra Ustamanna stend-
ur nú yfir í Reykholti. Þátttakendur í
sýningunni eru alls 19 listamenn sem
starfa í héraðinu eða tengjast Borgarfirði
á einhvern annan hátt. Sýningin stendur
til 6. ágúst og verður opin daglega frá kl.
13 til 18.
Sjóminjasafn íslands
Vesturgötu 8
Hafnarfirði simi 52502
Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18
Póst- og símaminjasaf nið
Austurgötu 11
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15-18. Aðgangur ókeypis.
Tapaðfundið
Kvenhjól tapaóist.
Stórt, dökkrautt kvenhjól tapaðist í Hól-
unum í Breiðholti. Finnandi vinsamleg-
ast hafið samband í síma 77067.
Fjölmiðlar
Vagnstjórinn vigir minigolflð.
DV-mynd Reynir
Léleg spretta vegna þurrka
rigni áður.
Grásleppuveiði var með minnsta
móti að þessu sinni og einnig var
viðarreki frekar UtiU. Bændur eru
þó búnir að saga talsvert af staurum
og er verðið frá 130 upp í 190 krónur
fyrir sagaöan staur.
Regína Thorarensen, DV, Gjögri:
Sláttur byrjaði hjá Sigursteini Svein-
björnssyni í Litlu-Ávík hér í Árnes-
hreppi 21. júti. Spretta er léleg vegna
mikiUa þurrka í aUt sumar. Bændur
í h reppnum fara óðum að slá af t'uti-
um krafti en vona þó að eitthvað
Lög unga fólksins
Þaðvarhéreinusinniaðeinung-
is fiörutiu rnínútur eða þar um bti
voru helgaðar þvl fyrfrbæri er nefn-
ist popp i Rikisiitvarpinu, Ef égman
rettvoruþeirþættíremungisó
þriðjudagskvöláura. Meðlögunum
voru íeshar „æðislegar ástarkveöj-
ur" semafivorasvomargar að
umsjónarmaöurnáöiekkiaðspila
hvertlag tilonda(scmsíðanolti
rtúkulióánægjuhlustenda).Það
komallavegaekkitilgreinaaö
lengjaþennan popphátt. Bopparar
vorahórnrekur í hinni, Jdassísku
ög J<&mermusísku'' dagskrargero
íjþádagá. Númáekkisktijaþaðavo
aö það sé óralangt síðan þetta var
þar sem skrifari er rétt skriöinn yfír
30áramarkjð.
Gæöi þessa vikulegu þátta þóttu
ó u i ndeilanl eg enda ekki af mikl u af
taka nema ef vera skyldi kanaut-
varpið. Tfl aö gera langa sögu stutta
var útvarpsrekstur síðan gefinn
frjáls. í dag heyrast lög unga fólks-
ins ekki bara í klukkutímaá dag,
endasUktfyrirkomukgytirmáta
fáránlegt, heldur atian sólarhring-
inn og á fleiri en einni stöð. Gæði
þeirrar uagskrárgerðar erahins
vegar orðin mjðg umdeild enda er
magn ekki trygging fyrir gæðum.
Lögin sem stik eru ekki aöfinnslu-
verð, ekki þannig, en dagskrárgerð
í hðndum misjafnlega ,^jáUuþptek-
inna" smartgæia og píá er oftast
nær svo laus við aUan metnað og
fagmennskuað mannifauasthend-
ur. Er virkUega enginviríing borín
fyrir hlustehdum þessara'-xésa? Eru
MustendurDaraeitthvertheilalaast
pakk sem best er að afgreiða meö
stanslausri tónlist og bjöguðu hálf-
vitahjatium kiukkuna, lengd vakta
ogkannski veðurinni á möii laga?
Dettur þessu ágæte fólki virkUega
ekkert annað í hug? Þáð hefur úr
heUum sólarhring aö möða.
Haukur Lárus Hauksson
.....        •
• • i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56