Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 265. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						40
LAUGARDAGUR 17. N0VEMBER 1990.
Óvenjuleg bókaverslun í Köln:
Hann rokselur íslenskar
/                        -               .
bækur í Þýskalandi
Jóhanna S. Sigþórsdóttir, DV, Þýskalandi:
Það var ekkert sem benti til þess
að blaðamaður væri á réttum staö
þegar hann gekk inn í bókaverslun
C. Roemke viö Apostelnstrasse eða
Postulastræti 7 í Köln í Þýskalandi á
dögunum. Þarna átti að vera til sölu
urmull íslenskra og íslandstengdra
bóka, raunar heil deild slíkra bók-
mennta. En það var ekki hvertutlu
að sjá við fyrstu yfirsýn. Verslunin
var svo sem nógu stór og rúmgóð,
ekki vantaði það. Og þar ægði saman
bókmenntum frá bllum löndum,
nema íslandi. Þarna var eitthvaö
öðruvísi en það átti að vera.
Ekki þótti þó rétt að gefast upp úr
því að á staðinn var komið. Blaða-
maður vék sér því að einni af-
„_, greiðslustúlkunni og spurði eftir eig-
andanum. Konan brá snarlega við,
hallaði undir flatt og kallaði upp í
loftið: „Pabbi!" Kallinu var- svarað
að ofan og kom þá í ljós að bókaversl-
unin var á tveim hæðum. Upp á efri
hæðina lá lítill hringstigi sem kúröi
í einu horni verslunarinnar og lét
•  lítið fyrir sér fara.
Niður þennan stiga kom nú gamall
maður, líklega komihn yfir áttrætt.
Ekki bar hann það með sér að hann
ræki umfangsmikla bókaverslun eri
þó reyndist svo vera. Það kom sumsé
* upp úr dúrnum að þessi maður hefur
farið ótroðnar slóðir í viðskiptum
sínum og gert það sem aðrir myndu
hika við að leggja út í, sumsé að selja
íslenskar bækur í verslun.sinni.
Þarna var kominn eigandi bóka-
verslunarinnar C. Roemke og Cie,
Friedrich Tacke að nafni. Hann tók
blaðamanni húflega og bauð honum
að ganga með sér upp á efri hæð
verslunarinnar. Og sjá - þar voru
hlaðnar bókahillur frá gólfi til lofts.
Þarna var líká skrifborð Friedrichs
og bar það vott um mikil umsvif eig-
andans. „Æ, ég ætla að biöja ykkur
um að vera ekkert að mynda skrif-
borðið mitt," sagði hann. „Það er svo
óttalegt drasl á því, að fólk gæti hald-
ji . ið að allt væri í megnustu óreiðu
hérna hjá mér."
Viö skrifborðið var svo sjálfur
helgidómurinn, rúmgott horn hlaðiö
íslenskum bókum og ýmsum ritum,
þýskum, sem fjalla um ísland eða
íslensku þjóðina. Þarna voru um 250
titlar af ýmsum toga. Má nefna fjölda
íslenskra skáldsagna, feröabóka,
námsbóka, bóka um islenska hestinn
ög svo mætti lengi telja.
En hvað skyldi hafa orðið til þess
að sett var á stofn svo umfangsmikil
verslun á íslenskum og íslandstengd-
um bókum í Þýskalandi?
„Tildrögin voru þau að ég var beð-
inn um að útvega íslenskar bækur
til að stilla upp vegna fyrirlestrar,
sem halda átti hér í Köln, um ísland
og íslenska menningu," segir Fri-
edrich. „Þetta gerði ég að vísu með
töluverðri fyrirhöfn og þá vaknaði
áhuginn. Ég hef nú rekið þessa „ís-
lensku deild" í verslunínni hjá mér
um þrjátíu ára skeiö og þaö er ekk-
ert lát á þessu. íslenska bókin virðist
heldur vera að vaxa í vinsældum í
Þýskalandi, ef eitthvað er. Ég reyni
að vera með bækur sem fjalla um
íslensku þjóðina, bókmenntir og ís-
lenska tungu. Að sjálfsögðu eru hér
einnig ýmis bókmenntave'rk á boð-
stólum."
Ágömlummerg
Bókaverslunin C. Roemke stendur
á gömlum merg. Hún var stofnuð
1865 og hefur verið rekin undir sama
nafni æ síöan. Friedrich Tacke tók
við rekstrinum af fóður sínum og
Ekkert bendir til þess að innan veggja þessarar verslunar sé starfrækt myndarleg „islensk deild". Sú er þó raunin
og þar fer fram talsverð verslun með íslenskar og íslandstengdar bækur.
hefur heldur verið að færa út kvíarn-
ar.
Þaö er ekki nóg með að hann selji
íslenskar bækur heldur pantar hann
einnig ef viðskiptavinimir koma með
einhverjar sérstakar óskir. „Þaö er
talsvert um að fólk notfæri sér þessa
þjónustu, því ég hef náttúrulega ekki
tök á því að vera með allt þaö sem
hugurinn girnist í hillunum hjá mér.
Það eru ótrúlegustu bækur sem ég
er beðinn um að panta og þaö er allt-
af gaman þegar nýir titlar skjóta upp
kollinum.
