44 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992. Trimm Undirbúningur fyrir Reykjavíkurmaraþon Á trimmsíðunni í dag bætast við sér- stakar áætlanir fyrir þá sem ætla að þreyta hálfmaraþon og skemmti- skokk 23. ágúst nk. en áætlun fyrir maraþonið er auðvitað enn í fullum gangi og heldur áfram samhliða hin- um tveimur. Sem fyrr er það Jakob Bragi Hannesson sem sér um taka saman þessar áætlanir fyrir DV en hann er sjálfur kunnur hlaupari og var ennfremur framkvæmdastjóri Reykjavíkurmaraþonsins í fyrra. En hér koma áætlanirnar fyrir næstu viku og þá fyrst fyrir maraþonið. Mánudagur: Skokka í 1 klst. Þriðjudagur. 5 km tímataka á mældri vegalengd eða braut. (Hlaupa á fullu álagi). Miðvikudagur: Hlaupa rólega í 1-1 Vi klst. Fimmtudagur: Skokka rólega í 20-30 mínútur. Föstudagur: Hlaupa rólega í lVí-2 klst. Laugardagur: Rólegur hraðaleikur í 30-45 mínútur. Sunnudagur: Hlaupa rólega í 1 'A-2 klst. Hálfmaraþon Áætlunin fyrir hálfmaraþon miðar einkum að því að þjóna hlaupurum sem ætla að bæta sig og stefna á að hlaupa vegalengdina á 1 klst. og 35-45 mínútum. Þessi viðmiðun gengur út frá því að viðkomandi hlaupi hvern kílómetra á 4'/2-5 mínútum. Þriðju- daga, miðvikudaga, fimmtudaga og laugardaga á að hlaupa á jöfnum hraða en rólega á sunnudögum. Hvíld er á mánudögum og á föstudög- um skal notast við hráðaleik. Vegná síðasttalda atriðisins fylgir hér upp- rifjun á hraðaleik sem birtist í DV 30. apríl sl. Fyrst hitarðu upp með því að hlaupa rólega ákveðna vegalengd. Síðan hleypurðu kannski hratt í 10 mínútur og síðan rólega í 5 mínútur og svo hratt aftur í 5 mínútur o.s.frv. Hraðaleik er hægt að útfæra á marg- víslegan hátt. T.d. er hægt að hlaupa rólega milli þriggja ljósastaura og síðan hratt milli þriggja o.s.frv. Með Æfingaáætlanir fyrir þá sem ætla í hálfmaraþon og skemmliskokk bætast nú við ráðleggingarnar handa maraþon- hlaupurunum sem verið hafa í DV síðan í vetur. Hlaupaskórnir eru það mikilvægasta í útbúnaðinum, segir Jakob Bragi Hannesson. þessu venst líkaminn á að hlaupa með misjöfnu álagi og einnig eykur hraðaleikurinn fjölbreytnina í hlaupunum. Athugið að fyrsti dagur- inn í áætluninni fyrir hálfmaraþon og skemmtiskokk er sunnudagur en ekki mánudagur eins og fyrir mara- þonið. Sunnudagur: Hlaupa 13 km rólega. Mánudagur: Hvíldardagur. Þriðjudagur: Hlaupa 10 km á jöfnum hraða. Miðvikudagur: HQaupa 6 km á jöfnum hraða. Fimmtudagur: Hlaupa 13 km á jöfn- um hraða. Föstudagur: Hlaupa 8 km í formi hraðaleiks. Laugardagur: Hlaupa 6 km á jöfnum hraða. Skemmtiskokk Samhliða ráðleggingum Jakobs Braga um undirbúning fyrir hlaupin mun hann huga stuttlega að ein- hverjum þætti er varðar hlaupara í hverri viku og fyrst fyrir valinu er útbúnaður. Og íítum nánar á ráð- leggingar hans áður en kemur að æfingaáætlun fyrir skemmtiskokkið. Útbúnaður er einfaldur, léttur galli og hlaupaskór en það síðarnefnda er reyndar það mikilvægasta í útbúnað- inum og menn skulu ætíð hlaupa á góðum skóm. Þumalfingursreglan á Islandi er sú að skórnir eru betri eft- ir því sem þeir eru dýrari. Skórnir eiga að laga sig vel að fætinum og gefa góðan