Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 132. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						26
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1992.
Það er framtí ð í
vatninu
- segir vatnsútflytjandinn Davíð Scheving Thorsteinsson
„Það er tvímælalaust framtíð í út-
flutningi vatns ef rétt er á haldið og
við vöndum okkur nægflega. En það
tekur mjög langan tíma. Vatn kemur
ekki í stað þorsksins. Við erum svo
pínulítil á heimsmarkaðinum að við
sjáumst varla, við erum eins og lítið
barn sem skríður á fjórum fótum.
Útflutningurinn er þó að aukast
býsna hratt og ef við höldum áfram
að líkja okkur við barn má segja að
við förum bráðum að ganga með. í
þessum útflutningi er þó eitt fyrir-
bæri langhættulegast: það eru
stjórnmálamennirnir. Ég óttast mjög
að þeir fari að kaupa sér atkvæði
með því að setja vatnsverksmiðju í
hvert kjördæmi eða finna upp á ein-
hverju öðru Jafngáfulegu". Hætta
númer tvö er að við vöndum okkur
ekki. Þá á ég við umbúðirnar og ekki
síst markaðssetninguna. Við megum
ekki láta skjótfenginn gróða setja
glýju í augun á okkur. Ég hef undir
höndum bréf frá mönnum sem vilja
kaupa 80 þúsund tonn af vatni á
mánuði og gera samninga langt fram
í tímann. Þeir vflja flytja vatnið út í
tankskipum. Það er afskaplega hætt
við því að einhverjir óprúttnir menn
taki þennan skjótfengna gróða handa
sjálfum sér en eyðileggi um leið auð-
lindina fyrir þjóðinni tfl langframa.
Það verður að fara rólega í sakirnar
og alltaf með langtímasjónarmið að
leiðarljósi," segjr Davíð Scheving
Thorsteinsson, framkvæmdastjóri
Smjörlíkis-Sólar. Davíð hefur flutt
íslenskt vatn í neytendaumbúðum á
markað erlendis í tvö ár. Búist er við
að í ár tvöfaldist þessi útflutningur
miðað við árið í fyrra og eigi síðan
eftir að aukast jafnt og þétt. Mark-
aðsmöguleikar erlendis eru óendan-
legir en mikil umhverfismengun hef-
ur aukið eftirspumina eftir hreinu
drykkjarvatni gífurlega.
Okkur finnst sjálfsagt og eðlilegt
að geta skrúfað frá krananum og séð
ískalt, hreint og hressandi vatnið
streyma. En þetta er óvíða hægt er-
lendis og kemur margt til.
Líklegur niðurskurður þorskkvót-
ans hefur neytt menn til að huga að
nýjum leiðum til að afla þjóðarbúinu
tekna. í því sambandi hafa augu
margra beinst að vatninu og sumir
hafa hreinlega spurt sjálfa sig hvort
útflutningur á vatni geti ekki komið
í stað þorsksins.
Þótt bjartsýnn sé og mikill hug-
sjónamaður er Davíð mjög varkár í
yfirlýsingum um möguleika okkar í
vatnsútfiutningi og segir sígandi
lukku besta í þessum efnum. Hann
hafnar þó algerlega öllum öðrum
hugmyndum en sölu vatns í neytend-
aumbúðum.
„Hér á íslandi eru fjarstæðar og
hættulegar hugmyndir, eins og að
flytja vatn út í tankskipum, ræddar
í ftulri alvöru. Það er ægUegt. Það
er sagt að ég óttist mest um eigin hag
verði þær aö veruleika. En þegar öllu
er á botninn hvolft eru þessar hug-
myndir ekki hættulegar mér, þær
eru hættulegar þjóðinni."
Sem stendur skuldar Davíð 20
gáma af vatni sem verksmiðjan hefur
ekki getað afgreitt vegna annríkis.
Hann segir að við slikar aöstæður
skjóti upp kollinum hætta sem felist
í þeim mönnum er hugsi aðeins um
skjótfenginn gróða.
„Þar til útfiutningur á Svala hófst
höfðum við farið í langa og stranga
göngu þar sem ekkert gekk lengi
vel."
Stærstu mistökin
Þó vel gangi í sölu svaladrykkja í
dag hafa áföll gengið yfir, áföll sem
næstum settu fyrirtæki Davíðs á
hausinn.
„Þegar við fórum af stað með gos-
verksmiðjuna gerði ég mestu hönn-
unar- og markaössetningarmistök
sem gerð hafa verið á íslandi. Þá setti
ég Sól-Cola á markað. Allt var að.
Bragðið likaði ekki, dósirnar lokuð-
ust ekki og gosið rauk út. Svo breytti
ég sérkenni okkar og aðalsmerki með
því að nota ógegnsæjan miða og
breyta þannig glæru dósinni í rauða
áldós. Þetta var algjört fiaskó og var
nærri búið að ríða þessu fyrirtæki
að fullu."
En Davíð gafst ekki upp. Hann fékk
stuðning úr bönkum og sjóðum en
segir stuðning fólksins í landinu þó
alltaf hafa skipt mestu máli. Eftir
ótal utanlandsferðir og samningaþóf
við fjölmarga aðila hófst útflutningur
á drykknum Seltzer til Englands fyr-
ir þremur árum. Gámastraumurinn
hefur síðan verið stöðugur. Útfiutn-
ingur Svala hefur verið jafn öll árin.
