Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Blaðsíða 38
50 i,?2|t #3£l/5r.-23'j i' íJííO/.GUlíjjl/. MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 1991. Fólk í fréttum Hrólfur Jónsson Hrólfur Jónsson, fyrrv. vara- slökkviliðsstjóri, Hjallaseli 11, Reykjavik, tók við starfi slökkviliðs- stjóra í Reykjavík sl. föstudag en Rúnar Bjamason, fyrrv. slökkvi- liðsstjóri hefur látið af störfum fyrir aldurs sakir. Starfsferill Hrólfur fæddist í Reykjavík 24.1. 1955. Hann lauk námi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1973, lauk námi í byggingatæknifræði frá Tækniskóla Islands 1979, stundaði nám fyrir slökkviliðs-yfirmenn í Stadens Brandskole í Kaupmanna- höfn 1981 og stundaði framhalds- nám í brimaverkfræði við háskól- ann í Lundi 1989-90. Hrólfur var stærðfræðikennari við Tækniskólann 1979-80 og lands- liðsþjálfari í badminton 1980-86. Hann var tæknifræðingur Slökkvi- liðsins í Reykjavík 1980-82 og hefur verið varaslökkviliðsstjóri frá 1982. Hrólfur hlaut heiðurslaun Bruna- bótafélags íslands 1986 og var Fire service college í Moreton-in-Marsh í Englandi 1986. Hann sat í stjórn Tæknifræðingafélags íslands 1983- 1987 og í stjóm Vals frá 1983. Fjölskylda Hrólfur kvæntist 28.9.1974 Ingi- björgu Steinunni Sverrisdóttur, f. 13.2.1955, bókasafnsfræðingi og for- stöðumanni bókasafns Fjölbrauta- skólans í Breiðholti. Foreldrar hennar em Sverrir Bjarnason, verktaki í Reykjavík, og kona hans, Steinunn Árnadóttir húsmóöir. Böm Hrólfs og Ingibjargar em Sigrún Inga, f. 2.5.1973, nemi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti; Steinunn Björg, f. 8.1.1986, og Ragn- arJón.f. 14.7.1988. Bróðir Hrólfs er Þorkell, f. 8.7. 1947, byggingatæknifræðingur í Reykjavík, kvæntur Kristínu Guð- mundsdóttur bókaverði. Foreldrar Hrólfs em Jón Magnús- son, f. 16.11.1912, húsgagnasmiður í Reykjavík, og kona hans, Sigrún Sigurjónsdóttir, f. 10.10.1916, hús- móðir. Ætt Jón er sonur Magnúsar, smiðs á Hólmavík, Halldórssonar, b. á Hrófá í Steingrímsfirði, Jónssonar, b. á Hafnarhólmi, Eyjólfssonar, b. í Mið- dalsgröf, Guðmundssonar, bróður Bjargar, langömmu Óskars, föður Magnúsar borgarlögmanns. Móðir Magnúsar var Ingibjörg, systir Sig- ríðar, langömmu Guðlaugs Tryggva Karlssonar hagfræðings. Ingibjörg var dóttir Magnúsar, b. á Hrófá, Sig- urðssonar, bróður Ingibjargar, langömmu Gunnlaugs, afa Gunn- laugs M. Sigmundssonar, forstjóra Þróunarfélagsins. Móðir Jóns Magnússonar var Ingibjörg Finnsdóttir, b. í Fagradal í Saurbæ, bróður Ásgeirs, afa Ás- gerðar Búadóttur veflistarkonu. Finnur var sonur Jóns, b. á Skrið- nesenni í Bitru, Jónssonar, b. á Skriðnesenni, Andréssqnar, b. á Skriðnesenni, Sigmundssonar, ætt- föður Ennisættarinnar. Móöir Ingi- bjargar var Sólveig Jónsdóttir, b. á Víðidalsá, bróður Sigurðar, langafa Geirs Haligrímssonar. Jón var son- ur Jóns, b. í Hvítadal, Sigurðssonar og konu hans, Guörúnar Aradóttur, systir Sigríðar, ömmu