Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Fjöldi listamanna kemur fram í keppninni um landslagið.
Rás 2 og Sjónvarpið á föstudagskvöld:
Landslagsúrslit
Á föstudagskvöld verður ljóst hver
ber sigur úr býtum í keppninni um
landslagiö. Bein útsending veröur í
Sjónvarpi og rás 2 frá Hótel íslandi
kl. 21.10. Mikill fjöldi söngvara og
tónlistarmanna kemur fram en heið-
ursgestir kvöldsins verða bræðurnir
Jón Múli og Jónas Árnasynir.
Lögin sem keppa eru alls tíu. Valið
er athyglisverðasta lagið, besta út-
setningin, besti textinn, besti flytj-
andinn og landslagið 1991. Kynnar
kvöldsins eru þau Magnús Einars-
son, Margrét Blöndal og Sigurður
Pétur Harðarson. Eftir að lögin hafa
verið flutt flytja Móeiður Júníusdótt-
ir og Páll Óskar Hjálmtýsson syrpu
laga eftír Jón Múla og Jónas. Þá
verða afhent heiðursverðlaun
Landslagsins og að lokum flytja Eyj-
ólfur Kristjánsson og Björn Frið-
björnsson eitt lag. Úrslit munu þá
liggja fyrir og verða tilkynnt þá.
Aðalstöðin á laugardögum:
Reykjavikurrúntur
með Pétri Péturssyni
Reykjavíkurrúnturinn er enn einn
nýr þáttur á Aðalstöðinni. Og það er
enginn annar en Pétur Pétursson
þulur sem sér um þáttinn. Pétur Pét-
ursson starfaði við Ríkisútvarpið í
áratugi og er hafsjór af fróðleik um
menn og málefni. í þáttum sínum
mun Pétur leika gömul og ný lög og
fjalla um Reykjavík og þá sérstaklega
gömlu Reykjavík. Pétur fær til sín
ýmsa til að spjalla við og ekki er að
efa að það verður glatt á hjalla. Fyrsti
Pétur Pétursson þulur fjallar um   þáttur Péturs er á dagskrá næstkom-
Reykjavík á Aðalstöðinni.         andi laugardag.
Sjónvarp í desember:
Jóladagatal Sjónvarpsins
Sagan Stjörnustrákur eftir Sig-
rúnu Eldjárn fjallar um stelpuna ísa-
fold. Einu sinni þegar hún er á leið-
inm' á bókasafnið hittir hún Bláma,
strák frá jólastjömunni. ísafold lang-
ar svo mikið tíl að geta gefið pabba
sínum og mömmu jólagjöf en Bláma
vantar varahluti í eldflaugina sína.
Saman leggja þau því upp í æsi-
spennandi fjársjóðsleit þar sem ótal
hindranir verða á vegi þeirra. Ekki
síst eiga þau í dæmalausu basli við
skrítna kerlingu sem alls staðar
þvælist fyrir. Hvað skyldi hún eigin-
lega vilja þeim?
Leikstjóri er Kári Halldór Þórsson.
Leikarar eru Sigurþór Albert Heim-
isson, Guðfinna Rúnarsdóttir og
Kristjana Pálsdóttir. Upptöku stjórn-
ar Jón Egill Bergþórsson.
Sjónvarp á sunnudagskvöld:
Leikrit Matthíasar
Johannessen
Leikrit Matthíasar Johannessen,
Sjóarinn, spákonan, blómasalinn,
skóarinn, málarinn og Sveinn,
verður frumsýnt á sunnudags-
kvöld 1. desember.
Matthías velur sér hér hóp utan-
garðsmanna að viðfangsefni. Verk-
ið veitir innsýn í hversdagslega til-
veru- þeirra, draum og brostnar
vonir. Eiginlegri atburðarás er
ekki fylgt með hefðbundnum hætti,
heldur er brugðið upp svipmynd-
um af einstaklingum úr hópnum.
Fylgst er með þeim einn sólarhring
með tíðum skírskotunum til fyrri
viðburða, en á þessum tíma verða
umskipti af ýmsu tagi í lífi þeirra
allra.
Sögusviðið teygir sig vítt og
breitt, allt frá öldurhúsum höfuð-
borgarinnar til Suðurnesja og til
Grimsby á Englandi.
Hilmar Oddsson leikstýrði mynd-
inni, Ólafur Engilbertsson hannaði
leikmynd og Hróðmar-Sigurbjörns-
son samdi tónlistina..Myndatöku
Gunnar Eyjólfsson og Gísli Halldórsson í hlutverkum sínum.
annaðist Sigurður Sverrir Pálsson,
Agnar Einarsson sá um hljóð en
framkvæmdastjórn var í höndum
Halldóru Káradóttur.
Meö helstu hlutverk fara þau
Róbert Arnfinnsson, Gunnar Eyj-
ólfsson, Bríet Héðinsdóttír, Gísli
HaUdórsson, Rúrik Haraldsson og
Eyvindur Erlendsson.
ísafold og Blámi lenda í mörgum ævintýrum.
Rafn Jónsson og fjöldi gesta flytja lög af nýrri plötu Rafns, Andartak.
Stöð 2 á laugardagskvöld:
Perlutónar
Tilefni þessarar beinu útsend-
ingar er ný plata Rafns Jónssonar,
Andartak, sem gefin er út til styrkt-
ar Styrktarfélagi lamaðra og fatl-
aðra og rannsóknarsjóði til eflingar
rannsókna á sjúkdómnum MND
sem er lömunarsjúkdómur sem
leggst á taugafrumur. Þessi sjóður
verður varðveittur af Háskóla ís-
lands. Viðtökur, sem platan hefur
hlotið, hafa farið fram úr björtustu
vonum að sögn Rafns Jónssonar
en takmarkið er að ná að selja 7000
plötur fyrir helgina. Þá má einnig
geta þess að þessi söfnun hefur svo
sannarlega brúað kynslóðabilið því
elsti kaupandi er fæddur árið 1897.
Auk Rafns kemur fram fjöldi
landsþekktra listamanna, þar á
meðal Hörður Torfason, Ný dönsk,
Geiri Sæm, Bubbi, Eyjólfur Krist-
jánsson og hljómsveitin Galíleó.
Það eru margar hendur sem leggj-
ast á eitt til að gera mögulega þessa
útsendingu sem kostuð er af Lið-
veislu, námsmannaþjónustu spari-
sjóðanna. Útsendingu stjórnar
María Maríusdóttir en þessum tón-
leikum verður útvarpað samtímis
í stereo á Bylgjunni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24