Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						28
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991.
Andlát
Hannibal Valdimarsson
Hannibal Valdimarsson, fyrrv.
ráðherra, Bogahlíð 8, Reykjavík,
lést 1.9. sl. en hann verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni í dag
klukkan 13.30.
Starfsferill
Hannibal fæddist í Fremri-Arn-
ardal í Skutulsfirði 13.1.1903. Hann
stundaði sjósókn og almenna verka-'
mannavinnu á unglingsárunum en
að loknu gagnfræðaprófi á Akureyri
1922 hélt hann til Danmerkur og
lauk prófi frá kennaraskólanum í
Jonstrup 1927.
Hannibal hélt smábarnaskóla á
ísafirði 1927-28, var kennari á Akra-
nesi 1928-29, var skólastjóri í Súða-
vík 1929-31, stundaði skrifstofustörf
hjá Samvinnufélagi ísfirðinga og
kenndi 1931-38 og var skólastjóri
Gagnfræðaskólans á ísafirði 1938-54.
Hannibal var formaður Verka-
lýðsfélags Álftfirðinga 1930-31,
formaöur Verkalýðsfélagsins Bald-
urs á ísafirði 1932-39, forseti Al-
þýöusambands Vestfjarða frá
1934-54 og forseti ASI frá 1954-71.
Hann var bæjarfulltrúi á ísafirði
frá 1933-49, alþingismaður 1946-73,
heilbrigðis- og félagsmálaráðherra
1956-58 og félagsmála- og samgöngu-
ráðherra 1971-73.
Hannibal var formaður Alþýðu-
flokksins og ritstjóri Alþýðublaðs-
ins frá 1952-54, formaður Alþýðu-
bandalagsins frá 1956-68 og formað-
ur Samtaka frjálslyndra og vinstri
mannafrá 1969-74.
Fjölskylda
Eftirlifandi kona Hannibals er Sól-
veig Sigríður, f. 24.2.1904, dóttir
Ólafs, b. á Strandseljum í Ögur-
sveit, Þórðarsonar, og konu hans,
Guðríðar Hafliðadóttur.
Börn Hannibals og Sólveigar eru:
Arnór, f. 24.3.1934, prófessor í heim-
speki við HÍ, kvæntur Nínu Sveins-
dóttur viðskiptafræðingi, og eiga
þau fimm börn; Ólafur Kristján, f.
6.11.1935, blaðamaður í Reykjavík,
var áður kvæntur Önnu Kristjáns-
dóttur en seinni kona hans er Guð-
rún Pétursdóttir og eiga þau eina
dóttur auk þess sem hann á þrjú
börn frá fyrra hjónabandi; Elín, f.
15.11.1936, kennari á Flúðum í
Hrunamannahreppi, var gift Kjart-
ani Júlíussyni en þau skildu og á hún
fjögur börn; Guðríður, f. 15.12.1937,
fyrrv. bankastarfsmaður, og hún á
tvö börn; Jón Baldvin, f. 21.2.1939,
utanríkisráðherra og formaður Al-
þýðuflokksins, kvæntur Bryndísi
Schram, og eiga þau fjögur börn.
Sonur Hannibals er Ingjaldur,
framkvæmdastjóri Útflutningsráðs.
Systkini Hannibals, sem upp kom-
ust, voru fimm talsins: Guðrún, f.
1897, d. 1989 ljósmóðir síðast í
Reykjavík; Jón, f. 1900, d. 1988, vél-
smiður á ísafirði; Sigríður, f. 1904,
var lengst af símaritari í Reykjavík;
Finnbogi Rútur, f. 1906, d. 1989, al-
þingismaður, ritstjóri og bæjarstjóri
í Kópavogi; Arnór, f. 1907, d. 1928,
loftskeytamaður.
Foreldrar Hannibals voru Valdi-
mar Jónsson, b. í Frémri-Arnardal,
f. 29.3. Í866, d. 29.3.1922, Og kona
hans, Elín Hannibalsdóttir, f. 4.8.
1866, d.' 18.12.1953, húsfreyja.
Ætt
Faðir Valdimars var Jón, hákarla-
formaður í Litlu-Ávík á Ströndum
Jónsson, b. á Melum í Víkursveit
Hannibal Valdimarsson.
Guðmundssonar. Móðir Valdimars
var Helga Guðmundsdóttir, b. á
Kjörvogi í Reykjarfirði, Jónssonar.
