Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991: 33 Fólk í fréttum Guðmundur Malmquist Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggöastofnunar, hefur verið í fréttum að undanfórnu vegna deilna við Davíð Oddsson forsætisráð- herra. Ágreiningur þeirra hefur snúist um hlutverk Byggðastofnun- ar. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík 13. janúar 1944. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1964 og lögfræöiprófi frá Há- skóla íslands 1969 og hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður 11.6. 1971. Guðmundur vann ýmsa vinnu á sumrin á námsárunum. T.d. í fiski, almenna verkamannavinnu, stand- setti lóðir ásamt föður sínum og var aðstoðarbílstjóri hjá Mjólkursam- sölunni. Hann lék ennfremur knatt- spyrnu með yngri flokkum Fram. Guðmundur hóf störf sem fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Vestmanna- eyjum 1.6.1969 og starfaði þar til 1970 er hann réðst sem lögfræðingur til Seðlabankans 1.3. það ár. Guð- mundur tók viö starfi lögfræðings hjá lánadeild Framkvæmdastofn- unar ríkisins 1.9.1972 og gegndi því til 1.10.1985. Frá þeim tíma hefur hann verið forstjóri Byggðastofnun- ar. Hann var ennfremur aðstoðar- maður iðnaðarráðherra á árunum 1984-85. Guðmundur átti sæti í fjölda nefnda og stjórna. T.d. gegndi hann formennsku í stjórnum Sjó- efnavinnslunnar og Norðurstjöm- unnar. Fjölskylda Guðmundurkvæntist20.5.1966 Sigríði Jónsdóttur, f. 23.3.1944, starfsm. í lögfræðideild íslands- banka. Foreldrar hennar: Jón Sig- urðsson, slökkviliðsstjóri í Reykja- vík, og Karen Guðmundsdóttir. Guðmundur og Sigríöur eiga 3 börn. Þau eru Ásta, f. 30.8.1967, starfsm. í Landsbanka íslands; Rúna, f. 13.6.1973, nemi; Jón Eð- vald, f. 7.10.1974, nemi. Guðmundur á einn albróöur og eina hálfsystur, samfeðra. Bróðir Guðmundar er Jóhann Pétur, f. 15.9. 1949, prófessor í tölvufræði, maki Svana Friöriksdóttir, f. 31.12.1951, kennari, þau eiga 3 börn, Skúla Friðrik, f. 14.3.1973, nema, Ara, f. 10.8.1978, ogÁstu Berit, f. 14.7.1980. Systir Guðmundar er Þórdís Ragn- heiður, f. 30.5.1950, sölumaður og starfsm. hjá Frjálsri fjölmiðlun, hún á 3 börn, Sturlu, f. 31.7.1971, starfar við bílasprautun, Vigdísi, f. 30.12. 1975, nema, og Hlyn, f. 23.9.1980. Foreldrar Guðmundar: Eðvald Brunstead Maimquist, f. 24.2.1919, d. 17.3.1985, yfírmatsmaður garðá- vaxta, og Ásta Malmquist Thorodd- sen,f. 6.1.1916. Ætt Eðvald Brunstead var sonur Jó- hanns Péturs Malmquist, b. í Borg- argerði í Reyðarfirði, Jóhannsson- ar, b. í Áreyjum, Péturssonar. Móðir Jóhanns Péturs var Jóhanna Indr- iöadóttir, hreppstjóra i Seljateigi, Ásmundssonar. Móðir Eðvalds var Kristrún Ijós- móðir, systir Hildar, ömmu Regínu fréttaritara og Guðrúnar, ömmu Eyjólfs Kjalars Emilssonar heim- spekings. Bróðir Kristrúnar var Pétur, afi Gunnars S. Magnússonar myndlistarmanns. Kristrún var dóttir Bóasar, b. í Stakkagerði og á Stuðlum í Reyðarfirði, bróður Bóel- ar, langömmu Geirs Hallgrímssonar og Karls Kvaran listmálara. Bóas var sonur Bóasar, b. á Stuðlum, Arnbjörnssonar, og konu hans, Guörúnar, systur Páls á Sléttu, afa Páls sem var afi