Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 132. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						44
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992.
Trimm
Undirbúningur fyrir
Reykjavíkurmaraþon
Á trimmsíðunni í dag bætast við sér-
stakar áætlanir fyrir þá sem ætla að
þreyta hálfmaraþon og skemmti-
skokk 23. ágúst nk. en áætlun fyrir
maraþonið er auðvitað enn í fullum
gangi og heldur áfram samhliða hin-
um tveimur. Sem fyrr er það Jakob
Bragi Hannesson sem sér um taka
saman þessar áætlanir fyrir DV en
hann er sjálfur kunnur hlaupari og
var ennfremur framkvæmdastjóri
Reykjavíkurmaraþonsins í fyrra. En
hér koma áætlanirnar fyrir næstu
viku og þá fyrst fyrir maraþonið.
Mánudagur: Skokka í 1 klst.
Þriðjudagur. 5 km tímataka á mældri
vegalengd eða braut. (Hlaupa á fullu
álagi).
Miðvikudagur: Hlaupa rólega í 1-1 Vi
klst.
Fimmtudagur: Skokka rólega í 20-30
mínútur.
Föstudagur: Hlaupa rólega í lVí-2
klst.
Laugardagur: Rólegur hraðaleikur í
30-45 mínútur.
Sunnudagur: Hlaupa rólega í 1 'A-2
klst.
Hálfmaraþon
Áætlunin fyrir hálfmaraþon miðar
einkum að því að þjóna hlaupurum
sem ætla að bæta sig og stefna á að
hlaupa vegalengdina á 1 klst. og 35-45
mínútum. Þessi viðmiðun gengur út
frá því að viðkomandi hlaupi hvern
kílómetra á 4'/2-5 mínútum. Þriðju-
daga, miðvikudaga, fimmtudaga og
laugardaga á að hlaupa á jöfnum
hraða en rólega á sunnudögum.
Hvíld er á mánudögum og á föstudög-
um skal notast við hráðaleik. Vegná
síðasttalda atriðisins fylgir hér upp-
rifjun á hraðaleik sem birtist í DV
30. apríl sl.
Fyrst hitarðu upp með því að
hlaupa rólega ákveðna vegalengd.
Síðan hleypurðu kannski hratt í 10
mínútur og síðan rólega í 5 mínútur
og svo hratt aftur í 5 mínútur o.s.frv.
Hraðaleik er hægt að útfæra á marg-
víslegan hátt. T.d. er hægt að hlaupa
rólega milli þriggja ljósastaura og
síðan hratt milli þriggja o.s.frv. Með
Æfingaáætlanir fyrir þá sem ætla í hálfmaraþon og skemmliskokk bætast nú við ráðleggingarnar handa maraþon-
hlaupurunum sem verið hafa í DV síðan í vetur.
Hlaupaskórnir eru það mikilvægasta
í útbúnaðinum, segir Jakob Bragi
Hannesson.
þessu venst líkaminn á að hlaupa
með misjöfnu álagi og einnig eykur
hraðaleikurinn   fjölbreytnina   í
hlaupunum. Athugið að fyrsti dagur-
inn í áætluninni fyrir hálfmaraþon
og skemmtiskokk er sunnudagur en
ekki mánudagur eins og fyrir mara-
þonið.
Sunnudagur: Hlaupa 13 km rólega.
Mánudagur: Hvíldardagur.
Þriðjudagur: Hlaupa 10 km á jöfnum
hraða.
Miðvikudagur: HQaupa 6 km á jöfnum
hraða.
Fimmtudagur: Hlaupa 13 km á jöfn-
um hraða.
Föstudagur: Hlaupa 8 km í formi
hraðaleiks.
Laugardagur: Hlaupa 6 km á jöfnum
hraða.
Skemmtiskokk
Samhliða ráðleggingum Jakobs
Braga um undirbúning fyrir hlaupin
mun hann huga stuttlega að ein-
hverjum þætti er varðar hlaupara í
hverri viku og fyrst fyrir valinu er
útbúnaður. Og íítum nánar á ráð-
leggingar hans áður en kemur að
æfingaáætlun fyrir skemmtiskokkið.