stöðugleika. Sé hlaupið á hörðu undirlagi, t.d. malbiki, þarf mjúka skó til að dempa viðnáms- höggið en bestu hlaupaskórnir inni- halda svokallaðan loftpúða sem draga úr höggþunganum. Varast ber að hlaupa í skóm með slitnum skó- sóla því slíkt getur afiagað fótinn og sömuleiðis er mikil hætta á meiðsl- um. Skemmtiskokkarar, og auðvitað aUir aðrir hlauparar, ættu því að hafa þessi atriði í huga áður en farið er af stað. Sunnudagur: Hlaupa í 20 mínútur. Mánudagur: Hvíldardagur. Þriðjudagur: Hlaupa í 15 mínútur. Miðvikudagur: Hvíldardagur. Fimmtudagur: Hlaupa í 15 mínútur. Föstudagur: Hvíldardagur. Laugardagur: Hvíldardagur. Þessi viðmiðun á tíma markast af því að viðkomandi hlaupi einn kíló- metra á 5-8 mínútum en það er eln- mitt hraði byrjenda í skemmtiskokk- inu og jafnframt ætti þessi sami út- reikningur að gera fólki kleift að fara vegalengdina, 7 km, á 35-56 mínút- um. DV vonast til að sem fiestír taki nú fram hlaupaskóna og fari að und- irbúa sig undir hlaupin sem verða 23. ágúst nk. Fyrirspurnum til Jak- obs Braga má koma til umsjónar- manns trimmsíðunnar í síma 632827 og jafnframt væri vel þegið ef hlaup- arar hefðu samband og segðu frá því hvernig undirbúningurinn gangj. r -GRS Kvennahlaup íþróttasam- bands íslands Kvennahlaup ISI fer fram laugar- daginn 20. júní eins og greint var frá á trimmsíðunni sl. laugardag. Safn- ast verður saman við léttar upphit- unaræíingar við Flataskóla í Garðabæ en hlaupið sjálft hefst kl. 14. Hægt er að veíja um þrjár vega- lengdir, 2, 5 eða 7 kílómetra, og má hlaupa, skokka eöa ganga áður- nefndar vegalengdir. Markmiðið með Kvennahlaupi ÍSÍ er að allar konur, yngri og eldri, verði með í hollri hreyfingu og útiveru en þetta er í þriðja skiptiö sem hlaupið fer fram. Að venju er Garðabær vett- vangur hlaupsins en að því loknu verður boðið upp á veitingar og skemmtiatriði. Tilkynningu um þátttöku má senda Kvennahlaupi ÍSÍ, íþróttamiðstöð- inni í Garðabæ, eða í síma 91-657251. Forskráning, greiðsla og afhending á bolum er í Kringlusporti í Borgar- kringlunni, Útilífi í Glæsibæ, Frí- sporti á Laugavegj, Músík og sporti í Hafnarfirði, Sportbúðinni Hamra- borg í Kópavogj og H-búðinni í Garðabæ. Þátttökugjald er kr. 350. Kvennahláup ÍSI er þó ekki það eina sem er að gerast í kvennaíþrótt- um þessa dagana. Áðurnefnt hlaup er aðeins einn dagskrárliður í svo- kaUaðri „íþróttaviku kvenna" 16.-22. júní sem umbótanefnd ÍSÍ stendur fyrir en frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu ÍSI. -GRS Kvennahlaup ISI fer nú fram í þriðja slnn. VídavangshlaupÍR: Lýst eftir ljós- myndurum DV óskar eftir að komast í sam- band við Jjósmyndara sem voru yiö endamark Víðavangshlaups ÍR á suroardaginn fyrsta. Þeir sem vdru viö myndatöku á áöur- nefndum stað eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við um- sjónarmann trimmsíðunnar í 8Íma 632827. -GRS Vestmannacyjar: 17.júní hlaup Óðins 17. júnl hlaup Óðins í Vést- mannaeyjum fer frara á miðviku- daginn, lýðveldisdaginn, eins og nafnið gefur tíl kynna. Frekari upplýsingar ura hlaupið veitir Hólmfríður Júlíusdóttir í síraa 98-12474. -GRS