Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992. 15 Fyrst eftir að ég tapaði minni bamatrú, 13 ára gamall, var ég af- skaplega mikið á móti öllu sem heitir guðstrú. Ég fór ekkert leynt með þessa andúð mína lengi vel og taldi trúmál rugl. Með aldrinum lærðist mér að sýna trú fólks full- komna virðingu. Trú er einkamál sem hver manneskja verður að hafa fyrir sig, án afskipta annarra að mínum dómi. Oftast eru trúmál svo viðkvæm að best er aö láta alla í friði með trú sína. Þrátt fyrir þessa afstöðu mína til trúmála núoröiö, og þá skiptir ekki máh hvort um er að ræða kristna trú, múhameðstrú, búddatrú, bra- hmatrú eða hindúatrú, þá verð ég að játa að það gekk fram af mér á dögunum þegar Stöð 2 sýndi frá samkomum tveggja trúfélaga sem nýlega hafa tekið til starfa hér á landi. Hlaupið í hringi Þegar við strákarnir á Akranesi fórum á samkomu hjá KFUM fyrir tæpum fimmtíu árum var séra Friðrik Friðriksson oft stjómandi samkomunnar. Hann var líka með okkur í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi. Þessi merki mannvin- ur kenndi okkur strákunum að fara með bænir. Stundum í hijóði, stundum upphátt. Hann lagði mikla áherslu á alvöru bænastund- arinnar. Það ríkti kyrrð og fríður á bænasamkomum séra Friðriks. Ég hefði ekki boðið í þaö ef við hefðum farið að hlaupa í kringum borðin í Vatnaskógi veifandi hönd- unum, hrópandi og öskrandi á guð á bænastundum séra Friðriks. Það var hins vegar glaðværð ríkjandi þegar við sungum hina fjörugu söngva skógarmannanna í Vatna- skógi, ellegar á samkomum KFUM í Fróni á Akranesi yfir veturinn. Síðan þá hef ég alltaf staðið í þeirri meiningu að menn eigi að vera hijóðlátir og alvörugeftnr á bæna- stundum. Bandarískt bænahald Fyrir fáum árum var ég staddur vestur í Bandaríkjunum. Þar sá ég í fyrsta sinn messu hjá þessum nýtísku söfnuðum þar sem aUs konar hamagangur, hróp, köll og handaupplyftingar og grátur voru notuð í bæninni. Mér þótti þetta furðulegt og hugsaði með mér að seint myndum við íslendingar taka upp trúariökun með þessu sniði. Og einmitt þegar ég var staddur þama fyrir vestan voru í gangi tvö hneykslismál tengd forstöðumönn- am svona trúarsafnaða. Þau mögn- uðu upp efasemdir manna um þessa sértrúarsöfnuði. Annað mál- ið var fjármálahneyksh en hitt var kvennafar leiðtoga eins safnaðar- ins. Mér þótti fjármálahneykslið vont mál. Safnaðarforinginn hafði hreinlega féflett söfnuðinn og lifaö bílífi. Þessi sem lenti á kvennafar- inu átti samúð mína alla enda hef ég aldrei getað Utið á það sem synd að karl og kona dragi sig saman. Bænir og hlaup Þegar Stöð 2 sýndi frá safnaðar- fundum hinna nýju safnaða hér á landi tók ég eftir því að fólkið fór aht í einu að hlaupa í hringi í kring- um eitthvert borð og hrópaði á guð. Svipaðar þessu voru bæna- samkomumar í Bandaríkjunum. Ég velti fyrir mér hvort guði lik- aði betur að fólk væri með þennan hamagang og hávaða þegar það bæði hann ásjár heldur en kyrrð og alvöru bænastundanna hjá okk- ur htlu strákunum í KFUM í gamla daga. Hvernig sem ég velti þessu fyrir mér gat ég ómögulega sann- fært sjálfan mig um aö árangurs- ríkara væri að hlaupa og hrópa bænir í stað þess að biðja af hjart- ans einlægni í ró og naeði. Okkur var kennt sem litlum drengjum að fara með bænimar okkar áður en við færum að sofa. Ég fór að hugsa um hvort við hefð- um átt að hlaupa í kringum rúmið okkar á meðan, baða út höndunum og hrópa hátt í stað þess að fara með bænimar í hijóði. Bænir manns vom auðvitað mismunandi. Aht frá því að biðja guð um að hjálpa einhveijum sem átti bágt og th þess að hann útvegaði manni nýjan fótbolta. Ef th vih hefði ég eignast fleiri fótbolta ef ég hefði hlaupið í kring- um rúmið mitt á meðan ég bað guð um fótbolta. Ég veit það ekki en er vantrúaöur á að svo hefði verið. En hvers vegna þennan hama- gang. Hlaup umhverfis borð, ösk- ur, handauppréttingar og háværar grátstunur? Trúa menn því nú til dags að guð bænheyri fólk frekar ef það lætur svona en ef þaö iðkar hina hijóðu bæn? Að vekja á sér athygli Að mér læðist sá grunur að aht sé þetta gert th að vekja a sér at- hygh. Það þarf ekki trúflokka th að hafa uppi skrípalæti th aö vekja á sér athygli. Þetta viðgengst nú- orðið hjá fjölmörgum sem þurfa að auglýsa eitthvað. Það er næstum án takmarkana hvað fólki dettur í hug th að vekja á sér athygli. Annað sem ég tel að sé iðkað á þessum nýtísku bænasamkomum, aðeins th að vekja á sér athygli, era Helgarpistill snertingar samkomuleiðtogans th