Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1992, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992. Fólkífréttum Friðrik Þór Friðriksson Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmaður, Bjarkargötu 8, Reykjavík, hefur mikið verið í frétt- um að undanfórnu vegna afhend- inga óskarsverðlaunanna í fyrri- nótt. Starfsferill Friðrik Þór fæddist í Reykjavík 12.5.1954. Hann varð stúdent frá MT1976 og stundaði bókmennta- fræðinám við HÍ um skeið. Friðrik var framkvæmdastjóri kvikmyndaklúbbs framhaldsskól- anna, Fjalakattarins, 1975-77. Hann var einn af stofnendum Gallerí Suð- urgötu 7 sem var starfrækt 1977-81 og sýndi þar hugmyndaverk sem síðar voru sýnd á öllum Norður- löndunum, Italíu, Póllandi og Bandaríkjunum. Hann var í rit- nefnd tímaritsins Svart á hvítu 1977-80 og starfsmaður Kvikmynda- hátíðar 1978. Friðrik var ritstjóri Kvikmyndablaðsins 1979-80 og kvikmyndagagnrýnandi DV1979- 1981. Hann var einn af stofnendum Bókaútgáfunnar Svart á hvítu 1981 og stofnaði Kvikmyndafélagið Hug- renningu 1981. Friðrik stofnaði og var stjórnarformaður íslensku kvikmyndasamsteypunnar 1984 og stofnaði Myndbandagerð Reykja- víkur 1986. Kvikmyndir Friðriks: Brennu Njáls saga, 1980; Hringurinn, 1980; Eldsmiðurinn, 1981; Rokk í Reykja- vík, 1982; Kúrekar norðursins, 1984; Fengurinn 1985; Skyttumar, 1987, Flugþrá, 1988; Englakroppar, 1989; Bömnáttúmnnar, 1991. Friðrik hlaut Menningarverðlaun DV1988 fyrir Skytturnar og aftur 1992 fyrir Böm náttúrunnar. Fjölskylda Friðrik kvæntist 25.7.1987 Hem Sigurðardóttur, f. 27.4.1960, kenn- ara. Foreldrar hennar em Sigurður Einarsson, arkitekt í Reykjavík, og kona hans, Helga Eysteinsdóttir bókari. Böm Friðriks og Heru eru Friðrik Steinn, f. 2.11.1984, ogHelga, f. 3.2. 1988. Bróðir Friðriks er Þórleifur V. Friðriksson, f. 30.11.1948, fram- leiðslu- og sölustjóri hjá Guðjóni Ó-Viðey, kvæntur Karen Mogensen skrifstofumanni og eiga þau tvö börn. Hálfbróðir Friðriks, samfeðra, er Þórir, f. 13.4.1937, húsasmíðameist- ari í Reykjavík, kvæntur Þórdísi Þorbergsdóttur, starfsmanni rík- isspítalanna. Foreldrar Friðriks: Friðrik Val- geir Guðmundsson, f. 13.10.1898, d. 1974, tollvörður í Reykjavík, og kona hans, Guðríður Hjaltested, f. 8.9. 1913, húsmóðir. Ætt Faðir Friðriks var Guðmundur, b. á Bræðraá í Sléttuhlíð í Skaga- firði, Guðmundsson, b. á Ysta-Hóh í Sléttuhlíð, Jónssonar. Móðir Guð- mundar á Bræðraá var Anna Bjamadóttir, b. á Mannskaðahóli, Jónssonar, b. á Ljótsstöðum, Þor- kelssonar. Móöir Jóns var Margrét Pétursdóttir, systir Magnúsar, lang- afa Hannesar, afa Hannesar Péturs- sonar skálds. Móðir Önnu var Guðný Guðmundsdóttir. Móðir Friðriks var Þórleif Friðriksdóttir, b. á Brúnastöðum í Fljótum, bróður Guðrúnar, ömmu Davíðs Stefáns- sonar frá Fagraskógi. Friðrik var sonur Jóns, b. á Brúnastöðum, Jónssonar, bróður, sammæðra, Ól- afs, langafa Sigurðar Nordal og Val- týs Stefánssonar ritstjóra, föður Helgu leikkonu. Móðir Þórleifar var Steinunn Þorleifsdóttir, b. á Ysta- Mó, Sveinssonar, bróður Sveins, langafa Guðlaugar, móður Kristínar Jónsdóttur listmálara. Móðir Stein- unnar var Sigríður Árnadóttir, bróður Ásgríms, langafa Áslaugar, móður Friðriks Sophussonar Qár- málaráðherra. Móðir Sigríðar var Guðrún Ásgrimsdóttir, b. í Ásgeirs- brekku, Þorlákssonar, b. í Ásgeirs- brekku, Jónssonar, ættföðurÁs- geirsbrekkuættarinnar. Guðríður er dóttir Bjarna Hjalte- sted, prests í Reykjavík, Bjömsson- ar Hjaltested, jámsmiðs í Reykja- vík; Péturssonar. Móðir