Matthíasar Jochumssonar. Móðir Solveigar var Kristín Gísladóttir, b. á Bæ á Sel- strönd, Sigurðssonar, bróður Jóns í Hvítadal. Sigrún var dóttir Sigurjóns, kaup- félagsstjóri á Hólmavík, bróður Stefáns frá Hvítadal. Systir Sigur- jóns var Guðbjörg, amma Nínu Bjarkar Ámadóttur rithöfundar. Bróðir Siguijóns, sammæðra, var Tryggvi Magnússon listmálari. Sig- urjón var sonur Sigurðar, kirkju- smiðs á Hólmavík, bróður Gísla, afa Jakobs Thorarensen skálds. Sigurð- ur var sonur Sigurðar, b. á Felli í Kollafirði, Sigurðssonar, bróður Magnúsar á Hrófá. Móðir Sigurðar kirkjusmiðs var Guðbjörg Magnús- dóttir, systir Magnúsar, langafa Maríu, ömmu Friðriks Sophusson- ar. Móðir Siguijóns var Guðrún, systir Jóns b. á Saurhóli í Saurbæ, bróður Sigríðar, langömmu Símon- ar Jóhanns Ágústssonar prófessors og Sveinsínu, móður Skúla Alex- anderssonar alþingismanns. Sigríö- ur var einnig langamma Bjarna, langafa Sigríðar Ellu ópemsöng- konu og Gunnars Þóröarsonar Hrólfur Jónsson. hljómlistarmanns. Jón var sonur Magnúsar, b. á Hafnarhólmi, Jóns- sonar, og konu hans, Ingibjargar Jónsdóttur „glóa“ í Goðdal, Am- ljótssonar, ættföður Glóaættarinn- ar. Móðir Sigrúnar var Sigurbjörg Benediktsdóttir, b. á Bassastöðum, Jónatanssonar, og konu hans, Magndísar Jónsdóttur, b. á Fitjum í Vatnsdal, Hannessonar. Móðir Magndísar var Kristín Jónsdóttir, b. á Ósi, bróður Jóns, langafa Þor- valdar, afa Kristínar Ólafsdóttur borgarfulltrúa. Jón var sonur Jóns, stúdents á Laugabóli, Jónssonar, bróður Sigurbjargar, langömmu Guðnýjar, móður Vals Arnþórsson- ar. Afrnæli Hólmfríður Jóna Amdal Jónsdóttir Hólmfríður Jóna Arndal Jóns- dóttir, Laufbrekku 26, Kópavogi, verður sextug á morgun. Fjölskylda Hólmfríður fæddist að Múla í Dýrafirði og ólst upp í Dýrafirði, á Þingeyri og Patreksfirði. Eiginmað- ur Hólmfríðar er Þórmundur Hjálmtýsson,f. 13.4.1935, fram- kvæmdastjóri. Foreldrar hans voru Hjálmtýr Guðvarðsson og Ingibjörg Þórðardóttir en þau er bæði látin. Börn Hólmfríðar og Þórmundar em Óskar Þórmundsson, f. 23.5. 1950, yfirlögregluþjónn en sambýlis- kona hans er Helga B. Bjömsdóttir og eiga þau sex börn; Sigurjón Þór- mundsson, f. 25.7.1953, trésmíða- meistari, kvæntur Ragnheiði Ge- orgsdóttur og eiga þau þijú börn; Þórður Þórmundsson, f. 11.8.1954, bifvélavirki, kvæntur Ingibjörgu Haröardóttur og eiga þau fimm börn; Jón Þórmundsson, f. 21.9.1956, múrarameistari og á hann þrjú böm; Sóley Þórmundsdóttir, f. 24.12. 1958, húsmóðir, gift Gunnari Magn- ússyni og eiga þau þrjú börn; Fann- ey Þórmundsdóttir, f. 12.5.1961, bóndi, gift Hilmari Jóhannessyni og eiga þau þrjú börn; Sigurbjöm Þór- mundsson, f. 18.4.1965, sölumaður, kvæntur Joye Boldsen og eiga þau eitt barn; Bjami Þórmundsson, f. 29.12.1968, slökkviliðsmaður, kvæntur Sóleyju Ægisdóttur. Systkini Hólmfríðar Jónu era Ólöf Jónsdóttir, Andri Jónsson og Hulda Jónsdóttir. Hálfsystkini Hólmfríðar, sammæðra, era Sigurborg Gísla- dóttir