Útflutningur vatns hófst í smáum
stíl 1989 en hefur vaxið ört og er
áætlað að hann tvöfaldist á þessu ári.
„Við erum að selja ímynd landsins
og gerum þaö eins og best við getum.
Hugmyndafræðin á bak við Seltzer
er tiltölulega einföld: Dós sem er ein-
stök í heiminum, gegnsæ, íslenskt
vatn og nýaldaryfirbragð, enginn
hvítur sykur og hvorki rotvarnarefni
né htarefni. Þá er Seltzer dýrara,
kostar rúmlega þrisvar sinnum
meira en kók í Bretlandi. Dósin gerir
það að verkum að fólk reynir drykk-
inn án auglýsinga. Það er ekki fyrr
en nú, eftir þrjú ár, sem drykkurinn
er auglýstur og það í sjálfu breska
sjónvarpinu, BBC. Hins vegar hefur
Seltzer, og auðvitað ísland, fengið
mikla og vinsamlega umfjöllun í
breskum blöðum. Eg held að það
hafl aldrei komið eins mikil umfjöll-
un um ísland í erlendum blöðum,
mun meiri en þegar ferðamálaráð
eða ráðherrar eru að kynna landið."
Latur
„Það er tvímælalaust framtio I útflutningi vatns ef rétt er á haldið og viö vöndum okkur nægilega," segir Davfð
Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Smjörlikis-Sólar. Hann varar við þeim sem fá glýju f augun af mögu-   VÍnnUSJÚklÍ ngUF
leikanum á skjótfengnum gróða og vilja flytja vatn út f tankskipum. Davfð segir farsælast til lengri tima að selja vatn
i neytendaumbúoum.                                                                   D V-myndir JAK
Vantar þolinmótt fé
„Þetta íslenska veiðimannahugar-
far, að verða ríkur í gær, er stór-
hættulegt. Það getur stórlækkað
verðið á mörkuðum úti. Vatn frá
okkur í neytendaumbúðum selst 11
sinnum dýrara en bensín í New
York. Við erum alltaf að stækka og
bæta við okkur vélum svo við getum
afgreitt pantanir."
- Hvað sérðu fyrir þér í vatnsút-
flutningi?
„Ég sé fyrir mér hæga en stööuga
stækkun verksmiðjunnar. í Þver-
holtinu getum viö farið upp í fram-
leiðslu er nemur um 100 mflljón ein-
ingum á ári sem samsvarar 2500
gámum. Gámurinn fer nú á ríflega
eina milljón, veltan hér í Þverholtinu
gæti orðið 2500 mifljónir á ári. Þetta
eru engar upphæðir miöað við þau
ósköp sem eru að dynja yflr þjóðina
vegna minnkandi þorskveiða. Það
tekur tvö ár að ná þessu takmarki.
Ef þetta gengur eins og það hefur
gert, hægt og bítandi, þá er þetta hið
besta mál fyrir alla. Þá vUjum við
stækka og erum með 100-200 staði
víðs vegar um land í skoðun í því
sambandi. Þá mundum við byrja
jafnstórt og verksmiðjan í Þverholti
getur orðið stærst."
Davíð sér hindrun í óþolinmæði
fjárfesta á íslandi.
„Þaö vantar þohnmótt fé, fé sem fá
má frá aðUum sem eru reiðubúnir
aö bíða í 5-10 ár áður en þeir fá arð-
inn sinn. Slíkt fé fyrirfinnst ekki á
íslandi. Shkt fé er til í núklu magni
erlendis. Hugsjónina vantar, aö
menn séu reiðubúnir að standa og
faUa með henni."
Útflutningur Davíðs á drykkjar-
vörum er verulegur en auk vatnsins
flytur hann út bæði Svala og Seltzer
sem gengjð hafa mjög vel í Bret-
landi. Seltzer er einnig að ryöja sér
til rúms vestanhafs.
Upphaf þessa útflutnings má rekja
aftur til ársins 1986 þegar útflutning-
ur á Svala hófst en hugmyndin að
honum og undirbúningur hófst
löngu áður.
Davíð segjr aö þegar erfiðleikarnir
steðjuðu að hafi verið erfirt að lifa
en hann segist alltat' hafa haft óbi-
landi trú á því sem hann værí að
gera, hvort sem fólki hefði þótt hug-
myndirnar ruglaðar eða ekki.
„Þetta er stöðugur slagur. Maður
er úrvinda að loknum hverjum
vinnudegi. Mér leiðist aldrei en þetta
streð dregur úr manni aUan^kraft.
Það er helst að ég slaki á og gleymi
fyrirtækinu þegar ég sest niður og
hlusta á Mozart. Klassísk tónlist
hleður mig upp svo ég verð eins og
nýr maður."
- Ertu vinnusjúklingur?
„Já, ætíi þaö ekki. En þó felst í því
sú þverstæða að ég er latur, latur
vinnusjúklingur. Ég hef ekki annað
val en að vera í þessu á fuUu, að
öðrum kosti mundi ég líklega deyja
úr leiðindum."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64