Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1991, Blaðsíða 1
4 fl'JUACnJSíAV
23
Veist að dómara og þjálfara Keflvíkinga eftir sögulegan leik UMFN og ÍBK1 körfunni:
Njarðvíkingar kærðir
- Njarðvíkingar gætu misst heimaleikinn ef til fimmta úrslitaleiks liðanna kemur
Njarövíkingar tóku illa ósigrinum gegn Keflvíkingum á
heimavelli sínum á laugardag og kann framkoma þeirra að
draga dilk á eftir sér. Annar dómari leiksins varö fyrir því
aö áhorfandi veittist aö honum er hann var á leið til búnings-
herbergis að leik loknum og danglaði í hann. Þá varö Jón
Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaöur ÍBK, fyrir aökasti í beinni
útsendingu eftir leikinn.
Stjórnarmenn og forráðamenn Njarövíkurliösins létu ekki
sitt eftir liggja í árásunum á dómarann, Leif S. Garðarsson.
Einn þeirra, sem reyndar var þekktur dómari hér á árum
áður, hótaöi að kýla dómarann, en heimamönnum tókst aö
koma í veg fyrir það. Gæslumenn voru á leiknum' en að sögn
heimildarmanns DV voru þeir ekki barnanna bestir.
Dómarar leiksins sendu inn kæru til aganefndar vegna
atvikanna eftir leikinn og svo getur farið að framferði Njarð-
víkinga reynist þeim dýrkeypt. Svo gæti nefnilega farið að
Njarðvíkingar misstu heimaleikinn ef til fimmta úrslitaleiks
liðanna kemur.
Jón Kr. Gíslason varð einnig fyrir aðkasti eftir leikinn.
Hann var þá í viðtali í beinni útsendingu Sjónvarpsins. í
miðju viðtalinu kastaði einn áhorfenda litlum hlut í höfuð
Jóni Kr. Hann sagði í samtali við DV í gær: „Ég var búinn
að heyra alls kyns svíviröingar en átti alls ekki von á þessu
þegar ég var í viðtali í beinni útsendingu. Þetta er auðvitað
algert hneyksli. Og það er líka hneyksli aö á blaði. þar sem
tekin er saman statistik úr leiknum af Njarðvíkingum og
send til okkar og KKÍ eftir leikinn, er einn leikmaður okkar
sagður aumingiA
A bls. 34 er nánar greint frá þessum sögulega leik.
-SK
EMíhandbolta:
Tekameð
góða stöðu
Alfreð Gíslason skoraði 4
mörk þegar lið hans, Bid-
asoa, sigraði Teka í fyrri
leik liðanria í undanúrslit-
um Evrópukeppni bikarhafa í hand-
knattleik í gær, 22-20. Kristján skor-
aði 2 mörk fyrir Teka. Staða Teka
er því góð fyrir síðari leikinn sem
fram fer eftir viku á heimavelli Teka.
• Barcelona lék í undanúrslitum
gegn tyrkneska liðinu sem sló FH út
úr Evrópukeppni meistaraliða fyrr í
vetur og sigraði Barcelona, 19-31.
• í spönsku deildakeppninni vann
Granollers liö Avidesa, 23-22, og
skoraði Geir Sveinsson 2 mörk og
saknar greinilega Atla Hilmarssonar
sem er meiddur.
Héðinn fékk rautt spjald
Dusseldorf og Huttenberg léku fyrri
úrslitaleik sinn um laust sæti í 1.
deild þýska handboltans um helgina.
Dusseldorf sigraði, 17-20, og þarf
Huttenberg því að sigra með fjögurra
marka mun í síðari leiknum á heima-
velli Dusseldorf. Héðinn, sem er
meiddur, lék siðustu 10 mínúturnar
í vörninni og fékk rauða spjaldið
þegar skammt var til leiksloka eftir
brot á einum andstæðinga sinna í
hraðaupphlaupi.
-SK
• Ásta Halldórsdóttir frá ísafirði vann þrenn gullverðlaun á Skíðalandsmótinu á ísafirði um helgina. Hér sést
Ásta með verðlaun sin en nánar er greint frá mótinu i máli og myndum á bls. 27-30. DV-mynd Brynjar Gauti
Knattspyma:
ÍR vann Fram
ÍR-ingar komu á óvart er
þeir sigruðu íslandsmeist-
ara Fram, 3-1, á Reykja-
víkurmótinu í knatt-
spyrnu í gærkvöldi. Pétur Jónsson
gerði tvö mörk fyrir ÍR og Njáll Eiðs-
son þjálfari eitt mark. Baldur
Bjarnason gerði eina mark Fram.
• Á laugardag unnu KR-ingar
stórsigur á Ármanni, 7-1, og gerði
Bjarki Pétursson þrennu fyrir KR.
• Lttla bikarkeppnin í knatt-
spyrnu hófst á laugardag og voru þá
þrír leikir á dagskrá. Víðismenn
unnu óvæntan stórsigur á FH, 5-1, í
Garði. Breiðablik sigraði Selfoss, 3-1,
og gerði Steindór Elísson tvö mörk
fyrir Blikana. Þá unnu Skagamenn
1-0 sigur á Stjömunni.
-RR
Sigurður lék
kjálkabrotinn
Sigurður Ingimundarson,
fyrirliði Keflvíkinga, lék
með liði sínu gegn Njarð-
víkingum í úrslitakeppn-
inni í körfuknattleik á laugardag
þrátt fyrir að vera kjálkabrotinn.
Sigurður lenti í samstuði við einn
Njarðvíkinga í leik liðanna á dögun-
um en lék engu að síður með um
helginaogskoraðilOstig. -SK
Dieter Höstess vill fá Eyjótf í 2-3 ár
Dieter Höness, framkvæmdastjóri Stuttgart, hefur lýst þvi yflr við
Eyjólf Sverrisson að hann vilji hafa hann áfram hjá Stuttgart og semja
við hann til 2-3 ára. Eyjólfur sagði i gær að það yæri öruggt að
hann skrifaði undir eins árs samning hjá félaginu. Á myndinni eru
Christoph Daum þjálfari og Dieter Höness framkvæmdastjóri. Sjá
bls. 25.
Sigurður
sigraði
Sigurð
Gylfi Þórisson, DV, Bandaríkjunum:
Sigurður Matthíasson vann sigur á
háskólamóti í spjótkasti í Bandaríkj-
unum um helgina og kastaði hann
74,94 metra. Siguröur Einarsson varð
í öðru sæti og kastaði 74,36 metra.
Vésteinn Hafsteinsson keppti ekki
í kringlukasti en þar bar Helgi Þór
Helgason sigur úr býtum og kastaði
51 metra. í spjótkasti kvenna varö
Unnur Sigurðardóttir í þrjðja sæti
og kastaöi 39,40 metra.
Þröstur og Særún best í blakinu
Árshátíð blakmanna var haldln á laugardag. Bestu leikmennirnir
voru útnefndir Þröstur Friðfinnson, KA, og Særún Jóhannsdóttir,
Víkingi. Elnilegustu leikmennirnir: Þorbjörg Jónsdóttir, Þrótti, Nes.,
og Stefán Þór Sigurðsson. Á myndina vantar Martein Guðgeirsson,
besta dómarann. Sjá nártar um blak á btaðsíðu 26. DV-mynd gje