Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990. 23 Dans- staðir Bjórhöllin Gerðubergi 1, sími 74420 Lifandi tónlist öll kvöld vikunn- ar. Breiðvangur i Mjódd Tónlistar- og kvikmyndaveisla í kvöld. Hljómsveitin Rikshaw mun kynna efni af nýútkominni breiöskífu sinni, Angels and Dev- ils. Loðin rotta leikur fyrir dansi. Á laugardagskvöld verður stór- sýning Ríó tríós, Dýrið gengur laust. Hljómsveit hússins verður stórhljómsveit Gunnars Þórðar- sonar. Danshöllin Fjölbreytt skemmtun með fyrir- taks skemmtikröftum. Rokksveit Rúnars Júlíussonar leikur á efri hæðinni. Casablanca Diskótek föstudagskvöld. Tísku- kvöld á laugardagskvöld. í tilefni af því mun dómnefnd útnefna best klædda strák og best klæddu stelpu ársins 1990. Dans-Barinn Grensásvegi 7, sími 688311 Diskótek um helgina. Danshúsið Glæsibæ Álfheimum, s. 686220 Danshljómsveitin Smellir ásamt Ragnari Bjarnasyni leikur fyrir dansi um helgina. Gikkurinn Ármúla 7, sími 681661 Lifandi tónlist um helgar. Hótel Borg Pósthússtræti 10, sími 11440 Diskótek föstudags- og laugar- dagskvöld. Púlsinn Vitastíg Rúnar Þór og- hljómsveit leika fóstudags- og laugardagskvöld. Á simnudagskvöld leikur hljóm- sveit Eddu Borg. Sportklúbburinn Borgartúni 32, s. 29670 Opið fostudags- og laugprdags- kvöld á Stönginni. Aðgangur ókeypis. Skálafell, Hótel Esju Suðurlandsbraut 2, sími 82200 Gúðmundur Haukur leikur föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld og nk. fimmtudags- kvöld. Opið öll kvöld vikunnar. Hótel Island Ármúla 9, sími 687111 Húsið opnað kl. 22 í kvöld. Hljóm- sveitin Atlantis leikur fyrir dansi. Hljómsveitin Upplyfting kynnir nýútkomna plötu sína. Á laugardagskvöld verður sýn- ingin „Rokkað á himnum". Síð- asta sýning fyrir jól. Hljómsveitin Atlantis leikur fyrir dansi á stóra sviðinu. Anna Vilhjálms og Flæk- ingarnir leika í Asbyrgi. Blús- menn Andreu blúsa í Café ísland og öll nýjustu lögin verða leikin í Norðursal. Hljómsveitin Upp- lyfting kynnir nýju plötuna sína. Hótel Saga „Ómladí", skemmtun Ómars Ragnarssonar, Þórhalls Sigurðs- sonar, Haralds Sigurðssonar og fleiri ágætra manna hefst aftur á laugardagskvöld. Hljómsveitin Einsdæmi leikur fyrir dansi. Mímisbar er opinn fóstudags- og laugardagskvöld. Keisarlnn Laugavegi 116 Opiö öll kvöld. Laguna og Café Krókódíll Diskótek um helgina. Tveir vinir og annar í fríi í kvöld leika Langi Seli og skug- gamir fyrir dansi. Á laugardags- kvöldiö ætlar hin stórsnjalla meindýra-sveit Loðin rotta aö troða upp. Ölver Álfheimum 74, s. 686220 Karaoke-nýjungar í tónhstar- flutningi. Opið alla daga. Veitingahúsið Ártún Vagnhöfða 11, s. 685090 Nýju og gömlu dansarnir fóstu- dags- og laugardagskvöld. Hljóm- sveit Jóns Sigurðssonar leikur fyrir dansi ásamt söngkonunni Hjördísi Geirsdóttur. Kveðja Sigfúsar til Reykjavíkur Um síðustu helgi opnaði Sigfús Halldórsson málverkasýningu að Kjarvalsstöðum og eru allar mynd- irnar helgaðar Reykjavík. Um þessa helgi, laugardag og sunnudag, klukkan 15.00 verða stuttar uppákomur í tengslum við sýninguna. Ýmsir tónlistarmenn og vinir Sigfúsar ætla að troða upp. Á mánudag verða haldnir sér- stakir tónleikar til heiðurs Sigfúsi og hefjast þeir klukkan 20.30 og verða salir