Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990. 25 Iþróttir 'étur með 310 þúsund á mánuði Eins og fram kom í DV í gær hefur körfuknattleiksdeild Tindastóls á Sauöárkróki samið við Pétur Guðmundsson körfuknattleiksmann og mun hann leika með liðinu í vet- ur. Sauðkrækingar þurftu að færa rniklar fórnir til að fa Pétur til liðs við sig enda snjall og eðlilega dýr körfuknattleiksmaður á ferð. öldi. Anton átti góðan leik með Fram eins Símamynd/Pressens Bild, Svíþjóð. Pétur verður á góðum launum 1 vetur hjá Tindastóli en hann fær greiddar 350 þúsund krónur á mán- uði og að auki einhverjar bónus- greiðslur. Samningur Péturs gildir út keppnistímabilið sem varir í um 6-7 mánuði og samtals þarf Tinda- stóll því að greiða Pétri um 2,3 milljónir í föst laun auk bónus- greiðslna. Nóg til af aurunum á Sauðárkrókí? Menn sem DV ræddi viö í gær velta mjög vöngum yflr því hvemig lítil körfuknattleiksdeúd út á lands- byggöinni hafi ráö á því að semja við Pétur eftir að hafa fengið til sín tékkneskan þjálfara og tékkneskan leikmann. Að auki segja heimilda- menn DV aö þeir Valur Ingimund- arson og Einar Einarsson fái greidd einhver laun hjá féiaginu í vetur. Það er þvi ekki fjarri lagi að launa- greiðslur körfuknattleiksdeildar Tindastóls nemi um 700 þúsund krónum á mánuði. Ef sú tala er rétt þarf félagið að greiða leik- mönnunum íjórum og þjálfaranum um 4,6 milljónir í laun fýrir keppn- istímabilið. Fyrirfæki og einstaklingar fjármagna launagreiðslur Gríöarlegur áhugi er á körfuknatt- leik á Sauðárkróki og það reyndist körfuknattleiksdeild Tindastóls ekki mjög torsótt mál að fá stuðn- ingsaðila fyrir keppnistímabil- ið. Mörg fyrirtætó á Króknum og einhverjir einstaklingar hafa lagt sitt af mörkum og samkvæmt heimildum DV hefur körfuknatt- leiksdeild Tindastóls þegar önglaö saman fyrir öllum launagreiöslum á væntanlegu keppnistímabili. Það verður aö teljast vel af sér vikið og nú bíða menn spenntir eftir leikj- um Tindastóls í vetur og hvort dæmiö gangi upp. -SK n með betra lið“ keppni meistaraliöa eftir jafntefli gegn Djurgárden í gærkvöldi, 1-1 en rri am as- 1-1 ng- erð sta :m- ær. 120. aði og rrir tn í Engin skömm að tapa fyrir Fram „Við hefðum þurft að skora snemma en fengum í staðinn strax á okkur mark þannig að þá var staðan orðin mjög erfíð. Vonir okkar dvínuðu eft- ir því sem mínúturnar liðu. Við lék- um illa i báöum leikjunum gegn Fram og því fór sem fór,“ sagði Tommy Forsgren, aöstoðarþjálfari Djurgárden, í samtali við DV eftir leikmn. Lennart Wass, þjálfari hðs- ins, neitaði að ræða við blaöamenn, sænska og íslenska. „Það er engin skömm aö tapa fyrir Fram þó sænskir knattspyrnuáhuga- menn telji það. Lið Fram er með vel skipulagða vörn, beitir hröðum og hættulegum skyndisóknum og leik- menn liðsins voru oft rólegir og yfir- vegaðir og léku vel saman. Anton Björn Markússon er mjög góður leik- maður, Kristinn R. Jónsson gífurlega kk ef sér gði rði sterkur á miðjunni og Jón Erling Ragnarsson er alltaf hættulegur þótt hann hafi ekki verið eins góður og í leiknum í Reykjavík. Úrslitin eru Jón til Sookers? íeð ast Svo gæti farið að Jón Sveinsson, rir vamarmaður úr Fram, gerðist lék leikmaður með bandariska at- in- vinnuknattspymuliðinu San Di- nn ego Sockers í vetur. Jón stundar kki nám í San Diego og hefur æft með sió liðinu að undanförnu og lék á síð- )an asta vetri með áhugamannaliði ta- félagsins. elli ,,peii4 sKynsi iijouega, en pao yrði garaan að leika með Sockers. Liðið hefur orðið innanhúss- meistari í Bandaríkjunum sex ár í röð og fær 8-10 þúsund áhorf- úti endur á heimaleikina sem fara len fram í íshokkíhöll. Síðan stendur til að leika atí'innudeildina ígu að hluta utanhúss líka,“ sagði >on Jón. ttu Tvísýnt er hvort Jón getur leik- pn- iö raeð Fram í 2. umferð Evrópu- im, keppni bikarhafa. „Ég tel ektó ara miklar líkur á því, það verður son erfitt fyrir mig að taka meira frí, >að en ég athuga málið þegar ég kem >on vestur,“ sagði Jón, sem hélt til all- Bandarikjanna í morgun. vissulega áfall fyrir sænska knatf spyrnu, sem er í lægð um þessar mundir,“ sagði Tommy Forsgren. Leiðinlegt að spila gegn Svíunum „Það var þægilegt að hefja leitónn þremur mörkum yfir og skora síðan strax og ná fjögurra marka forskoti. Ásgeir þjálfari var búinn aö