Faðir Elínar var Hannibal, b. á
Neðri-Bakka í Langadal, Jóhannes-
son, b. á Kleifum í Skötufirði, Guð-
mundssonar sterka á Kleifum, Sig-
urðssonar, forfóður Ólafs Þ. Þórðar-
sonar og Sverris Hermannssonar.
Móðir Elínar var Sigríður Arnórs-
dóttir, prófasts í Vatnsfirði, Jóns-
sonar, bróður Auðuns, langafa
Jóns, fóður Auðar Auðuns, fyrrv.
ráðherra, og Jóns Auðuns dómpróf-
asts. Móðir Sigríðar var Guðrún
Magnúsdóttir „eymdarskrokkur",
Jónssonar. Móðir Magnúsar var
Guðrún Magnúsdóttir, b. í Súðavík,
bróður Ingibjargar, ömmu Jóns for-
seta og Jens rektors, langafa Jó-
hannesar Nordal. Magnús var son-
ur Ólafs lögsagnara á Eyri, ættföður
Eyrarættarinnar en meðal afkom-
enda hans má nefna Matthías Á.
Mathiesen, Geir Hallgrímsson og
ValArnþórsson.
Myndgáta
AIP Bflaleigan
auglýsir
ERUM AÐ SELJA
ÁFRÁBÆRUVERÐI
nokkra notaða bílaleigubíla í
mjög góðu ásigkomulagi.
Til sýnis við afgreiðslu ALP
við Umferðarmiðstöðina.
Upplýsingar í símum
43300 og 17570.
HREINLÆTISTÆKIÁ G0ÐU VERÐI
Sértilboð:
Salerni með þrýstihnapp
og harðri §etu
+ vegghandlaug, 55x43,5
+ baðker, 170x73, super
(extra þykkt)
Allt þetta á kr. 29.900,-
Auk þess baðinnrétting með
25% afslætti
VATNSVIRKINN/if
Ármúla 21, símar 686455 - 685966
Andlát
Ingibjörg Stefánsdóttir, dvalarheim-
ilinu Heiðarbæ, Kirkjubæjarr
klaustri, andaðist í Sjúkrahúsi Suð-
uriands aðfaranótt 10. september.
Guðmundur Guðmundsson, Holts-
götu 19, Hafnarfirði, lést þann 9. sept-
ember.
Sigurður Þórðarson, Bjarkarholti 3,
Mosfellsbæ, útvegsbóndi frá Vest-
mannaeyjum, lést af slysförum 9.
september.
Jarðarfarir
Unnur  Aðalheiður Jónsdóttir frá
Stóru-Ávík, andaðist í Sjúkrahúsi
Akraness sunnudaginn 8. september.
Minningarathöfn fer fram í Akranes-
kirkju fimmtudaginn 12; september
kl. 14. Jarðsett verður í Árnesi laug-
ardaginn 14. september kl. 14.
Guðmundur Þorvarðsson múrari,
Snorrabraur22, Reykjavík, er látinn.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrr-
bey.
Sigrún Aðalheiður Kærnested, Háa-
leitisbraut 23, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni föstudaginn 13. sept-
ember kl. 15.
Óttar Hermann Guðlaugsson, verður
jarðsunginn í Dómkirkjunni í
Reykjavík fimmtudaginn 12. sept-
ember kl. 10.30 árdegis.
Gunngeir Pétursson, Álfheimum 68,
sem lést 5. september, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 13. september kl. 13.30.
"W
«/Wv
evjw^-
Myndgátan hér að ofan
lýsir orðasambandi.
Lausn gátu nr. 125:
Háfætturfugl
EfÞo*.-
Elínborg   (Dúlla)   Guðjónsdóttir,
Skólabraut 5, verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju föstudaginn 13. sept-
ember kl. 15.
Hermann Jónsson, áður Vesturbraut
24, lést á Sólvangi 31. ágúst sl. Jarðar-
förin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Jóhannes Hjaltason, verður jarð-
sunginn frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 12. september kl. 13.30.
Unnur Erlendsdóttir lést 30. ágúst.
Hún fæddist í Hafnarfirði 14. nóv-
ember 1917. Foreldrar hennar voru
Erlendur Jónsson og Ólöf Einars-
dóttir. Unnur giftist Bergþóri Smára,
en þau slitu samvistum eftir 10 ára
sambúð. Þau eignuðust tvö börn. Síð-
ustu starfsár sin vann Unnur í bóka-
búðinni á Njálsgötu 64 og Laugavegi
100. Útför Unnar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Tilkyiiiiingar
Hjálpræðisherinn
Flóamarkaður í Hjálpræðishernum,
Kirkjustræti 2, í dag kl. 10-17. Mikið af
góðum fatnaði.
