Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1991, Blaðsíða 1
 Getraunlr: 1-1-2 1-X-1 X-X-1 X-1-1 Lottó: 9 23 25 26 36 (17) kemur „Sern betnr fer var þarna aðeins um leiðínlegan misskilning að ræða. Ian Ross hefur ekki verið ráðinn til Huddersfield og kemur hingað til starfa þann 12. febrúar eins og áður var um samið,“ sagði Stefán Haraldsson, formaður knattspj'rnudeildar KR, i samtali við DV í gærkvöldi. Skýrt var frá því í Morgun- biaöinu á föstudag að Rðss heföi verið ráðinn aðstoðaríram- kvæmdastjóri hjá enska 3. deild- ar liöinu Huddersfield. „Ef þetta heföi verið rétt hefði Ross sýnt á sér aðra hlið en við höfum hingað til þekkt á honum. En hið sanna er að framkvæmdastjóri Hudd- ersfield, Eoin Hand, sem er gam- all vinur Ross, hringdi i hann og bað hann að hjálpa sér við æflng- ar í nokkra daga þar sem aðstoð- arframkvæmdastjórinn, Peter Withe, hefði stungið af. Ross sló til og verður hjá félaginu í 7-10 daga, án þess aö þiggja laun. Þetta var óþægilegur fréttaflutningur sem mun hafa verið byggður á frétt í breskri útvarpsstöð. Ég ræddi við Ross i gær og hann var bálreiður yfir þessum skrifum," sagði Stefán Haraldsson. -VS Bretarnir Brynjar Valdimarsson og Jónas Erlingsson féUu í gærkvöldi út úr World Snooker Masters stór- mótinu í snóker, sem nú stendur yfir í Birmingham í Englandi, þegar þeir töpuðu, 5-1, fyrir hin- um frægu Steve Davis.og Terry Griffith í 2, umferð í tvíliðaleik. Þráttfyrir úrslitin veittu Brynj- ar og Jónas hinum öflugu mót- herjum sínum harða keppni og nokkrir leikjanna voru tvísýnir. Davis er sem kunnugt er sex- faldur heimsmeistari í snóker og Griffith varö heimsmeistari fyrir tólf árum. í fyrstu umferðinni á fóstudag unnu þeir Brynjar og Jónas ör- uggan sigur á egypskum mótherj- um sínum. 5-1. -VS Kristján til IBK Ægir Mar Karason, DV, Suðumesjum: Kristján Hilmarsson, sem til þessa hefur leikið með FH, hefur ákveðið að spila með Keflvíking- um í 2. deildinní í knattspyrnu næsta sumar. Kristján er 25 ára miöjumaður og hefur leikíð 50 leiki meö FH í 1. deild. „Ég er frá Keflavík og hlakka því mikið til að spila með liðinu. Ég hef trú á að því gangi vel í sumar, þetta er góð blanda af ungum strákum og reyndari mönnum, en það er ljóst að 2. deildar keppnin verður mjög hörð,“ sagði Kristján í spjalli við DV í gærkvöldi. Kærir Carl J. Skotsambandið fyrir ósannindi? - segir sambandiö senda út rangar fréttir af íslandsmetum A íþróttasíðu DV síðastliðinn föstudag var sagt frá því að Tryggvi Sigmannsson heföi sett nýtt ís- landsmet með loftskammbyssu á móti í Noregi. Þar var sagt að hann hefði hlotið 566 stig og bætt eigið met um eitt stig. Þessi frétt kom frá Skotsambandi íslands en að sögn Carls J. Eiríkssonar er hún ekki með öllu rétt. „Á Reykjavíkurmóti, sem haldið var 18. maí í fyrra, varð ég Reykja- víkurmeistari með loftskamm- byssu og setti þá’nýtt íslandsmet, 566 stig, eða sama stigafjölda og Tryggvi náði á dögunum,“ sagði Carl í samtali við DV í gærkvöldi Get ekki lengur setið undir þessu „Nú er mæhrinn fullur. Ég get ekki lengur setið undir þessu. Þetta er í annað sinn sem fréttatilkynning frá Skotsambandi íslandi birtist með þessum