Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1990, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1990. Menning Styttur úr rekaviði á Kjarvalsstöðum: Byrjaði að skapa myndir í frístundum - segir Sæmundur Valdimarsson myndhöggvari Sæmundur Valdimarsson myndhöggvari opnaði sýningu á verkum sínum á Kjarvals- stöðum síðastliðinn laugardag. Sæmundur hefur sérstöðu meðal íslenskra myndhöggv- ara því hann gerir alla sína skúlptúra úr rekavið. Eins og með flesta alþýðuhstamenn er það fyrst og fremst einlægnin sem gerir högg- myndir Sæmundar eins eftirtektarverðar og þær eru í raun. Stytturnar á sýningu Sæ- mundar eru allt mannamyndir þar sem nafn styttunnar gefur ávallt til aö kynna hver hugmyndin að baki verkinu er og leynir sér ekki mikið innsæi listmannsins í mannlegar tilfinningar. Sæmundur Valdimarsson fæddist 1918 að Krossi á Barðaströnd og var þar búsettur til fuUorðinsára. Hann fluttist til Reykjavíkur 1948 og vann vaktavinnu í þrjátíu og flmm ár í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Sæmundur fór ekki að fikta við myndlist fyrr en um 1970 og voru hans fyrstu verk sýnd í Gallerí SÚM 1974, á sýningu á al- þýðulist sem þar var haldin. Upp úr því fór hann að vinna við stærri skúlptúra úr reka- viði. Fyrstu einkasýningu sína hélt Sæmund- ur 1983 og eru þær nú orðnair átta talsins, þar af ein í Osló 1989. Auk þess hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum. Verk Sæmundar hafa vakið athygh bæði inn- lendra og erlendra listunnenda og um þau hefur verið skrifað í blöðum og tímaritum. DV fékk Sæmund í stutt spjall í tilefni sýn- ingar hans. „Ég fæst eingöngu við rekavið nú. Á fyrstu sýningunni, sem ég tók þátt í, gerði ég verk úr mislitum steinum sem ég tíndi í fjöllum. Þá safnaöi ég einnig rekavið, braut hann niður og límdi hann aftur upp í grímur. Stytt- umar koma eiginlega ekki fyrr en eftir 1980. Þá var ég húinn að finna formið sem mér hæfir. Myndlistina hef ég ávallt stundað með ann- arri vinnu að undanskildum síðustu tveimur ámm. Rekaviðinn hef ég fundið mest í kring- um Reykjanesið en einnig fengið rekavið norðan af Ströndum. Rekaviðurinn kemur nánast upp á flöru eingöngu að vetri til þeg- ar gengur á með stórviðram." Sá eini sem gerir höggmyndir úr rekavið Sæmundur gerir eingöngu mannamyndir í rekaviðinn og getur hugmyndin að mynd- inni verið lengi aö þróast með honum. „Ég tek mikinn tíma í að hugsa upp myndina og Sæmundur Valdimarsson myndhöggvari stendur hér við eitt verka sinna sem er á sýningu hans á Kjarvalsstöðum. Nefnir hann verk þetta Móðurgleði. það er ekki gott að segja á hvaða stigi mynd- arinnar það er þegar ég er orðinn fullviss um hvemig myndin muni líta út í lokin.“ Sæmundur er eini myndhöggvarinn sem fæst við rekavið: „Spekingar hafa sagt við mig að myndlist í rekavið hafi þekkst fyrir um það bil 2500 árum, ekki veit ég neitt um það, en ég veit ekki um neinn annan sem fæst við þetta afhrigði af höggmyndalist." Sýning Sæmundar nú er þriðja einkasýn- ing hans að Kjarvalsstöðum en hans áttunda einkasýning í heild. í fyrra voru verk hans í fyrra á sýningu í Osló og vöktu mikla at- hygli. Og það er þess vegna sem til landsins er komin kona frá norsku listasafni sem mun skoða verkin með það fyrir augum að sýna þau á sýningu sem yrði haldin 1992 í Noregi. Er myndhst Sæmundar alþýðulist: „Já, þaö verð ég að segja, segir Sæmundur. „Ég var með á sýningu í Hafnarborg í vor með öðrum alþýðulistamönnum svo ég verð að telja mig alþýðulistamann. Ég var svolítið feiminn við nafnið „naivisti“ fyrst en í dag líkar mér ágætlega við það.