Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991. Menning Persónuleikanum úthýst - Ivar Valgarðsson á Kjarvalsstöðum Séð yfir sýningarsalinn á Kjarvalsstöðum þar sem ívar Valgarðsson sýnir. Sýning Ivars Valgarössonar, sem nú stend- ur yfir á Kjarvalsstöðum, hefur vakið tals- verða athygli og gott ef ekki hneykslun margra. Ástæðan þykir hggja í augum uppi: í salnum er harla fátt sem fólk almennt telur til fagurlista. Þar standa 32 tíu lítra óopnaðar Myndlist Ólafur Engilbertsson málningarfótur frá Bykó á miðju gólfi, 6 krossviðarplötur með málningarlimbandi á jöörum hanga á vegg, 40 hefluð furuborð og 44 gangstéttarhellur standa á gólfi og í and- dyri eru tveir veggir gerðir úr MDF-plötum og einangrunarplasti. Hvergi sést svo mikið sem fingrafar eftir listamanninn sjálfan, enda ekki ætlunin ef marka má orð hans' sjálfs í veglegri sýningarskrá. Menningar- málanefnd Reykjavíkurborgar kostar öll herlegheitin, svo er nema von að fólki sárni yflrgangur listsérfræöinganna sem þykjast geta taliö því trú um að allt sé hst, bara ef það kemur inn fyrir dyr á húsi menningar- innar, Kjarvalsstöðum? Því er ekki úr vegi að skyggnast ögn fyrir um forsendur þessara fógru hsta sem fólk fær nú að njóta í fyrr- nefndu húsi. • Naumhyggja gegn hjómi og braski List, eða öhu heldur hstnálgun, ívars Val- garðssonar má hiklaust telja til svonefndrar naumhyggju, eða minimalisma. Markmiö þeirrar stefnu hefur jafnan verið afdráttar- laus afneitun á persónulegri tjáningu hsta- mánnsins. Með því að skhja með öllu í sund- ur hst sína og persónulegan stO freistar hsta- maðurinn þess að gera listina að trúverðug- um fulltrúa þess umhverfis sem hún gistir hveiju sinni. Með því að girða fyrir persónu- lega túlkun sína girðir hstamaðurinn einnig fyrir persónulega upplifun áhorfandans, en gerir hann þess í stað að þátttakanda í list- rýminu. Samkvæmt fræðum naumhyggju- manna er það hin persónulega list sem dreg- ur fólk á tálar og gabbar það tU innlifunar og fjárausturs. Hinar persónulegu og tjáning- arríku listastefnur þessarar aldar eru sam- kvæmt þeim kokkabókum sjálfhverf nafla- skoðun sem tekur enga beina afstöðu til umhverfisins og núsins. Naumhyggjan er þannig, sem skUgetið afkvæmi konseptsins, andsvar gegn hvorutveggja; listinni sem hjómi og sjónhverfingu og listinni sem mark- aðsvöru í söluhæfum umbúðum. Gegnsæ efnisgerð í blindgötu í sýningarskrá segir ívar Valgarðsson um verk sín: „Ég hafna varanlegri efnisgerð. Ekkert er varanlegt, ekki heldur viðhorf." Með þessum orðum segir hann afdráttar- laust að list sín sé andsvar við listinni sem fasteign, en jafnframt afhjúpar hann gegnsæi eigin hugmynda. Hvers vegna að kaupa málningu og timbur í tonnatali þegar hægt er að setja hugmyndina á mun einfaldari hátt á blað? Listamaðurinn er ekki beinlínis trúr hinni meinlætalegu stefnu sinni þegar hann gerir hvort tveggja að höfða til verð- lagningarsjónarmiða áhorfandans með því að sýna verslunarvarning og að auglýsa beinUnis tílteknar verslanir. Hafi ætlunin verið að túlka einangrun efnis frá umhverfi, eins og áður hefur átt sér stað í verkum ívars, þá hefði legið betur við að leggja ögn meiri vinnu í undirbúning sýningarinnar. Og það hefði ekkert nauðsynlega þurft að tákna fleiri fingraför. Svo virðist sem ívar Valgarðsson sé kominn í blindgötu með list sína. Héðan eru aðeins tvær leiðir færar; afturábak í meira nostur við útfærslu hlut- anna eða að yfirgefa hlutveruleika hinnar plastísku Ustar og láta hugmyndirnar standa fyrir sínu á prenti. Seiðandi saga Þetta er stutt skáldsaga og segir frá rúss- neskum útlaga nokkru eftir seinni heims- styrjöld. Reyndar er hún áhrifamest fyrir það sem hún segir ekki, eða þá það sem sögumað- ur segir seint og síðarmeir, eins og nauö- beygður. Við fylgjumst með lífi sögumanns á fáein- um mánuðum. Sagan greinist í þrjá mislanga hluta. í fyrsta hluta býr hann í París, ein- mana og fátækur, kona hans dáin fyrir nokkrum árum. Nú vill hann flytjast burt, aUt snýst um að fá fyrir fargjaldi til Amer- íku. Aldrei kemur þó fram til hvers, hverju hann þykist bættari þar en í París. í öðrum hluta er hann í New York og dreymir um að komast til Chicago. Og þar er hann svo í þriðja hluta, jafneinangraður og vegalaus og hann var í París. Þessi efniviður hefur verið nærtækur fyrir höfundinn. Hún er sjálf rússneskur útlagi, bjó í París annan fjórðung aldarinnar en síð- an í Bandaríkjunum. En sagan er samt sem áður fyrst og fremst mótuð af bókmennta- heföum. í hverjum hinna þriggja hluta sög- unnar er ein kona mest áberandi, aUar eru þær landar sögumanns. í fyrsta hluta er hann haldinn óþreyju sem jaðrar