Útbúnaður er einfaldur, léttur galli
og hlaupaskór en það síðarnefnda er
reyndar það mikilvægasta í útbúnað-
inum og menn skulu ætíð hlaupa á
góðum skóm. Þumalfingursreglan á
Islandi er sú að skórnir eru betri eft-
ir því sem þeir eru dýrari. Skórnir
eiga að laga sig vel að fætinum og
gefa góðan stöðugleika. Sé hlaupið á
hörðu undirlagi, t.d. malbiki, þarf
mjúka skó til að dempa viðnáms-
höggið en bestu hlaupaskórnir inni-
halda svokallaðan loftpúða sem
draga úr höggþunganum. Varast ber
að hlaupa í skóm með slitnum skó-
sóla því slíkt getur afiagað fótinn og
sömuleiðis er mikil hætta á meiðsl-
um. Skemmtiskokkarar, og auðvitað
aUir aðrir hlauparar, ættu því að
hafa þessi atriði í huga áður en farið
er af stað.
Sunnudagur: Hlaupa í 20 mínútur.
Mánudagur: Hvíldardagur.
Þriðjudagur: Hlaupa í 15 mínútur.
Miðvikudagur: Hvíldardagur.
Fimmtudagur: Hlaupa í 15 mínútur.
Föstudagur: Hvíldardagur.
Laugardagur: Hvíldardagur.
Þessi viðmiðun á tíma markast af
því að viðkomandi hlaupi einn kíló-
metra á 5-8 mínútum en það er eln-
mitt hraði byrjenda í skemmtiskokk-
inu og jafnframt ætti þessi sami út-
reikningur að gera fólki kleift að fara
vegalengdina, 7 km, á 35-56 mínút-
um. DV vonast til að sem fiestír taki
nú fram hlaupaskóna og fari að und-
irbúa sig undir hlaupin sem verða
23. ágúst nk. Fyrirspurnum til Jak-
obs Braga má koma til umsjónar-
manns trimmsíðunnar í síma 632827
og jafnframt væri vel þegið ef hlaup-
arar hefðu samband og segðu frá því
hvernig undirbúningurinn gangj.
r   -GRS
Kvennahlaup
íþróttasam-
bands íslands
Kvennahlaup ISI fer fram laugar-
daginn 20. júní eins og greint var frá
á trimmsíðunni sl. laugardag. Safn-
ast verður saman við léttar upphit-
unaræíingar við Flataskóla í
Garðabæ en hlaupið sjálft hefst kl.
14. Hægt er að veíja um þrjár vega-
lengdir, 2, 5 eða 7 kílómetra, og má
hlaupa, skokka eöa ganga áður-
nefndar vegalengdir. Markmiðið
með Kvennahlaupi ÍSÍ er að allar
konur, yngri og eldri, verði með í
hollri hreyfingu og útiveru en þetta
er í þriðja skiptiö sem hlaupið fer
fram. Að venju er Garðabær vett-
vangur hlaupsins en að því loknu
verður boðið upp á veitingar og
skemmtiatriði.
Tilkynningu um þátttöku má senda
Kvennahlaupi ÍSÍ, íþróttamiðstöð-
inni í Garðabæ, eða í síma 91-657251.
Forskráning, greiðsla og afhending á
bolum er í Kringlusporti í Borgar-
kringlunni, Útilífi í Glæsibæ, Frí-
sporti á Laugavegj, Músík og sporti
í Hafnarfirði, Sportbúðinni Hamra-
borg í Kópavogj og H-búðinni í
Garðabæ. Þátttökugjald er kr. 350.
Kvennahláup ÍSI er þó ekki það
eina sem er að gerast í kvennaíþrótt-
um þessa dagana. Áðurnefnt hlaup
er aðeins einn dagskrárliður í svo-
kaUaðri „íþróttaviku kvenna" 16.-22.
júní sem umbótanefnd ÍSÍ stendur
fyrir en frekari upplýsingar eru
veittar á skrifstofu ÍSI.
-GRS
Kvennahlaup ISI fer nú fram í þriðja slnn.
VídavangshlaupÍR:
Lýst eftir
ljós-
myndurum
DV óskar eftir að komast í sam-
band við Jjósmyndara sem voru
yiö endamark Víðavangshlaups
ÍR á suroardaginn fyrsta. Þeir
sem vdru viö myndatöku á áöur-
nefndum stað eru vinsamlegast
beðnir að hafa samband við um-
sjónarmann trimmsíðunnar í
8Íma 632827.
-GRS
Vestmannacyjar:
17.júní
hlaup
Óðins
17. júnl hlaup Óðins í Vést-
mannaeyjum fer frara á miðviku-
daginn, lýðveldisdaginn, eins og
nafnið gefur tíl kynna. Frekari
upplýsingar ura hlaupið veitir
Hólmfríður Júlíusdóttir í síraa
98-12474.             -GRS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64