segja aö við gætum vel skorað í upphafi og það gekk eftir. Svíarnir urðu strax pirraðir og það var mjög leiðinlegt að spila á móti þeim, þeir brutu gróf- lega af sér, voru sítuðandi og með alls konar stæla," sagði Jón Sveins- son, aftasti maður í vörn Framara. Hef aldrei séð svona dómgæslu „Svíarnir spiluðu eins og okkur hentar verst, með þrjá í framlínunni og það gerði okkur erfitt fyrir í fyrri hálileiknum. Ég þurfti að færa Stein- ar aftar og láta hann spila sem bak- vörð. En leikurir.n þróaðist vel og strákarnir voru góðir. En ég var mjög óánægöur með dómgæsluna, ég hef oft séð heimadómara í Evrópu- leikjum en aldrei eins og þetta hjá Finnanum. Hann leit ekki á Svíana þó þeir klipptu okkar menn niður og gaf þeim svo eitt spjald til mála- mynda fyrir ekki neitt. Nú æfum við bara áfram og stefnum á að standa okkur vel í 2. umferðinni," sagði Ásgeir Elíasson. Vörnin var besti hluti Framliösins, Jón Sveinsson, Kristján Jónsson og Viðar Þorkelsson stóðu sig allir mjög vel ásamt Kristni R. Jónssyni, sem var óhemju drjúgur á miðjunni, og Pétri Arnþórssyni, sem baröist gífur- lega aö vanda. Ánnars komust flestir vel frá leiknum og Framarar geta borið höfuöið hátt eftir þessi úrslit - þeir hafa styrkt stöðu íslands í knatt- spyrnuheiminum með frammistöðu sinni gegn Djurgárden. Áhorfendur á Rásunda voru aðeins 956, þar af á annað hundrað íslend- ingar sem studdu Framara dyggi- lega. Finnski dómarinn Eero Aho er einhver sá slakasti sem undirritaöur hefur„séð í leik á alþjóðavettvangi. Fjögur félög litu á Hörð - Newcastie, Sheff. Utd, Bumley og Middlesboro Forráðamenn fjögurra enskra knattspyrnuliða voru á meðal áhorfenda þegar FH-ingar léku gegn Dundee United í Evrópukeppni félagsliða í Skot- landi í gærkvöldi. Þeir voru að berja markakóng nýafstaðins íslandsmóts augum og er hér að sjálfsögðu átt við FH-inginn Hörð Magnússon. A leiknum voru menn frá 1. deiidar liðinu Sheffield United, 2. deildar hðun- um Newcastle og Middlesboro og loks voru menn frá 4. deildar hðinu Burn- ley. Þessir njósnarar sáu Hörð í góöu formi en hann skoraði einmitt fyrsta mark leiksins. Þá áttu margir leikmenn FH góðan leik og er aldrei að vita nema eitthvað komi út úr þessari heimsókn FH-inga til Dundee. -SK • Halldór Halldórsson, markvörður FH, handsamar knöttinn i leiknum gegn Dundee United í gærkvöldi. Guðmundur Valur, sá hvitklæddi, fylgist álengd- ar með. Símamynd/Dundee Courier. Glæsimark Kristjáns FH og Dundee Utd skildu jöfn, 2-2 FH-ingar fóru á kostum í fyrri hálf- leik gegn Dundee United í Evrópu- keppni félagsliða í gærkvöldi. Leik- urinn fór fram á Tannadice Park, heimavelli Dundee United, að við- stöddum 7 þúsund áhorfendum. Eftir aðeins 28 mínútna leik voru FH-ingar búnir aö ná tveggja marka forystu, 0-2, og leiðin í 2. umferð keppninnar virtist í augsýn en fyrri leik liðanna lauk með sigri skoska liðsins, 1-3. Hörður Magnússon skoraði fyrra mark FH með góðu skoti úr víta- teignum á 20. mínútu. Á undan áttu þeir Kristján Gíslason og Andri Mar- teinsson góð tækifæri en markvörð- ur Dundee Utd varði vel í bæði stópt- in. Á 28. mínútu bættu FH-ingar við öðru marki og er það eitt fallegasta mark sem skorað hefur verið á Tannadice Park. Kristján Gíslason skaut firnafostu skoti af 25 metra færi og fór knötturinn efst í mar- homið. Dundee Utd komst næst því að skora þegar Guðmundur Valur bjargaði á marklínu. Andri Mar- teinsson átti alla möguleika á að bæta við þriðja markinu á 31. mínútu en Billy Thomson markvörður varöi mjög vel. I síðari hálfleik sóttu lið Dundee Utd meira en vörn FH varöist af krafti. Patrick Connolly minnkaöi muninn fyrir skoska liðiö á 62. mín- útu og þegar tíu mínútur voru til leiksloka jafnaði Dundee Utd eftir hornspyrnu. Fastur snúningsbolti var gefinn fyrir og lenti boltinn á höföi Guðmundar Hilmarssonar og í netið. Áhorfendur púuðu á leikmenn Dundee Utd í leikslok og fram- kvæmdastjóri liðsins jós skömmum yfir þá og skipaði þeim að taka nokkra spretti fyrir slappa frammi- stöðu. Allt FH-liðið á hrós skilið fyrir frammistöðu sína en fæstir áttu von á að það myndi standa í skoska liöinu sem er um þessar mundir í efsta sætinu í skosku úrvalsdeildinni. Já, FH-liðið getur borið höfuðið hátt. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.