og Jón Gestsson. Foreldrar Hólmfríöar Jónu: Jón Guðmundsson, f. 21.7.1900, véla- maður, og Sigríður Guðmundsdótt- ir, f. 16.3.1900, húsmóðir. Hólmfríður Jóna tekur á móti gestum í félagsheimili Kópavogs, laugardaginn 7.12.1991, klukkan 19.00. Hólmfríður Jóna Arndal Jónsdóttir. Andlát Gísli Kristjánsson Gísh Kristjánsson, skólastjóri Hvolsskóla, Öldugerði 5, Hvolsvelh, lést á Landakotsspítala 21.11. sl. en hann var jarðsunginn frá Háteigs- kirkju á laugardaginn var. Starfsferill Gísh fæddist í Ólafsfirði 1.9.1933 og ólst þar upp. Hann var við nám í bamaskóla og síðan unglingaskóla Ólafsfjarðar, stundaði nám við Hér- aðsskólann í Reykholti í tvö ár og lauk kennaraprófi frá KÍ1954. Þá lauk hann handavinnukennara- prófi 1959 og fór námsferðir til Dan- merkur 1968 og 1974. Gísh var kennari við bama- og unglingaskólann í Borgamesi 1954-57 og 1959-65, forfahakennari við Austurbæjarskólann og Lang- holtsskólann í Reykjavik 1957-59, kennari við Laugagerðisskóla í Snæfehsnessýslu 1965-71, kennari við gagnfræðaskólann á Hvolsvelh 1971-72 og skólastjóri við Hvols- skóla 1972-90. Gísh var um skeið formaður Ung- mennafélagsins í Borgamesi og starfaði með Rótary í Borgamesi og áHvolsvehi. Fjölskylda Gísh kvæntist 25.12.1955 Guðrúnu Ormsdóttur, f. á Laxárbakka í Miklaholtshreppi23.8.1938, hús- móður og kennara. Hún er dóttir Orms Ormssonar, rafvirkjameist- ara í Borgamesi, og konu hans, Helgu Kristmundsdóttur. Böm Gísla og Guðrúnar era Krist- ín Helga Gísladóttir, f. 13.7.1956, sjúkrahði í Keflavík, gift Vilmundi Amasyni; Ásgeir Gíslason, f. 24.5. 1961, stýrimaður í Njarðvík, kvænt- ur Angelu Abbott; Jóhanna Lovísa, f. 13.9.1962, gift Valgeiri Guðmund- syni. Foreldrar Gísla: Kristján Friðriks- Gísli Kristjánsson. son, f. 4.9.1900, verkamaður í Ólafs- firði, og kona hans, Jónína Sigurð- ardóttir, f. 1.5.1906, húsmóðir. SMÁAUGLÝSINGASfMIIMN FYRIR LANDSBYGGÐINA: 99-6272 QRvCNI SÍMINN -talandi dæmi um þjónustu! DV DV 90 ára 70ára Einar Sigbjömsson, Andrés Ásgrhnsson, Ekkjufehsseli, Fellahreppi. Langagerði 24, Reykjavík. 85 ára 60 ára Símonía Sigurbergsdóttir, Laugateigi 23, Reykjavík. Jóhanna A. Eyjólfsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Ingimundur Eiríksson, Njarðvíkurbraut27, Njarðvík. EinarÓIafsson, Hamraborg36, Kópavogi. 80 ára 50 ára Sigríður Sigurbrandsdóttir, Hraunbæ34, Reykjavfk. Magnús Lárus Þórðarson, Strandaseh 7, Reykjavík. Þóra F. Fischer, Sörlaskjóh 24, Reykjavik. Jóhanna H. Steindórsdóttir, Safamýri48, Reykjavík. 75 ára 40 ára Ragna Ólafsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Herdís Þ. Sigurðardóttir, Gnoðarvogi42, Reykjavík. Krístin Jónasdóttir, Dalbraut 20, Reykjavík. Ingibjörg Árnadóttir, Kambahrauni 25, Hveragerði. Helga K. Stefánsdóttir, Gijúfraseh 11, Reykjavík. Rósa Árnadóttir, Kaplaskjólsvegi 93, Reykjavík. RMTTyfain KAUTT1 UOS rz_L UOS/ l Uráð J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.