“ Verkin á sýningu Sæmundar eru öll frá síðustu tveimur árum og voru nokkur þeirra á sýningu hans í Noregi. Þótt rekaviðurinn sé uppistaöan í skúlptúrum hans notar hann einnig þara, ýsuroð og trjálauf svo eitthvað sé nefnt til að fullgera stytturnar. Byrjaði í frístundum frá vinnunni Hvaö kom til að vaktavinnumaður í Áburð- arverksmiðjunni fór að eiga við myndlist? „Mig vantaði eitthvaö til að gera í frístundum og byrjaði fyrst að mála á steinflögur og smám saman þróðaðist þetta út í rekaviðinn og þá fannst mér ég hafa fundið það sem ég leitaði að. Rekaviðurinn er vandmeðfarinn. Hann er mikið mergsoginn og svo þegar hann er þurrkaður þá springur hann allur og það má sjá á verkunum." Hvaö er það sem rekur Sæmund áfram í myndsköpun sinni? „Ég hef margoft hætt og fundist þetta vera ekki til neins en ávallt byrjað aftur. Að vísu eftir að ég hætti að vinna hef ég unnið stöðugt að styttunum og mun gera það áfram á virkum dögum sem og helgum.“ Óhætt er að hvetja fólk til að sjá hina sér- stöku skúlptúra sem Sæmundur gerir í reka- viðinn. Það er erfitt annað en að hrífast að þeirri einlægni sem skín úr verkunum. -HK Alþýðuleikhúsið: Grísk tragedía og bama- leikrrt fyrstu verkef nin Starfsemi Alþýðuleikhússins er að heQast þessa dagana. í fyrstu verða. tvö verkefni á dagskrá, Gríski harm- leikurinn Medea eftir Evrípídes og Keh þó eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Æfingar era þegar hafnar á Medeu og er Inga Bjamason leikstjóri en þýðingin er eftir Helga Hálfdanar- son. Leikritið fjallar um Medeu, svartahafsprinsessu, morðkvendi, fegurðardrottningu og galdranom. Tónhstina gerði Leifur Þórarinsson og Hlíf Svavarsdóttir hefur umsjón með dönsum. Medea verður sýnt í gamla Iðnó sem ætlar að verða líf- seigt sem leikhús. Nú er leikfélagið flutt þaðan en aðrir leikhópar fá þar að öllum líkindum inni í vetur. Hlutverk Medeu leikur Jórann Sig- urðardóttir en Jason, eiginmann hennar, leikur Harald G. Haralds. Ahs eru leikarar og dansarar þrettán í sýningunni. Medea hefur ekki verið leikið á svið áður hér á landi. Leikrit- ið verður framsýnt 26. október. Þess má geta að út kemur í haust hjá Máli og menningu bók með þýðing- um Helga á öllumn leikritum Æsílos- ar, Sófóklesar og Evrípídesar. Keh þó er barnaleikrit eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur, ætlað börn- um, 6-9 ára. Leikritið er með um- ferðarfræðslu og er til sýningar í skólum. Fjallar það um Kela, sem er hress átta ára strákur, nýfluttur í bæinn að vestan en er þó hvergi banginn í umferðinni í Reykjavík. Hans stærsti draumur er að verða lögga. Hann kemst að því að hann á ýmislegt ólært áður en sá draumur rætist. Auk Kela koma við sögu Vala, sem er sex ára og hefur vhlst, mamma Kela, lögregluþjónn, gamall maður, fullorðin kona, strákur í boltaleik og stressaður maður sem greinilega er litblindur. Þrír leikendur fara með öll hlutverkin. Þau eru Steinunn Ólína Þorsteindóttir, Kormákur Baltasar og Gunnar Rafn Guð- mundsson. Tónhst er eftir Ólaf Hauk Símonarson. Gerla gerir leikmynd og búninga og leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir. Frumsýning verður 10 október. -HK Inga Bjarnason leikstýrir Medeu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.