Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1992, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1992. Menning Ameríska martröðin Sam Shepard lýsir iöulega í leikritum sínum tilfmn- ingum og tilveru fólks sem er fangað í sinni eigin eymd og ratar ekki út. Tilraunir þess til aö brjóta upp mynst- ur niðurlægingar og kúgunar eru ómarkvissar og minna á máttvana vængjablak. Sjálfur kynntist hann af eigin raun rótlausri æsku, þar sem íjölskyldan fluttist stööugt á milli herstööva því faðir hans var atvinnuhermaöur. Endurhljóm frá þeirri reynslu má finna víða í verkum hans. Stundum rætist ameríski draumurinn bókstaflega. Sam Shepard hefur hlotiö frægð hans og frama og nafn hans er þekkt um víöa veröld. Fyrir utan leikrit hefur hann skrifað nokkur kvik- myndahandrit og þar aö auki bæði leikstýrir hann og leikur sjálfur í kvikmyndum og á sviði. Og þessu fylg- ir svo það að sjálfsögðu að hann veit ekki lengur aura sinna tal. En í hrópandi mótsögn við ameríska drauminn, er hin hliðin á silfurdollaranum: Ameríska martröðin. Það er hún, sem Shepard lýsir svo oft í verkum sín- um og í Blóði hinnar sveltandi stéttar er dregin upp kaidranaleg mynd af tilveru fjölskyldu einnar þar sem eymd og vonleysi ræður ríkjum og allt er á hraðri leið norður og niður. Heimilisfaðirinn er dæmigeröur drykkjurútur, sjálfselskur og ofbeldisgjam. Hann er orðinn hálf- sturlaður og kúgar fjölskylduna. Það er helst að dóttir- in á heimilinu þori eitthvað í hann. Hún er „gáfnaljós- ið“ í fjölskyldunni og ekki laust við að hin beri fyrir henni óttablandna virðingu. Enda er hún grimmilega kjaftfor og hvöss þegar henni þykir ástæða til. Sonurinn læðist meira með veggjum, þver og fúll og tekur á sig hlutverk þrælsins. Hann gengur í öll verk og reynir eitthvað að halda í horfinu á búinu þó að lítið gangi. Karhnn er þrælfastur í klóm óprúttinna lánardrottna og reyndar búinn að drekka út jörðina en það veit frúin ekki og ætlar sér að selja allt drasUð á bak við hann. En allt þetta brambolt kemur fyrir Utið. Örlög þeirra em fyrirfram gefm. Ameríska martröðin í hnotskurn. Það þarf satt að segja ekkert smáræðis hugrekki til þess að ráðast í það að setja upp verk eins og Blóð hinnar sveltandi stéttar hjá hópi ungs áhugafolks með Utla sviðsreynslu. Átökin era á stómm skala, tilfmn- ingasveiflumar yfirþyrmandi og vonleysið botnlaust. En stökkið út í óvissuna tekst vonum framar hjá Atriði úr „Blóð hinnar sveltandi stéttar", sem Leikfé- lag Hafnarfjarðar sýnir um þessar mundir. leikhópnum og í heild er þetta óvenjulega „fagmann- lega“ unnin sýning áhugaíeikara. Þar vegur þyngst framlag leikstjórans, Viðars Egg- ertssonar, sem hefur mótað óreynda áhugaleikara og tekist að ná fram merkilega sannferðugum persónum. Þau Erlendur Pálsson og Huld Óskarsdóttir leika af- sprengin, Wesley og Emmu, en Halldór Magnússon og Fríður Hannesdóttir hjónin Weston og EUu. Radd- beitingin var reyndar stundum fuUyfirdrifin í þessu Utla rými og ofviða svo lítt þjálfuðu fólki en fyrir utan þann skavanka var lögö áhersla á heiUega pérsónu- sköpun og samhengi í þróun þessara hlutverka. Þegar upp var staðið mátti vel sætta sig við frammi- stöðuna og sýningin í heild hafði í sér dálítinn neista, sem sjcddgæft er að finna hjá sambærilegum hópum, enda greinilega gengið til verks af fullri alvöra. Nokkrir aðrir leikarar komu fram í minni hlutverk- um, sem gáfu ekki tUefni til stórra átaka utan hlut- verk lögfræðingsins Taylors, sem ætlar að hlunnfara fiölskylduna. Erlendur Pálsson fór þokkalega með það. Þýðing verksins hefur tekist með ágætum, orðfærið er nútímalegt, kaldhamrað og sterkt og þeir Ólafur G. Haraldsson og Jón Karl Helgason hafa þama unnið vandasamt verk mjög vel. Þaö er Uka afbragðs hugmynd, að nýta hol Bæjar- bíós fyrir „lítið svið“, þar sem mikfi nánd skapast og hrá sviðsmynd nýtur sín tU fulls. Bæði búningar og sviðsmunir eru vel valdir og setja verkinu stað og tíma. Leiklist Auður Eydal Umhverfið skapar ágæta stemningu og þrátt fyrir lágmarks tækniaðstöðu tókst mæta vel að lýsa „svið- ið“ (það er leikið eftir endilöngu svæðinu) og ná fram nöturlegri umgjörð. ísskápurinn, sem stendur fyrir enda eldhússins þar sem leikurinn fer fram, verður eins konar tákn um aðstæður fiölskyldunnar. í staö þess að vera forðabúr og allsnægtaskápur er hann oftast tómur, eða þá fyllt- ur af iUþefiandi kálhausum sem varla teljast manna- matur. Sífellt er verið að opna skápinn og gá að mat þó að sú leit sé oftast til lítUs og stundum virðast fiölskyldu- meðlimimir hafa betra og persónulegra samband við skápgarminn en hver við annan. Út úr skápnum berst draugaleg birta, sem boöar vá og þann dag sem eitt- hvað ætilegt er þar að finna, er aUt um seinan. í heUd er sýning L.H. metnaðarfuU sýning áhuga- fólks, sem greinilega hefur sett markið hátt í þetta sinn. Með samstUltum kröftum og mikiUi vinnu hefur líka náðst óvenjulega góður árangur. Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir í Holinu (Bæjarbiói): BLÓÐ HINNAR SVELTANDI STÉTTAR Höfundur: Sam Shepard. Þýðing: Ólafur G. Haraldsson, Jón Kari Helgason. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Leikmynd: Kristín Reynisdóttir, Viðar Eggertsson, Egill Ingi- bergsson. Búningar: Sigurbjörg Magnúsdóttir. Lýsing: Egill Ingibergsson. Andlát Sigriður Hallgrimsdóttir Bogahlíð 15, er látin. Bárður Olgeirsson, Vallarbraut 2 Njarðvík, lést á sjúkrahúsinu í Kefla- vík 17. janúar. Leiðrétting í frétt um Böm náttúrunnar, sem birtist á laugardaginn, var haft eftir Friðriki Þór Friðrikssyni, leikstjóra myndarinnar, að myndin hefði feng- ið hæstu einkunn hjá öUum þeim dómnefndarmönnum sem um hana fiöUuðu. Þama er ekki rétt farið með. Friðrik Þór sagðist hafa heyrt að fimm dómnefndarmenn af þrjátíu, sem hana sáu, hefðu gefið myndinni tíu í einkunn. DV biðst velviröingar á þessum mistökum. Jarðarfarir Axel HalIgrímsson,Skúlagötu 7, Borgamesi, verður jarðsunginn frá Borgameskirkju þriðjudaginn 21. janúar kl. 14. Ragnhildur Jórunn Þórðardóttir hjúkmnarkona, Laugarásvegi 69, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 21. janúar kl. 15. Kristín Þórðardóttir, Ægisíðu 86, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 21. jan- úar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á heimahlynn- ingu Krabbameinsfélagsins. Margrét Rebekka Híramsdóttir, sem andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, laugardaginn 11. janúar verður jarðsungin þriðjudaginn 21. janúar kl. 13.30 frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði. Páll Kristinsson, Áslandi 12, Mos- felssbæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21. jan- úar kl. 15. Ásbjörg Þorkelsdóttir húsfreyja, Sauðhaga, Vallahreppi, verður jarð- sungin frá Egilsstaðakirkju mánu- daginn 20. janúar kl. 14. Jarðsett verður í Vallanesi. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabba- meinsfélagið. Ásbjörg fæddist 28. apríl 1929. Á ámnum 1948-1949 kynntist hún Birni Sigurðssyni frá Sauðhaga á Völlum og gengu þau í hjónaband 3. ágúst 1950 og eignuðust þrjár dætur. á næsta sölustað • Askriftarsimi 62-60-10 ER K0MINN TÍMI Á SVALIRNAR ÞÍNAR? Erum byrjaöir aftur meðhöndlun með hinum frábæru efnum frá PACE, litaval. Pantið tímanlega. Visa / Euro raðgreiöslur TÝRHF. S. 641923 - 11715 Myndgáta \*AUTTtíóS^MUTTyÓSl} Leikhús ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ ÉG HEITIÍSBJÖRG, ÉG ERLJÓN eftir Vigdisi Grímsdóttur Tónlist: Lárus Grimsson. Lýsing: Björn B. Guömundsson. Leikmynd og búningar: Elin Edda Arnadóttir. Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson. Leikarar: Guörún Gisladóttir, Bryn- dis Petra Bragadóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Jóhann Sigurðar- son, Þórarinn Eyfjörð, Pálml Gests- son, Hjálmar Hjálmarsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Frumsýning föstud. 24. jan. kf. 20.30. Uppselt. 2. sýn. sunnud. 26. jan. kl. 20.30. 3. sýn. föstud. 31. jan. kl. 20.30. 4. sýn. laugard. 1. feb. kl. 20.30. RÓMEÓ OGJÚLÍA eftir William Shakespeare Fimmtud. 23. jan. kl. 20.00. Sunnud. 26. jan. kl. 20.00. Laugard. 1. febr. kl. 20.00. Laugard. 8. febr. kl. 20.00. eftir Paul Osborn Laugard. 25. jan. kl. 20.00. Sunnud. 2. febr. kl. 20.00. Föstud. 7. febr. kl. 20.00. SÝNINGUM FER FÆKKANDI M.BUTTERFLY eftir David Henry Hwang Föstud. 24. jan. kl. 20.00. Föstud. 31. jan. kl. 20.00. Fimmtud. 6. febr. kl. 20.00. LITLA SVIÐIÐ KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju Miðvikud. 22. jan. ki. 20.30. Uppselt. Föstud. 24. jan. kl. 20.30. Uppselt. Laugard. 25. jan. kl. 20.30. Uppselt. UPPSELT ER Á ALLAR SÝNINGAR Á KÆRU JELENU TIL 9. FEBR. MIÐAR Á KÆRU JELENU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐRUM. ATHUGIÐ AÐ EKKIER UNNT AD HLEYPA GESTUMINN í SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. Miðasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram að sýningum sýningar- dagana. Auk þess er tekið á móti pöntunum i sima frá kl. 10 alla virka daga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. GRÆNA LÍNAN 99-6160. Leikhúskjallarinn er opinn öll föstudags- og laugardagskvöld. Leikhúsveisla: Leikhúsmiði og þríréttuð máltið öll sýningar- kvöld á stóra sviðinu. Borðpantanir i miðasölu. Leikhúskjallarinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.