Félagsstarf aldraðra
Gerðubergi
Miðvikud. 11. sept: kl. 12 hádegishress-
ing, e.h. spilamennska, upplestur, kl. 15
kaffi. Fimmtud. 12. sept: Hádegishress-
ing, spilaö og spjallað, kl. 15 kaffitími.
Nánari upplýsingar í síma 79020.
Argentínskúr tangó á
Hótel Borg
í kvöld, miðvikudaginn 11. sept., verður
á Hótel Borg, á þess vegum og Kramhúss-
ins, einstæð sýning argentínsku dansar-
anna Dinielu Areuri og Armando Orzuza
frá Buones Aires. Þau eru í hópi bestu
SEPTEMBER-
TILBOÐ
30%  ÍtAPUR   fW'
AF SÓLARHRINGS- ..
FRAMKÖLLUN
Verð  með  30%  afslætti,
stærð 10x15.
36 myndir = 1075
24 myndir = 773
Opið 9-19 virka daga.
Póstkröfuþjónusta.
HOFÐABAKKA1.112 • REYKJAVIK ¦ S: 677150
Komið á Höðfabakka 1, Rvík, og reynið viðskiptin.
tangódansara þar um slóðir. A sýning-
unni rekja þau sögu og þróun tangódans-
ins í Argentínu. En dansinn hófst í lok
síðustu aldar og var í upphafi dansaöur
af körlum, þar sem konum leyfðist ekki
að dansa. Auk þess munu hljóðfæraleik-
ararnir Reynir Jónasson og Símon Kuran
leika á harmóníku og fiðlu. Kynnir
kvöldsins verður Kolbrún Halldórsdóttir.
Að sýningunni lokinni geta gestir stigiö
dans undir argentínskri og suðrænni
tónlist sem tónhstarmaðurinn Abdou
mun velja. KL 19.30-21 kenna þau Diniela
og Armando grunnspor í argentínskum
tangó. Sýningin hefst kl. 22.
Tónleikar
Blús og djass á
Blúsbarnum
Lifandi djass og blús á Blúsbarnum alla
daga nema mánudaga og þriðjudaga. í
kvöld, 11. september, leika Gunnlaugur
Guömundsson, Einar Valur Scheving,
Jóel Pálsson og félagar. Aðgangur ókeyp-
Yggdrasill á Púisinum
Norræni sextettinn Yggdrasil heldur tón-
leika á Púlsinum, Vitastíg, í kvöld, 11.
september. Sveitina skipa: Kristian Blak,
Anders Hagberg á flautu og saxófóna,
Tore Brunborg á tenór og sópransaxófón,
Lelle Kullgren spilar á gítar og jóðlar,
Anders Jormin ér á kontrabassa og Kar-
in Korpelainen á trommur. Yggdrasill er
nú á tveggja vikna ferðalagi um Norður-
lönd og verða þetta einu tónleikar hljóm-
sveitarinnar hér á landi. Tónleikarnir
hefjast kl. 22.
Djasskvartett Björns Thor-
oddsens
á Kringlukránni
í kvöld, 11. september, leíkur djasskvart-
ett Björns Thoroddsen á Kringlukránni.
Tónlist eftir A. C. Jobim verður helsta
uppistaða kvöldsins. Sérstakur gestur
þetta kvöld verður gítarleikarinn Ómar
Einarsson sem nýkominn er frá námi
vestanhafs. Ásamt þeim Birni og Ómari,
sem leika á gítara, leika þeir Guðmundur
Steingrímsson, trommur, og Bjarni
Sveinbjörnsson á kontrabassa. Kvartett-
inn hefur leik sinn kl. 22 og er aðgangur
ókeypis.
Fundir
ITC deildin Gerður
Fyrsti fundur deildarinnar verður hald-
inn í kvöld, miðvikudag, í Skútunni,
Dalshrauni 15, Hafnarfirði. Mæting kl.
19, fundur hefst kl. 19.45, matarfundur.
Verð kr. 1500. Gestir velkomnir. Upplýs-
ingar gefur Marta Pálsdóttir s. 656154 og
Kristín Björnsdóttir s. 812913.
ITC deildin Melkorka
heldursinnfyrstafundídag, 11. septemb-
er, í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.
Fundurinn er öllum opinn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32