hætti, það er - að Tryggvi hafl sett nýtt íslandsmet, en hið rétta er að hann jafnaði ár- • Islandsmeistarar Fram í handknattleik kvenna töpuðu i gær með átta marka mun fyrir hinu firnasterka norska liði Byásen í Evrópukeppni meistaraliða. Hér sækir Hafdis Guðjónsdóttir að norska markinu en Trine Haltvik er tii varnar. Allt um kvennahandbolta helgarinnar er á bis. 24. DV-mynd GS angur minn í bæði skiptin. Þetta er gengið svo langt að ég hyggst leita réttar míns hjá íþrótta- sambandi íslands með það í huga að kæra Skotsamband íslands fyrir ósannindi," sagði Carl. -GH TindastóU í vanda: Pétur meiddur Pétur Guðmundsson, risavaxni landsliðsmaðurinn í körfuknattleik sem leikur með Tindastóli, verður ekki með Sauðárkróksliðinu í næstu leikjum vegna meiðsla og lék ekki með þegar það tapaði óvænt fyrir Þór í úrvalsdeildinni í gær. Pétur tognaði á hásin í leiknum viö Keflavík á fimmtudaginn og er talið að hann verði hálfan mánuð að ná sér. Sauðkrækingar gera sér þó von- ir um að hann verði orðinn heill þeg- ar þeir mæta Grindavík í mikilvæg- um leik þann 31. janúar. Tindastóll leikur þétt þessa dagana og því eru meiðsli Péturs mjög baga- leg fyrir liðið. Á miðvikudag er bikar- leikur í Njarðvík, á sunnudag deilda- leikur við ÍR á útivelli, og annan þriðjudag á Tindastóll heimaleik við Njarðvík í deildinni. Tveimur dögum síðar fara Grind- víkingar til Sauðárkróks og annan sunnudag mætir Tindastóll KR- ingum, þannig að mikið er í húfi fyr- ir liðið að Pétur verði fljótur að ná sér. -ÞÁ/VS Þaö hefur frekar verið regla en hitt undanfarin ár aö dómarar í körfuboltanum ferðist með líðum frá höfuðhorgarsvæðínu í leiki út á land. Eitthvaö mun hafa verið um þetta i handboltanum einnig og um helgina gerðist atvik sem hlýtur að verða til þess að menn iari að hugsa þetta mál upp á nýtt. Hér er átt viö hinn hroðalega dóm í leik KA og Stjörnunnar á Akur- eyri, en dómarar þess leiks flugu norður' með hði Stjömunnar og með þeim suður aftur með annað stigiö. Hér veröur ekki sagt að dóm- arinn hafa veríð aö þakka fyrir samfylgdina, en hér hefur það gerst sem oft hefur verið varað viö aö með því að dómarar fljúgi í leiki með öðru hðinu sé hægt að setja svona mistök í það samhengi. Það er algjörlega óþolandi fyrir liðin úti á landi að þetta gerist enda óþarfi. Ég hika ekki við að fullyrða að t.d. í körfuboltanum noröur á Akureyri hefur þetta mjög oft leitt til þess að vafaatriöi sem koma upp eru dæmd aðkomuliðunum í vil. Dómarar em einungis mannlegir og eiga ekki auðvelt með að setjast upp í flugvél með öðm höinu eftir leikí ef leikmenn þess eru óánægð- ir með dómgæsluna. Því er það ávallt i huga dómaranna að reita þá ekki til reiði, en það er frekar í lagi þótt það sé á hinn vegínn. Það hefur líka oft gerst að leikmemi aökomuliöa í leikjum úfl á landi hlæja að þessu fyrirkomulagi, segja hiæjandi að þeir hafi komið með dómarana með sér og þeir myndu aldrei láta bjóða sér slíka fram- komu. Hér verður að verða breyting á og vonandi hefur það sem gerðist á Akureyri um helgina orðið til þess að menn sjá að sér og stöðva þetta rugl í eitt skipti fyrir öll. Gylfi Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.