Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1991, Blaðsíða 1
Fjöldi listamanna kemur fram i keppninni um landslagið. Rás 2 og Sjónvarpið á föstudagskvöld: Landslagsúrslit A fóstudagskvöld veröur ljóst hver ber sigur úr býtum í keppninni um landslagiö. Bein útsending verður í Sjónvarpi og rás 2 frá Hótel íslandi Id. 21.10. Mikill fjöldi söngvara og tónlistarmanna kemur fram en heiö- ursgestir kvöldsins verða bræöumir Jón Múli og Jónas Ámasynir. Lögin sem keppa eru alls tíu. Vahð er athyglisverðasta lagiö, besta út- setningin, besti textinn, besti flytj- andinn og landslagið 1991. Kynnar kvöldsins em þau Magnús Einars- son, Margrét Blöndal og Sigurður Pétur Harðarson. Eftir að lögin hafa verið flutt flytja Móeiður Júníusdótt- ir og Páll Óskar Hjálmtýsson syrpu laga eftir Jón Múla og Jónas. Þá verða afhent heiðursverðlaun Landslagsins og aö lokum flytja Eyj- ólfur Kristjánsson pg Bjöm Frið- björnsson eitt lag. Úrsht munu þá liggja fyrir og verða tilkynnt þá. Aðalstöðin á laugardögum: Reykjavíkurrúntur með Pétri Péturssyni Reykjavíkurrúnturinn er enn einn nýr þáttur á Aðalstöðinni. Og það er enginn annar en Pétur Pétursson þulur sem sér um þáttinn. Pétur Pét- ursson starfaði við Ríkisútvarpið í áratugi og er hafsjór af fróðleik um menn og málefni. í þáttum sínum mun Pétur leika gömul og ný lög og fjalla um Reykjavík og þá sérstaklega gömlu Reykjavík. Pétur fær til sín ýmsa til að spjalla við og ekki er að efa að það verður glatt á hjalla. Fyrsti Pétur Pétursson þulur fjallar um þáttur Péturs er á dagskrá næstkom- Reykjavík á Aðalstöðinni. andi laugardag. Sjónvarp í desember: Jóladagatal Sjónvarpsins Sagan Stjömustrákur eftir Sig- rúnu Eidjárn fjallar um stelpuna ísa- fold. Einu sinni þegar hún er á leið- inni á bókasafnið hittir hún Bláma, strák frá jólastjömunni. ísafold lang- ar svo mikið tfl að geta gefið pabba sínum og mömmu jólagjöf en Bláma vantar varahluti í eldflaugina sína. Saman leggja þau þvi upp í æsi- spennandi fjársjóðsleit þar sem ótal hindranir verða á vegi þeirra. Ekki síst eiga þau í dæmalausu bash við skrítna kerlingu sem alls staðar þvæhst fyrir. Hvað skyldi hún eigin- lega vilja þeim? Leikstjóri er Kári Halldór Þórsson. Leikarar em Sigurþór Albert Heim- isson, Guðfinna Rúnarsdóttir og Kristjana Pálsdóttir. Upptöku stjóm- ar Jón Egill Bergþórsson. ísafold og Blámi lenda í mörgum ævintýrum. Sjónvarp á sunnudagskvöld: Leikrit Matthíasar Johannessen Gunnar Eyjólfsson og Gísli Halldórsson í hlutverkum sinum. Leikrit Matthíasar Johannessen, Sjóarinn, spákonan, blómasahnn, skóarinn, málarinn og Sveinn, verður fmmsýnt á sunnudags- kvöld 1. desember. Matthías velur sér hér hóp utan- garðsmanna að viðfangsefni. Verk- ið veitir innsýn í hversdagslega til- vera þeirra, draum og brostnar vonir. Eiginlegri atburðarás er ekki fylgt með hefðbundnum hætti, heldur er bragðið upp svipmynd- um af einstakhngum úr hópnum. Fylgst er með þeim einn sóiarhring með tíðum skírskotunum til fyrri viðburða, en á þessum tíma verða umskipti af ýmsu tagi í lífi þeirra allra. Sögusviðið teygir sig vítt og breitt, aht frá öldurhúsum höfuð- borgarinnar til Suðumesja og til Grimsby á Englandi. Hflmar Oddsson leikstýrði mynd- inni, Ólafur Engflbertsson hannaði leikmynd og Hróðmar-Sigurbjörns- son samdi tónhstina..Myndatöku annaðist Sigurður Sverrir Pálsson, Agnar Einarsson sá um hljóð en framkvæmdastjórn var í höndum Halldóm Káradóttur. Með helstu hlutverk fara þau Róbert Amfinnsson, Gunnar Eyj- ólfsson, Bríet Héðinsdóttir, Gísli Halldórsson, Rúrik Haraldsson og Eyvindur Erlendsson. Rafn Jónsson og fjöldi gesta flytja lög af nýrri plötu Rafns, Andartak. Stöð 2 á laugardagskvöld: Perlutónar Tilefni þessarar beinu útsend- ingar er ný plata Rafns Jónssonar, Andartak, sem gefin er út tfl styrkt- ar Styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra og rannsóknarsjóði tfl eflingar rannsókna á sjúkdómnum MND sem er lömunarsjúkdómur sem leggst á taugafrumur. Þessi sjóður verður varðveittur af Háskóla ís- lands. Viðtökur, sem platan hefur hlotið, hafa farið fram úr björtustu vonum að sögn Rafns Jónssonar en takmarkið er að ná að selja 7000 plötur fyrir helgina. Þá má einnig geta þess að þessi söfnun hefur svo sannarlega brúaö kynslóðabihð því elsti kaupandi er fæddur árið 1897. Auk Rafns kemur fram fjöldi landsþekktra hstamanna, þar á meðal Höröur Torfason, Ný dönsk, Geiri Sæm, Bubbi, Eyjólfur Krist- jánsson og hljómsveitin Galfleó. Það eru margar hendur sem leggj- ast á eitt til að gera mögulega þessa útsendingu sem kostuð er af Lið- veislu, námsmannaþjónustu spari- sjóðanna. Útsendingu stjórnar María Maríusdóttir en þessum tón- leikum verður útvarpað samtímis 1 stereo á Bylgjunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.