Kjarvalsstaða opnir til klukkan 22.00 það kvöld. Annars er sýningin opin daglega frá klukk- an 11.00 til 18.00 og lýkur henni á Þorláksmessu. mm Vinir Sigfúsar troða upp á sýningu hans um helgina. Tískukvöld í Casablanca Laugardagskvöldið 15. desember mun Véitingahúsið Casablanca halda tískukvöld. í því tilefni mun dómnefnd útnefna best klædda strákinn og best klæddu stelpuna árið 1990. I dómnefnd verður fólk sem liflr og hrærist í tískuheimin- um í Reykjavík. Ýmsar aðrar uppá- komur verða svo sem snyrtivöru- kynning og boðiö verður upp á for- drykk og konfekt. Þessar stelpur ættu góða möguleika á tískukvöldinu. Gluggagægir guðar á glugga i Árbæ. Jól í Árbæ Um þessa helgi eru síðustu for- vöð að sjá hina margrómuðu jóla- sýningu í Árbæjarsafni. Þarna kennir margra grasa og má nefna að í húsi Klepps eru tvær sýningar en það eru jólahald á stríðsárunum sem er á efri hæð. í stríðinu jukust atvinnumöguleikar íslendinga og tekjur eftir áralangt kreppustand. Þess bar ekki síst merki á jólum og eins og sjá má af auglýsingum verslana frá þessum tíma var ýmis munaðarvarningur til þótt skömmtun ríkti. Á neðri hæðinni er sýningin Jól í Prófessorsbú- staðnum um 1920 og er það byggt á minningum Nínu Þórðardóttur. í Dillonshúsi er hægt að gæða sér á veitingum, heitu súkkulaði og jólasmákökum. Á Torginu er jóla- tré sem dansað er í kringum kl. 14.00 undir harmóníkutónlist og jólasveinar koma í heimsókn. í Miðhúsi er prentsmiðjan í gangi og þar eru prentuð sérstök kort og einnig eru sýnd jólakort frá fyrri áratug aldarinnar. Krambúðin verður opin og hægt að kaupa ýmisjegt sem tengist jólahaldi. í Árbæ sjálfum er sýndur jó- laundirbúningur á baðstofuloftinu og hvernig laufabrauö er skorið út. Gestum gefst líka kostur á að hlýða á aðventumessu kl. 15.30 í kirkj- unni. Púlsinn tifar Á föstudags- og laugardagskvöld spilar Rúnar Þór í Púlsinum og kynnir plötu sína Frostaugu, ásamt því að flytja annað efni. í hljóm- sveitinni með honum eru þeir Jón Ólafsson, Jónas Björnsson og Sig- urgeir Sigmundsson. Þeir félagar taka fleiri lög en af plötunni og halda uppi stuði fram á nótt. Á sunnudaginn verður Hljóm- sveit Eddu Borg aðalnúmer kvölds- ins. Með Eddu spila þeir Bjami Sveinbjörnsson, Friðrik Karlsson, Pétur Grétarsson og Þórir Baldurs- son. Heiðursgestir kvöldsins verða þeir Pálmi Gunnarsson og Sigurð- ur Karlsson trommari sem ekki hefur leikið opinberlega síðan 1987. Meðal þess sem þeir taka með hljómsveitinni er gamli djassstand- ardinn Take Five sem Dave Brubeck gerði óhemju vinsælan á árum áður. Sigurður Karlsson kemur i tyrsta sinn fram í þrjú ár. Breiðvangur: Rikshaw og Loðin rotta í kvöld, föstudagkvöld, verður hljómsveitin Rikshaw í skemmti- og veitingastaðnum Breiðvangi í Miódd. Hljómsveitin hefur nýverið sent frá sér breiðskífu sem ber nafnið Angels and Devils. Þegar efni plötunnar hefur verið kynnt mun Loðin Rotta taka völdin og stjórna dansleik eins og þeim einum er lagið. Loðin Rotta er nú reyndar brot úr Rikshaw en að flestu leyti ööruvísi hljómsveit. Húsið verður opnað klukkari 22.00 en dagskráin hefst klukkan 23.00. Dansleikurinn stendur til klukkan þrjú eftir núðnætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.