Bjarna var Guðríöur, systir Bjarna, langafa Svanhildar, móður Ólafs Ragnars Grímssonar. Guðríður var dóttir Eiríks, b. á Rauðará við Reykjavík, Hjartarsonar. Móðir Eiríks var Rannveig Oddsdóttir Hjaltalín, syst- Friðrik Þór Friðriksson. ir Jóns, langafa Jóns, afa Jóns Thors, skrifstofustjóra í dómsmála- ráðuneytinu. Jón var einnig langafi Óskars, föður Þorsteins Thoraren- sen, rithöfundar. Móðir Guðríðar var Stefanie, dóttir Bentzens, mál- arameistara í Kaupmannahöfn. Afmæli Jens Þorkell Halldórsson Jens Þorkell Halidórsson ýtu- stjóri, Sæmundargötu 6, Sauðár- 200000króki, er sjötugur í dag. Starfsferill Þorkell er fæddur í Súðavík, Norð- ur-ísatjarðarsýslu, og ólst upp þar og við Isafjarðardjúp. Hann gekk í barnaskólann í Súðavík og fór í unglingaskóla í Núpasveit í Norð- ur-Þingeyjarsýslu og síðar í Bænda- skólann á Hölum í Hjaltadal. Þorkell hefur fengist við margs konar störf í gegnum árin. Hann hefur unnið við landbúnaðarstörf, vegavinnu og var við sláturhúss- störf í Norður-Þingeyjarsýslu. Þor- kell vann þó lengst af á þungavinnu- vélum hjá Ræktunarsambandi Skagfirðinga, eða árin 1949-89. Þorkell starfáði með Ungmennafé- lögum á yngri áram. Fyrst með Ungmennafélaginu Leifi í Norður- Þingeyjarsýslu og síðar með Ung- mennafélaginu Hjalta þegar hann var við nám í Bændaskólanum á Hólum. Fjölskylda Kona Þorkels var Eiríka Alfreðs- dóttir, f. 31.6.1927, d. 1970, húsmóð- ir. Foreldrar hennar vora Alfreð Thenelt og Erna Thenelt en þau voru búsett í Þýskalandi. Þorkell og Eiríka eignuðust þijú börn. Þau era: Öm, f. 7.9.1953, starfsmaður Steinullarverksmiðju ríkisins, maki Aðalheiður Val- bjömsdóttir, starfsmaður Pósts og síma, þau era búsett á Sauðárkróki, Aðalheiður á einn son; Erna, f. 20.8. 1955, starfsmaður hjá Haraldi Böð- varssyni, maki Hjálmar Jónsson, bakari og sjómaður, þau eru búsett á Akranesi, Ema á eina dóttur; Katrín, f. 7.5.1964, leiklistamemi, hún er búsett í Reykjavík. Þorkell átti dóttur áður með Dagbjörtu Jónsdóttur, Ósk, f. 20.8.1945, hús- móður, maki Óskar Karlsson sjó- maður. Þau era búsett á Húsavík ogeigaþijásyni; Systur Þorkels: Ólafía, f. 29.3.1925, starfsmaður Sjúkrahúss Akur- eyrar, hennar maður var Stefán Snælaugsson, látinn, sjómaður, þau eignuðust sex böm, Óiafía er búsett á Akureyri; Karólína, f. 30.3.1927, sjúkrahði og hárgreiðslumeistari, maki Guðmundur Gestsson versl- unarmaður, þau eru búsett í Reykjavík og eiga þrjú börn; Anna, f. 4.2.1930, húsmóðir, maki Lothar Griind, leiktjaldamálari og innan- hússarkitekt, þau eru búsett í Ham- liorg í Þýskalandi og eiga þrjá syni; Sigrún, f. 9.2.1931, húsmóðir, maki Jónatan Ólafsson, múrari, þau eru búsett á Akureyri og eiga þijú börn, Sigrún eignaðist fjóra syni með fyrri manni sínum, Hálfdáni Svein- björnssyni, látinn. Foreldrar Þorkels voru Halldór Guðmundsson, f. 9.2.1888, d. 1969, verkamaður, og Sigrún Jensdóttir, f. 20.12.1891, d. 1972, húsmóðir, en þau bjuggu í Súðavík. 95 ára 70 ára GuðmundurMatthíasson, Lönguhlíð 3, Reykjavík. Ámi Daníelsson, Hafnarbraut 16, Hólmavik. 80 ára 60ára . Maria Benediktsdóttir, Iindargötu 22c, Siglufirði. Bjarney Steinunn Jóhannes ir, idótt- Vogatungu 83, Kópavogi. Hanneraðheiman. Bjarni Kristjánsson, Seljavegi 23, Reykjavík. 1111 75 ára Noröurgarði 8, Keflavík. Arnar Sicurðsson, Óli Baldur Bjarnason, Sunnubraut 52, Keflavík. Hann tekur á móti gestum á afinæl- ísdaginn í veitingahúsinu við Bláa- Lóniðkl. 