við örvænt- ingu. í öðrum hluta nkir fremur könnun; má stöðvast við þetta? í þriðja hluta er uppg- jöf, sögumaður sættir sig við orðinn hlut. Þar eru sagnorð í nútíð í stað þátíðar áður, þann- ig skynjum við að leitinni er lokið. Þegar af þessari upptalningu má sjá hve vítt sagan skírskotar, hún fjallar um lífið almennt. Andblær fyrsta hluta markast af fyrstu staðarlýsingunni: Veðlánastofa Parísarborgar er einhver við- bjóðslegasti staður sem ég þekki. Þar er sótt- hreinsunarfýla, veggirnir eru málaðir gráir, tvær bekkjaraðir. Persónur Ýmislegt fólk verður á vegi sögumanns í Nina Berberova. Bókmenntir Örn Ólafsson leit hans að undankomuleið í fyrsta hluta og þær persónur sem úrslitum ráða eru þá sérkennilegar í útliti og háttum. Inni í löngu myrku herbergi situr feitur og hreyfingar- laus maður yfir auðu póleruðu borði. En stúlka er andstæða hans; „öll eitthvað svo löng, eins og teygt hefði verið úr henni. [...] slétt hár stuttklippt, eyrun voru mjó, andlitið egglaga". Þetta sérkennilega útlit setur sög- una í námunda við ævintýrin, ,En í öðnun hluta, þegar umhverfi sögumanns er honum ekki eins ógeðfellt, verða persónur síður framandi. Sá hluti skiptist í tvo hluta, á milli feðgina. Framan af ber mest á öldruðum rússneskum útlaga, einmana og ósjálfbjarga. Sögumaöur er allsherjar hjálparmaður hans, ritari, eldabuska og þjónn. En sú hugsun liggur nærri að þetta sé eins konar framtíðar- mynd hans sjálfs. Það samræmist því að út- liti gamla mannins er lítið lýst. Þá birtist valkosturinn, kona sem býður honum sam- band. Fýrst þegar hún birtist segir bara um hana: „hálffertug eða svo, lágvaxin, sviphörð en fremur andlitsfríð“ (bls. 37) og hún sýnir mönnunum tveimur orðlausa fyrirlitningu, fer síðan að hæðast að föður sínum. En hálfu ári síðar segir: „Einhverra hluta vegna finnst mér að ein- mitt þá hafi hún byrjað að taka stakkaskipt- um. Línur kinnbeina og höku mýktust und- arlega og í strangan svip hennar kom ein- hver blíða og sveigja, jafnvel birta og jafnvel dapurleiki. Grannar hendur hennar fengu allt í einu frelsi og ég sá fallega fingur henn- ar sem mig langaði til að þrýsta og flétta saman við mína og bera upp að andliti mínu. En ég hreyföi mig ekki.“ (bls. 47). Smám saman fer að vekja mesta athygh sú persóna sem ekki er fjallað um beinlínis, þ.e. sögumaður sjálfur. Það stafar einkum af áhrifum hans á aðrar persónur. Hann hefur ekki lengi deilt herbergi með alvöru- gefnu, sjálfstæðu stúlkunni í fyrsta hluta þegar hún vill verða lífsförunautur hans. Sama gildir um konuna í öðrum hluta en þar er þetta stigi hærra, því hún umskapast úr skrípamynd í aðlaöandi konu við það að verða smám sáman ástfangin af honum. Og það skilur sögumaður síst hvernig hann get- ur veitt öðrum það sem hann skortir sjálfan. í skapgerð þessarar persónu liggur skýringin á lokakaflanum sem annars yrði óvæntur í sögu sem fylgir mynstrinu um leitina að hamingjulandinu. Og þar skýrist mótsögnin í sambandi hans við þessar konur, sem hann laðast að en hafnar. Hnitað Sagan er þéttriðið net þar sem hvert atriði er á sínum stað, hnitmiðað að hlutverki sínu. Þannig er minningarbrot, sögumaður heyrði einu sinni herforingja tala um sársaukann sem hann fyndi enn í gömlum sárum. Það þarf ekki að segja okkur hvers vegna sögu- maður minnist þessa í þriðja hluta sögunn- ar, svo augljóslega á þetta við hann sjálfan, konan sem hann missti er eins og afhöggvinn útlimiu:. Jafnvel lýsingar á fólki sem kemur aldrei við sögu, bíður bara með sögumanni á biðstofu, þær hafa sitt hlutverk. Einn mannanna líkist Nikulási H. rússakeisara, annar líkist Lenín. Tvær konur sitja þama á veðlánastofunni og fá ekkert fyrir sínar fátæklegu eigur. Allt er þetta virkt sem á einhvem hátt myndir úr lífi útlagans. Meðal þess sem þjappar sögunni saman, hnitmiðar áhrif hennar, em tákn. Það em hlutir sem talað er mn af meiri áherslu en hlutverk þeirra eitt sér réttlætir. Þar skal sérstaklega telja eyrnalokkana, sem sögu- maður á eftir konu sína, par sett gimsteinum en annar steinninn er með mein sem dulist haföi en gerir hann verðlausan. Greinilega á þetta viö um sögumann eftir að hann missti konuna, enda segir hann það beinlínis. Þetta er seiðandi saga, þrungin eftirsjá og tómleika sem verður enn áhrifameiri fyrir það að vera ekki orðað beinlínis. Ekki hefi ég málakunnáttu til að dæma um hversu nákvæmlega er þýtt. En í þeirri mynd sem sagan hggur fyrir á íslensku er málið á henni eðlileg íslenska, þróttmikið og blæ- brigðaríkt tungutak. Nina Berberova: Svarta meiniö. Mál og menning 1991, 79 bls. Árni Bergmann þýddi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.