Kjartans Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins, og Harðar Einars- sonar, framkvæmdastjóra og út- gáfustjóra DV. Guðrún var dóttir Jóns, gullsmiðs á Sléttu í Reyðar- firði, Pálssonar, hálfbróður Sveins, læknis og náttúrufræðings. Móðir Guðrúnar var Guðný Stefánsdóttir, ættfóður Sandfellsættarinnar, Magnússonar, og konu hans, Guð- rúnar Erlendsdóttur, b. á Ásunnar- stöðum í Breiðdal, Bjarnasonar. Móðir Kristrúnar var Sigurbjörg, systir Guðnýjar, móður Huldu skáldkonu. Sigurbjörg var dóttir Halldórs, b. á Geitafelli í Aöaldal, Jónssonar, prests og læknis á Gren- Guðmundur Malmquist. jaðarstað, Jónssonar. Ásta Malmquist Thoroddsen er dóttir Guðmundar Thoroddsens prófessors og Regínu Magdalenu Benediktsdóttur. Guðmundur var sonur Skúla Thoroddsen, sýslu- manns, ritstjóra og alþingismanns, og Theodóru Friörikku Thoroddsen Guðmundsdóttur. Regina var dóttir Benedikts Kristjánssonar, prófasts á Grenjaðarstað, og Ólafar Ástu Þórarinsdóttur. Afmæli Til hamingju með afmælið 23. ágúst Guðlaug Þorsteinsdóttir, Ásbraut 19, Kópavogi. Guðlaug tekurá mótigestumað 80 ára Bj öm Kristinsson, Norðurvegi 1, Hrísey. heimili sínu á afmæflsdaginn frá klukkanl7. Reine Margrét Sigurðsson, 75 ára Kotárgerði 7, Akureyri. Kristinn M. Sigurðsson, Samtúni 32, Reykjavik. Pétur Jónasson, Stóragarði 15, Húsavík. Helga Gunnarsdóttir, Stillholti 14, Akranesi. Sólgerður Magnúsdóttir, Kjarrhólma 18, Kópavogi. Elías Svavar Jónsson, Aðalbraut 28, Kaidrananesi. 40ára Þorsteinn Elíasson, Hávegi 10, Siglufirði. Signý Halia Helgadóttir, Kjarrmóum 46, Garðabæ, Anna J. Jónsdóttir, Reykjahlið 14, Reykjavík. Jón Þorgeir Ragnarsson, Blesugróf, Skálará, Reykjavík. 70 ára Guðrún Stefánsdóttir, Eskihlíð 14a, Reykjavík. Unnur Jónsdóttir, Austurbrún 2, Reykjavík. 60 ára Eysteinn Bergþórsson, Höfða, Þverárhlíðarhreppi. Ólafur Bernódusson, Bogabraut 27, Skagaströnd. Svanhildur Thorstensen, Heiðarbraut 61, Akranesi. Bjarni Kjartansson, Móatúni 25, Tálknafirði. Guðrún Gísladóttir, Höfða, Grímsey. Ágúst Þór Ormsson, Brekkutanga 15, Mosfellsbæ. Heiga Sigfúsdóttir, Marðamúpi, Áshreppi. Da víð Karl Andrésson, Ránargötu 6, Reykjavík. Anna H. Sveinsdóttir, Jakaseli 25, Reykjavík. GuðrúnGuðlaug Kalmansdóttir, Hafnargötu 78, Keflavik. Grétar L. Strange, Hörgslundi 1, Garðabæ. Sigriður Ósk Kalmansdóttir, Heiöarholti 22e, Keflavik. 50 ára Yalur Oddsteinsson, Úthlið, Skaftárhreppi. Þórður Sigurðsson Þórður Sigurðsson, skipstjóri frá Súðavík, nú búsettur á Hrafnistu í Hafnarfirði, verður áttatiu og fimm ára 25. ágúst næstkomandi. Þórður og kona hans, Salóme Halldórsdóttir, taka á móti gestum á laugardaginn, 24. ágúst, í Sjálf- stæðishúsinu í Kópavogi, Hamra- borg 1, klukkan 15-19. Andlát Guðmundur Ingólfsson Guðmundur Ingólfsson píanóleik- ari lést 12. ágúst sl. Útfor hans verð- ur gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík 5. júní 1939. Hann hóf píanónám sex ára gamall hjá Rögnvaldi Siguijóns- syni og var í námi í Tónlistarskólan- um í Reykjavík. Hann byrjaöi tólf ára að leika á dansæfmgum og var í framhaldsnámi í píanóleik hjá Axel Arnfjörð, píanóleikara í Kaup- mannahöfn, 