Svo koma hingað á hverjum degi í
verslunina til mín viðskiptavinir
sem langar til að kíkja í „íslensku
deildina". Sumir þeirra eru á leiðinni
til íslands og vilja kynna sér land og
þjóð sem best áður en þeir leggja
í'ann. Aðrir hafa þegar verið þar og
vilja nú afla sér hvers kyns fróðleiks
um land og þjóð, af því aö það hefur
hrifið þá svo mjög. Enn aðrir hafa
mikinn áhuga á íslenskum forn-
bókmenntum og því hef ég hér á boð-
stólum bæði verkin sjálf svo og um-
fjöllun um þau, ýmist á íslensku eða
þýsku. Ég hef sjálfur lesið allar ís-
lendingasögurnar og hafði afskap-
lega gaman af."
Sex sinnum til íslands
Sjálfur er Friedrich Tacke mikill
íslandsvinur, eins og nærri má geta.
Hann hefur komið sex sinnum til
íslandsvinurinn Friedrich hefur gert talsvert aö því að taka myndir í Reykja-
vík. Hér skoðar hann eina slika sem hann náði af norðurljósunum yfir Sjó-
mannaskólanum. Raunar er þetta eftirlætismyndin hans.
íslands, síðast nú í haust. Þá brá
hann sér á afmælishátíð Þýsk-
íslenska félagsins Germaníu og
skemmti sér konunglega.
Hann notar þessar ferðir gjarnan
til að líta inn í bókaverslanir í
Reykjavík. Þar eru fornbókaverslan-
ir efstar á blaði. Hann segist eyöa
talsverðum tíma í þeim og þar hefði
hann fengið margan góðan gripinn
sem ella hefði tekið langan tíma að
útvega einhverjum viðskiptavinin-
um úti í Þýskalandi.
En Friedrich eyðir ekki öllum sín-
um tíma í bókaverslunum. „Ég geri
svolítið að því að taka myndir," segir
hann hæversklega. „Ykkur myndi
kannski langa til að líta á nokkrar
þeirra?"
Að þessum orðum sögðum seilist
hann á bak við skrifborðið sitt og
dregur fram heljarmikinn vöndul.
Hann flettir honum í sundur og koma
þá í ljós gullfallegar myndir sem
teknar hafa verið á íslandi. Sumar
sýna bragandi norðurljós á kvöld-
himninum yflr Sjómannaskólanum í
Reykjavík. „Þetta er eiginlega uppá-
haldsmyndin mín," segir gamli mað-
urinn með lítillæti en þó leynir
hreyknin sér ekki í röddinni.
- Og hvaö ætlarðu að gera við allar
þessar myndir? Spyr blaðamaður
sem býst við að viðskiptajöfurinn
ætli að koma þeim í verð með tíð og
tíma.
„Ég skemmti mér við að skoða þær
af og til," var svarið. Og þar með
þurfti ekki að ræða það mál frekar.
Friedrich á orðið allmarga vini og
kunningja á íslandi. „Ég hef kynnst
mjög mörgu fólki, bæði Islendingum
og Þjóðverjum, vegna áhugá míns á
íslenskum bókum og starfs míns í
sambandi við sölu á þeim," segir
hann. „Þar á meðal eru nokkrir höf-
undar ferðabóka um ísland sem hafa
viðað að sér geysilegum fróðleik,
bæði um land og þjóð. Þessir menn
eru í raun orðnir sérfræðingar á sínu
sviði. Það er alltaf gaman að hitta
þessa kunningja og spjalla við þá,"
segir gamli maðurinn brosandi og
það er greinilegt að íslandsbækurnar
og stússið í kringum þær gefa honum
talsverða lífsfyllingu.
Bókaskrá á hverju ári
Þessa dagana er talsvert umleikis
hjá Friedrich Tacke vegna „íslensku
deildarinnar" hans. Þann 1. desemb-
er ár hvert er haldin eins konar
námsstefna í Köln. Það er þýsk-
íslenska félagið sem hefur veg og
vanda af henni. Þarna eru haldnir
fyrirlestrar á ýmsum mismunandi
sviðum og vitaskuld skipa bók-
menntir þar stóran sess. Að þessu
sinni verða kynnt verk Guðbergs
Bergssonar og Thors Vilhjálmsson-
ar. Geta má þess í framhjáhlaupi að
Grámosinn hans Thors er að koma
út í þýskri þýðingu þessa dagana og
gleður það vafalaust margan bó-
kaunnandann.
En aftur til námsstefnunnar. í
tengslum við hana setur Friedrich
saman skrá um alla þá titla sem finna
má í bókaversluninni hans. Það er
heilmikil vinna, eins og geta má
nærri, því skráin þarf að vera tæm-
andi og skipulega sett saman.
Allt er þetta nú gott og blessað og
greinilegt að íslensku bókinni er
haldið mjög á lofti í Þýskalandi þessa
dagana. En hvernig skyldi vera hægt
að versla með bækur sem kaupa þarf
á íslandi og selja í Þýskalandi. Þetta
þýðir nefnilega að þær eru allt að
helmingi dýrari þar sem þær eru
keyptar heldur en þar sem þær eru
seldar og svoleiðis viðskipti geta tæp-
ast verið ábatasöm.
„Nei, það er alveg rétt að bækurnar
eru allt að helmingi dýrari á íslandi
heldur en hér. Gróöinn er auðvitað
enginn og í mörgum tilfellum veldur
þetta erfiðleikum á sölu íslensku
bókanna. Það er nefriilega ekki alltaf
sem viðskiptavinirnir gera sér grein
fyri þessum mikla mun á verölagi
hér og á íslandi. En mér finnst nauð-
synlegt að bjóða upp á íslenskar
bækur hér í Þýskalandi, þar sem
áhuginn fyrir landi og þjóð er svo
mikill sem raun ber vitni, og ég von-
ast til aö svo verði einnig eftir minn
dag," segir gamli maðurinn, einbeitt-
ur á svip.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64