Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Blaðsíða 1
Fátt er fallegra en litadýrðin á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld ef veðrið er gott. Flugeldar: 1500 ára gömul saga Það voru Kínverjar sem fundu upp púðrið, sem er aðalefnið í flug- elda, fyrir meira en 15 öldum. í fyrstu púðurblöndum voru saltpét- ur, brennisteinn og viðarkol. Talið er að efnið hafi verið uppgötvað fyrir slysni. Eldsmiður hafi verið í leit að eldgjafa og dottið niður á blönduna. Þannig hafa margar af meiri uppfinningum sögunnar komið tfl, af hreinni slysni. Kín- veijar voru fljótir að sjá fyrir nota- gfldi púðurs til ýmissa verka. Mest fóru þeir í gerð flugelda sem þeir notuðu ýmist til gamans eða þá tfl merkjasendinga. Það voru hins vegar arabar sem uppgötvuöu notagildi púðurs til vopnafram- leiðslu. Til eru heimildir um að arabar hafi lært að hagnýta sér púður til flugeldagerðar strax á 8. öld eftir Krist og tfl vopnagerðar í upphafi 14. aldar. Flugelda notuðu arabar óspart tfl skemmtana og viö hátíð- leg tilefni eða þegar sigrum í styij- öldum var fagnað. Þeir sáu og fyrir áhrifamátt flugelda í styrjöldum við nágrannaþjóðir sínar. Öflugir flugeldar voru notaðir til að skjóta andstæðingunum skelk í bringu og lama baráttuþrek þeirra. Hlutverk þeirra var svo mikflvægt að í hverj- um her var sérstakur flugelda- meistari sem stjómaði þessu hem- aðartæki. Sennilega hefur flugeldatæknin borist til Evrópubúa frá aröbum eða jafnvel Grikkjum. Flugeldar náðu þó ekki almennum vinsæld- um í Evrópu fyrr en í upphafi 18. aldar. Það voru voldugustu hem- aðarveldin á þeim tíma sem juku á glæsileik sinn með veglegum flug- eldasýningum. Tfl dæmis er getið í heimfldum um stórkostlegar flug- eldasýningar við Versah rétt við Parísarborg í byijun aldarinnar. Á svipuðum tíma voru gefnar út fræðibækur um flugelda, en höf- undur þeirra var Frakkinn A.F. De Frezier. Á þessum tímum urðu miklar framfarir við gerð flugelda og á fyrsta aldarfjórðungi 19. aldar lærðu menn aö búa tfl flugelda með fjölmörgum httilbrigðum. Árið 1854 kom út tímamótaverk um flug- elda eftir fransmanninn F.M. Chertier en það rit var langt á und- an sinni samtíð. Þar voru kynntar uppgötvanir á nýjum efnum tfl að ná fram marghtri ljósadýrð. í kjölf- ar þessa er getið glæsflegra flug- eldasýninga viö Crystal Palace í Bretaveldi og er þá tahð að flugeld- ar hafi verið búnir að ná almenn- um vinsældum og flugeldagerð orðin virt atvinnugrein. Flugelda- notkunin þá var þó ekkert á við það sem nú tíðkast. Fyrst er getið um notkun flugeida á Norðurlöndum í Lárentínusar- sögu frá því um árið 1300. Sagan greinir frá Þrándi nokkrum sem var sprengisérfræðingur Noregs- konungs. Hann bjó tfl það sem kafl- að var herbrestur en það var risa- stór hvellsprengja. Þessi gríðarm- ikla bomba var jafnvel kraftmeiri en Þrándur hafði ætlað sér. Hún var sprengd í höU konungs á jólum og átti að vera mönnum tfl skemmtunar en hermt er að fjöldi manns hafi faUið í öngvit af hræðslu við hvelhnn. Lítið er að flnna í heimfldum um það hvenær. flugeldar bárust hing- að til lands. Neyðarblys náðu þó fljótt útbreiðslu í skipum og bátum eftir að þau komu á markað. Eftir að flugeldanotkun varð almenn hér á landi er eftir því tekið hve íslend- ingar eru duglegir að skjóta upp flugeldum. Flestir taka þátt í þessu æði enda er þeim fjármunum, sem eytt er í flugelda, varið í góð mál- efni. Samviskan er því góð þó nokkrir þúsundkallar renni í flug- eldakaup. Á ári hveiju kaupa ís- lendingar ekki minna en 100 tonn af flugeldum eða hátt í 'A kg á hvert mannsbarn í landinu. Það geta ekki verið margar þjóðir sem kaupa jafn mikið af flugeldum og slá Islend- ingar þar eflaust enn eitt metið, sé miðað við höfðatölu. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.