1954-1955. Guðmundur var atvinnuhljóðfæraleikari frá 1955 til dánardags og er einn þekktasti djassleikari sem íslendingar hafa átt. Hann stjórnaði fjölda hljóm- sveita og lék með öörum, m.a. hljómsveitum Gunnars Ormslevs og Jóns Páls. Guðmundur lék um tíma í Ósló 1962, m.a. með Dexter Gor- don, og bjó í Noregi 1974-1977 og lék þar í dansrokk- og djasssveitum, m.a. með Pearcy Heath og Buddy Rich. Guðmundur stóð fyrir mikifli djassvakningu í Reykjavík þegar hann kom heim og lék að staðaldri djass með félögum sínum í Stúd- entakjallaranum, Á næstu grösum og í Djúpinu. Hann var með eigið tríó og þar léku með honum lengst- um Guðmundur Steingrímsson og Þórður Högnason. Guðmundur gaf út plötuna Nafnakall 1982 og Þjóð- legan fróðleik 1988 og spilaði á mörgum plötum með öðrum. Síð- asta plata Guðmundar undir eigin nafni, Gling-Gló, varð fyrsta gull- platan með íslenskri djasstón- list. Fjölskylda Fyrri kona Guðmundar var Helga Sigþórsdóttir, f. 22. janúar 1943, við- skiptafræðingur. Þau skildu 1975. Foreldrar Helgu: Sigþór Þórarins- son, b. í Einarsnesi, og kona hans, Sigríður Guðmundsdóttir. Sonur Guðmundar og Helgu er Sigþór Örn, f. 6. apríl 1965, tölvufræöingur, unn- usta hans er Elín Sighvatsdóttir tölvufræðinemi. Seinni kona Guðmundar var Birna Þórðardóttir, f. 26. febrúar 1949, stjórnmálafræðingur. Þau skildu. Foreldrar Birnu eru Þórður Jónsson, skrifstofumaður í Reykja- vík, og kona hans, Sigrún Pálsdótt- ir, fyrrv. skólastjóri, en þau eru bæði frá Borgarfirði eystra. Börn Guðmundar og Birnu eru Ingólfur, f. 3. júní 1979, og Ragnhildur, f. 7. júlí 1985. Bræður Guðmundar: Sæmundur, f. 31. janúar 1934, vélstjóri, fram- kvæmdastjóri Véladeildar Kaupfé- lags Árnesinga, Selfossi, kvæntur Guðrúnu Hrafnhildi Óskarsdóttur, og Gunnar, f. 28. júlí 1943, d. 18.6. 1991, bifreiðarstjóri og fyrrv. þunga- vinnuvélstjóri í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar: Ingólfur Sveinsson, d. 3. maí 1962, bifreiðar- stjóri í Reykjavík, og kona hans, Oddfríður Sæmundsdóttir. Ætt Ingólfur var sonur Sveins, verka- manns í Reykjavík, Jónssonar, b. á Sámsstöðum í Fljótshlíð, Magnús- Guðmundur Ingólfsson. sonar. Móðir Jóns var Sigríður Guð- mundsdóttir í Skarfanesi sem var talin dóttir Bjarna Thorarensen, skálds og amtmanns á Möðruvöll- um í Hörgárdal, Vigfússonar, sýslu- manns á Hlíðarenda í Fljótshlíð, Þórarinssonar, sýslumanns á Grund í Eyjafirði, Jónssonar, ætt- föður Thorarensenættarinnar. Móðir Bjarna var Steinunn Bjarna- dóttir landlæknis Pálssonar og konu hans, Rannveigar Skúladóttur land- fógeta Magnússonar. Móðir Ingólfs var Guðrún Teitsdóttir frá Haugum í Stafholtstungum og konu hans, Guðrúnar Runólfsdóttur. Oddfríður er dóttir Sæmundar, hreppstjóra og sýslunefndarmanns á Elliða í Staðarsveit, Sigurðssonar, b. í Hólkoti, Jónssonar. Móðir Odd- fríðar var Stefanía Jónsdóttir, b. á Elliða, Jónssonar og konu hans, Jóhönnu Vigfúsdóttur. -0 efitit bolta Aemut vam t u UMFERÐAR RÁÐ ÆTTARTRE Þórður Sigurðsson. Rekjum og skrautritum litprentuð ættartré. Ættfræðistofa Þorsteins S. 641710 og 46831

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.