Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1992, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 13. JUNI 1992. 23 listahátíð: Frægtgötu- leikhús sýn- ir listir sínar - í miðbænum í dag Mikið verður um dýrðir í Reykja- vík um helgina en það er frönsk list sem setur svip sinn á listahátíð. Leik- hópurinn Théatre de l’Unité hefur verið með sýningar í Borgarleikhús- inu en í dag verður hann með götu- leikhús í miðbænum. Sýningin byrj- ar klukkan eitt í dag og nefnist Le Mariage eða Hjónabandið. Þessi leik- hópur var stofnaður sem götuleikhús árið 1968 og hefur náð ótrúlegum vin- sældum um alla Evrópu. Leikhópur- inn hefur geiið út þá yfirlýsingu að hann vilji fara með listina til fólksins og hafi þess vegna sýnt á ólíklegustu stöðum, má þar nefna á götum, í görðum, í stórmarkaði, inni í bílum, á íþróttavöllum og á flestum þeim stöðum sem fólk kemur saman á. Sýning götuleikhússins nær frá Bankastræti, Austurstræti og aö Tiöminni (ráðhúsinu). Á sunnudagskvöld sýnir síðan dansflokkur Maguy Marin í Borgar- leikhúsinu. Maguy Marin er einn þekktasti danshöfundur Evrópu um þessar mundir. Dansflokkur hennar hefur farið víða um lönd með sýning- ar sínar og Marin sjálf er eftirsótt sem danshöfundur af ölliun helstu ballettflokkum beggja vegna Atlants- hafsins og undantekningarlaust vekja sýningar hennar alþjóðaat- hygh. Maguy Marin hlaut fyrstu verð- laun sem danshöfundur tvö ár í röð 1977 og 78 á alþjóðlegu danshátíðun- um í Nyon og Bagnolet. Hún stofnaði eftir það sinn eigin dansflokk Ballet Thétre de l’Arche í samvinnu við danshöfundinn Daniel Ambash. Verk þeirra vöktu fljótt slíka athygli að franska menningarmálaráðu- neytið styrkti flokkinn með árlegu framlagi. Þekktasta verk Marin, May B, var frumsýnt árið 1981 en sama ár var dansflokknum boðið að taka upp fast aðsetur í bænum Cretéil utan við París og hefur svo verið síð- an. May B sem gestur Borgarleikhúss- ins fá að njóta annað kvöld hefur verið sýnt þrjú hundruð sinnum og er talið eitt af merkari verkum dans- og leikhúslistarinnar sem komið hef- ur fram á síðari árum. Leikhópurinn mun sýna aftur í Borgarleikhúsinu á þriðjudagskvöld en þá verður flutt leikverkið Cortex. íslensk Ust verður einnig í háveg- um höfö um helgina og má þar nefna tónleika íslensku hljómsveitarinnar í Langholtskirkju annað kvöld kl. 20. Þar verður flutt verk eftir Þorkel Sigurbjömsson og dóttur hans, Misti. -ELA Franski götuleikhúshópurinn hetur hvarvetna notið mikilla vinsælda og svo mun væntanlega vera í miðbænum i Reykjavík í dag. Klúbbkortið giidir á öllum KODAK EXPRESS stöðunum um allt iand Bókaverslun Andrésar Níelssonar, Akranesi. Bókaverslun Jónasar Tómassonar, ísafirði. Pedrómyndir, Skipagötu 16, Akureyri. Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki. Vöruhús K.Á., Selfossi. Hraðmynd, Egilsstöðum. M A með eftirsóknarverðum fríðindum Verslanir Hans Petersen hf.: Bankastræti, Glæsibæ, Austurveri, Kringlunni, Lynghálsi, Laugavegi 178, Hólagarði og Skeifunni 8. Kaupstaður í Mjódd. Ljóshraði í Hamraborg, Kópavogi og Eiðistorgi. Filmur og Framköllun, Strandgötu, Hafnarfirði. Hljómval, Keflavík. SÉRSTAKT KYNNINGARTILBOÐ - .12 MYNDIR ÓKEYPIS gildir frá 1. júní til 30. september Pú kaupir KODAK GOLD II, filmutvípakka með 24 mynda og 36 mynda filmum, á verði tveggja 24 mynda filma. Pú færð sem sé 12 myndir ókeypis. Þegar pú kemur með filmu í framköllun og skilar umbúð- irnar af filmutvípakkanum færðu einnig þessar 12 myndir framkallaðar ókeypis gegn framvísun klúbbkortsins. FRÍÐINDI KLÚBBFÉLAGA: Framkölfun á KODAK EXPRESS stöðunum 5. hver filma: 50% afsláttur. 10. hver filma: Einnig ein stór stækkun 28x35 cm + ein minni. Eftir 20 filmur: Einnig 10% afsl. af römmum. Eftir 30 filmur: Gullkort sem veitir 50% afsl. á 4. hverri filmu og aukasett af myndum á hálfvirði. KODAK EXPRESS klúbburinn mun gefa út frétt-abréf nokkrum sinnum á ári þar sem m.a. verða kynnt ný tilboð til félagsmanna. Klúbburinn mun jafnframt standa fyrir fræðslustarfsemi af ýmsu tagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.