19-22. Ingibjörg Eiríksdóttir, Eyvindarstöðum, Eyjafjaröarsveit. Elín Einarsdóttir, Reykjavíkurvegi 38, Hafharfirði. Friðfinnur Steindór Pálsson, Eikarlundi 23, Akureyri. Kristín Ásthildur Lúthersdóttir, Grenimel20, Reykjavík. Jóhanna Ólafsdóttir, Gnoðarvogi 28, Reykgavík. Kristján Magnússon, Dvalarheimilinu Lundi, Hellu. Auðbjörg Ingimarsdóttir, Grensásvegi 56, Reykjavík. Skipasundi 3, Reykjavík. Kristín Jónsdóttir, Hlöðum, Fehahreppi. ara Óskar Pálmi Guðmundsson, Tjarnarbóhl4, Seltjamamesi. Vignlr Gunnarsson, Munkaþverárstræti 28, Akureyri. Bjarney Óiafsdóttir, Kambaseh 10, Reykjavik. Ingimundur Pálsson, Aðalstræti 6, Patreksfirði. Bergsveinn Bjarnason, Valsmýrí5, Neskaupstað. SigurðurRúnarSigurðsson, Hverafold 128, Reykjavík. EJÍn Poulsen Park, Smáratúni2, Bessastaðahreppi. Rósa Rögn- valdsdóttir Rósa Rögnvaldsdóttir húsmóðir, Þingvallastræti 42, Akureyri, er sjö- tíu og fimm ára í dag. Starfsferill Rósa fæddist í Málmey á Skaga- firði en ólst upp í Litlu-Brekku á Höfðaströnd. Hún fór í vist á ungl- ingsárunum og var vinnukona á bæjum í Skagafirði og Eyjafirði. Þá var hún um skeið viö síldarsöltun á Siglufirði á árunum 1939-42, auk þess sem hún starfaði í frystihúsi hjá Útgerðarfélagi Akureyringa í fimmtán ár. Fjölskylda Eiginmaður Rósu er Hans Peder- sen, f. á Norður-Jótlandi 12.12.1908 en kom til íslands 1932, iðnverka- maður. Foreldrar hans voru Krist- ian Bhchsted Pedersen, smiðs og b. á Norður-Jótlandi, og María Boletta, f. Jakobsen, húsmóðir. Dætur Rósu og Hans eru Ragna, f. 3.1.1938, húsmóðir á Akureyri, gift Sveini Þorbergssyni, verka- manni og fyrrv. b. á Syðri-Reistará, og eiga þau tvær dætur, og Hildur María, f. 20.2.1952, húsmóðir á Ak- ureyri, gift Guðmundi Ármanni, hstmálara og kennara, og eiga þau fimmböm. Rósa átti ellefu systkini en hún á nú fimm systkini á lífi. Systkini hennar: Þóranna, húsmóðir, lengst af á Hjalteyri, látin; Sigurður, vél- stjóri á Húsavík, nú látinn; Matthí- as, vélstjóri, fórst með Heklu á stríðsárunum; Páll, dó ungur; Rögn- valdur, vélstjóri, lengst af á Siglu- firði, síðar í Reykjavík, látinn; Jón, lengst af kokkur á skipum, búsettur á Siglufirði; Steinunn, dó á fyrsta ári; Sigrún, húsmóðir á Húsavík; Steinunn, húsmóðir á Siglufirði; Kristján, togaraskipstjóri og síðar hafnarvörður á Siglufirði; Ari, starfsmaður hjá Hitaveitu Akur- eyrar. Foreldrar Rósu voru Rögnvaldur Sigurðsson, f. 1888, d. 1934, sjómaður Rósa Rögnvaldsdóttir. í Litlu-Brekku á Höfðaströnd, og kona hans, Guðný Guönadóttir, f. 1891, d. 1981, húsmóöir. Ætt Rögnvaldur var sonur Sigurðar, b. í Hólakoti á Höföaströnd, bróður Lofts, föður Jóns, framkvæmda- stjóra í Reykjavík, afa Jóns L. Áma- sonar stórmeistara, en annar sonur Lofts var Pálmi, forstjóri Skipaút- gerðar ríkisins, afi Más Gunnars- sonar, starfsmannastjóra Flugleiða. Sigurður var sonur Jóns, b. á Hóh í Svarfaðardal, Jónssonar, b. á Hóh, Jónssonar, bróður Ambjargar, langömmu Einars Olgeirssonar. Móðir Lofts var Gunnhhdur, systir Jóns á Jarðbrú, afa Guðjóns B. Ól- afssonar, forstjóra SÍS. Gunnhildur var dóttir Hallgríms, b. á Stóru- Hámundarstöðum, bróður Þorláks, langafa Bjöms Th. Bjömssonar. Hallgrímur var sonur Hallgríms, b. á Stóru-Hámundarstöðum, Þorláks- sonar, b. og dbrm. á Skriðu í Hörg- árdal, Hahgrímssonar. Móðir Rögn- valds var Guðlaug Þorsteinsdóttir frá Skáldalæk í Svarfaðardal. Guðný var dóttir Guöna Jónssson- ar, b. á Heiði í Sléttuhhð, og Kristín- ar Jónsdóttur. Rósa er að heiman á afmæhsdag- inn. [ RAUTT {fOS b^RAUTT {fOSí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.