að lækna fólk. Hér áður fyrr meðan læknavís- indi vora vanþróaðri en þau era nú var skiijanlegt aö fólk, sem þurfti á hjálp aö halda, leitaði uppi hvers konar kukl. En að fólk skihi gera þetta árið 1992 segir mér að eitthvað meira en htið sé að. Hvemig fólki dettur í hug að leita með veikindi sín th einhvers manns, sem stofnar söfnuð sér th lífsviðurværis, er mér óskhjanlegt. Svo batna einhveijum bágindin einhvem tímann eftir snertingu safnaðarleiðtogans og þá er honum þakkaður batinn. Samt á þetta fólk að vita að enginn læknar það nema líkami þess sjálfs. Læknar gera ekki annað en auðvelda líkama okkar að lækna þá meinsemd sem við göngum með. Hjá einum sértrú- arsöfnuði er fólki bannað að þiggja blóðgjöf, jafnvel þótt líf hggi við. Á sama tíma og þetta gerist er veriö að selja fólki ahs konar ghng- ur, málmarmbönd og ég veit ekki hvað. Fólki er talin trú um aö það hressist og/eða læknist af kvihum beri það þessa skartgripi. Það er einnig verið að selja fólki hvers konar duft, korn og pihur sem eiga að hressa, kæta og lækna fólk. Og þetta selst aht í massavís. Svona lagað þykir mér alvarlegt mál. Bænahlaupið er aht annars eðhs og getur aldrei skaðað neinn. Að grípa inn í í tengslum við þessa nýju söfnuði er rekin útvarpsstöð. Um hana er margt gott að segja. Þar er oft leik- in hin ágætasta tónlist og mörg fal- leg orð töluð. Þó er eitt sem ég kann ekki við en það er fyrirbænastund útvarpsstöðvarinnar. Mér var bent á að hlusta á eina shka á dögunum. Þar kom fram stúlka sem talaði th guðs og bað hann hjálpa fólki í bágindum. Hún sagði sem svo. „Góði guð! Kona hafði samband við mig. Hún er með höfuðverk. Við biðjum þig, góði guð, að grípa hér inn í og hjálpa konunni." Síðan kom hver fyrir- bænin á fætur annarri og ahtaf bað stúlkan guð að grípa inn í. Hún þuldi þennan texta rétt eins og út- varpsþulur að lesa auglýsingar. Það var enginn bænarhiti í máh hennar. Mér var kennt að biðja th guðs fullur lotningar en ekki að biðja guð að grípa inn í eitthvað einhvers staöar eins og maður biður bifvéla- virkja aö gera við bílinn sinn. Þeg- ar við strákamir báðum guö um að útvega okkur fótbolta gerðum við það fullir lotningar fyrir al- mættinu og af sannfæringarkrafti barnsins. Ég hlustaði aftur á bænastund á þessari útvarpsstöð nokkra síðar. Þá var karlmaður við stjómvölinn. Hann fór mjög svipaö að og stúlk- an. Hann bað þó guð aldrei að gripa inn í heldur bað hann guð um að koma héma eða þarna við. Lækna þennan eða hinn eða hta th með þessum eða hinum í vandræðum hans. Ég dreg stórlega í efa að svona sýndarmennska, eins og þarna fór fram, eigi rétt á sér. Ég trúi því sem séra Friðrik sagði að alvara eigi að fylgja bæninni. Hverhefur rétt fyrir sér? Ég sagði í upphafi aö ég væri umburðarlyndur varðandi trúmál. Mér þykja aftur á móti þeir sem mest iðka trúmál ahtof einstreng- ingslegir. Þess vegna kemur ahtaf upp í huga mér efi þegar kristnir menn tala um hinn eina sanna guð og hina einu sönnu trú. Ég spyr þá ahtaf hvemig menn geti leyft sér að segja svona nokkuð. Getur það verið að kristnir menn einir hafi rétt fyrir sér með sinn guð og sína trú? Hvað með múhameðstrúar- menn? Er þeirra guð ekki th? Er þeirra trú röng? Hvað með búdda- trúarmenn, brahmatrúarmenn, hindúatrúarmenn? Hafa öh þessi hundrað mihjóna manna rangt fyr- ir sér en kristnir menn einir rétt fyrir sér? Margir segja að Njála sé best bóka á íslensku. Flestir okkar bók- menntafræðinga hafa í áranna rás dundaö sér við að rannsaka þessa bók. Hver skrifaði hana? Er hún skáldsaga eða sannsöguleg? Menn era htiu nær og greinir enn á um þessa bók sem er þó innan við þús- und ára gömul. En bók bókanna ftjá hinum kristna heimi er Biflían og sérstak- lega Nýja testamenntið. Nýja testa- menntið er skrifaö af aröbum fyrir næstum tvö þúsund árum. Samt dregur enginn kristinn maöur í efa að aht sem í þeirri bók stendur sé sannleikanum samkvæmt. Menn vita hins vegar ekkert hveijir guð- spjallamennimir vora. Vora þeir að skrifa skáldsögu eða vora þeir að skrifa um sannsögulega atburði? Þetta veit auðvitað enginn með vissu. En við sem getum ekki fund- ið út hver skrifaði Njálu eða hvort hún er skáldsaga eða sannsöguleg drögum ekki í efa að bók, sem skrif- uð var fyrir hart nær tvö þúsund árum í Austurlöndum af einhverj- um mönnum sem við vitum ekki hveijir vora, sé rétt og sönn. Svona geta nú málin stundum verið skrýt- in ef grannt er skoðað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.